Morgunblaðið - 22.08.2019, Síða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
✝ Birgir Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 28. ágúst
1937. Hann lést 9.
ágúst 2019.
Birgir var sonur
Sigurðar Ingimars
Helgasonar,
myndlistarmanns
og sjómanns, og
Friðbjargar Jóns-
dóttur húsmóður.
Systkini hans eru
Ingimar Erlendur og Sigríður
Freyja.
Birgir ólst upp í Reykjavík,
lauk kennaraprófi frá KÍ 1961,
stundaði tónlistarnám við Tón-
listarskólann í Reykjavík í fimm
ár og söngnám í Amsterdam
1967. Birgir var blaðamaður á
Tímanum 1961-64 og var kenn-
ari og skólastjóri í nokkrum
skólum þar til hann sneri sér al-
farið að ritstörfum árið 1979.
Eftir Birgi liggur fjöldi rit-
verka; leikrit, skáldsögur, ljóð,
þýðingar og fræðirit. Þekktasta
leikrit Birgis er án efa Dagur
höfundasambands Íslands 1982-
1986, var forseti Bandalags ís-
lenskra listamanna 1985-87 og
átti m.a. sæti í stjórn Listahátíð-
ar og úthlutunarnefnd Kvik-
myndasjóðs. Birgir var á þessu
ári gerður að heiðursfélaga Rit-
höfundasambandsins.
Birgir var einnig virkur í
náttúruverndarbaráttu og það
voru einkum Náttúruvernd-
arsamtök Íslands sem nutu
krafta hans.
Eftirlifandi eiginkona Birgis
er Elsa Vestmann Stefánsdóttir,
myndlistarmaður og fv. sviðs-
stjóri hjá RÚV. Birgir eignaðist
þrjú börn með fv. eiginkonu
sinni, Jóhönnu Steinþórsdóttur.
Þau eru: Steinþór, kona hans er
Ásta Vilhjálmsdóttir, Freyja,
maður hennar er Halldór Magn-
ússon, og Steinunn Björg, mað-
ur hennar er Hólmsteinn Jónas-
son. Stjúpbörn Birgis eru: Anna
Steinunn (látin), maður hennar
er Kjartan Bjargmundsson,
Einar, kona hans er Ásta Mar-
grét Guðlaugsdóttir, Elías og
Eva.
Útför Birgis fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
22. ágúst 2019, klukkan 13.
vonar, sem frum-
sýnt var 1987, til-
nefnt til bók-
menntaverðlauna
Norðurlandaráðs
1989 og hefur verið
sýnt víða um heim.
Fyrsta leikritið,
Pétur og Rúna,
vann 1. verðlaun í
samkeppni Leik-
félags Reykjavíkur
1972 og vakti mikla
athygli. Meðal annarra leikrita
hans eru Skáld-Rósa, Selurinn
hefur mannsaugu, Grasmaðkur,
Óskastjarnan, Dínamít og Er
ekki nóg að elska. Birgir var
heiðursfélagi Leikfélags
Reykjavíkur en hann þýddi
einnig fjölmörg leikrit, m.a.
Barn í garðinum, eftir Sam
Shephard, Glerbrot, eftir Arth-
ur Miller, og Köttur á heitu
blikkþaki, eftir Tennessee Willi-
ams. Þá þýddi hann tvær skáld-
sögur eftir Doris Lessing, Gras-
ið syngur og Marta Quest.
Birgir var varaformaður Rit-
Fyrir 23 árum steig ég í fyrsta
sinn inn um dyrnar á Spítalastíg 3
og hitti þar fyrir tilvonandi
tengdaföður minn, Birgi Sigurðs-
son rithöfund. Þá fann ég strax að
þar fór mikill og sterkur persónu-
leiki. Þegar ég byrjaði að skrifa
þessa minningargrein ákvað ég að
punkta niður nokkur orð sem ég
set í samband við Birgi. Þau
fyrstu sem mér datt í hug voru
verkfæri, framkvæmdir, jeppar
og sumarbústaður, en fljótlega
birtust einnig orð eins og bíla-
verkstæði, hefilbekkur, hvalbein,
hálendið, Þjórsárver, náttúru-
vernd, fótbolti og handbolti. Auð-
vitað var skáldskapurinn ekki
langt undan, en við ræddum hann
svo sem ekki mikið, enda var svo
margt annað sem vakti áhuga
hans og athygli.
