Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 52
Í VESTURBÆ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Breiðablik var stálheppið að fara
með 2:1-sigur af hólmi þegar liðið
heimsótti KR í úrvalsdeild kvenna í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á
Meistaravelli í Vesturbæ í 14. um-
ferð deildarinnar í gær.
Guðmunda Brynja Óladóttir kom
KR yfir á 32. mínútu eftir hrottaleg
mistök Sonnýjar Láru Þráinsdóttur
í marki Breiðabliks. Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir jafnaði metin fyrir
Breiðablik á 68. mínútu þegar hún
kláraði snyrtilega í fjærhornið af
stuttu færi úr teignum. Það var svo
Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem
skoraði sigurmark leiksns á 77.
mínútu af stuttu færi úr teignum
eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árna-
dóttur.
Vesturbæingar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og voru mun hættu-
legri aðilinn fyrstu 20 mínútur
leiksins. Guðmunda Brynja Óla-
dóttir fékk nokkur frábær færi á
fyrstu mínútum þar sem hún átti
einfaldlega að skora. Það dró hins
vegar mikið af liðinu í seinni hálf-
leik og það sást á leik Vestur-
bæinga að bikarúrslitaleikurinn
gegn Selfyssingum á laugardaginn
síðasta sat mikið í leikmönnum liðs-
ins, en leikurinn endaði í framleng-
ingu.
Íslandsmeistararnir voru lengi í
gang og þeim gekk illa að skapa
sér afgerandi marktækifæri. Hildur
Þóra Hákonardóttir var hálf týnd á
miðjunni nánast allan leikinn og
Blikar söknuðu Hildar Antonsdótt-
ur mikið. Það var oft á tíðum langt
á milli leikmanna liðsins og Kópa-
vogsliðið var mjög ósamstíga í
pressunni. Þá fóru leikmenn liðsins
illa með nokkur dauðafæri í leikn-
um eins og svo oft áður í sumar.
Vesturbæingar litu mjög vel út í
fyrri hálfleik í gær þótt það hafi
vissulega dregið af liðinu í seinni
hálfleik, sem er vel skiljanlegt eftir
stórleik helgarinnar. Það hefur ver-
ið flottur stígandi í leik liðsins
undanfarnar vikur og ef liðið held-
ur áfram að spila svona verður að
teljast afar ólíklegt að liðið fari nið-
ur um deild í haust. Færanýting
Blikaliðsins er ákveðið áhyggjuefni,
sem og markvarðastaðan. Ef Berg-
lind Björg skorar ekki er enginn
eiginlegur framherji á bekknum til
þess að kom inn fyrir hana. Ef
Blikar missa titilinn yfir á Hlíðar-
enda í haust skrifast það á færa-
nýtingu liðsins og markmanninn
Sonnýju Láru Þráinsdóttur, sem
virkar ekki í neinu standi og hefur
gefið of mörg mörk í sumar.
Blikar stálheppnir gegn KR-ingum
KR var yfir þar til á 68. mínútu en Breiðablik fékk þó öll stigin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blikasigur Katrín Ómarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir í skallaeinvígi á miðjunni í leiknum í gærkvöld.
52 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
www.gilbert.is
OKKAR MISSIR ALDREI
EINBEITINGUNA
ÚRSMÍÐAMEISTARI
Sigurður Egill Lárusson reiknar
með því að vera búinn að spila síð-
asta leik sinn á tímabilinu með Ís-
landsmeisturum Vals í knatt-
spyrnu. Hann staðfesti það í samtali
við mbl.is í gær, en hann tognaði í
nára gegn Breiðabliki á mánudag.
„Eftir samtal við lækni er alveg
viðbúið að ég muni missa af restinni
af tímabilinu,“ sagði Sigurður Egill
en bætti við að óvissan væri það
mikil að hann útilokaði ekki að ná
síðustu leikjunum eftir miðjan
september. Hann hefur skorað tvö
mörk í 13 deildarleikjum í sumar.
Tímabilið líklega
búið hjá Sigurði
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Sigurður Egill Lárusson
er sennilega úr leik út leiktíðina.
Michelle Liu verður aðeins 12 ára,
níu mánaða og sex daga gömul þeg-
ar hún verður á meðal keppenda á
Opna kanadíska meistaramótinu í
golfi í vikunni.
Hún bætir met löndu sinnar
Brooke Henderson um tvö ár, en
þær eru báðar frá Kanada. Liu
tryggði sér sæti á mótinu með góð-
um árangri á Opna kanadíska
áhugamannamótinu í júlí.
Henderson, sem nú er áttunda á
heimslistanum, var 14 ára þegar
hún lék á mótinu í fyrsta skipti.
johanningi@mbl.is
12 ára gömul á
opna kandadíska
Ljósmynd/Golf Kanada
12 ára Michelle Liu er komin í
sviðsljósið í golfheiminum.
