Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
✝ Julien Oberléfæddist í Brest í
Frakklandi 16.
ágúst 1976. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 14.
ágúst 2019.
Hann var sonur
hjónanna Paul
Oberlé, f. 1944, og
Martine Oberlé, f.
1948.
Bróðir hans er
Thomas Oberlé, f. 1979, kvænt-
ur Sophie Oberlé og eiga þau
tvö börn, Maxime og Alice.
Eiginkona Juliens er Anna
Dagmar Arnarsdóttir, f. 1. júlí
1974. Synir Juliens og Önnu
Dagmarar eru Viktor, f. 2010,
og Axel, f. 2014.
Julien hóf skólagöngu í
Frakklandi en flutti til Írlands
haustið 1998 þar sem
hann lauk háskóla-
námi sínu, BS-prófi í
rafeindaverkfræði
frá University of
Limerick. Hann hóf
störf hjá Analog De-
vice í Limerick á Ír-
landi árið 2000.
Julien flutti til Ís-
lands haustið 2005
og hóf fljótlega störf
hjá Landsteinum
Streng. Árið 2012 flutti hann sig
yfir til LS Retail þar sem hann
starfaði til dánardags.
Hann var meðlimur í Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík og starf-
aði einnig með Íslensku
alþjóðabjörgunarsveitinni.
Útför Juliens fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 22. ágúst
2019, klukkan 13.
Elsku Júlli minn, Ég kynntist
þér haustið 1998 þegar ég fór sem
Erasmus-skiptinemi til Írlands.
Við hófum samband stuttu áð-
ur en ég lauk dvölinni minni á Ír-
landi vorið 1999 og þú komst fljót-
lega í heimsókn til Íslands. Við
ákváðum að vera í fjarsambandi
ég á Íslandi og þú á Írlandi og
hittumst reglulega.
Á árunum þangað til þú fluttist
til Íslands haustið 2005 skrifaðir
þú mér óteljandi bréf. Bréf sem
eru mér nú svo afskaplega dýr-
mæt.
Við giftum okkur á sumarsól-
stöðum 21. júní 2008 á Snæfells-
nesi og vorum með yndislega
veislu þar fyrir allra nánustu ætt-
ingja og vini.
Haustið 2008 hófum við nýliða-
þjálfun hjá Hjálparsveit skáta. Þá
tók við skemmtilegur og krefjandi
tími sem hjálpaði okkur að
gleyma því sem var að gerast í
samfélaginu. Við eignuðumst
góða vini, Tófurnar, sem við fór-
um í gegnum krefjandi námskeið
með og í margar skemmtilegar
göngur.
Í apríl 2010 eignuðumst við
eldri soninn okkar Viktor en við
höfðum ákveðið nafnið á hann
sumarið 1999. Axel kom í heiminn
í desember 2014 og við vorum orð-
in fjögurra manna fjölskylda. Þú
hugsaðir svo vel um okkur fjöl-
skylduna þína – eldaðir góðan
mat handa okkur. Þú sást algjör-
lega um matseld og ef þú varst
ekki heima þá varst þú oft búinn
að elda einhvern mat sem við gæt-
um hitað upp.
Enda spyrja strákarnir eftir að
þú fórst, hver á eiginlega að elda
matinn núna? Matur skipti þig
miklu máli og þú hafðir yndi af því
að borða góðan mat, Food and
Fun var orðin að hefð þar sem þú
sást um að velja veitingastaði til
að fara á.
Við gerðum margt skemmti-
legt saman fjölskyldan, fórum
reglulega í sumarbústaðaferðir,
spiluðum borðspil og fórum í
gönguferðir með nesti. Við áttum
okkur margar hefðir sem ég og
strákarnir munum halda við.
Núna í sumar fórum við fjöl-
skyldan í langþráða ferð í Legol-
and með strákana. Þú hefur keypt
óteljandi Lego í gegnum tíðina
fyrir strákana og var dvölin þar
því dýrmæt fyrir alla. Í kjölfarið
fórum við fjölskyldan til Frakk-
lands þar sem áttum þrjár ynd-
islegar vikur með fjölskyldunni
þinni. Gerðum margt skemmti-
legt en eftirminnilegasti dagurinn
er eflaust þegar við fórum í klif-
urgarðinn og síðan á ströndina
þar sem þú kenndir Viktori á
brimbretti.
Þú verður alltaf í hjarta okkar
– við söknum þín og við elskum
þig.
Anna Dagmar,
Viktor og Axel.
Um sumarið hann dó
Hann dó svo snöggt
Enginn gat hann kvatt
Á lífsneista hans var slökkt
Hans hlátur, hans bros og bragur
var öllum sem hann þekktu svo kær
hann var þeim einlægur vinur
og stóð þeim alltaf nær
(Katrín Ruth)
Elsku Júlli minn. Þú varst
Önnu og strákunum þínum allt.
Takk fyrir að vera skrítni franski
gaurinn sem kom inn í líf okkar.
