Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Við sitjum þrjár úr gamla teym- inu og skrifum minningagrein um þig. Það gengur reyndar ekkert sérstaklega vel, náum ekki fókus. Við eigum svo margar minningar um þig sem rifjast upp og umræð- an fer um víðan völl – bara svona eins og á testarafundunum í vinnunni. Þeir gátu orðið heldur skrautlegir, fundirnir okkar. Það var eins og við fengjum sameig- inlegan athyglisbrest um leið og við settumst niður við fundar- borðið. Óðum úr einu í annað. Snerum öllu upp í grín. Leystum málin og gengum svo oft út af þessum fundum í hláturskasti. Það er merkilegt hvað við fjögur náðum að vinna vel saman, og þrátt fyrir að álagið væri stundum mikið, þá var alltaf fjör hjá okkur, þú sást til þess. Morgnarnir þar sem við sátum öll með heyrnartólin okkar við tölvurnar og smelltum á play á YouTube eftir niðurtalninguna „þrír, tveir, einn, nú!“ og hlust- uðum á sama lagið á sitt hvorri tölvunni á sömu sekúndunni svo við yrðum nú samtaka í skrif- borðsdansinum. Lagið okkar, af því að auðvitað áttum við lag, Come er með frönsku söngkon- unni Jain. Vináttan sem myndaðist á milli okkar varð ekki til sjálfkrafa. Hún varð til smátt og smátt í gegnum árin og styrktist með hverri nýrri upplifun sem við áttum saman. Við studdum hvert við annað og alltaf áttir þú ráð við vandamál- unum sem þurfti að leysa. Hvort sem það þurfti að setja upp NAV með Rapid Installer eða þegar mann vantaði karabínur, eða brjóstahaldara. Þú áttir lausnir við þessu öllu og uppskrift fyrir hvert tækifæri. Þú varst klettur fyrir marga og veittir stuðning þegar á þurfti að halda. Maður gat alltaf treyst á þig þegar þess var þörf hvort sem það var til að létta á skammdeg- inu með þínum einstaka húmor eða í erfiðum aðstæðum sem þú barst svo mikla virðingu fyrir. Einmitt fyrir það hversu næmur þú varst á aðstæður gastu sagt brandara sem enginn hefði getað komist upp með að segja annar en þú sjálfur. Hugur okkar er með ykkur Anna, Viktor og Axel. Hann talaði oft um ykkur og það var augljóst hvað hann elskaði ykkur mikið. Við erum óendanlega þakklát- ar fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Júlli. Ætli það verði ekki quiche, peru frangipane og súkkulaði brioche stjarna á boð- stólum í kvöld, þér til heiðurs. Takk fyrir okkur, við munum sakna þín. Unnur, Hólmfríður og Elísabet. Það er með djúpum söknuði sem við í Gourmet-teyminu kveðj- um okkar ástkæra samstarfs- mann og vin Julien í dag. Við unn- um saman að því að gera hugbúnaðarkerfi fyrir veitinga- staði. Hann kom að nánast öllu ferlinu og naut þess að koma með góðar hönnunarhugmyndir og lausnir og elskaði líka að finna villur og benda á hvað betur mætti fara. Hann lagði mikinn metnað í vinnuna en það var alveg sama hvað gekk á, hann hélt ró sinni og var fljótur að finna og leysa vandamálin. Umfram allt var það ótrúlegur hæfileiki hans til að sjá það jákvæða og spaugi- lega við allt sem smitaði frá sér og gerði það að verkum að við hlökk- uðum til að fara í vinnuna á hverj- um degi. Að þróa kerfi fyrir veit- ingastaði stóð honum nærri enda átti matargerð stóran sess í lífi hans. Við í teyminu nutum góðs af því og kom hann oft með gómsæta rétti á fundi og kynnti okkur alls- konar góðgæti sem við gjarnan kölluðum vinnusprettina okkar eftir. Hann var óspar á að kynna okkur það sem hann elskaði við franska menningu og gerði líka grín að því sem honum líkaði ekki eins og hann