Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 60 ára Bergþór er Reykvíkingur en býr í Hafnarfirði. Hann er eigandi verslunarinnar Kailash sem er bæði í Hafnarfirði og Reykja- vík. Maki: Helga Guðlaug Einarsdóttir, f. 1962, kennari í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði. Börn: Ásbjörg Morthens, f. 1981, Fannar Bergþórsson, f. 1986, Sigrún Sesselja Morthens, f. 1991, og Valgerður Rós Morthens, f. 1992. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Húbert Morthens, f. 1926, d. 2010, sjómaður í Reykjavík, og Ásbjörg Haraldsdóttir, f. 1926, d. 1961, húsmóðir í Reykjavík. Bergþór Morthens Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn virðist kannski tilbreyt- ingalaus en kvöldið bætir svo sannarlega úr því. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér hafa borist. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki er hætta á að tækifæri glatist. Farðu þér samt í engu óðslega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur verið of upptekinn að undanförnu og ekki gefið gaum að þeim sem næst þér standa. Taktu enga áhættu í dag og vertu þar sem þú finnur öryggi og frið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst þú ekki geta notið alls sem á boðstólum er. Hættu að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að aðrir leysi vanda þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Varðandi samtalið sem þú álítur þig þurfa að eiga við vissan aðila: hafðu það stutt. Taktu ekkert óstinnt upp, reyndu heldur að læra af ummælum annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitthvað sem glepur þig þessa dagana en þú verður að taka á hon- um stóra þínum og sinna þínum störfum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt sjálfsagt sé að vera gagnrýninn á sjálfan sig máttu ekki fara út í öfgar á því sviði frekar en öðrum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Höfnun er ekkert nema stefnu- breyting á leiðinni að settu marki. Var- færnin borgar sig. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú stendur uppi í hárinu á valdamiklu fólki í dag getur það haft afleið- ingar eftir hálft ár eða svo. Taktu lítil skref í breytingaátt til að byrja með. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir eru margir sem sækja til þín ráð. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú sért ánægður með venj- ur þínar og siði er enn hluti af þér sem þú ert ekki sáttur við. Sýndu hvers þú ert megnugur og þá muntu öðlast virðingu samstarfsmanna þinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allir þurfa hvatningu endrum og sinnum og nú er komið að þér. Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag. til Norðurlandaverðlauna 1998, einnig Aristeion-verðlaunanna sál- ugu og Dublin Impac-verðlaunanna. Þórarinn hefur setið í stjórnum RSÍ og BÍL og Foreldra- og vina- félags Kópavogshælis, einnig í stjórn Íslenskrar málnefndar og í Örnefnanefnd. Hann var í ritnefnd Þroskahjálpar, stjórnarformaður Gljúfrasteins um allnokkur ár frá 2004 og er nú stjórnarmaður í Vina- félagi Árnastofnunar. Hann er einn- ig stjórnarformaður Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara. „Helstu áhugamál mín tengjast starfinu, uppsprettulindir og niðandi vötn íslenskrar tungu, þjóðlegur fróðleikur, þjóðsögur, ættfræði og grúsk en fyrst og fremst skáld- skapur allra landa og tíma. Utan starfs hef ég mestan áhuga á eld- húsáhöldum og tónlist og er mikið fyrir fjallgöngur og hlaup. Ég þrammaði í sumar um Hornstrandir og Tröllaskaga og hyggst þreyta Þ órarinn Eldjárn fæddist 22. ágúst 1949 í Reykja- vík. Hann var búsettur fyrsta árið á Rauðarár- stíg 40 en flutti haustið 1950 í glænýtt Þjóðminjasafnið og ólst þar upp til 19 ára aldurs uns fjölskyldan flutti að Bessastöðum. Þórarinn var í sveit allmörg sum- ur á Tjörn í Svarfaðardal og lék í lúðrasveit um vetur. Hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og loks MR og lauk stúdentsprófi frá máladeild 1969. Hann nam bókmenntafræði og heimspeki við háskólann í Lundi frá 1969, tók millispil í íslensku við Há- skóla Íslands 1972-73 og lauk fil. kand.