Morgunblaðið - 22.08.2019, Síða 48
48 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
60 ára Bergþór er
Reykvíkingur en býr í
Hafnarfirði. Hann er
eigandi verslunarinnar
Kailash sem er bæði í
Hafnarfirði og Reykja-
vík.
Maki: Helga Guðlaug
Einarsdóttir, f. 1962, kennari í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði.
Börn: Ásbjörg Morthens, f. 1981, Fannar
Bergþórsson, f. 1986, Sigrún Sesselja
Morthens, f. 1991, og Valgerður Rós
Morthens, f. 1992. Barnabörnin eru orðin
þrjú.
Foreldrar: Húbert Morthens, f. 1926, d.
2010, sjómaður í Reykjavík, og Ásbjörg
Haraldsdóttir, f. 1926, d. 1961, húsmóðir
í Reykjavík.
Bergþór Morthens
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dagurinn virðist kannski tilbreyt-
ingalaus en kvöldið bætir svo sannarlega úr
því. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér
hafa borist.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef maður stoppar og spyr sig hvort
maður geti gert eitthvað eða ekki er hætta
á að tækifæri glatist. Farðu þér samt í engu
óðslega.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur verið of upptekinn að
undanförnu og ekki gefið gaum að þeim
sem næst þér standa. Taktu enga áhættu í
dag og vertu þar sem þú finnur öryggi og
frið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst þú ekki geta notið alls
sem á boðstólum er. Hættu að sitja með
hendur í skauti og bíða eftir að aðrir leysi
vanda þinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Varðandi samtalið sem þú álítur þig
þurfa að eiga við vissan aðila: hafðu það
stutt. Taktu ekkert óstinnt upp, reyndu
heldur að læra af ummælum annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er eitthvað sem glepur þig
þessa dagana en þú verður að taka á hon-
um stóra þínum og sinna þínum störfum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt sjálfsagt sé að vera gagnrýninn á
sjálfan sig máttu ekki fara út í öfgar á því
sviði frekar en öðrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Höfnun er ekkert nema stefnu-
breyting á leiðinni að settu marki. Var-
færnin borgar sig. Láttu stríðni annarra
sem vind um eyru þjóta.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef þú stendur uppi í hárinu á
valdamiklu fólki í dag getur það haft afleið-
ingar eftir hálft ár eða svo. Taktu lítil skref í
breytingaátt til að byrja með.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þeir eru margir sem sækja til þín
ráð. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú
finnur til velvildar í garð annarra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt þú sért ánægður með venj-
ur þínar og siði er enn hluti af þér sem þú
ert ekki sáttur við. Sýndu hvers þú ert
megnugur og þá muntu öðlast virðingu
samstarfsmanna þinna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Allir þurfa hvatningu endrum og
sinnum og nú er komið að þér. Samræður
við vini og nána félaga koma að gagni í dag.
til Norðurlandaverðlauna 1998,
einnig Aristeion-verðlaunanna sál-
ugu og Dublin Impac-verðlaunanna.
Þórarinn hefur setið í stjórnum
RSÍ og BÍL og Foreldra- og vina-
félags Kópavogshælis, einnig í
stjórn Íslenskrar málnefndar og í
Örnefnanefnd. Hann var í ritnefnd
Þroskahjálpar, stjórnarformaður
Gljúfrasteins um allnokkur ár frá
2004 og er nú stjórnarmaður í Vina-
félagi Árnastofnunar. Hann er einn-
ig stjórnarformaður Minningarsjóðs
Kristjáns Eldjárns gítarleikara.
„Helstu áhugamál mín tengjast
starfinu, uppsprettulindir og niðandi
vötn íslenskrar tungu, þjóðlegur
fróðleikur, þjóðsögur, ættfræði og
grúsk en fyrst og fremst skáld-
skapur allra landa og tíma. Utan
starfs hef ég mestan áhuga á eld-
húsáhöldum og tónlist og er mikið
fyrir fjallgöngur og hlaup. Ég
þrammaði í sumar um Hornstrandir
og Tröllaskaga og hyggst þreyta
Þ
órarinn Eldjárn fæddist
22. ágúst 1949 í Reykja-
vík. Hann var búsettur
fyrsta árið á Rauðarár-
stíg 40 en flutti haustið
1950 í glænýtt Þjóðminjasafnið og
ólst þar upp til 19 ára aldurs uns
fjölskyldan flutti að Bessastöðum.
Þórarinn var í sveit allmörg sum-
ur á Tjörn í Svarfaðardal og lék í
lúðrasveit um vetur. Hann gekk í
Melaskóla, Hagaskóla og loks MR
og lauk stúdentsprófi frá máladeild
1969. Hann nam bókmenntafræði og
heimspeki við háskólann í Lundi frá
1969, tók millispil í íslensku við Há-
skóla Íslands 1972-73 og lauk fil.
kand.-prófi frá Lundi 1975.
„Eftir námið bjuggum við í Stokk-
hólmi til áramóta 79/80. Þar fékkst
ég við ritstörf, þýðingar og garð-
yrkju og hef haldið mig við það eftir
heimkomu en þó sleppt garðyrkj-
unni að mestu.“
Fyrsta ljóðabók Þórarins, Kvæði,
kom út 1974 og í dag er væntanleg
sú tuttugasta, Til í að vera til. Auk
þess hefur hann gefið út samanlagt
um tólf smásagnasöfn og skáldsög-
ur, einnig ótal þýðingar af ýmsu
tagi, skáldsögur, leikrit, ljóð og
söngtexta. Tvær þýðingar klass-
ískra verka komu út í ár, Jónsmess-
unæturdraumur Shakespeares og
Hver vill hugga krílið eftir Tove
Jansson. Snemma á næsta ári gefur
Forlagið einnig út nýja þýðingu
Þórarins á Hamlet Shakespeares.