Sem tengdasonur var gott að
leita til Birgis með margskonar
mál. Ef mig til dæmis vantaði
verkfæri þá hringdi ég í hann,
hann átti járnkarl og bestu borvél
í Reykjavík. Ef keyptur var bíll
var mikilvægt að fá hans álit og
ráð, enda hafði hann mikla
reynslu af bílaviðskiptum. Sama
gilti um hálendisferðir og þá að-
allega hvernig best væri að fara
yfir óbrúaðar ár, að ég tali nú ekki
um leiðbeiningar um ferðir í
Þjórsárver, sem voru honum svo
kær og hann átti svo stóran þátt í
að bjarga, löngu áður en vernd
miðhálendisins komst í hámæli.
Birgir var næmur á tilfinningar
annarra, en síðast en ekki síst átti
hann auðvelt með að komast að
kjarna hvers máls. Oftar en ekki
sá maður nýja hlið á málefnum
líðandi stundar eftir samtal við
eldhúsborðið á Spítalastígnum, og
síðar á Bergstaðastrætinu. Hann
var líka óhræddur við að taka af-
stöðu sem var á móti straumnum
og ríkjandi viðhorfum á hverjum
tíma. Hann kenndi mér margt og
á stóran þátt í að gera mig að nátt-
úruverndarsinna og að meiri jafn-
aðarmanni en ég var fyrir kvöldið
góða í Þingholtunum vorið 1996.
Tengdaföður mínum var ekki
fisjað saman. Það braut oft á hon-
um, en hann bognaði hvorki né
brotnaði og þess vegna finnst
okkur sem stöndum honum næst
nánast óhugsandi að hann sé far-
inn frá okkur.
Guð blessi minningu Birgis.
Halldór Magnússon.
Árið 1972 efndi Leikfélag
Reykjavíkur, ein elsta mennta-
stofnun landsins, til leikritasam-
keppni í tilefni af 75 ára afmæli
sínu. Markmiðið var augljóst: að
efla og auka tiltrú á íslenskri leik-
ritun.
Þetta voru nokkur tíðindi, þó
að áður hefði verið efnt til slíkrar
keppni, í fyrsta sinn meira að
segja fyrir aldamótin 1900. En
uppskeran hafði ekki alltaf verið
sem skyldi. En nú streymdu að
handritin og dómnefnd gat ekki
einu sinni gert upp á milli tveggja
verka, sem verðlaunuð skyldi. Að
auki hlaut leikrit sem féll utan
ramma útboðslýsingarinnar sér-
staka umgetningu.
En verðlaunahöfundarnir
reyndust sem sagt tveir. Annar
var Jökull Jakobsson, sem kalla
mátti hirðskáld í Iðnó á þessum
árum, en sem fór hér inn á nýjar
brautir og kom samverkamönnum
sínum á óvart. Hinn var lítt þekkt
ljóðskáld sem aldrei hafði áður
samið fyrir leiksvið, Birgir Sig-
urðsson. Bæði leikritin voru síðan
í kjölfarið flutt í Iðnó við góðar
undirtektir.
Þarna hófst farsæll ferill eins
helsta leikskálds okkar. Leikrit
Birgis nefndist Pétur og Rúna og
var raunsæ Reykjavíkurmynd þar
sem deilt var á hlaup eftir ytri
verðmætum. Síðan kom Selurinn
hefur mannsaugu, þar sem
táknsæi blandast inn í hið raun-
sæja auga skáldsins, og þá Skáld-
Rósa, sem fjallaði um þekkt efni
úr sögu okkar á hugtækan hátt.