Söknuðurinn er sár.
Þín vinkona
Bergþóra.
Elsku Júlli okkar er dáinn,
bráðkvaddur á heimili sínu í
blóma lífsins. Svo mikill missir og
óskiljanlegt með öllu. Júlli skilur
eftir tómarúm í lífi okkar allra
sem þekktu hann; hjartahlýr,
yndislegur húmoristi, matgæð-
ingur og hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom.
Kynni okkar við Júlla hófust
fyrst sem nýliðar við upphaf nám-
skeiðs í ferðamennsku og rötun
hjá Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík haustið 2008. Framundan var
heil helgi á Úlfljótsvatni með
stórum hópi nýliða þar sem til-
finningin var kvíðablandin en á
sama tíma full eftirvæntingar.
Þegar komið var á Úlfljótsvatn
var eins og framtíðin væri skrifuð
í skýin … við röðuðumst saman í
herbergi og upphaf Tófanna og
þar af leiðandi ævintýri næstu ára
hófust.
Mikil vinátta tókst strax á milli
okkar og þegar leið á nýliðavet-
urinn bættust fleiri í Tófuhópinn
og hin síðari ár makar og börn.
Það sem einkenndi Tófurnar
strax og ekki síst fyrir tilstuðlan
Júlla og konu hans Önnu Dag-
marar, var þessi óbilandi atorka
og metnaður til að leiða hópinn og
skipuleggja æfinga- og skemmti-
ferðir með einhverju skemmti-
legu tvisti, innan og utan HSSR.
Yndislegar minningar um ferðir
eins og „gangan langa“ á Hvanna-
dalshnúk þar sem Júlli söng af
sinni alkunnu snilld „Is it true, is
it over“, ylja hjartað og vekja upp
bros; sólstöðuganga á Snæfells-
jökul, Heiðarhornið í vetrarsól-
inni, Móskarðshnúkar í rokinu,
sumarferð HSSR og síðast en
ekki síst öll matarboðin, viskí-
smökkunin, jólahlaðborðin,
árshátíð Tófanna í Helludal og
Food and Fun-hittingar ár hvert.
Minningar um hlýtt knús, koss
á kinn og glettnin í svip Júlla þeg-
ar við hittumst var ávallt fyrirboði
um góðar samverustundir.
Allt of snemma hefur stórt
skarð verið höggvið í vinahópinn
og eftir situr tómið. Í hjartanu lif-
ir þó minningin um Júlla okkar að
eilífu.
Við sendum Önnu Dagmar,
Viktori og Axel okkar innilegustu
samúðarkveðjur með ósk um
kærleik og styrk á þessum erfiðu
tímum.
Tófurnar:
Helga Björk, Esra, Melkorka,
Ragnar, Rún, Sigþóra, Sören,
makar og börn.
Kær vinur og góður félagi okk-
ar í Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík er fallinn frá. Til að starfa í
björgunarsveit þarf marga eigin-
leika, m.a. þrautseigju, dugnað og
að vera reiðubúinn að gefa af sér,
og Julien hafði alla þessa kosti
sem gerði hann að frábærum fé-
laga í starfinu.
Þegar leiðir okkar lágu saman,
hvort sem það var í starfi sveit-
arinnar eða utan, t.d. í karate-
skutlinu, var alltaf stutt í brosið
og tekið létt spjall enda var alltaf
gaman og gleði í kringum Julien.
Julien hóf nýliðaþjálfun hjá
hjálparsveitinni árið 2008 og varð
fullgildur félagi 2010. Hann starf-
aði meðal annars í íslensku al-
þjóðabjörgunarsveitinni þar sem
hann fór á útkallsskrá árið 2011.
Við félagar Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík kveðjum Julien
með söknuði og sendum Önnu
Dagmar, drengjunum þeirra og
fjölskyldu innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík,
Oddur Valur Þórarinsson.
Julien Oberlé sótti um starf hjá
LS Retail um veturinn 2011.
Ráðningin var í sjálfu sér auðveld.
Ég hafði unnið með Julien nokkr-
um árum áður og þekkti ágætlega
hvaða mann hann hafði að geyma.
Sem starfsmaður var Julien til
mikillar fyrirmyndar, bæði fag-
legur og nákvæmur. En það var
samt félagslegi þátturinn sem
gerði Julien að þeim einstaka
manni sem hann var. Julien hafði
þann fágæta eiginleika að það lík-
aði öllum vel við hann. Hann var
hrókur alls fagnaðar, lífið og sálin
í hverjum hópi, bæði stórum sem
smáum. Við hjá LS Retail kveðj-
um því ekki bara samstarfsmann
heldur einstakan vin og félaga.
Önnu, Viktori og Axel votta ég
mínar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Juliens Oberlé.
Daði Kárason.
Elsku Julien, eða Júlíus Páls-
son. Það var okkar útgáfa af nafn-
inu þínu. Þú varst örugglega ís-
lenskari en við allar til samans.
