Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mér finnst einstaklega gaman að
vinna með unglingum. Þeir eru svo
hugmyndaríkir og skemmtilegir.
Það er hægt að læra svo mikið af
þeim,“ segir Vala Fannell leikstjóri
sýningarinnar fml sem stendur fyrir
„fokk mæ læf“ sem Leikfélag unga
fólksins frumsýnir í Samkomuhús-
inu á Akureyri á morgun kl. 17.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá
Menningarfélagi
Akureyrar er
Leikfélag unga
fólksins nýtt at-
vinnuleikhús á
Akureyri sem
MAk rekur þar
sem krakkar fá
tækifæri til að
vinna í faglegu umhverfi og segja
sögur úr sínum raunveruleika.
„Við vorum með opnar áheyrnar-
prufur í lok júní og auglýstum eftir
unglingum til að taka þátt,“ segir
Vala, en alls voru sjö stelpur á aldr-
inum 14-16 ára valdar til að vera
með. Segir hún töluverðan kynja-
halla hafa verið í prufunum, því að-
eins tveir strákar skráðu sig í þær.
„Auðvitað hefði verið gaman ef
kynjaskiptingin í leikhópnum hefði
verið jöfn, en við stefnum að því á
næstu árum,“ segir Vala og tekur
fram að ætlunin sé að vinna árlega
nýja sýningu í samvinnu við ung-
linga næstu sumur.
Tækifæri til að láta í sér heyra
Leikhópinn þetta árið skipa Elva
Sól Káradóttir, Emma Ósk Baldurs-
dóttir, Malín Marta Ægisdóttir,
Molly Mitchell, Sigríður Erla Óm-
arsdóttir, Sóldís Anna Jónsdóttir og
Þorbjörg Þóroddsdóttir. Ljósahönn-
uður er Ólafur Ingi Sigurðsson, en
Tjörvi Jónsson sér um alla mynd-
bandsgerð. „Þetta er mikill hæfi-
leikahópur. Stelpurnar hafa komið
mér skemmtilega á óvart í kjarki,
vilja og hæfileikum.“
Að sögn Völu þróaði hún sýn-
inguna í náinni samvinnu við leik-
hópinn. „Við könnuðum reynsluheim
ungs fólks í dag í gegnum rannsókn-
arvinnu, spuna og ýmsar æfingar til
að gefa áhorfendum innsýn í þennan
heim,“ segir Vala og tekur fram að
sýningin fjalli um þær margslungnu
hindranir og áskoranir sem móta
sjálfsmynd unglingsáranna eins og
til dæmis einelti, kvíða, líkams-
ímynd, kynvitund, samfélagsmiðla
og almenn samskipti við jafningja
sem og fullorðna. „Við gætum þess
vandlega að það séu engar persónu-
greinanlegar upplýsingar í sýning-
unni,“ segir Vala, sem skrifaði hand-
ritið upp úr samtölum og spuna.
Hún segir að sér hafi þótt mjög
mikilvægt að sýningin endur-
speglaði íslenskan raunveruleika.
„Við vonum að verkefnið stuðli að
lýðræðislegri virkni barna og ung-
menna í samfélaginu og verði þar
með hluti af forvarnarstafi þar sem
þessi aldurshópur fær tækifæri til að
láta til sín heyra og tjá sig um þau
málefni sem liggja honum á hjarta,“
segir Vala og bendir á að tilfinnan-
legur skortur sé á leiksýningum fyr-
ir eldri bekki grunnskólans. „Boðið
er upp á barnasýningar og fjöl-
skyldusýningar í íslenskum leikhús-
um, en það vantar sýningar sem
höfða til nemenda gagnfræðaskól-
ans,“ segir Vala.
Einlægar frásagnir
„Um jólin settum við hjá Leiklist-
arskóla Leikfélags Akureyrar upp
verk sem nefnist Kassi og er eftir
kanadískan höfund sem unnið var í
samstarfi við unglinga. Það var svo
grípandi að vinna með verk sem
fjallar um unglinga með orðum ung-
linga að okkur langaði til að þróa
sambærilegt verkefni hérlendis,“
segir Vala þegar hún er spurð um
tilurð sýningarinnar. „Það gerist
alltof sjaldan að við fáum að heyra
einlægar frásagnir af reynsluheimi
unglinga. Okkur fannst mikil vöntun
á þessum röddum í íslenku menn-
ingarlífi,“ segir Vala, sem kennt hef-
ur hjá Leiklistarskóla Leikfélags
Akureyrar frá því hún flutti heim til
Íslands í fyrra.
