Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
sem hámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84% prótein.
84% prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220 Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn í
sumar
Á SELFOSSI
Guðmundur Karl
sport@mbl.is
Valskonur eru áfram í bílstjórasæt-
inu í kapphlaupinu við Breiðablik
um Íslandsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu kvenna. Valur gerði þó ekki
annað en að merja nýkrýnda bikar-
meistara Selfoss á Selfossi í gær-
kvöldi, 1:0. Markið skoraði Hlín Ei-
ríksdóttir á 66. mínútu eftir stoð-
sendingu frá lukkudísunum.
Meistaraheppni?
Hallbera Guðný Gísladóttir átti
fyrirgjöf frá vinstri og Cassie
Boren skallaði boltann beint upp í
loftið og tilviljun réð því að hann
lenti fyrir fótum Hlínar, sem hamr-
aði hann glæsilega, viðstöðulaust í
netið. Óverjandi fyrir Kelsey Wys,
sem átti mjög góðan leik í marki
Selfoss.
Ansi ryðgaðar
Valur hefði getað gert út um
leikinn á upphafsmínútunum því
Selfyssingar mættu ansi ryðgaðir
til leiks eftir gleðisprengjuna á
Laugardalsvelli um síðustu helgi.
Valskonur fengu oft góðan tíma til
þess að athafna sig inni í vítateig
Selfoss en voru svifaseinar og náðu
ekki að nýta færin. Þær vínrauðu
voru þó fljótar að hrista af sér
bikarþynnkuna sem oft er talað um
og þegar þær mættu til leiks voru
þær fyllilega jafnokar Vals þetta
kvöldið.
Á lokakafla fyrri hálfleiks varði
Kelsey Wys frábærlega frá Fannd-
ísi Friðriksdóttur og nokkrum mín-
útum síðar lak boltinn í stöngina á
marki Selfoss eftir að Ásgerður
Baldursdóttir hafði skotið í varnar-
mann. Valur hársbreidd frá marki
þar. Fjörið hélt áfram í upphafi
síðari hálfleiks og Sandra Sigurðar-
dóttir þurfti að taka á honum stóra
sínum í marki Vals þegar hún varði
aukaspyrnu frá Önnu Maríu Frið-
geirsdóttur í þverslána. En eftir að
Valur komst yfir má segja að þær
hafi haft öll tök á leiknum og klár-
að verkefnið af miklu öryggi.
Valin kona í hverri stöðu
Liðsheildin hjá Val er frábær og
ekki hægt að segja að einn leik-
maður frekar en annar hafi skarað
fram úr í gær. Þarna er valin kona
í hverri stöðu og gæðin mikil.
Í lið Selfoss vantaði Hólmfríði
Magnúsdóttur, sem er meidd, og
Karitas Tómasdóttur, sem var í
leikbanni. Það hefði verið gaman
að sjá þær inni á í þessum leik, en
„ef og hefði“ skilar engu og Sel-
fyssingar geta verið sáttir við
frammistöðuna í gærkvöldi þrátt
fyrir tapið, þar sem margir ungir
leikmenn fengu tækifæri til að
skína.
Toppliðið marði bikarmeistarana
Lukkudísirnar með Valskonum
þegar þær skoruðu eina mark leiksins
Morgunblaðið/Hari
Skoraði Hlín Eiríksdóttir hefur leikið vel í sumar og réði úrslitum í gær.
Luis Suárez, framherji FC Barce-
lona, var í gær orðaður við ítalska
stórliðið Juventus í spænskum fjöl-
miðlum. Fari svo að Neymar gangi
til liðs við Barcelona frá PSG gæti
Suárez farið til Juventus.
Barca hefur eytt háum fjár-
hæðum í sumar í þá Antoine Griez-
mann og Frankie de Jong og gæti
því þurft að selja leikmenn til að
brjóta ekki reglur FIFA. Philippe
Coutinho hefur þegar verið lánaður
til Bayern München en fyrir það
þurfa Þjóðverjarnir að borga 8
milljónir evra. sport@mbl.is
Frekari breyt-
ingar hjá Barca?
AFP
Á förum? Luis Suarez er orðaður
við Juventus í spænskum miðlum.
Franck Ribéry er genginn til liðs
við ítalska knattspyrnufélagið Fio-
rentina, en þetta kemur fram á
heimasíðu félagsins. Ribéry skrifar
undir tveggja ára samning við
ítalska A-deildarfélagið, en hann
kemur til félagsins á frjálsri sölu.