1:0 Guðmunda Brynja Óladóttir 32.
1:1 Karólína L. Vilhjálmsdóttir 67.
1:2 Berglind B. Þorvaldsdóttir 77.
I Gul spjöldTijana Krstic, Betsy Hassett
(KR).
Dómari: Guðmundur Ársæll
Guðmundsson, 8.
Áhorfendur: Um 220.
KR – BREIÐABLIK 1:2
M
Alexandra Jóhannsdóttir (Breið.)
Áslaug M. Gunnlaugsd. (Breið.)
Ásta Eir Árnasdóttir (Breiðabliki)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breið.)
Selma Sól Magnúsdóttir (Breið.)
Betsy Hassett (KR)
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Laufey Björnsdóttir (KR)
Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
Þórunn Helga Jónsdóttir (KR)
Meistaradeild Evrópu
4. umferð, fyrri leikir:
Olympiakos –Krasnodar......................... 4:0
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn
með Krasnodar.
Dinamo Zagreb – Rosenborg.................. 2:0
Young Boys – Rauða Stjarnan................ 2:2
England
B-deild:
Fulham – Millwall.................................... 4:0
Jón Daði Böðvarsson var ónotaður vara-
maður hjá Milwall.
Leeds – Brentford ................................... 1:0
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í
leikmannahópi Brentford.
WBA – Reading........................................ 1:1
Jökull Andrésson var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Staða efstu liða:
Leeds 4 3 1 0 7:2 10
Swansea 4 3 1 0 8:4 10
Fulham 4 3 0 1 8:2 9
Sheffield Wed. 4 3 0 1 6:2 9
Charlton 4 2 2 0 8:5 8
WBA 4 2 2 0 6:4 8
Bristol City 4 2 1 1 6:5 7
Pólland
B-deild:
Nieciecza – Stal Mielec ........................... 1:2
Árni Vilhjálmsson var ónotaður vara-
maður hjá Nieciecza.
Danmörk
B-deild:
Kolding –Vejle ......................................... 1:1
Kjartan Henry Finnbogason fór af velli
á 74. mínútu hjá Vejle.
Viborg – Frederica.................................. 2:2
Ingvar Jónsson stóð í marki Viborg.
Svíþjóð
Bikarkeppnin 2. umferð:
Luleå – Hammarby.................................. 1:3
Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna-
hópi Hammarby.
Timrå – Norrköping................................ 1:6
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan
leikinn með Norrköping og skoraði mark
en Guðmundur Þórarinsson var ekki í leik-
mannahópnum.
Forssa – Syrianska .................................. 2:4
Nói Snæhólm Ólafsson lék fyrstu 47
mínúturnar með Syrianska.
A-deild kvenna:
Djurgården – Örebro .............................. 1:4
Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún
Arnardóttir léku allan leikinn með Djur-
gården en Guðbjörg Gunnarsdóttir er í
barneignafríi.
Noregur
Bikarkeppni 8-liða úrslit:
Vålerenga – Avaldsnes ........................... 3:0
Kristrún Rut Antonsdóttir var ekki í
leikmannahópi Avaldsnes.
B-deild:
Sandefjord – Raufoss .............................. 1:0
Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 90 mínút-
urnar en Emil Pálsson var ekki í leik-
mannahópi Sandefjord.
KNATTSPYRNA
Hinn 16 ára gamli Skagamaður Ísak
Bergmann Jóhannesson gerði sér
lítið fyrir og skoraði í fyrsta leik sín-
um með sænska liðinu Norrköping í
gær. Ísak og samherjar hans áttu
ekki í nokkrum vandræðum með að
leggja D-deildarliðið Timrå að velli á
útivelli í 2. umferð sænsku bikar-
keppninnar, 6:1.
Skagamaðurinn skoraði þriðja
mark Norrköping í uppbótartíma
fyrri hálfleiks. Guðmundur Þór-
arinsson lék ekki með Norrköping.
Ísak lék einn leik með ÍA í 1.
deildinni áður en hann fór út til Sví-
þjóðar. Hann hefur skoraði 10 mörk
í 13 leikjum með
U17 ára lands-
liðinu.
Nói Snæhólm
Ólafsson lék
fyrstu 47 mín-
úturnar með
Syrianska, sem
hafði betur gegn
Forssa á úti-
velli, 4:2. Aron
Jóhannsson var
hins vegar ekki í leikmannahópi
Hammarby sem vann 3:1-sigur á
IFK Luleå á útivelli.
johanningi@mbl.is
Ísak opnaði markareikning
sinn aðeins 16 ára gamall
Ísak Bergmann
Jóhannesson