Það er nokkur raun, hversu lítið
hefur birst á prenti um leikritun-
arsögu okkar. Sá sem hér heldur á
penna harmar það til dæmis að
ritgerð sem hann samdi um verk
Birgis hefur ekki komið fyrir al-
mennings sjónir; liggur í handriti
að bók sem nefnist Af leikskáld-
um.
Blómaskeiðið á sjöunda og átt-
unda áratugnum í okkar leikritun
er nefnilega verðugt viðfangsefni;
af sambærilegu gátu til dæmis
hinar Norðurlandaþjóðirnar ekki
státað. Þá kom meðal annarra úr-
valsverka fram leikrit Birgis Dag-
ur vonar í rómaðri sýningu Stef-
áns Baldurssonar, í senn kröftugt
og viðkvæmt skáldverk. Það hefur
þegar verið sýnt aftur hér og
reyndar erlendis og er eitt þeirra
verka sem eru líkleg til að lifa,
enda blandaðist þá engum hugur
um að Birgir Sigurðsson var kom-
inn í fremstu röð íslenskra skálda
sem þá skrifuðu fyrir leiksvið.
Hér er ekki rými til að fara yfir
allan feril Birgis, sem þó maklegt
væri. En til samanburðar við Dag
vonar og til að sýna víðfeðmi
skáldsins ber að nefna annað hans
öndvegisverk, Ég er dínamít heit-
ir það og helstu persónur leiksins
eru heimspekingurinn og skáldið
Friedrich Nietzsche og systir
hans Elisabeth Förster. Sögusvið-
ið er sem sagt óvenjulegt frá
penna íslensks höfundar og svo
sem við er að búast er hér kafað
býsna djúpt í mannssálirnar.
Formið er auk þess óvenjulegt.
Gaman og raunar skylda er að láta
aftur reyna á þetta verk. Leikhús-
stjórar mega ekki vera ragir við
að láta hverja nýja kynslóð fá að
glíma frá sínum sjónarhóli við þau
verk í okkar leikritunarsögu sem
upp úr standa, gömul og ný.
Undir lokin var Birgir heilsu-
veill eins og svo margir. Ekki
brást honum þó hans húmaníska
sýn á heiminn og mennina né hans
mannlega hlýja í hinu daglega.
Hver dagur var dagur vonar.
Elsu og öðrum aðstandendum
sendum við Þóra hlýjar samúðar-
kveðjur.
Sveinn Einarsson.
Hann var stór í sniðum hann
Birgir. Sterkur persónuleiki, flug-
gáfaður, skarpskyggn og fullur
mannkærleika. Manni fannst
maður verða betri manneskja af
að hlusta á hann og umgangast
hann. Hann lærði til kennara og
stundaði kennslu og skólastjórn
árum saman, einnig blaða-
mennsku, en listin náði smám
saman tökum á honum. Hann
lærði söng í nokkur ár bæði hér
heima og í Amsterdam en þar
varð honum ljóst að kannski lægi
ritlistin betur fyrir sér. Hann
hlaut 1. verðlaun í samkeppni
Leikfélags Reykjavíkur 1972 fyr-
ir leikritið Pétur og Rúna og þá
varð ekki aftur snúið. Á næstu ár-
um komu svo Selurinn hefur
mannsaugu, Skáld-Rósa og
Grasmaðkur. Öll þessi verk stað-
festu ritfærni hans og nutu vin-
sælda. Birgir hafði einstaka hæfi-
leika til að gæða persónur sínar
lífi í samtölum og gjörðum, þannig
að á sviðinu birtist ljóslifandi fólk,
sem fór að skipta okkur máli. Og
hann kunni að segja sögur. Við
kynntumst fyrst að ráði þegar við
sátum saman í stjórn Listahátíðar
1985-86. Það var strax bæði gam-
an og fróðlegt að skiptast á skoð-
unum við manninn. Hann var haf-
sjór af fróðleik og fullur af
andagift.