„Ég lauk leikara- og leikstjórnar-
námi frá Kogan Academy of Drama-
tic Arts árið 2014 og rak síðan eigið
framleiðslufyrirtæki í London þar
sem ég var einnig að leikstýra og
kenna leiklist þangað til ég flutti
heim,“ segir Vala. Hana dreymir um
að auka starfsemi Leikfélags unga
fólksins þannig að ungt fólk sem
langi að starfa að tjaldabaki fái tæki-
færi á að vinna sem lærlingar í leik-
húsinu. „Það eru svo margir krakkar
sem hafa mikinn áhuga á leikhúsi og
langar að vinna við leikmynd og bún-
inga og ýmis tæknimál en hafa eng-
an áhuga á að standa á sviði. Í dag
hafa þau engin tækifæri til að starfa
í leikhúsi á sínu áhugasviði, en því
langar okkur að breyta.“
Að sögn Völu er gert ráð fyrir
fjórum sýningum á fml en þeim
verði fjölgað ef aðsókn leyfi. Segir
hún fml ætlaða breiðum aldurshópi.
„Auðvitað reiknum við fyrst og
fremst með að unglingar og for-
eldrar þeirra komi á sýninguna, sem
tekur um klukkutíma í flutningi. Ég
held hins vegar að allir geti lært
mikið af þessari sýningu, því þetta
er svo áhugavert sjónarhorn sem við
heyrum ekki svo oft,“ segir Vala.
Næstu sýningar verða föstudag-
inn 30. ágúst og sunnudaginn 1.
september kl. 17 alla daga. Athygli
er vakin á því að aðgangur er ókeyp-
is fyrir 16 ára og yngri, en engu að
síður þarf að bóka miða í gegnum
miðasölu MAk í síma 450-1000 eða á
netfanginu: midasala@mak.is. „Með
því að hafa ókeypis fyrir ungt fólk
viljum við leggja okkar af mörkum
til að allir hafi tækifæri til að koma á
sýninguna óháð efnahag,“ segir Vala
að lokum.
„Þetta er mikill hæfileikahópur“
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Kjarkur Stelpurnar sjö sem voru valdar í leikhópinn þetta sumarið eru á aldrinum 14-16 ára.
Leikfélag unga fólksins frumsýnir fml í Samkomuhúsinu á morgun kl. 17 Sýningin kannar
reynsluheim unglinga og fjallar m.a. um einelti, kvíða, líkamsímynd, kynvitund og samfélagsmiðla
Vala Fannell
Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant
heldur vestur til Bandaríkjanna í
dag til þess að taka þátt í tónlistar-
og listahátíðinni THING í Wash-
ington. Á ferðalagi sínu mun hann
einnig halda tónleika í Portland,
San Francisco og Los Angeles, en í
september næstkomandi heldur
hann til Danmerkur.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
spila eitthvað í röð á vesturströnd-
inni. Það verður gaman að fikra sig
áfram í Ameríku, en svo fer ég
beint í annan túr í Danmörku. En
við byrjum á Ameríku og sjáum
hvað gerist,“ segir Júníus og bætir
við að hann hafi alltaf spilað fyrir
fullu húsi í Bandaríkjunum. „Og
bara eiginlega alltaf í Evrópu líka,
þetta hefur alltaf gengið mjög vel.
Það er bara mikilvægt að halda rétt
á spöðunum þegar ferðalög eru
tekin,“ bætir hann við.
Júníus er listamannsnafn Unnars
Gísla Sigurmundssonar en hann
hefur samið og gefið út tónlist sem
Júníus Meyvant í nokkur ár.
Listamaður Júníus Meyvant á tónleikum.
Júníus Meyvant túrar í Ameríku
Late Summer Show, eða Síðsumars-
sýning, verður opnuð í dag kl. 17 í
galleríinu i8 við Tryggvagötu 16.
Á sýningunni má sjá verk nokk-
urra myndlistarmanna sem allir eru
konur. Listamennirnir eru þær Mar-
grét H. Blöndal, Ásgerður Búa-
dóttir, Eyborg Guðmundsdóttir,
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá,
Arna Óttarsdóttir, Ragna Róberts-
dóttir, Karin Sander og Júlíana
Sveinsdóttir.
Sýningunni lýkur 12. október og
er galleríið opið frá kl. 11-17 frá
þriðjudegi til föstudags og 13-17 á
laugardögum. Frekari upplýsingar
má finna á vef gallerísins, i8.is. Í i8 Karin Sander er meðal sýnenda.
Síðsumarssýning opnuð í dag í i8
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir