Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16
Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is
Stólar 29.900 kr.
Nýjar vörur
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Það er glaðbeitt Guðrún sem heils-
ar okkur enda blekið varna þornað á
undirskriftinni en hún var rétt í þessu
að skrifa undir nýjan samning sem
stækkar verslunina Kokku um meira
en helming. Guðrún segir að stækk-
unin eigi sér töluverðan aðdraganda
og hún hafi oft velt því fyrir sér hvað
myndi gerast ef rýmið við hliðina á
Kokku losnaði. „Svo gerist það í vor
að Herrahúsið flytur og húsnæðið
losnar. Þetta er stærðarinnar hús-
næði á þremur hæðum sem þarf að
gera mikið fyrir,“ segir Guðrún því
rýmið mun þarfnast mikilla endur-
bóta en möguleikarnir eru óþrjót-
andi. „Fyrst um sinn opnum við að-
eins yfir á fyrstu hæðina og stækkum
því verslunarplássið um helming. Síð-
an þarf að ákveða hvað verður gert á
hæðinni fyrir ofan en möguleikarnir
eru margir. Um er að ræða stærð-
arinnar rými með glæsilegu útsýni.
Möguleikarnir eru vissulega óþrjót-
andi og ljóst að miðborgin á gott í
vændum.“
Miðborgin í blóma
Guðrún blæs á allt tal um að versl-
un í miðborginni sé á undanhaldi.
Miðborgin hafi vissulega tekið mikl-
um breytingum á undanförnum árum
en þær breytingar séu af hinu góða.
„Borg er lifandi og þá ekki síst mið-
borgin sem er fjölfarnasta hverfi
borgarinnar. Hér hefur verið mikil
endurnýjun og uppbygging og það er
að skila sér margfalt til baka. Endur-
nýjun á gömlu húsnæði, endurbætur
og þar fram eftir götunum, svo ekki
sé minnst á þá fjölgun verslana og
veitingastaða sem verið hefur. Í frétt
sem birtist á dögunum var sagt frá
því að 60 nýir aðilar hefðu hafið rekst-
ur í miðborginni. Það er gríðarlega
mikill fjöldi og sýnir þróunina sem er
í gangi. Svo má heldur ekki gleyma
því að það tekur tíma fyrir svæði að
ná jafnvægi. Það var til dæmis talað
um það á sínum tíma að Laugaveg-
urinn væri að breytast í eina stóra
lundabúð en sú þróun hefur breyst og
þeim er að fækka. Það er eðli hlut-
anna að þeir finna sér farveg.“
Viðskiptavinirnir
hlynntir göngugötu
Að sögn Guðrúnar er hún hlynnt
áformum borgarinnar um að breyta
Laugaveginum í göngugötu. „Það eru
auðvitað skiptar skoðanir um það
meðal rekstraraðila en það sem skipt-
ir höfuðmáli er að meirihluti borgar-
búa sé fylgjandi því. Það er auðvitað
mikilvægasta atriðið því við versl-
unarfólk getum haft hvaða skoðun
sem er en ef viðskiptavinirnir skila
sér ekki er þetta búið spil. Við vorum
með óformlega skoðanakönnun hér í
búðinni þar sem við inntum fólk eftir
þess skoðun og niðurstaðan var að
70% viðskiptavina okkar voru hlynnt
áformum um að breyta Laugaveg-
inum í göngugötu,“ segir Guðrún.
„Fólk kannski áttar sig ekki á því en
það hefur orðið svo mikil breyting og
það er svo margt fólk á Laugaveg-
inum. Það er af sem áður var. Hér er
mikið líf og mikil stemning.
Það er oft talað um að það séu bara
ferðamenn á Laugaveginum en það
er einfaldlega ekki rétt. Hingað koma
Íslendingar í stórum stíl og lang-
stærsti hluti viðskiptavina okkar er
íslenskur,“ segir Guðrún sem segir
kúnnahópinn jafnframt vera mjög
fjölbreyttan. „Ég get ekki lýst hinum
dæmigerða Kokku-kúnna,“ segir hún
brosandi, „en ég hef fengið hingað inn
allt frá ungum krökkum með klink í
vasanum að kaupa gjöf handa
mömmu sinni upp í rígfullorðna sæl-
kera. Það mætti kannski segja að
Kokku-kúnninn sé allir þeir sem hafi
gaman af því að borða mat og mat-
búa“.
Gæðin skipta máli
Kokka sérhæfir sig í vönduðum
vörum og Guðrún er dugleg að pred-
ika að fólk kaupi sér færri en vand-
aðari hluti. „Í raun þarftu fátt annað
en góðan hníf í eldhúsið. Alvöruhníf
úr góðu stáli sem endist ævilangt.“
Guðrún segist merkja ákveðna þróun
í þessum málum. „Fólk er orðið með-
vitaðra og ábyrgara,“ segir hún og vís-
ar þar til kauphegðunar fólks sem
leggi meira upp úr gæðum og end-
ingu. Starfsfólk Kokku veitir gjarnan
ráðgjöf um rétta meðhöndlun vör-
unnar sem aftur tryggir betri end-
ingu. Svo er boðið upp á margvíslega
þjónustu eins og brýningu á hnífum en
deigur hnífur kemur að litlu gagni.