Og svo kom meistaraverkið:
Dagur vonar. Öllum varð ljóst að
hér hafði Birgir náð fullum þroska
og var orðinn eitt okkar magnað-
asta leikskáld. Hann fól mér að
leikstýra frumuppfærslu verksins
í Iðnó. Leikritið náði gríðarlegum
vinsældum, ekki bara hér heima
heldur líka erlendis. Þótt mér sé
málið skylt var líka ljóst að sýn-
ingin tókst afburðavel og allir
leikararnir sex unnu leiksigur.
Það hefði verið gaman að sú sýn-
ing hefði verið tekin upp fyrir
sjónvarp eins og til stóð en af því
varð ekki. Okkur var boðið með
sýninguna á leiklistarhátíð í Hels-
inki 1988 og sama ár stýrði ég
sviðsettum leiklestri á verkinu í
Los Angeles. Þar voru kynnt ell-
efu ný leikrit frá ýmsum löndum á
stórri leiklistarhátíð og Dagur
vonar var eina leikritið sem keypt
var til sýningar og síðar sýnt. Við
Birgir unnum þarna í risastóru
leikhúsi í miðri borginni, þar sem
prúðbúnir leikhúsgestir flykktust
á sýningar á kvöldin meðan lög-
reglan átti í skotbardaga við dóp-
salana handan götunnar, þar sem
við Birgir reyndar deildum íbúð,
þannig að við áttum stundum fót-
um fjör að launa að loknum æfing-
um. Síðar átti ég eftir að leikstýra
Degi vonar í Danmörku og auðvit-
að kom Birgir á frumsýningu og
var ákaft hylltur. Ég leikstýrði
síðar öðru stórmerku verki hans,
Dínamít, í Þjóðleikhúsinu 2005.
Það var mikið lán að kynnast
Birgi og ekki síður Elsu, konu
hans, með allt sitt listfengi, gáfur
og glæsileik. Við Tóta höfum átt
með þeim margar og ógleyman-
legar samverustundir. Síðari
hluta ævinnar barðist Birgir við
þrálát veikindi en hélt reisn sinni
og ástríðu og hélt áfram að skrifa
til hinstu stundar. Með honum er
gengið eitt okkar fremsta leik-
skáld. Ég verð honum ævinlega
þakklátur fyrir öll samtölin, vin-
áttuna og samvinnuna. Þar bar
aldrei skugga á.
Við Tóta og fjölskyldan send-
um Elsu, börnum Birgis og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Þessa kæra vinar verður
ætíð minnst með hlýju, aðdáun og
af virðingu.
Stefán Baldursson.
Ég heyrði verkið Dag vonar
eftir Birgi Sigurðsson fyrst lesið
upp af foreldrum mínum, við eld-
húsborðið heima, seint um kvöld
árið 1986. Ég var þá rétt um tví-
tugt, og það vildi svo til að ég var
heima og ákvað að hlusta. Það
hafði reyndar kvisast út í leikhús-
geiranum að fram væri komið
óvenjulegt verk eftir íslenskt leik-
skáld, verk sem jafnvel var hvísl-
ast á um á göngum, verk sem væri
af stærðargráðu sem menn áttu
ekki að venjast á degi hverjum í
íslenska leikhúsheiminum. Og
lestur hófst sem sagt tiltekið
kvöld þar sem foreldrar mínir,
Guðmundur Pálsson og Sigríður
Hagalín, þá leikarar hjá LR, lásu
og skiptu á milli sín persónunum í
verki Birgis. Og eitthvað fór af
stað strax með fyrstu setningun-
um. Textinn var öðruvísi en mað-
ur átti að venjast, bæði ljóðrænn
og myndrænn, með sterkri undir-
liggjandi hrynjandi en þó svo
hversdaglegur. Persónurnar
spruttu upp af síðunum hver á
fætur annarri með allan sinn
magnaða kraft og skemmst er frá
því að segja að hundrað og tutt-
ugu eða þrjátíu blaðsíðum síðar
(því Dagur vonar er langt verk!)
höfðum við hvorki staðið upp né
seilst í kaffibolla, þó að mamma
hafi látið nokkrar sígarettur
fjúka. Og þögnin sem fylgdi í kjöl-
farið segir kannski meira en
nokkur orð um áhrifin sem verkið
hafði haft á okkur og átti eftir að
hafa á áhorfendur seinna meir.