Hlaupandi upp á fjöll með björg-
unarsveitinni til að bjarga illa
búnum útlendingum sem höfðu
komið sér í ógöngur. „Helvítis út-
lendingar“ áttirðu til að segja,
auðvitað í gríni, en það var alltaf
jafn fyndið þegar þú sagðir það.
Julien Oberlé
✝ Margrét Þórðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 30. janúar
1971. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 8. ágúst
2019.
Foreldrar hennar
eru Hrönn Bald-
ursdóttir, f. 11. jan-
úar 1945, og Þórður
Guðlaugur Gíslason,
f. 6. júní 1935, d. 22. apríl 2019.
Margrét var yngst systkina
sinna en á undan komu þau
Baldur Guðjón, f. 8. ágúst 1962,
og Aðalheiður Guð-
rún, f. 29. apríl 1966.
Margrét lætur eft-
ir sig tvö börn. Með
Rúnari Gunnarssyni,
f. 11. janúar 1968,
eignaðist hún dóttur
sína, Evu Hrönn, f. 6.
janúar 1992, og með
Páli Rúnarssyni, f.
26. september 1968,
eignaðist hún Atla
Frey, f. 17. apríl 1993.
Útför Margrétar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 22. ágúst
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku mamma okkar, við
kveðjum þig með söknuði og von
um að þú sért á betri stað. Fyrir
þér vorum við „gullið þitt“ eins
og þú kallaðir okkur svo oft. Þú
varst okkar sterkasta fyrirmynd,
helsti stuðningur og vinur.
Saman áttum við ótrúlega fal-
legar stundir. Seinasti dagurinn
okkar allra saman var hlýr
sumardagur í júlí.
Við ræddum lifið, tilfinningar,
gamlar minningar og ókomna
framtíð. Sá dagur mun seint
falla okkur úr minni.
Umhyggjusemi þín, dugnaður
og hugrekki voru ávallt aðdáun-
arverðir eiginleikar sem við von-
umst til að tileinka okkur líka.
Þú kenndir okkur að vera opin
fyrir lífinu og fólkinu sem því
fylgir og fyrir það erum við
þakklát.
Takk fyrir að vera þú.
Vort hjarta svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást. –
Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Með ást, þín börn
Eva Hrönn Rúnarsdóttir
og Atli Freyr Pálsson.
Elsku litla sys. Í hinsta sinn
hinn 8. ágúst lokaðir þú aug-
unum þínum og kvaddir þetta líf
eftir langa og hetjulega baráttu
við mikil veikindi.
Ég veit að þér líður betur
núna og að pabbi okkar, sem fór
rétt á undan þér í Sóllandið,
breiddi út faðminn sinn þegar
þú komst til hans og umvafði þig
með allri sinni ást sem og aðrir
ástvinir sem farnir eru.
Elsku litla sys, ég elska þig
og sakna þín uns við sjáumst
aftur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín stóra sys,
Aðalheiður Guðrún
Þórðardóttir.
Margrét
Þórðardóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÍDA SIGURÐARDÓTTIR
frá Hamraendum í Stafholtstungum,
lést á Landspítalanum mánudaginn
19. ágúst.
Ólöf Hildur Jónsdóttir
Björn Jónsson Katrín Sveinsdóttir
Anna Guðrún Jónsdóttir Birgir Skúlason
Sesselja Þórunn Jónsdóttir Ólafur Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR SNORRI INGIMARSSON
læknir,
Laugarnesvegi 89,
sem lést 14. ágúst, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju miðvikudaginn 28. ágúst klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Kolbrún Finnsdóttir
Áslaug Snorradóttir
Ingimar Guðmundsson Arna Björk Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ S. ARNBERGSDÓTTIR
kaupmaður,
Þrúðvangi 2, Hafnarfirði,
frá Borgarfirði eystri,
lést í faðmi dætra sinna og systur 9. ágúst.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 26. ágúst
klukkan 13.
Stefanía, Lilja, Íris, Ragnhildur,
Ingveldur, Dennis og Kristinn
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LILJA SIGURÐARDÓTTIR
frá Hrísey,
lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
11. ágúst. Útförin fer fram frá
Hríseyjarkirkju laugardaginn 31. ágúst klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hrafnistu, Reykjavík,
eða Hríseyjarkirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Sigmannsson Magnea Henný Pétursdóttir
Hanna Sigmannssdóttir Jakob Þorsteinsson
Margrét Sigmannsdóttir Guðmundur Skarphéðinsson
Tryggvi Sigmannsson
Gísli Sigmannsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
fyrrum bóndi Brúnastöðum,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
14. ágúst.
Útförin fer fram frá Mælifellskirkju
laugardaginn 24. ágúst klukkan 14:00
Sigurlaug, Böðvar Fjölnir,
Atli Norðmann, Iðunn María, Ylfa Rún,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn