Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
✝ Hákon Gutt-ormur Gunn-
laugsson fæddist á
Fæðingarheimili
Reykjavíkur 19.
maí 1991. Hann
andaðist í Madríd
10. ágúst 2019.
Hákon var
fimmta og næst-
yngsta barn eftir-
lifandi foreldra
sinna, Gunnlaugs
Sigurðssonar og Ragnheiðar
Þormar. Samfeðra er elsta syst-
ir hans, Svanhildur, fædd 15.
júní 1970, maki Þorsteinn
Tryggvi Másson. Móðir hennar
er Þórey Axelsdóttir. Alsystkini
Hákonar eru Elísabet, fædd 4.
ágúst 1973, maki Pierre
Már Arnarsson og dóttir And-
reu Júlíu er Ísadóra, og ófætt
systkini hennar, Magnúsarbörn.
Hákon lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Kópavogi
2011, diplómu í margmiðlun frá
háskólanum í Steinker í Noregi
tveimur árum síðar og stundaði
síðan nám í nokkrum greinum í
HR og HÍ. Meðfram námi og að
því loknu vann Hákon að ýmsum
verkefnum á sviði margmiðl-
unar ásamt því að stunda smíða-
og byggingarvinnu. Hann
kynnti sér á undanförnum árum
ítarlega samvinnufélagið í
Mondragon í Baskalandi og
hugmyndafræði þess. Hann
hafði nýverið verið á ferðalagi
um héraðið þegar hann lést í
Madríd.
Útför hans var gerð frá kap-
ellu San Isidro í Madríd 15.
ágúst 2019.
Minningarathöfn um Hákon
Guttorm fer fram í Kópavogs-
kirkju í dag, 22. ágúst 2019, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Mounoud; Alex-
andra, fædd 26.
apríl 1978, maki
Atli Aðalsteinsson;
Helga, fædd 19.
febrúar 1985, maki
Arnar Már Magn-
ússon; Andrea Júl-
ía, fædd 12. júlí
1988, maki Magnús
Felix Tryggvason;
Höskuldur, fæddur
26. september
1994, ókvæntur. Systkinabörn
Hákonar eru börn Svanhildar,
Sunneva og Tómas Þorsteins-
börn; börn Elísabetar, Clara
Nora og Ulysse Guttormur
Mounoud; börn Alexöndru,
Benjamín, Lúkas og Emma Júlía
Atlabörn; sonur Helgu er Snorri
Sviðið var holið á miðju loftinu í
ævintýralegu húsi yst á Kársnes-
inu en leikmunir voru stólar, sófi
og sófaborð. Þú varst sex ára og
lékst báða karakterana í frum-
sömdum spunaleik og var sem þér
yxi geysivítt vænghaf og langt stél
stormfuglsins og enn lengra skott
blettatígursins sem læddist um
gresjuna í veiðihug og nú sá hann
konung háloftanna þar sem hann
sat á háum kletti og horfði hvössu
augnaráði yfir víðáttur Afríku.
Uggði þó ekki að sér fyrr en
blettatígurinn hóf sig upp á ham-
arinn í einu stökki og tókst að
krækja beittri kló í eina fjöður úr
stéli hans. Hún sveif um sinn á
klettabrúninni en féll svo með
þokkafullu flökti til jarðar.
Ímyndunaraflið var óþrjótandi
og þú sást með árunum kosmíska
fegurð í minnstu atvikum lífsins,
hvernig bláendinn á skottinu á
kisa þínum tifaði til vitnis um það
vitundarlíf sem sex milljörðum
ára eftir Stóra hvell hafði loksins
orðið til á örlítilli plánetu sem við
köllum jörð. Þú birtir okkur óend-
anlega kómískt eðli tilverunnar og
af því urðu bæði kisi og hundurinn
ykkar bræðra sem höfuðpersónur
í forngrískum gamanleik. Þú
gæddir þá svo ríkulegum per-
sónuleika að okkur varð eðlilegt
að deila með þér djúpri elsku
þinni á þeim.
Mildur í dómum um fólk en rót-
tækur í skoðunum lastu hugsuði á
borð við Peter Kropotkin og
Noam Chomsky og lagðir sjálfur
af mörkum í andófi gegn vald-
níðslu og arðráni. Þú tókst nærri
þér margt það sem venjuleg fá-
fræði eða skeytingarleysi ver okk-
ur gegn og kannski vanmastu þær
varnir sem næmur hugur þinn
hafði gegn vonsku heimsins. Svo
fór að þú fékkst skýra viðvörun
um að yrðir að gæta þín. Það
reyndir þú vissulega að gera og
safnaðir kröftum á ný með þeim
hætti sem þér var eiginlegt, gafst
og gafst af þér og áttum við
ógleymanlegar stundir saman í
nokkrum verklegum framkvæmd-
um sem við tókum að okkur okkur
til upplyftingar. Kláruðum þær
með þeim stæl sem þér var lagið,
handlaginn, hugkvæmur, verkfús
og sá besti vinnufélagi og vinur í
verki sem ég hef átt.
„Egun ono“ veit ég fyrir þín orð
að þýðir „góðan dag“ á basknesku.
Þú varst staddur í Mondragon í
Baskalandi að kynna þér víðfrægt
samvinnufélag þeirra með það
fyrir augum að staldra þar við í
vinnu og námi. Skrappst þaðan til
Madríd og skráðir þig inn á hótel
laust eftir miðnætti aðfaranótt
laugardagsins 10. Við sátum langa
stund með því góða fólki sem varð
það síðasta sem sá þig í þessu lífi
og það fyrsta eftir andlát þitt, her-
bergisþernu og Carlos sem vinnur
í gestamóttökunni.
Hann sýndi okkur herbergið
sem þú hafðir gist í og túlkaði frá-
sögn herbergisþernunnar af sam-
skiptum ykkar um morguninn og
af þeim þöglu ummerkjum sem
vitnuðu um hinstu örlög þín um
hádegisbil þann sama dag. Á
samri stund urðum við ekki ein í
sorginni, herbergisþernan hafði
misst yngri bróður sinn úr of-
neyslu eiturlyfja og Carlos hafði
nýverið misst móður sína án þess
að geta sagt henni hversu heitt
hann elskaði hana og við grétum í
faðmi hvert annars, hver annarri
ókunnugar manneskjur fyrir
stundu, sem vegna þín voru nú
sem náin systkini.
Þú dvaldir stutt í því fræga
samvinnufélagi í Mondragon í
þetta sinn og stutt á þessari jörð
en sýndir okkur með lífi þínu og
við hinstu örlög þín vitnaðist okk-
ur að slá sama takti hjörtu okkar
allra. Ástarþakkir fyrir það, ástar-
þakkir fyrir allt sem þú gafst
okkur, hjartans vinur minn kæri.
Gunnlaugur Sigurðsson.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku litli bróðir, elsku hjart-
ans Hákon.
Ég vissi að ekki var allt gott hjá
þér og var búin að sjá fyrir mér að
við gætum farið í nokkurra daga
göngu upp í fjöll í Frakklandi í
ágúst. Einbeita okkur að því að
setja annan fótinn fram fyrir hinn,
eitt skref í einu úti í náttúrunni.
Þegar ég hringdi í þig með þessa
uppástungu fór meginhluti sam-
talsins í að rekja þér áhyggjur
mínar af dóttur minni og raunir
hennar. Þú hlustaðir með samúð
og settir þig inn í málin. Svona
varstu, ég hélt að ég ætlaði eitt-
hvað að hjálpa þér svo varst þú í
raun að hlusta á mig og mín
vandamál, skilningsríkur og hlýr.
Þessi símtöl sem við áttum og
skriflegu samskipti í gegnum síma
í einar tvær vikur í endaðan júlí og
byrjun ágúst voru öll á þennan
veg. Þú svaraðir með húmor,
sagðir mér af ferðum þínum, bent-
ir mér með gríni á að ég hefði
ruglað saman tígrisdýri og hlé-
barða þegar ég sendi þér mynd af
veggjakroti frá Montpellier með
ónákvæmri meðfylgjandi lýsingu.
Þú varst athugull og nákvæmur
þegar þú horfðir á heiminn.
Þú komst til mín í heimsókn í
Montpellier í Frakklandi, ekki
orðinn sex ára, og teiknaðir tígris-
dýr.
Dóttir mín var nýfædd og þú
varst að koma í heimsókn að sjá
litlu frænku. Þetta var ævintýra-
ferð fyrir lítinn gutta, hann var
innilega glaður að vera á löngu
ferðalagi með mömmu sinni í
framandi borg og borða nýjan mat
og lesa Andrésblöð með mömmu
og litla bróður uppi í rúmi á kvöld-
in. Þið höfðuð farið í dýragarðinn
um daginn og þú hafðir augun gal-
opin.