einn gat leyft sér. Hann vildi öllum það besta og stökk til með góð ráð ef einhver lét í ljós áhuga á hjólum, spilum eða ferðum um Frakkland og lagðist umsvifalaust í mikla rann- sóknarvinnu til að finna réttu þjófavarnakerfin, ungbarnavör- urnar, útivistarbúnaðinn og gjafir fyrir makann. Hann var öflugur í starfsmannafélaginu og ötull í að skipuleggja ferðir og skemmtanir í fyrirtækinu. Pub-Quizzin hans eru ógleymanleg og fjölluðu oftar en ekki um mat og drykk og alls konar furðuleg mál eins og skjald- armerki bæja sem að hans mati átti greinilega að vera almanna- þekking. Julien var virkur með- limur í íslensku alþjóðabjörgun- arsveitinni og lagði mikla vinnu og metnað í starfið, hann gerði ekkert með hálfum hug. Árleg sala á björgunarkallinum fór ekki framhjá neinum í fyrirtækinu og þá sagði hann gjarnan í gríni að engum yrði bjargað nema vera búinn að borga. Hrifnæmi hans, hugmynda- auðgi og drifkraftur hefur smátt og smátt síast inn í okkur öll og breytt okkur til hins betra. Það er óskiljanlegt að hann skuli ekki bara birtast næstu daga og taka upp þráðinn við að betrumbæta vöruna okkar og bæta líf okkar. Við sendum Önnu og strákunum, foreldrum hans og bróður, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Edda, Gunnar Örn, Harpa, Kristján, Kristófer og Sigurður. Það eru um ellefu ár síðan Juli- en gekk til liðs við Hjálparsveit skáta, Reykjavík. Það kom fljót- lega í ljós að þarna höfðum við fengið góðan liðsauka. Til að vera virkur félagi í björgunarsveit þarftu að geta unnið í hóp, tekið ákvarðanir undir álagi og vera lausnarmiðaður. Julien hafði þetta allt til að bera og ávann sér traust til að sinna erfiðum verk- efnum. Svo hafði hann einn kost sem er ekki öllum gefinn, hann var svo skemmtilegur. Hann var alltaf í góðu skapi og átti auðvelt með að fá okkur hin til að brosa og hlæja. Það er ómetanlegt. Á seinna ári í nýliðaþjálfun byrjaði Julien að starfa með búða- hóp og fljótlega með þeim hluta hópsins sem tilheyrir Íslensku al- þjóðabjörgunarsveitinni. Julien var mjög virkur í starfi og óhræddur við að taka að sér verkefni. Hann kom oft með til- lögur að bættu verklagi og lausnir á vandamálum. Það var þá gjarna eftir að hafa kynnt sér verkefni vel og öfugt við mörg okkar þá las hann leiðbeiningar. Þrátt fyrir þetta var hann hógværðin upp- máluð og gerði lítið úr þessum hæfileikum sínum Útköll og æfingar búðahópsins okkar taka yfirleitt nokkra daga. Undir þeim kringumstæðum reynir á samskiptafærni og út- hald. Það var alltaf gott að vinna með Julien, hann var einstaklega þægilegur og mjög vinnusamur. Reynar það vinnusamur að það þurfti að passa að hann tæki sér hvíld, en hvíld tók hann yfirleitt ekki nema honum væri hreinlega sagt að taka sér hvíld. Og það að hafa Frakka í hópnum gerði okk- ur betri sem hóp þ.s. hann hafði oft aðra sýn á hlutina en þá sem við innfæddu höfðum. Hann til- einkaði sér hina ýmsu íslensku ósiði en tvennt átti hann erfitt með. Annað var íslenska viðhorfið „þetta reddast“ og síðan var það nestismenning okkar, sem var ekki hátt skrifuð hjá honum. Missirinn er mikill, en við mun- um halda í þær mörgu og góðu minningar sem við eigum um þann góða mann sem Julien var. Minningar frá hinum ýmsu stöð- um á Íslandi og frá æfingum er- lendis. En sterkust verður minn- ingin um hláturinn og gleðina sem fylgdi Julien. Elsku Anna Dagmar, Viktor og Alex, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Búðahópur HSSR, Svava Ólafsdóttir. Á burt af lífsins tré er fallið eitt fegursta blóm fjölskyldunnar hún Hlíf Kristinsdóttir tengdamóðir mín. Hlíf bjó mestan hluta ævi sinnar í Helga magra landinu góða, Svíþjóð. