Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Ég hélt að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fót- bolta hefðu lofað því að fara sparlega með vídeódómgæslu á fyrstu leiktíðinni þar sem hún er notuð. Allt ætti að gera til að halda hraðanum og fjörinu í há- marki, því sem gerir þessa deild að þeirri vinsælustu. Atvikið í lok leiks Manchest- er City og Tottenham um helgina sýndi að það var þá að minnsta kosti um að ræða fölsk loforð. Atvik sem í mínum huga flokkast sem vafaatriði, hversu oft sem það er skoðað á myndbandi. Í svona tilvikum á auðvitað bara fyrsta mat dómara að ráða. VAR er sniðugt til þess að koma í veg fyrir augljós mistök, en er hundleiðinleg breyting á leiknum ef það á að nota tæknina með þessum hætti. Hundleiðinleg breyting ef hún er til þess að skera úr um hvort markvörður hafi stigið sentí- metra af marklínunni í víta- spyrnu eða ekki, og slík smá- atriði. Og hvað gerir Gabriel Jesus þegar hann verður búinn að skora 4-5 svona líka lagleg mörk sem dæmd eru af eftir japl, jaml og fuður? Hættir hann ekki bara að fagna til að líta ekki út eins og kjáni ef að markið er svo dæmt af, eins og Jóhann Berg Guð- mundsson talaði um í viðtali hér á síðum Morgunblaðsins um daginn? Svona notkun á VAR, eins og sást á Etihad-vellinum á laugar- dag, er einfaldlega til þess fallin að draga úr hraðanum, ástríð- unni og fjörinu í ensku úrvals- deildinni. Það gladdi mig að heyra gallharða Tottenham- menn taka heils hugar undir það að með svona notkun væri inn- leiðsla VAR mjög slæm þróun. Þetta þarf að útfæra mun betur. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Maður þarf alltaf að skoða stöð- una eins og hún er hverju sinni. Það voru alveg viðræður við ein- hver lið en á endanum fannst mér ég ekki búinn með minn kafla hér. Mig langar að spila heilt gott tíma- bil með Augsburg og kann að meta hvað ég hef hér,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, við Morgunblaðið. Alfreð er að hefja sitt fimmta tímabil með Augsburg í efstu deild Þýskalands en þessi þrítugi marka- hrókur skrifaði á dögunum undir nýjan samning við félagið sem gild- ir til ársins 2022. Eftir að hafa spil- að í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og Grikklandi hefur Alfreð nú skorað 32 mörk í 67 leikjum í einni albestu deild heims í Þýska- landi. „Ég finn mikið traust frá öllum í klúbbnum og það sýnir sig í frammistöðunni síðan ég kom hing- að. Ég var ekki tilbúinn að fórna því fyrir bara „eitthvað“, þó að auð- vitað sé maður tilbúinn að skoða það ef mjög, mjög spennandi kost- ur býðst. Ég vildi ekki fara inn í síðasta tímabilið mitt á samningi án þess að vita hvað tæki við og taldi betra að gera langtímasamning við félagið til að geta haft fulla einbeit- ingu á það sem skiptir mestu máli; að spila leiki og skora mörk. Það var alveg raunhæfur mögu- leiki að fara í eitthvert annað félag en á þessum tímapunkti, komandi upp úr meiðslum, vildi ég vera áfram hér. Ég sé fram á spennandi tímabil hérna og kann að meta það sem ég hef hér. Það þarf eitthvert mjög gott tilboð til að ég fari héðan. Ég prófaði það á fyrri árum ferilsins að vera styttra á mörgum stöðum en það er ekkert sjálfgefið að finna stað þar sem manni líður vel, spilar í toppdeild og er vel metinn af öllum í félaginu,“ segir Alfreð. Eins og hann nefnir hefur Alfreð glímt við kálfameiðsli undanfarna mánuði, eða frá því í apríl. Sumar- fríið fór í að jafna sig af þeim og vonast Alfreð til þess að spila gegn Union Berlín í fyrsta heimaleik Augsburg á tímabilinu, núna á laugardaginn. Sumarfríið út um gluggann „Heilsan er bara mjög góð. Plan- ið er að ég spili fyrsta leik minn, eða sé alla vega í leikmanna- hópnum, um helgina. Ég er búinn að æfa núna þrjár vikur með liðinu og þar á undan mikið á vellinum og það hefur allt gengið samkvæmt plani eða jafnvel framar vænt- ingum án þess þó að maður hafi þvingað eitt eða neitt í gegn. Ég er mjög sáttur við stöðuna eins og hún er,“ segir Alfreð, sem því miður hefur nokkra reynslu af því að glíma við meiðsli og vissi hvernig best væri að taka því