Þegar heim kom teiknaðir þú
eftir minni öll dýrin sem þú hafðir
séð í dýragarðinum, niður í
minnstu smáatriði, þar á meðal
flott tígrisdýr. Þú varst litli bróðir
minn í ævintýraheimi og naust
ferðarinnar mest af öllum.
Þessi símtöl sem við áttum,
þessi skilaboð sem fóru okkar á
milli núna í sumar eru hinsta gjöf
þín til mín. Öll sú hlýja og birta og
húmor sem kom frá þér fylgja
mér núna hvert andartak.
Þú varst kominn til Spánar og
við ætluðum að leggja af stað á
miðvikudegi í fjallgöngu, vorum
að ræða gönguskó og bakpoka, þú
sagðir mér að þetta yrði „epískt“
ferðalag hjá okkur. Við fórum
ekki í þetta skiptið en einhvern
tíma munum við ganga saman í
Pýreneafjöllunum, elsku Hákon.
Elsku litli bróðir minn, það er
svo ólýsanlega sárt að vera búin
að missa þig og orðin eru svo tak-
mörkuð til að lýsa því. Þú ert alls
staðar með mér núna, hvert sem
ég lít, hvern sem ég tala við, hvert
sem ég fer, þá ert þú nálægur.
Elsku litli bróðir minn, þakka þér
fyrir allan þann tíma sem ég átti
með þér, þakka þér fyrir að hafa
tekið svona vel á móti litlu frænku
þinni þegar hún kom í heiminn,
þakka þér fyrir alla þá birtu sem
þú skilur eftir í hjarta mínu.
Elísabet Gunnlaugsdóttir.
Fyrir Hákon.
Ég vildi ganga hönd í hönd með þér
hönd í hönd með þér
Ég vildi ganga hönd í hönd með þér
um lífsins langa veg.
Ég vildi sjá þig lýsa af hamingju
og gleði í hjarta þér
Ég vildi sjá þín augu skína skær
að allt gengi vel
Ég vildi strjúka mjúkan vanga þinn
strjúka þér um kinn
Og hvísla að þér orðum sem tækju burt
allan sársauka þinn
Ég vildi heyra rödd þína æ og sí
svo undurgóð og hlý
Og halda hverju orði að hjarta mér
þar til ég sé þig á ný
Ég vildi’ ég gæti lýst þér lífsins veg
lífsins þrautaveg
Ég vildi’ ég gæti rutt hann myrkrinu
og gengið hann með þér
Ég vildi að ég gæti sest hjá þér
við hliðina á þér
Lagt hönd mína yfir axlir þér
og haldið þér þétt að mér
Ég vildi‘ að ég gæti hellt í glas með þér
skálað hátt með þér
Og hlegið öllum lífsins draugum að
hlegið dátt með þér
Ég vildi gefa allt fyrir augnablik
augnablik með þér
Og segja þér hve ósköp dýrmætur
Hákon þú ert mér
Ég vildi’ ég gæti haldið þéttingsfast
þéttingsfast um þig
Og lokað úti allar áhyggjur
sem herjuðu á þig
Hvert fórstu elsku hjartans Hákon minn
hvert fórstu án mín?
Ég vildi’ ég gæti sagt þér bróðir minn
Hve heitt ég sakna þín
Ég veit þú heldur fast í hönd mér
fast í hönd mér
Ég veit við fylgjumst æ að þú og ég
um lífsins langa veg.
Ég elska þig um alla eilífð.
Þín
Alexandra (Alex).
Blunda þú nú barnið mitt,
bráðum kemur nótt.
Óli lokbrá læðist inn,
létt og ofurhljótt.
Mín fyrsta minning um þig,
elsku bróðir minn. Þú ert að sofna
í rúminu sem langafi hafði smíðað
úr ljósum við og á rúmgaflinum
útskorin mynd af Óla lokbrá þar
sem hann heldur á regnhlífinni yf-
ir barninu. Ég sit á rúminu hjá þér
og raula fyrir þig vísuna um Óla
lokbrá. Mikið var gott að vera ná-
lægt þér.
Seinna skyldir þú raula vöggu-
vísur fyrir Snorra minn. Þú sagðir
honum sögur í lestinni til og frá
leikskólanum hans í Stokkhólmi,
barst hann á háhesti þegar hann
var orðinn þreyttur og bakaðir
með honum pönnukökur þegar
heim var komið. Þú hafðir ein-
stakt lag á honum og með þolin-
mæði þinni og hlýju tókst þér allt-
af að umbreyta pirringnum hjá
þreyttu leikskólabarninu í kæti.