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um mannkosti hennar, einstök mildi og um- hyggja bæði fyrir mönnum og málleysingjum ætíð í fyrirrúmi. Þessi fallega freyja hleypti snemma heimdraganum eftir að hafa kynnst eiginmanni sínum Svani Magnússyni málara. Ætlun þeirra hjóna var að stoppa stutt í Svíþjóð en reyndin varð önnur. Hlíf stóð sem bústólpi alla tíð við hlið eiginmanns síns sem vann mikið utan heimilis um árafjölda til styrktar stoðum heimilisins. Þau eignuðust hús á Spáni og nutu þar góðra samvista með börnum, barnabörnum og fjölda annarra vina. Hugulsemi og hlýja náði til allra. Hlíf var einstakur hlustandi og oftar en ekki var fólk búið að opna hjarta sitt fyrir henni og birtist þá hennar góða hugarþel oft sem líkn í þraut, þannig var nú farið um mildi hennar. Það var aldrei fjörður milli frænda hjá Hlíf, hún ræktaði garðinn vel við vini og vandamenn. Hlíf sótti oftar en ekki ættarmót þegar hún kom til heimalandsins og þá oft til Ólafsfjarðar, þar voru rifjaðar upp bernskuminningar liðinna daga og oft var mikið hlegið. Hún hafði mikið dálæti á fallegum og fínum fötum, alltaf var Hlíf vel til höfð eins og drottningu sæmir og ilm- andi eins og rós í runna. Allt hefur sitt upphaf og endi, hægt og hljótt lokast lífs vors bók. Hlíf kvaddi þessa jarðvist með sól í heiði okk- ur öllum að óvörum eins og oft gerist. Vonandi vaknar sálin aftur, ekkert er nýtt undir sólinni, allt gengur í bylgjum og allt er á hringferð sem og lífskrafturinn, viljinn og efnið, allt er óforgengi- legt. Blessuð sé minning þín, Hlíf mín mæta. Hilmar. Elsku besta amma mín. Það er erfitt að skilja að þú sért búin að kveðja þennan heim, en nú ertu komin til afa og veit ég að hann tekur á móti þér opnum örmum. Þú varst ekki bara besta amma mín heldur líka besta vinkona og nafna mín. Amma, þú varst einstaklega falleg manneskja, bæði að innan og utan, þú varst alltaf til staðar að hlusta og algjörlega fordóma- laus. Sem barn var ég oft hjá ykk- ur afa og þú bakaðir bestu pönns- ur í heimi. Það eru óteljandi góðar minningar frá sumarbústaðnum, litla Dallas, og man ég alltaf eftir því þegar þú klipptir rósirnar þín- ar í garðinum. Á efri árum sagðir Hlíf Kristinsdóttir ✝ Hlíf Kristins-dóttir fæddist 18. desember 1933 á Ólafsfirði. Hún lést í Finspång í Svíþjóð 20. júlí 2019. Útför Hlífar fer fram frá Árbæjar- kirkju í dag, 22. ágúst 2019, klukk- an 13. þú oft við mig að það væri nú eiginlega þér að kenna að við enduðum öll úti um allan heim, þar sem þú varst sú sem byrjaðir á því að flytja litlu fjölskyld- una þína tíl Svíþjóð- ar á sínum tíma. Það er kannski satt að ævintýrið byrjaði þá og nú hef- ur þú sameinað fjölskyldur víða að úr heiminum, barnabörn og barnabarnabörn. Ég er svo þakklát að þú fékkst að kynnast sonum mínum, Elvin Eli og Felix River, og munu þeir bera minningarnar um ömmu Hlíf til næstu kynslóðar og þú munt lifa í hjarta okkar til eilífðar. Megir þú hvíla í friði og ró og englar alheimsins vaka yfir þér. Þín dótturdóttir Hlíf og barnabarnabörnin Elvin og Felix. Í minningu vinkonu okkar Hlíf- ar Kristinsdóttur sem lést í Fin- spång í Svíþjóð 20. júlí síðastliðinn er margs að minnast. Æviárin urðu 86 þar af 50 ár fjarri