Morgunblaðið - 22.08.2019, Síða 50
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Varahlutir í allar
Cummins vélar
Fljót og áreiðanleg þjónusta
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Pepsi Max-deild kvenna
Selfoss – Valur .......................................... 0:1
KR – Breiðablik........................................ 1:2
Staðan:
Valur 14 13 1 0 52:8 40
Breiðablik 14 12 2 0 45:13 38
Þór/KA 14 7 3 4 27:21 24
Selfoss 14 7 1 6 17:16 22
Fylkir 14 7 1 6 20:26 22
Stjarnan 14 5 1 8 14:28 16
KR 14 4 1 9 17:29 13
ÍBV 14 4 0 10 24:37 12
Keflavík 14 3 1 10 22:31 10
HK/Víkingur 14 2 1 11 10:39 7
2. deild karla
Fjarðabyggð – Þróttur V........................ 6:0
Izaro Sanchez 1. Sæþór Ívan Viðarsson 5,
Daniel Blanco 39., 65., Mykolas Krasnovsk-
is 58., Unnar Ari Hansson 87.
Leiknir F. – Tindastóll ............................ 4:4
Guðjón Máni Magnússon 30., Nikola Krist-
inn Stojanovic 54., Jose Luis Vidal 86.,
Ruben Pastor 90. – Gilles Ondo 56., 63.,
sjálfsmark 67., Lassana Drame 74.
ÍR – Vestri ................................................ 0:3
Þórður Gunnar Hafþórsson 18., 88., Isaac
Da Silva 40.
Dalvík/Reynir – Völsungur ................... 3:1
Sveinn Mergeir Hauksson 13., 44., Borja
López 67.
Víðir – Kári............................................... 2:2
Gylfi Örn Öfjörð 50., Atli Freyr Pálsson 80.
– Eggert Kári Karlsson 34., 47.
KFG – Selfoss ........................................... 1:3
Tristan Freyr Ingólfsson 60. – Jökull Her-
mannsson 22., Hrvoje Tokic 62., 69.
Staðan:
Leiknir F. 17 10 4 3 36:18 34
Vestri 17 11 0 6 25:20 33
Selfoss 17 9 2 6 39:23 29
Víðir 17 9 2 6 31:22 29
Dalvík/Reynir 17 7 6 4 26:24 27
Þróttur V. 17 7 5 5 32:28 26
ÍR 17 7 3 7 25:26 24
Fjarðabyggð 17 6 5 6 34:31 23
Völsungur 17 6 3 8 20:25 21
Kári 17 5 3 9 33:42 18
KFG 17 5 0 12 26:42 15
Tindastóll 17 2 3 12 17:43 9
3. deild karla
Kórdrengir – Augnablik .......................... 2:1
Staða efstu liða:
Kórdrengir 18 14 3 1 47:19 45
KF 17 13 2 2 45:17 41
KV 17 10 2 5 34:24 32
Vængir Júpiters 17 10 1 6 31:24 31
Reynir S. 17 8 5 4 30:27 29
Einherji 17 6 5 6 21:20 23
Sindri 17 6 3 8 38:44 21
Álftanes 17 5 4 8 30:30 19
Höttur/Huginn 17 4 6 7 27:27 18
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Ásvellir: Haukar – Afturelding.................18
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Draumastaða. Formsatriði. Dauða-
færi. Þetta voru meðal þeirra lýs-
inga sem notaðar voru til þess að út-
skýra stöðu íslenska karlalands-
liðsins í körfubolta fyrir leik liðsins
gegn Sviss í forkeppni EM í Mont-
reux í gærkvöld. Ísland mátti tapa
með 19 stiga mun án þess að það
kæmi í veg fyrir sigur liðsins í riðl-
inum, eins undarlega og það
hljómar. Það var því næg innistæða
og vel það fyrir þeim jákvæðu orðum
sem hafðar voru uppi um stöðuna
fyrir leikinn.
En martröðin varð að veruleika.
Eina spurningarmerkið sem talað
var um var hvernig andleg hlið leik-
manna myndi höndla þessa skrítnu
stöðu. Þegar á hólminn kom var það
einmitt hún sem brást í leik sem tap-
aðist með 24 stiga mun, 109:85, og
því er ljóst að Ísland á enga mögu-
leika að komast í þriðju lokakeppni
EM í röð. Þó að leiðin þangað hefði
enn verið löng og ströng er ömurlegt
að framhaldið hjá landsliðinu næstu
tvö árin eða svo sé ákveðið á þennan
hátt.
Ísland byrjaði leikinn vel en Sviss-
lendingar gengu fljótt á lagið og
brutu íslensku leikmennina hægt og
rólega niður. Það sést einna best á
því að Sviss tók 17 sóknarfráköst í
leiknum gegn aðeins fimm frá Ís-
landi. Varnarleikurinn var því mjög
dapur og það eina sem hélt leiknum
jöfnum í raun var það að Sviss var
með rúmlega 50% vítanýtingu en Ís-
land með tæplega 90% nýtingu. Án
þess hefði þetta ekki einu sinni orðið
spennandi.
