Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 46
Dragdrottningin Heklína fór á svið í Hljómskálagarðinum um helgina og sló algjörlega í gegn í búningi sem minnti á Tinu Turner. Hún kom einnig fram í fyrra en sagði, í viðtali við þau Ásgeir Pál og Kristínu Sif, að áhorfendur í ár hefðu verið miklu líflegri, líklega vegna þess að veðrið í ár var mun betra en í fyrra. K100 var með beina útsendingu frá svið- inu á Hinsegin hátíð í ár og tók Heklínu tali. Hún rekur nætur- klúbbinn Oasis í San Francisco og hefur um langt árabil þjálfað aðrar dragdrottningar í að koma fram. Páll Óskar mætti einnig í viðtal þar sem komið var inn á afmæli Hinsegin daga sem urðu 20 ára í ár. Hann hefur tekið þátt í öllum gleðigöngum og hinsegin hátíðum frá 1999 og líður ekki eins og þetta hafi verið í 20. skiptið. „Það var ekki fyrr en ég fór að sjá ljósmyndir og lesa eigin dagbækur frá þessum tíma sem ég sá hve mikið vatn er runnið til sjávar. Það er lúxus að vera barn sem fæddist árið 1999 og Páll Óskar, Hatari, Daði Freyr, Felix Bergsson og dragdrottn- ingin Heklína voru á meðal þeirra sem skemmtu á Hinsegin hátíð í Hljóm- skálagarði á laugardag og mættu í beina útsend- ingu á K100 en stöðin sendi út frá Gleðigöngunni og Hinsegin hátíðinni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Hlauparar leggja peppaðir af stað á laugardag því K100 sér um alla tón- list á stóra sviðinu í Reykjavíkur- maraþoninu. Þar verður hellings stuð þar sem dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar koma hlaupurum og aðstandendum í gott skap og hress- an gír fyrir hvert hlaup. Peppið heldur áfram á hlaupa- leiðinni því K100 sér um tónlistina á hvatningarstöð Íslandsbanka við hringtorgið á Granda, rétt áður en hlauparar beygja í áttina að mið- bænum. Enginn annar en Kiddi Bigfoot verður á sviðinu og hvetur hlaupara áfram með skemmtilegri tónlist. Á hvatningarstöð Íslandsbanka og K100 verður einnig boðið upp á GoGo-orkudrykkinn sem innheldur engan sykur heldur einungis nátt- úruleg sætuefni. Einnig verður boðið upp á Sport Lunch-súkkulaði fyrir þá sem vilja mæta á hvatning- arstöðina til að hvetja hlaupara áfram. Þeir sem mæta á svæðið geta líka tekið þátt í leik hjá Adi- das.is og fengið vegleg verðlaun. Semsagt: gleði og stuð á hvatn- ingarstöð Íslandsbanka og K100 á laugardag á hringtorginu við Granda, rétt áður en hlauparar taka lokasprettinn inn í miðbæ. Allir velkomnir. K100 reimar á sig hlaupaskóna Hlauparar K100 mun sjá um að koma hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoninu af stað á laugardaginn þekkir ekkert annað en að það sé Gleðiganga á hverju ári.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var glatt á hjalla hjá K100 í Hljómskálagarðinum. Öll viðtölin og upptökur er hægt að finna á k100.is. Gleði Gunn- laugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er þarna í dragi á milli Stínu og Sigga á K100. Gleði í Hljómskálagarðinum Gordjöss Drag- drottningin Heklína frá San Francisco. Gunni og Felix Felix Bergsson lét sig ekki vanta í regnbogajakkafötum. Hann tók þátt í göngunni ásamt Gunnari Helgasyni. Ég er eins og ég er Aaron Ísak flutti lag Hinsegin daga og kom auðvitað í spjall. Í beinni Siggi Gunnars, sem var kynnir há- tíðarinnar, í spjalli við Ásgeir Pál á K100. K100-sviðið Stína fyrir framan ferða- stúdíó K100, eða K100-sviðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.