Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 54

Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 KRINGLAN KAHLA Cupit drykkjarmál Cupit 35cl - 2.590,- Cupit 47cl - 2.990,- Lok á drykkjarmál - 490,- VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hvítur, hvítur dagur, önnur kvik- mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, verður frumsýnd hér á landi 6. september en hún var heims- frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí og hlaut Ingvar E. Sig- urðsson, sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, verðlaun sem besti leikarinn á Critics’ Week sem er ein af hliðardagskrám hátíðarinnar. Ingvar fer með hlutverk Ingi- mundar, lögreglustjóra sem býr í smábæ úti á landi og hefur verið í starfsleyfi frá því eiginkona hans lést af slysförum. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera upp hús fyrir dóttur sína og barnabarn, unga stúlku sem leikin er af dóttur Hlyns, Ídu Mekkín. Ingimund grunar að eiginkona hans hafi haldið framhjá honum með manni í bænum og þessi grunur verður fljótlega að þráhyggju og ljóst að mikil reiði og sorg kraum- ar í Ingimundi og aðeins spurning hvenær hann muni gjósa en ekki hvort. Dóttir Hlyns leikur stórvel í mynd- inni og þau Ingvar ná vel saman. Hlynur segir tökurnar oft hafa reynt á dóttur hans en þau feðginin séu vön því að vinna saman. „Við höfum alltaf verið að brasa eitthvað, búa til senur og vídeóverk og taka ljósmyndir, þannig að mér fannst þetta svo eðli- legt, þessi þróun, og henni líka held ég. Ég held að hún hafi haft gaman af þessu þótt sumar senurnar hafi verið gríðarlega erfiðar,“ segir hann. Gott að búa í Hornafirði Hlynur nam við Danska kvik- myndaskólann í Kaupmannahöfn og býr nú á Höfn í Hornafirði sem er sögusvið myndarinnar. Hlynur ólst þar upp og sneri aftur eftir tíu ára búsetu í Danmörku. Hann segir gott að búa á Höfn. „Það er eins og tím- arnir séu fleiri í sólarhringnum, mað- ur afkastar meiru,“ segir hann um æskuslóðirnar. „Mér hefur alltaf þótt gott að vera í Hornafirði, það er margbreytileg náttúra í kring og fal- legt.“ Veðrið er líka síbreytilegt þar líkt og annars staðar á Íslandi og kemur töluvert við sögu í kvikmynd- inni, m.a. hvítaþoka, rigning og rok. Húsið sem Ingimundur er að gera upp í myndinni er í eigu Hlyns, sem er að byggja það upp og ætlar sér að hafa þar eins stóran hluta af kvik- myndaeftirvinnslu og mögulegt er og stefnir líka að því að bjóða þar upp á vinnustofudvöl. Í upphafi myndar sýnir Hlynur með áhugaverðum hætti hvernig tím- inn líður frá andláti eiginkonu Ingi- mundar. Húsið er sýnt frá sama sjón- arhorni í alls konar veðri og árstíðirnar líða hjá, hver af annarri, með sínu skini, skúrum og snjókomu. Hlynur segist kunna betur við þessa aðferð en að birta texta sem segi hversu langt sé um liðið. Allt jafnmikilvægt „Ég hef alltaf verið svakalega upp- tekinn af þessari bíóupplifun. Þú ert lokaður inni í stóru svörtu rými með risastórum skjá og ert með hljóð allt í kringum þig. Þannig að þú getur búið til rosalega kraftmikla upplifun sem er ekki bara byggð á narratífum söguþræði heldur líka hreyfingu, birtu, litum og fleiru,“ segir Hlynur um kvikmyndalistina. Hann bendir á að þeir sem stundi sjónrænar listir, myndlist og kvik- myndagerð, fái oft að heyra að mynd- in skipti mestu máli. „Hún hefur aldrei gert það fyrir mér,“ segir Hlynur, honum hafi alltaf þótt áhugaverðast að allt sé jafnmik- ilvægt í kvikmyndagerð; hljóðið jafn- mikilvægt hinu sjónræna, textinn jafnmikilvægur persónunum og per- sónurnar jafnmikilvægar söguþræð- inum. „Ef eitthvað virkar ekki þá virkar ekki heildin,“ bendir hann á. Engin endurlit – Mér finnst frásagnaraðferðir þínar áhugaverðar í myndinni, þú sýnir til dæmis nærmyndir af hlutum sem tengjast eiginkonu Ingimundar þegar verið er að tala um hana í stað þess að sýna þann sem talar eða myndir af henni. Er þetta eitthvað Verður að vera pláss fyrir ímyndun  Tvær gerðir af ást mætast í Hvítum, hvítum degi, kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar  Lögreglustjóra fer að gruna að eiginkona hans heitin hafi átt í ástarsambandi við annan mann Ljósmynd/Pierre Caudevelle Í Cannes Leikstjóri, leikarar og aðrir sem komu að gerð kvikmyndarinnar á heimsfrumsýningu hennar á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí á þessu ári. Kvikmyndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Rými „Fólk lifir svo ólíku lífi og hefur ólíkar tilfinningar og tilfinningaróf. Það verður að vera pláss fyrir ein- staklinginn til að ímynda sér,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Hlynur Pálmason. Flosason, Lauritsen og Scheving léku djass Morgunblaðið/Eggert Notalegt Gestir nutu veitinga og fagurra djasstóna á Kex hosteli. Lófatak Gestir voru hæstánægðir með Sigurð Flosason og félaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.