Sterkan leiðtoga vantaði
Martin Hermannsson fór sem fyrr
fyrir íslenska liðinu, en hann skoraði
28 stig í leiknum og hefði þurft að
geta dreift ábyrgðinni á fleiri
herðar. Hann viðurkenndi eftir leik
að auðvitað hefði það verið aftast í
hausnum á mönnum að það væri í
lagi að tapa og það með 19 stigum.
Að sjálfsögðu getur það ekki ann-
að en eyðilagt eðlilegan undirbún-
ing. Þess vegna vantaði líka hreinan
leiðtoga í hópinn, einhvern sem gat
blásið mönnum andagift í brjóst og
komið í veg fyrir að andlega hliðin
myndi hrynja svona við fyrsta mót-
læti. Því það er hreinlega grátlegt að
láta Sviss skora 109 stig í leik. Þetta
er þjóð sem hefur ekki komist í loka-
keppni síðan 1955 og skoraði síðast
yfir 90 stig í mótsleik í undankeppni
árið 2013.
Það má hins vegar ekki leggja ár-
ar í bát núna. Þessi hópur er enn
ungur og flestir eiga mörg ár eftir
saman. Það væri enn meiri synd að
geta ekki í það minnsta notað þessa
martröð til þess að læra af og koma í
veg fyrir að hausinn fari aftur með
menn þegar mest á reynir.
Ísland upplifði sína verstu
mögulegu martröð í Sviss
Ísland mátti
tapa með 19 stig-
um en gerði enn
verr og EM er
því úr sögunni
Ljósmynd/FIBA Europe
Svekktir Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson og Pavel Ermolinskij máttu vera svekktir eftir leikinn.
Montreux í Sviss, forkeppni EM
karla, miðvikudaginn 21. agúst 2019.
Gangur leiksins: 6:8, 14:14, 18:24,
25:29, 36:34, 42:38, 51:40, 54:47,
60:51, 67:55, 72:62, 77:66, 86:68,
97:74, 103:80, 109:85.
Sviss: Roberto Kovac 29 stig, Jonat-
han Kazadi 21, Clint Capela 18/15
fráköst, Boris Mbala 11, Yuri Solca 9,
Dusan Mladjan 6, Patrick Baldass-
arre 6, Jonathan Dubas 4, Robert
Zinn 3, Michel-Ofik Nzege 2.
SVISS – ÍSLAND 109:85
Fráköst: 28 í vörn og 17 í sókn.
Ísland: Martin Hermannsson 28
stig, Tryggvi Snær Hlinason 14,
Hlynur Bæringsson 13, Jón Axel
Guðmundsson 10, Pavel Ermolinskij
10, Elvar Már Friðriksson 5, Ólafur
Ólafsson 3, Hörður Axel Vilhjálms-
son 2.
Fráköst: 25 í vörn og 5 í sókn.
Dómarar: Yohan Rosso, Frakklandi,
Alexey Davydov, Rússlandi, Gatis
Salins, Lettlandi.
Knattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnti í gærkvöld að fé-
lagið væri búið að semja við markvörðinn Anton Ara
Einarsson um að koma yfir í Kópavoginn í haust þegar
samningur hans við Val rennur út. Hann mun þar að öll-
um líkindum veita Gunnleifi Gunnleifssyni samkeppni
um stöðuna í marki liðsins, en Gunnleifur samdi á ný við
Blika til eins árs á 44 ára afmælisdaginn sinn fyrr í
sumar. Þar hefur hann spilað frá árinu 2013.
Anton Ari verður 25 ára á laugardaginn, en hann er
uppalinn hjá Aftureldingu og hefur verið á mála hjá Val
í fimm ár. Hann lék alla leiki liðsins þegar það varð Ís-
landsmeistari árin 2017 og 2018, en missti stöðu sína í
sumar eftir að Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir Vals í vetur. Þá á Ant-
on Ari að baki tvo vináttuleiki með íslenska landsliðinu.
„Við bjóðum Anton Ara hjartanlega velkominn í Kópavoginn um leið og
við óskum honum góðs gengis í baráttunni það sem eftir er af núverandi
tímabili með Hlíðarendafélaginu,“ sagði í tilkynningu Breiðabliks í gær.
Anton Ari keppir við Gunnleif
Anton Ari
Einarsson
Möguleiki Jóns Guðna Fjólusonar
og samherja hans í Krasnodar að
leika í riðlakeppni Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu er orðinn
langsóttur eftir fyrri leikinn gegn
Olympiakos í 4. umferðinni. Grikk-
irnir unnu stórsigur 4:0 og eru
komnir með annan fótinn í riðla-
keppnina. Jón lék allan leikinn í
vörn rússneska liðsins en Olympi-
akos var aðeins 1:0 yfir eftir 77
mínútur. Lokakaflinn var því skelfi-
legur fyrir Krasnodar, sem á síðari
leikinn eftir heima. kris@mbl.is
Skelfilegur
lokakafli
AFP
4:0 Jón Guðni og samherjar eru í
erfiðri stöðu gegn Grikkjunum.