Við gátum ekkert sagt lengi vel,
horfðumst bara í augu með und-
arlegan kökk í hálsi. Mögnuð sýn-
ing Stefáns Baldurssonar fylgdi
svo á eftir ári síðar, og hún sat í
mér lengi.
Mörgum árum eftir þetta var
ég beðin um að halda erindi í fyr-
irlestraröð um áhrifavalda, ís-
lenskt leikrit sem hefði haft mest
áhrif á feril minn sem leikskáld –
Þorvaldur Þorsteinsson var þá
nýbúinn að halda tölu um Þrett-
ándu krossferðina eftir Odd
Björnsson. Það var enginn vafi í
huga mínum hvaða verk ég myndi
fjalla um. Ég endurlas Dag vonar
og sá nú nokkuð sem ég hafði ekki
gert mér grein fyrir áður. Verkið
hafði ekki bara haft áhrif á mig,
ómeðvitað hafði ég vitnað beint í
verk Birgis í fyrsta leikritinu
mínu, ég hafði jafnvel hnuplað frá
honum heilu eða hálfu setningun-
um og gert að mínum. Í erindinu
benti ég á þetta allt saman, ýmis
líkindi, játaði sum sé á mig þenn-
an „smáþjófnað“ úr Degi vonar.
Fyrir framan mig sat skáldið og
brosti í kampinn. Ég held að hann
hafi haft lúmskt gaman af þessu,
hann tók alla vega fast í höndina á
mér að erindi loknu, dustaði hratt
af sér hólið og fór yfir í aðra
sálma. Fyrir tveimur árum stóð-
um við svo fyrir málþingi í
Borgarleikhúsinu um Birgi og
verk hans, þar kom vel fram vigt
þeirra í íslenskri leikritunarsögu
og íslenskum bókmenntum. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft er fátt
mikilvægara höfundum en að eiga
sér fyrirmyndir. Aðra höfunda til
að lesa og leita í og líta upp til. Ég
þakka Birgi Sigurðssyni vega-
nestið, og fyrir að vera mér þessi
fyrirmynd, þegar ég var ung og
leitandi og þurfti einmitt á því að
halda að verða hljóð yfir verki eft-
ir íslenskt skáld. Ég sendi Elsu og
fjölskyldu Birgis innilegar samúð-
arkveðjur.
Hrafnhildur Hagalín Guð-
mundsdóttir.
Ég kynntist Birgi um miðjan
sjötta áratug síðustu aldar í gegn-
um sameiginlegan vin okkar
beggja, Lúther Jónsson, sem þá
var í námi í prentiðn í Ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg. Birgir var
þá nemi í rafvirkjun hjá Árna
Brynjólfssyni rafvirkjameistara
en ég í vélvirkjanámi í Lands-
smiðjunni. Kynni okkar Birgis
voru í rauninni bundin við þann
stutta tíma sem hann var í iðn-
námi en Lúther hélt alla tíð sam-
bandi við hann.
Sumarið 1956 bauð ég Birgi að
koma með mér á heimaslóðir mín-
ar austur á Hallormsstað á Hér-
aði og dvelja þar í sumarleyfi okk-
ar upp á þau býti að við ynnum
svolítið í heyskap upp í fæði hjá
Sigurði hálfbróður mínum og
Arnþrúði Gunnlaugsdóttur eigin-
konu hans. Þetta boð þáði Birgir
með þökkum. Við munum hafa
flogið í Egilsstaði um miðjan júní.
