Morgunblaðið - 22.08.2019, Side 55
sem þú lærðir í skóla eða tókst upp
eftir ákveðnum leikstjórum? Hvaðan
kemur þessi aðferð?
„Ég veit það ekki en ég reyndi
þessi ár sem ég var í skóla að finna
mitt eigið tungumál, ef maður getur
sagt sem svo. Ég komst að því mjög
snemma að auðvitað væri ég innblás-
inn af mörgum hlutum, listamönnum
og fólki og reyndi virkilega að finna
mitt eigið tungumál því ég vissi að
það myndi alltaf verða langmest
spennandi ferlið fyrir mig og framtíð-
ina. En ég hef alltaf verið mjög upp-
tekinn af hlutum og hlutir hafa áhrif
á mig þannig að mér fannst spenn-
andi að sýna konuna hans, sem er
farin, á einhvern hátt sem væri
áhugaverður en myndi ekki felast í
endurliti,“ útskýrir Hlynur. Hann
hafi aldrei upplifað sjálfur endurlit
og telji þá aðferð óáhugaverða kvik-
myndaklisju sem skili litlu. Hann vilji
heldur skapa ákveðinn heim og láta
áhorfendur búa til sína eigin mynd af
persónunni. „Fólk lifir svo ólíku lífi
og hefur ólíkar tilfinningar og
tilfinningaróf. Það verður að vera
pláss fyrir einstaklinginn til að
ímynda sér.“
Tvenns konar ást
– Hvaðan kemur þessi saga af
Ingimundi?
„Þegar ég var búinn með Vetrar-
bræður, fyrstu kvikmyndina mína,
sem var saga um vöntun á ást, að þrá
að vera elskaður og þráður en fá þá
þrá ekki uppfyllta, var ég farinn að fá
mikinn áhuga á tvenns konar ást. Ein
gerðin er þessi saklausa, einfalda og
skilyrðislausa ást barns eða barna-
barns og hin gerðin er miklu flóknari,
þar er ástríða og hún tengist maka.
Mig langaði mikið að vinna með þess-
ar tvær gerðir af ást og setja þær
saman, láta þær vinna á móti og með
hvor annarri. Þá byrjaði hægt og ró-
lega að mótast þessi saga um Ingi-
mund sem var skilinn eftir með fullt
af tilfinningum sem hann nær ekki að
vinna úr, sorg og reiði og seinna meir
þennan stóra efa um hvað þau áttu
saman. Hvort þetta hafi verið ekta
eða allt einhver svik.“
Hlynur segir fólk oft tala um að
tíminn lækni sár á borð við þau sem
hljótast af framhjáhaldi. „Ég held að
þetta sé nokkuð sem við lifum með og
muni aldrei fara og er partur af því
sem gerir okkur að áhugaverðum
manneskjum.“
Óþægilegar spurningar
Í myndinni fer Ingimundur til sál-
fræðings og greinilega ekki af fúsum
og frjálsum vilja. Sálfræðitíminn
minnir í raun meira á yfirheyrslu en
samtal, spurningarnar óþægilegar og
Hlynur er spurður hvaða hlutverki
sálfræðingurinn gegni í frásögninni.
„Ég held hann hafi komið mér svolít-
ið á óvart þegar ég fór að skrifa. Það
var eins og hann væri að spyrja sögu-
hetjuna alls kyns spurninga sem ég
var að velta fyrir mér og hægt og ró-
lega varð hann að karakter. Mér
fannst eins og því lengra sem maður
færi inn í myndina því meira mætti
hann segja,“ svarar Hlynur.
Ekki er þó allt hádramatískt í
myndinni, sumt býsna spaugilegt.
Hlynur segir það með vilja gert og
blaðamaður andar léttar. „Mér finnst
gott að fólki þyki eitthvað fyndið og
það er mikill húmor í myndinni. Ég
hef alltaf haft gaman af því þegar
fólk veit ekki hvort það á að hlæja en
hlær samt. Þegar alvara og húmor er
mjög nálægt hvort öðru og maður sér
ekki mörkin, ég hef alltaf haft gaman
af þannig húmor og mér fannst sjálf-
um mjög fyndið að taka upp margar
senur, fannst ótrúlega gaman að gera
þær margar,“ segir Hlynur kíminn.