Ribéry varð samningslaus hjá
þýska stórliðinu Bayern München í
lok júní en hann hefur leikið í
Þýskalandi með Bæjurum frá árinu
2007. Frakkinn er 36 ára og varð
níu sinnum Þýskalandsmeistari
með Bayern München og sex sinn-
um bikarmeistari.
Franck Ribéry
mun leika á Ítalíu
AFP
Ítalía Franck Ribery söðlar um.
0:1 Hlín Eiríksdóttir 66.
I Gul spjöldGrace Rapp (Selfossi), Hall-
bera Guðný Gísladóttir (Val).
Dómari: Steinar Berg Sævarsson, 6.
Áhorfendur: 311.
SELFOSS – VALUR 0:1
M
Allison Murphy (Selfossi)
Cassie Boren (Selfossi)
Grace Rapp (Selfossi)
Kelsey Wys (Selfossi)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Guðný Árnadóttir (Val)
Hlín Eiríksdóttir (Val)
Sandra Sigurðardóttir (Val)
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elías-
son eru á meðal 23 dómarapara sem
dæma á EM karla í handbolta sem
fram fer í Svíþjóð, Austurríki og Nor-
egi í janúar. Þátttökuþjóðirnar á EM
eru 24 í fyrsta skipti, en þær voru áður
16. Því hefur dómarapörum á mótinu
verið fjölgað. Samkvæmt heimasíðu
EHF eru þeir á meðal ellefu dómara-
para sem dæma í undanriðlum og
halda svo heim á leið að þeim loknum.
Þeir félagar hafa dæmt saman á HM
og Ólympíuleikum, en um fyrsta Evr-
ópumót dómaraparsins er að ræða.
Bandaríkjamaðurinn Evan Singlet-
ary mun leika með ÍR í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik á komandi leik-
tíð. Singletary er leikstjórnandi og lék
með Pardubice í efstu deild Tékklands
á síðustu leiktíð og er annar leik-
maðurinn sem skrifar undir í Breið-
holtinu á stuttum tíma. Roberto Kovac
skrifaði undir samning við félagið í vik-
unni, en hann var drjúgur fyrir Sviss í
landsleiknum í gær.
Eitt
ogannað
Þýskaland
Meistarabikarinn:
Flensburg – Kiel .................................. 28:28
Flensburg vann 32:31 eftir vítakeppni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í
leikmannahópi Kiel.
Danmörk
Bikarkeppni 16-liða úrslit:
Sydhavsöerne – GOG .......................... 25:28
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk
fyrir GOG en Arnar Freyr Arnarsson skor-
aði ekki. Viktor Gísli Hallgrímsson ver
mark liðsins.
Forkeppni EM karla
H-riðill:
Sviss – Ísland...................................... 109:85
Lokastaðan: Sviss, Ísland og Búlgaría öll
með 6 stig. Sviss kemst áfram með flest stig
í plús.
Stjarnan hefur ráðið Margréti Stur-
laugsdóttur til að stýra kvennaliði
félagsins í körfuknattleik næstu
þrjú árin. Stjarnan tilkynnti í júní
að liðið myndi draga kvennaliðið úr
keppni í efstu deild og senda liðið til
keppni í 1. deild í staðinn. Margir
leikmenn hefðu yfirgefið félagið og
fram undan væri tími uppbygg-
ingar þar sem leikmenn í yngri
flokkum félagsins yrðu mótaðir.
Í tilkynningu frá Stjörnunni segir
meðal annars: „Með þessari ráðn-
ingu sýnir Kkd Stjörnunnar að yfir-
lýst markmið um uppbyggingu
voru ekki orðin tóm, enda eru fáir
þjálfarar á Ís-
landi sem hafa
meiri metnað
fyrir uppbygg-
ingu körfubolt-
ans en Margrét.
Hún hefur sann-
að það oftar en
einu sinni og í
raun óþarfi að tí-
unda það fyrir
körfubolta-
áhugakonum og -mönnum á Íslandi.
Fyrr í sumar varð hún fyrst ís-
lenskra kvenna til að útskrifast með
FECC gráðu FIBA.“
Margrét Sturlaugsdóttir
stýrir uppbyggingunni
Margrét
Sturlaugsdóttir