að meiðast í kálfanum: „Það fóru öll plön um sumarfrí út um gluggann um leið. Það er bara hluti af starfinu. Ég fékk eina viku til þess að fara í smásól og slaka á, en þá með löppina nokkurn veginn í gifsi og gat ekki notið þess eins og ég vildi. Ég var kominn aftur til fé- lagsins í byrjun júní til að byrja endurhæfingu af alvöru eftir endurhæfingu heima á Íslandi, í lok júní fór ég svo í tvær vikur í svolítið ákafari endurhæfingu til Katar sem ég hef mjög góða reynslu af, og frá byrjun júlí hef ég svo verið hér úti, sífellt að bæta við álagið. Núna er ég á þeim stað að mér líð- ur vel, er orðinn verkjalaus og get farið að njóta þess að spila fótbolta aftur.“ Gangi allt að óskum mun Alfreð nú geta spilað tvo leiki með Augs- burg áður en íslenska landsliðið kemur saman fyrir næsta leik sinn í undankeppni EM, mikilvægan leik við Moldóvu á Laugardalsvelli. Núna er Alfreð hins vegar með hugann við nýtt tímabil með sínu félagsliði, sem þarf á helsta marka- skorara sínum að halda eftir háð- ungartap gegn D-deildarliði í bikarkeppninni og 5:1-skell gegn Dortmund í 1. umferð þýsku deildarinnar. Rosalega miklar breytingar Þjálfarinn Martin Schmidt tók við stjórnartaumunum hjá Augs- burg í byrjun apríl eftir að Manuel Baum var rekinn, en liðið var í fall- baráttu á síðustu leiktíð og endaði rétt fyrir ofan fallsæti. Í sumar hef- ur miklu púðri verið eytt í að styrkja leikmannahópinn og inn hafa meðal annars komið Stephan Lichtsteiner frá Arsenal, tékkneski landsliðsmiðvörðurinn Marek Suchý, sem var fyrirliði Basel, og króatíski landsliðsmiðvörðurinn Tin Jedvaj sem kom að láni frá Leverkusen. „Ég hef kynnst þjálfaranum að- eins og náði að spila einn leik fyrir hann áður en ég meiddist í vor. Það hafa verið hæðir og lægðir í fyrstu leikjunum hans en nú hefur hann náð heilu undirbúningstímabili. Mér líst vel á hugmyndir hans og við verðum að sjá með tímanum hvernig hann nær til liðsins. Það hafa orðið rosalega miklar breyt- ingar á liðinu; ellefu nýir leikmenn komnir og álíka margir farnir. Það er búið að yngja liðið upp en auk þess hafa komið einn til tveir reyndari leikmenn,“ segir Alfreð, og bætir við: „Mér líst bara vel á þetta. Liðið á eftir að finna sinn karakter og það er of snemmt að segja til um hvað verður en ég er nokkuð bjartsýnn á að við verðum fyrir ofan „strikið“, sem er fyrsta markmið hér. Von- andi getum við strítt öðrum og ver- ið ofar, en það er auðvitað ótrúlega mikil samkeppni í deildinni.“  Alfreð kaus að halda kyrru fyrir í Augsburg  Klár í slaginn á ný um helgina eftir langa fjarveru  Gjörbreyttur leikmannahópur byrjar leiktíðina illa Ljósmynd/FCA_World Þrenna Alfreð Finnbogason fagnar einu þriggja marka sinna gegn Mainz síðasta vetur. Hann skoraði 10 mörk í 18 deildarleikjum á síðustu leiktíð. Ekki búinn með kaflann hér Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður- inn ungi í knattspyrnu, mun ekki fara frá CSKA Moskvu í Rússlandi í sumarfélagaskiptaglugganum. Framganga þessa tvítuga leik- manns á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði meðal annars mörk gegn Roma og Real Madrid í Meist- aradeild Evrópu, vakti verðskuld- aða athygli og sýndi ítalska félagið Napoli honum meðal annars áhuga, eins og Arnór staðfesti við Morgun- blaðið snemma sumars. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hins vegar núna ljóst að Arnór verður áfram hjá CSKA að minnsta kosti fram í janúar. Arnór hóf leiktíðina í Rússlandi vel og skoraði í sigri á Orenburg í 2. umferð. CSKA vann fyrstu þrjá leiki sína en Arnór meiddist svo í jafntefli við Sochi 11. ágúst. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og þó að Arnór hafi misst af granna- slag við Spartak Moskvu á mánu- dag standa vonir til þess að hann geti leikið næsta leik, við Akhmat Grozny á sunnudag. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Arnór Sigurðsson lék fyrstu mótsleiki sína fyrir A-landslið Íslands á þessu ári og ætti að vera klár í slaginn gegn Moldóvu 7. september. Arnór fer hvergi og stefnir á næsta leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.