Í veðurskýrslum má sjá að eigin-
legt sumarveður kom fyrst eystra
upp úr 10. júní þetta ár og sláttur
byrjaði í seinna lagi. Þessir dagar
eru mér ógleymanlegir og þá ekki
síst gönguferðir okkar Birgis um
skóginn; við spjölluðum þá mikið
saman um hugðarefni okkar, þ.á
m. þjóðmálin og alþjóðamál og
höfðum á stundum yfir ljóð og
sönglög sem okkur þótti vænt um.
Ég fræddi vin minn um örnefni og
kennileiti í skóginum: Hérna
sérðu Gottáttuhríslu sem Páll
Ólafsson orti um og Ingi T. gerði
lag við; og hér erum við staddir í
Gatnaskógi, elsta hluta skógar-
ins … o.s.frv. – Minnisstæðust er
mér gönguferð okkar í björtu
veðri á fjöllin suðaustan við Hall-
ormsstaðarbæinn, Dagmálafjall
og Hádegisfjall. – Orðfæri Birgis,
t.d. þegar hann lýsti hughrifum
sínum af umhverfinu og útsýninu,
minnti stundum á prósaljóð og
þarf víst engum að koma á óvart.
– Meðal fyrstu ljóða hans sem út
komu á prenti gæti hafa verið
prósaljóðið Útsýn sem birtist í
tímaritinu Dagskrá (1. h. ág.
1958). Síðar birti hann mörg ljóð í
Tímariti Máls og menningar.
Í úrklippusafni mínu, frá því
fyrir daga Internetsins, rakst ég á
tvær blaðagreinar eftir Birgi. Sú
fyrri nefnist Hernám tilfinning-
anna og birtist í Þjóðviljanum 12.
nóv. 1969. Þar fjallaði hann um
styrjöldina í Víetnam og lagði út
af afstöðu eins vinar síns til henn-
ar. Við hlið greinarinnar er ljóð
Birgis: Vektu þína rödd. Hér fer
ekkert milli mála hvar hjarta höf-
undar slær. – Sú síðari er ræða
sem Birgir flutti á hátíð Sænsk-
ísl. félagsins í Gautaborg 1. des.
1969. Þar vék hann bæði að Víet-
namstríðinu og valdaráninu í
Grikklandi og beindi kastljósinu
að gildismati Íslendinga í ljósi
þessara átaka. (Þjv. 4.12. ’69)
Að lokum langar mig að minn-
ast á fund í Háskólabíói 28. nóv.
1998 en þar var Birgir í forystu
fyrir ’Hálendishópi’ sem stóð að
fundinum en hann sóttu yfir 1.000
manns. Yfirskrift fundarins var:
„Með hálendinu – gegn náttúru-
spjöllum“. „Fundarmenn lýstu
m.a. yfir eindreginni andstöðu við
fyrirhugaðar stórvirkjanir á há-
lendinu …“ (DV. 30.11. ’98) Al-
mennar áherslur þessa fundar
eiga ekki síður við í dag.
Lifi minningin um ljúflinginn
Birgi Sigurðsson. Eftirlifandi eig-
inkonu, börnunum og öðrum að-
standendum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Gunnar Guttormsson.
Birgir Sigurðsson
Fleiri minningargreinar
um Birgi Sigurðsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og útför okkar ástkæra
BALDVINS TRYGGVASONAR
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra J. Rafnar
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Tryggvi M. Baldvinsson
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls
ástkærs eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SIGURÐAR H. DAGSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L4 á
Landakoti fyrir góða umönnun og hjartahlýju.
Ragnheiður Lárusdóttir
Bjarki Sigurðsson Kolbrún Franklín
Dagur Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir
Lárus Bl. Sigurðsson Anna María Ragnarsdóttir
og afabörn
Þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
MAGNÚSAR GUÐNASONAR,
fv. rafmagnseftirlitsmanns,
Árskógum 6, Reykjavík.
Sendum bestu þakkir til starfsfólks á
hjartadeild 13E, Landspítala, Hringbraut, fyrir góða umönnun.
Lifið heil.
Aðstandendur