-prófi frá Lundi 1975. „Eftir námið bjuggum við í Stokk- hólmi til áramóta 79/80. Þar fékkst ég við ritstörf, þýðingar og garð- yrkju og hef haldið mig við það eftir heimkomu en þó sleppt garðyrkj- unni að mestu.“ Fyrsta ljóðabók Þórarins, Kvæði, kom út 1974 og í dag er væntanleg sú tuttugasta, Til í að vera til. Auk þess hefur hann gefið út samanlagt um tólf smásagnasöfn og skáldsög- ur, einnig ótal þýðingar af ýmsu tagi, skáldsögur, leikrit, ljóð og söngtexta. Tvær þýðingar klass- ískra verka komu út í ár, Jónsmess- unæturdraumur Shakespeares og Hver vill hugga krílið eftir Tove Jansson. Snemma á næsta ári gefur Forlagið einnig út nýja þýðingu Þórarins á Hamlet Shakespeares. „Margt er síðan í deiglunni hjá mér, sögur og ljóð, og hugmyndirnar hrúgast upp.“ Bókaforlagið Gullbringa gaf í fyrra út úrval úr ýmsum fyrri verk- um Þórarins í svokallaðri Lespúsl- seríu og í kjölfarið eina þeirra bóka, Landnámur, í enskri, þýskri, franskri, sænskri og danskri þýð- ingu. Helstu viðurkenningar Þórarins: Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 1998, ljóða- verðlaun Guðmundar Böðvarssonar 2006, borgarlistamaður Reykjavíkur 2008, Sögusteinninn 2013 og verð- laun sænsku akademíunnar fyrir að breiða út sænska menningu 2013. Skáldsagan Brotahöfuð var tilnefnd mitt nítjánda Reykjavíkur- hálfmaraþon eftir tvo daga, 24. ágúst.“ Fjölskylda Eiginkona Þórarins er Unnur Ólafsdóttir, f. 1. maí 1952, veður- fræðingur. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Pálsson, f. 18.5. 1921, 4.10. 2015, verkfræðingur í Reykja- vík, og Anna Sigríður Björnsdóttir, f. 5.8 1921, d. 10.3. 2016, píanókenn- ari. Börn Þórarins og Unnar: 1) Krist- ján Eldjárn, f. 16.6 1972, d. 22.4. 2002, gítarleikari og tónsmiður í Reykjavík. Maki: Eyrún María Rúnarsdóttir, f. 29.5. 1972, aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ. Barn: Unnur Sara Eldjárn, f. 13.12. 1992, tónlistarkona; 2) Ólafur Eldjárn, f. 1.7. 1975, d. 13.11. 1998; 3) Úlfur Eldjárn, f. 3.9. 1976, hljóð- færaleikari og tónskáld í Reykjavík. Maki: Sara María Skúladóttir, f. 8.6. 1973, klæðskeri og kennari. Börn: Dýrleif Eldjárn, f. 6.9. 2005, Alína Kristín Eldjárn, f. 24.4. 2012, Þór- arinn Skúli Eldjárn, f. 22.8. 2014. Sonur Söru og fóstursonur Úlfs: Bjartur Örn Bachmann, f. 26.12 1997, nemi við LHÍ; 4) Ari Eldjárn, f. 5.9. 1981, uppistandari og hand- ritshöfundur í Reykjavík. Maki: Linda Guðrún Karlsdóttir, f. 19.3. 1981, BA í spænsku. Börn: Arney Día Eldjárn, f. 19.8. 2013, Saga Eld- járn, f. 18.8. 2018; 5) Halldór Eld- járn, f. 15.5. 1991, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur í Reykjavík. Maki: Hildur Holgersdóttir, f. 31.3 1993, hjúkrunarfræðingur og ljós- móðurnemi. Barn: Katla Eldjárn, f. 30.4. 2018. Systkini Þórarins: Ólöf Eldjárn, f. 3.7. 1947, d. 15.8. 2016,: ritstjóri og þýðandi í Reykjavík; Sigrún Eld- járn, f. 3.5. 1954, myndlistarmaður og rithöfundur í Reykjavík, og 3) Ingólfur Eldjárn, f. 13.8. 1960, tann- læknir í Reykjavík. Foreldrar Þórarins voru hjónin Kristján Eldjárn, f. 6.12. 1916, d. 14.9. 1982, þjóðminjavörður og for- seti Íslands, og Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn, f. 24.11. 1923, d. 21.12. 2008, ritari og húsfreyja. Þórarinn Eldjárn rithöfundur – 70 ára Hjónin Þórarinn og Unnur við Stóru-Laxárgljúfur í Hrunamannahreppi 2015. Hugmyndirnar hrúgast upp Feðgar á ferð Halldór og Þórarinn klárir í miðnæturhlaup. 50 ára Lárus er úr Garðabænum en hef- ur búið á Seltjarnar- nesi síðastliðin 25 ár. Hann er flugstjóri hjá Icelandair og er fyrr- verandi bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Hann situr í stjórn UMFÍ og í stjórn UM- SK. Maki: Sjöfn Þórðardóttir, f. 1972, verk- efnastjóri og þáttastjórnandi á Hring- braut. Börn: Aron Freyr, f. 1992, og Elín Helga, f. 1998. Foreldrar: Lárus Lárusson, f. 1944, vinnuvélstjóri og umboðsaðili, og Stefanía Agnes Tryggvadóttir, f. 1946, húsmóðir. Þau eru búsett í Garðabæ. Lárus Brynjar Lárusson Guðbjörg Guðmundsdóttir, Vorsa- bæjarhjáleigu í Flóahreppi, er áttræð í dag, 22. ágúst. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum, vinum og sveit- ungum á heimili dætra sinna að Vorsa- bæjarhjáleigu á milli kl. 15 og 19 laugardaginn 24. ágúst. Árnað heilla 80 ára Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.