Ingimundur ráðgáta
Hlynur skrifaði handritið með
Ingvar í huga en Ingvar lék í stutt-
mynd sem var lokaverkefni Hlyns í
Danska kvikmyndaskólanum. „Við
unnum rosalega vel saman og mér
fannst eins og það væri svo margt
sem við gætum gert sem við værum
ekki búnir að prófa,“ segir Hlynur
um leikarann. Möguleikarnir hafi
verið miklir og hann hafi langað að
skrifa lengri mynd fyrir Ingvar. „Ég
byrjaði að þróa og skrifa handritið
með hann í huga og dóttur mína, Ídu
Mekkín. Ég spurði hann mjög
snemma hvort hann væri til í þetta
og hann var 100% með. Það gefur
manni mikið að vita að einhver sé að
skoða og lesa og sé með manni í
þessu. Það gefur manni ákveðinn
kraft.“
Hlynur segir að sér þyki mest
spennandi ef eitthvað sé falið og þess
virði að kanna frekar. „Það skiptir
mig gríðarlega miklu máli að ég viti
ekki allt þannig að fyrir mér var Ingi-
mundur oft líka dálítil ráðgáta. Ég
skildi ekki alla hans hegðun og ætl-
aðist ekki til þess að Ingvar gerði það
heldur en sumir leikarar eru svaka-
lega góðir að lesa handrit og lesa að-
eins dýpra. Mér fannst hann skilja
allt svo vel að þessi díalógur með kar-
aktera og allt saman varð mjög eðli-
legur. Ég las einhvers staðar að mað-
ur ætti að halda höfðinu köldu og
hjartanu heitu og mér finnst það lýsa
ferlinu einna best.“
Persónuleg kvikmyndagerð
– Ég ræddi við kvikmyndafróða
manneskju eftir sýningu myndar-
innar og hún sagðist m.a. sjá teng-
ingar við gömlu rússnesku meist-
arana, Andrei heitinn Tarkofskíj til
dæmis. Hefurðu orðið fyrir áhrifum
frá þeim?
„Ég man alveg eftir því að hafa
séð, eins og þú nefndir, Tarkofskíj,
man eftir því að það hafi haft áhrif á
mig af því mér fannst einhver vera að
gera mjög persónulega sögu. Þetta
var persónuleg kvikmyndagerð sem
ég þekkti kannski ekkert fyrir þann
tíma,“ svarar Hlynur. Þessi tegund
kvikmynda sé bæði áhugaverð og
geti náð til margra. „Ég man eftir að
hafa séð Tarkofskíj í fyrsta sinn og er
viss um að það hafi litað mig á ein-
hvern hátt.“
Titill myndarinnar er bæði ljóð-
rænn og forvitnilegur og í texta í
upphafi myndar fær áhorfandinn
ákveðna skýringu á honum. Að þegar
allt sé hvítt og himinn og jörð mætist
geti maður talað við hina dauðu. Þá
er hvítur, hvítur dagur.
Fallegt, falið og dularfullt
Hvíti liturinn, eða litleysið öllu
heldur, er líka áberandi í Vetrar-
bræðrum og segist Hlynur ekki vita
hvort hann sé að leita í hvítan en
hann leiti hins vegar alltaf í það sem
er falið. „Alveg sama hvort það er
landslag eða andlit; ef það er eitthvað
falið heldur það mér í gangi,“ út-
skýrir hann. „Ég fann þegar ég var
að leita að tökustöðum og var að
keyra í Oddsskarði, sem er hár fjall-
vegur, að þegar þar er skýjað er
hvítaþoka. Og það er eitthvað við það
að standa úti í dúnalogni og hvíta-
þoku, eitthvað stórkostlega fallegt en
á sama tíma eitthvað falið og dular-
fullt,“ segir Hlynur.
Hlynur er þegar farinn að vinna að
næstu kvikmynd. „Við erum að þróa
verkefni sem heitir Volaða land eftir
ljóði Matthíasar Jochumssonar. Það
er verkefni sem ég hef verið að þróa
frá 2014 og byrjaði á á svipuðum tíma
og Hvítum, hvítum degi. Þetta er
stórt og metnaðarfullt verkefni sem
krefst gríðarlegs undirbúnings þann-
ig að við erum á fullu í því.“
Ljósmynd/Pierre Caudevelle
Vinir Ingvar og Ída Mekkín í Cannes, perluvinir eins og sjá má.
Í blindaþoku Ingvar og Ída Mekkín í hlutverkum Ingimundar og Sölku.
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
»Tríó skipað Sigurði
Flosasyni á saxófón,
danska hammondorgel-
leikaranum Kjeld Laur-
itsen og Einari Schev-
ing á trommur lék á
djasskvöldi Kex hostels
í fyrrakvöld og að vanda
var fjölmennt. Félag-
arnir fluttu standarda
og frumsamin lög.
á Kex hosteli að viðstöddu fjölmenni
Myndataka Sumir létu sér nægja að hlusta en aðrir mynduðu með síma.
Einbeittir Sigurður og Kjeld Lauritsen eru sjóaðir djasstónlistarmenn líkt og trommuleikarinn Einar Scheving.