Það er um að gera að koma með hníf-
ana sína í Kokku þar sem heimilis-
kokkar mæta reglulega með græj-
urnar í brýningu. Þetta er hluti af
þjónustunni sem Kokka býður upp á.
Í ár fagnar Kokka jafnframt 15 ára
afmæli vefverslunarinnar en kokka.is
hefur verið mikilvæg fyrir verslunina.
„Það fara flestir á netið áður en þeir
koma í búðina,“ segir Guðrún. „Það
má segja að vefsíðan sé stærsti
búðarglugginn okkar. Fólk fer þarna
inn og kynnir sér úrvalið, skoðar vör-
unar og kemur svo gjarnan í búðina
til að handfjatla vöruna. En það hefur
einnig aukist jafnt og þétt að við-
skiptavinurinn fái sent heim. Mest
hefur aukningin í vefsölu verið síð-
ustu tvö ár.“
Fjölskyldufyrirtæki
fram í fingurgóma
Þó að Guðrún standi í brúnni
stendur öll fjölskyldan að baki henni.
„Þetta hefur verið fjölskyldurekstur
frá upphafi. Hér höfum við hjónin
staðið vaktina og börnin okkar líka.
Auður systir mín er hérna með mér
og börnin hennar væntanlega líka um
leið og þau eru orðin nógu gömul,“
segir Guðrún. „Ætli meðalaldurinn sé
ekki í kringum tólf ár þegar krakk-
arnir fá það verkefni að verðmerkja
vörur og hjálpa til þegar mikið er að
gera. Sem stendur er yngsta dóttir
hennar Una að störfum í búðinni en
eldri börnin tvö, Ástríður og Þór, hafa
einnig starfað við verslunina. Það er
svo eiginmaður Guðrúnar, Þorsteinn
Torfason, sem er matgæðingurinn á
heimilinu en hann sér, að sögn Guð-
rúnar, um nánast alla eldamennsku á
heimilinu enda afar flinkur á því sviði.
Opinber starfsmaður
í Þýskalandi
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
mat og matargerð frá því ég var lítil
enda alin upp á heimili þar sem mikið
var spáð í mat. Ég hélt fyrsta matar-
boðið mitt sextán ára gömul og bauð
þá upp á indónesískan mat,“ segir
Guðrún og brosir að minningunni.
Hún hafi alltaf verið „eldhúsnörd“ og
Kokka hafi verið langþráður draum-
ur hennar. „Við bjuggum í Þýska-
landi og ég var opinber starfsmaður
þar þegar við tókum þetta stökk,“
segir hún og sér ekki eftir því. Kokka
hefur verið mekka matgæðinga og
græjunörda í hartnær tvo áratugi og
verslunin löngu þekkt fyrir gæði,
þekkingu og gott vöruúrval. „Við er-
um með yfir 5.000 vörunúmer. Tól til
eldunar, borðbúnað og hönnunarvöru
í bland.“
Stækkun verslunarinnar er því af-
ar gleðileg tíðindi fyrir viðskiptavini
verslunarinnar og Guðrún hyggur á
frekari landvinninga. „Þetta þýðir að
ég hef meira pláss fyrir eldavélarnar
okkar sem eru mjög vinsælar. Hingað
til hefur ekki verið mikið pláss fyrir
þær í búðinni en það stendur til bóta.
Svo er húsnæðið svo skemmtilegt.
Laugaveginum var breytt á dögunum
þannig að keyrt er upp hluta göt-
unnar. Ég keyrði þessa leið á dög-
unum og þá blasti við mér hornið sem
ég var að taka á leigu og þvílíkt horn.“
Guðrún er, eins og áður segir, búin
að ganga frá samningum og fá hús-
næðið afhent þannig að nú fara í hönd
spennandi og krefjandi tímar áður en
hin nýja Kokka mun líta dagsins ljós
fyrir lok árs. Ljóst er að það er
heldur betur líf á Laugaveginum og
framtíðin björt hjá verslun í miðborg-
inni.
Kokka blómstrar í miðborginni
Guðrún Jóhannesdóttir hefur ásamt fjölskyldu
sinni rekið verslunina Kokku á Laugavegi í rúm
átján ár. Kokka er sérverslun með eldhúsvörur, eða
dótabúð fyrir matgæðinga eins og einhver komst
að orði. Verslunin stendur á tímamótum þessa
dagana, en Guðrún festi sér nýverið húsnæði sem
mun gjörbylta versluninni sem sælkerar landsins
hafa svo mikið dálæti á.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sælkeraverslun Kokka hefur löngum verið í uppáhaldi hjá matgæðingum
og áhugafólki um matargerð enda sneisafull af alls kyns varningi.
Handan við hornið Kokka mun síðar á þessu ári stækka um helming þegar
búðin sameinast húsnæðinu við hliðina sem áður hýsti Herrahúsið.
Líf og fjör Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku
segir þetta spennandi tíma. Laugavegurinn
iði af lífi og stemningin sé mikil.