fósturjörðinni. Hlíf var gift Svan Magnússyni málarameist- ara, d. 19. júlí 2005. Þau fluttu bú- ferlum til Svíþjóðar 1969 og bjuggu lengst af í Finspång. Haf var milli vina, en vináttu- tengslin sterk. Heimsóknir okkar hjónanna til Svíþjóðar til margra ára, eru okk- ur afar minnisstæðar, gestrisni í hávegum höfð og veitt af höfðings- skap. Þau hjónin Hlíf og Svan gerð- ust umsvifamiklir atvinnurekend- ur um skeið á sviði iðnmenntunar sinnar, þar var Hlíf þátttakandi í rekstrinum til jafns við eiginmann sinn. Margir Íslendingar fluttu til Svíþjóðar 1969 og á árunum þar á eftir, fjölmargir leituðu eftir vinnu og annarri aðstoð hjá Hlíf og eig- inmanni hennar. Þau voru ávallt reiðubúin til að hjálpa og aðstoða fólk við að koma sér fyrir í nýju landi. Hlíf fæddist í Ólafsfirði 1933, hún var nágranni okkar, bjó í næsta húsi, ár æskunnar liðu, al- varan tók við, ýmsar leiðir lífsins valdar. Hlíf var glæsileg kona og bar sig ávallt vel. Hinstu kveðjur og þakkir. Innilegar samúðarkveðjur til afkomenda. Friðrikka Baldvinsdóttir, Heimir Brynjúlfur Jóhannsson. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR S. HALLDÓRSSON verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 2. september klukkan 13. Margrét K. Sigurðardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA KRISTÍN HERMANNSDÓTTIR, Stigahlíð 24, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli síðastliðinn sunnudag. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 27. ágúst klukkan 15. Kolbeinn H. Brynjólfsson Eygló Lilja Ásmundsdóttir Reynir Brynjólfsson Ólafur Þórarinn Helgason Linda Sunnanväder Salína Aðalbjörg Helgadóttir Einar Long Guðmundur Örn Helgason Hildur Jósefsdóttir Þröstur Helgason Gerður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT INGUNN ÓLAFSDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 19. ágúst. Útförin verður tilkynnt síðar. Eggert Ketilsson Jónas I. Ketilsson Sigríður H. Helgadóttir Haraldur Á. Bjarnason Hrafn A. Ágústsson Joy C. Ágústsson Ólafur Á. Haraldsson Lísa Einarsdóttir Silja Unnarsdóttir Valdimar Ómarsson Margrét I. Jónasdóttir Michel Hinders Davíð G. Jónasson Ann Peters Katla M. Jónasdóttir og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, KARÓLÍNA BORG SIGURÐARDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 30. ágúst klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Halldór Birkir Sturluson Elías Hrafn Halldórsson Sigurður Ari Halldórsson Aþena Ýr Halldórsdóttir Sigurður Eyjólfsson Ólafía Margrét Gústavsdóttir Guðmundur Ingi Sigurðsson Árdís Hauksdóttir Sveinbjörn Ólafur Sigurðss. María Waltersdóttir Sturla Halldórsson Bryndís Kjartansdóttir Elskulegur sonur okkar og bróðir, HÁKON GUTTORMUR GUNNLAUGSSON, andaðist laugardaginn 10. ágúst. Útför hans var gerð frá kapellu San Isidro í Madrid fimmtudaginn 15. ágúst. Minningarathöfn um Hákon Guttorm fer fram í Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. ágúst og hefst klukkan 15. Gunnlaugur Sigurðsson Ragnheiður Þormar, Svanhildur Gunnlaugsdóttir Elísabet Gunnlaugsdóttir Alexandra Gunnlaugsdóttir Helga Gunnlaugsdóttir Andrea Júlía Gunnlaugsdóttir Höskuldur Gunnlaugsson Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Laufrima 14a, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 30. ágúst klukkan 13. Jón Þórarinn Magnússon Björg Jónsdóttir Linda Hrönn Magnúsdóttir Örn Hjálmarsson Haukur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.