Hversdagslegar lestarferðirnar í
janúarmyrkrinu til og frá leik-
skóla breyttust í hin mestu ævin-
týri. Það kom aldrei á þig hik þeg-
ar ég biðlaði til þín að koma út og
hjálpa okkur. Ekki frekar en þeg-
ar ég bað þig um hjálp við gerð
rafmagnsmótors í verkfræðinni,
þú þá aðeins 13 ára að aldri, eða
gerð grafískra myndbanda sem
mig vantaði fyrir vinnuna. Snorri
var orðinn of stór til að vera á há-
hesti þegar þú komst í heimsókn
til okkar til Óslóar en fékk að vera
á hestbaki í staðinn. Hákon besti
frændi var kominn í heimsókn.
Við fórum niður að bryggju og
keyptum okkur ís. Hér heima á Ís-
landi breyttust samverustundirn-
ar í lestinni í bíóferðir og göngu-
ferðir niður að sjó þar sem
hundurinn Kútur hafði bæst í hóp-
inn.
Ég, þú og Kútur áttum líka
góðar stundir í hlaupunum okkar
saman hér við sjóinn á Kársnes-
inu. Hundurinn ruglaði aðeins
tempóið hjá okkur en það gerði
ekkert til. Við náðum góðum takti
samt sem áður. Hvort sem var í
hlaupunum, á kaffihúsinu eða í bíl-
túrnum spurðirðu mig alltaf
hvernig Snorri hefði það. Við rifj-
uðum upp skemmtileg atvik í
þessu húmoríska ljósi sem þú iðu-
lega sást heiminn í.
Elsku Hákon, ég mun sakna
samverustundanna okkar saman.
Hlýjuna og einstaka nærveru þína
sem ég fyrst fann við rúmgaflinn
hjá þér í æsku mun ég geyma í
hjartanu um ókomna tíð en engin
orð fá henni lýst. Takk fyrir að
vera alltaf til staðar, jafnvel á þín-
um erfiðustu stundum.
Ég elska þig, hjartans bróðir,
og mun ávallt gera.
Óli lokbrá leiðir þig
létt um draumsins svið,
heillar yfir barnsins brá,
blíðan næturfrið.
(Jakob V. Hafstein)
Helga Gunnlaugsdóttir.
Hákon Guttormur
Gunnlaugsson
HINSTA KVEÐJA
Sönn ást er eilíf. Við
munum ætíð vera hvort
með öðru. Þakka þér fyrir
að vera sá sem þú varst.
Þakka þér fyrir að vera
spegill minn sem vekur
mig til að muna hver ég er.
Ein sál, tveir líkamar.
Ég elska þig.
Pia.
Fleiri minningargreinar
um Hákon Guttorm Gunn-
laugsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HANNE HINTZE,
Boðaþingi 22, Kópavogi,
lést á Landspítalanum 10. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Elísabet Halldórsdóttir Ólafur Flosason
Anna Ólafsdóttir Guðjón Már Guðjónsson
Flosi Ólafsson
Harpa Líf Hallgrímssdóttir
Erling H. Halldórsson
Fannar Smári Erlingsson Aníta Heiðarsdóttir Röed
Egill Örn Erlingsson
Gunnlaugur Erlingsson
Okkar ástkæri
JAKOB ÞORSTEINSSON
bílstjóri,
lést 6. ágúst á heimili sínu í Torrevieja á
Spáni. Útför hefur farið fram.
Steinþóra Fjóla Jónsdóttir
Hafdís Guðný Jakobsdóttir
Hafsteinn Elvar Jakobsson
Garðar Berg
Valur Berg
Steinþór Sigurðarson
tengdabörn og barnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN KATLA ÁRNADÓTTIR,
Vegghömrum 4,
lést miðvikudaginn 31. júlí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Karólína Pétursdóttir Guðjón Einarsson
Elena K. Pétursdóttir Þorvaldur Magnússon
Arna H. Pétursdóttir Ragnar B. Ragnarsson
Árni Snorri Ólafsson Steinunn Elfa Jóhannsdóttir
og barnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
afi og sonur,
HALLGRÍMUR ÓÐINN PÉTURSSON,
Hálsvegi 7, Þórshöfn,
lést á heimili sínu laugardaginn 17. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá
Þórshafnarkirkju sunnudaginn 25. ágúst klukkan 14.
Jóhanna Ingimundardóttir
Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir
Kristbjörn Lúther T. Hallgrímsson
Hallmar Logi T. Hallgrímsson
Petra Dögg T. Hallgrímsdóttir
og aðrir vandamenn