„Margt er síðan í deiglunni hjá mér,
sögur og ljóð, og hugmyndirnar
hrúgast upp.“
Bókaforlagið Gullbringa gaf í
fyrra út úrval úr ýmsum fyrri verk-
um Þórarins í svokallaðri Lespúsl-
seríu og í kjölfarið eina þeirra bóka,
Landnámur, í enskri, þýskri,
franskri, sænskri og danskri þýð-
ingu.
Helstu viðurkenningar Þórarins:
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á
degi íslenskrar tungu 1998, ljóða-
verðlaun Guðmundar Böðvarssonar
2006, borgarlistamaður Reykjavíkur
2008, Sögusteinninn 2013 og verð-
laun sænsku akademíunnar fyrir að
breiða út sænska menningu 2013.
Skáldsagan Brotahöfuð var tilnefnd
mitt nítjánda Reykjavíkur-
hálfmaraþon eftir tvo daga, 24.
ágúst.“
Fjölskylda
Eiginkona Þórarins er Unnur
Ólafsdóttir, f. 1. maí 1952, veður-
fræðingur. Foreldrar hennar voru
hjónin Ólafur Pálsson, f. 18.5. 1921,
4.10. 2015, verkfræðingur í Reykja-
vík, og Anna Sigríður Björnsdóttir,
f. 5.8 1921, d. 10.3. 2016, píanókenn-
ari.
Börn Þórarins og Unnar: 1) Krist-
ján Eldjárn, f. 16.6 1972, d. 22.4.
2002, gítarleikari og tónsmiður í
Reykjavík. Maki: Eyrún María
Rúnarsdóttir, f. 29.5. 1972, aðjúnkt í
uppeldis- og menntunarfræði við
HÍ. Barn: Unnur Sara Eldjárn, f.
13.12. 1992, tónlistarkona; 2) Ólafur
Eldjárn, f. 1.7. 1975, d. 13.11. 1998;
3) Úlfur Eldjárn, f. 3.9. 1976, hljóð-
færaleikari og tónskáld í Reykjavík.
Maki: Sara María Skúladóttir, f. 8.6.
1973, klæðskeri og kennari. Börn:
Dýrleif Eldjárn, f. 6.9. 2005, Alína
Kristín Eldjárn, f. 24.4. 2012, Þór-
arinn Skúli Eldjárn, f. 22.8. 2014.
Sonur Söru og fóstursonur Úlfs:
Bjartur Örn Bachmann, f. 26.12
1997, nemi við LHÍ; 4) Ari Eldjárn,
f. 5.9. 1981, uppistandari og hand-
ritshöfundur í Reykjavík. Maki:
Linda Guðrún Karlsdóttir, f. 19.3.
1981, BA í spænsku. Börn: Arney
Día Eldjárn, f. 19.8. 2013, Saga Eld-
járn, f. 18.8. 2018; 5) Halldór Eld-
járn, f. 15.5. 1991, tónlistarmaður og
tölvunarfræðingur í Reykjavík.
Maki: Hildur Holgersdóttir, f. 31.3
1993, hjúkrunarfræðingur og ljós-
móðurnemi. Barn: Katla Eldjárn, f.
30.4. 2018.
Systkini Þórarins: Ólöf Eldjárn, f.
3.7. 1947, d. 15.8. 2016,: ritstjóri og
þýðandi í Reykjavík; Sigrún Eld-
járn, f. 3.5. 1954, myndlistarmaður
og rithöfundur í Reykjavík, og 3)
Ingólfur Eldjárn, f. 13.8. 1960, tann-
læknir í Reykjavík.
Foreldrar Þórarins voru hjónin
Kristján Eldjárn, f. 6.12. 1916, d.
14.9. 1982, þjóðminjavörður og for-
seti Íslands, og Halldóra Kristín
Ingólfsdóttir Eldjárn, f. 24.11. 1923,
d. 21.12. 2008, ritari og húsfreyja.
Þórarinn Eldjárn rithöfundur – 70 ára
Hjónin Þórarinn og Unnur við Stóru-Laxárgljúfur í Hrunamannahreppi 2015.
Hugmyndirnar hrúgast upp
Feðgar á ferð Halldór og Þórarinn
klárir í miðnæturhlaup.
50 ára Lárus er úr
Garðabænum en hef-
ur búið á Seltjarnar-
nesi síðastliðin 25 ár.
Hann er flugstjóri hjá
Icelandair og er fyrr-
verandi bæjarfulltrúi
á Seltjarnarnesi.
Hann situr í stjórn UMFÍ og í stjórn UM-
SK.
Maki: Sjöfn Þórðardóttir, f. 1972, verk-
efnastjóri og þáttastjórnandi á Hring-
braut.
Börn: Aron Freyr, f. 1992, og Elín
Helga, f. 1998.
Foreldrar: Lárus Lárusson, f. 1944,
vinnuvélstjóri og umboðsaðili, og
Stefanía Agnes Tryggvadóttir, f. 1946,
húsmóðir. Þau eru búsett í Garðabæ.
Lárus Brynjar Lárusson
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Vorsa-
bæjarhjáleigu í Flóahreppi, er áttræð í
dag, 22. ágúst. Af því tilefni tekur hún
á móti ættingjum, vinum og sveit-
ungum á heimili dætra sinna að Vorsa-
bæjarhjáleigu á milli kl. 15 og 19
laugardaginn 24. ágúst.
Árnað heilla
80 ára
Til hamingju með daginn