Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 icewear.is Opið til 21:00 alla dagaLAUGAVEGI 91 ÚTSALA FATNAÐUR SKÓR OG FYLGIHLUTIR 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM Nike skór frá kr 4.995.- HellyHansen parka frá k r17.495.- Icewear Dúnjakkar frá kr 8. 495.- Nike úlpur frá kr 14.745. - ASOLO gönguskór frá kr 9.9 95.- Adidas hettupeysur frá kr 4. 995.- Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ný myndlistarsýning Höllu Gunn- arsdóttur, Seeing Alba, verður opnuð í Listastofunni í dag. Til sýnis verða bæði olíumálverk og teikningar þar sem viðfangsefnið er dýr, heimur þeirra og velferð. Halla segir að hún hafi verið innblásin eftir ferðir sínar til Asíu, Indlands og Indónesíu, þar sem hún komst í kynni við ýmis dýr og upplifði áhrif plastmengunar á dýraríkið frá fyrstu hendi. Segir hún jafnframt að Alba, sem sýningin er nefnd eftir, sé eini albínóaórangút- aninn sem vitað er um, en eftir að Ölbu var bjargað frá áralangri inni- lokun og illri meðferð varð hún að eins konar táknmynd fyrir dýra- vernd. Kýrnar fullar af plasti „Ég hef verið að vinna með götu- dýrum, bæði í Indónesíu og Ind- landi,“ segir Halla og segir frá því að umhverfis- og dýravernd hafi lengi verið henni hugleikin. Hún hafi sem dæmi lagt mikla stund á köfun í Indónesíu, þar sem hún sá hversu mikil plastmengun var í sjónum og segir: „Og í Indlandi voru kýr að koma inn á dýraspítala fullar af plasti. Þar eru þær heilagar og má því ekki svæfa þær og var dauðdaginn því hægur og sársaukafullur.“ Hafi því verkin á sýningunni „spunnist“ út frá þessari upplifun og segir Halla: „Ég hef alltaf haft áhuga á dýravelferð.“ Spurð frekar út í verkin á sýning- unni segir hún að til sýnis verði 25 ol- íuverk, og um 50 teikningar. Eins og áður segir eru margar myndanna svokölluð „dýraportrett“, af öpum og fílum sem dæmi, og sýna dýrin í um- hverfi sem minnir á heimkynni þeirra sem hefur verið eytt af mannavöld- um. „Mikið af verkunum er ann- aðhvort unnið þegar ég er á staðnum með dýrunum eða út frá ljósmyndum sem ég hef sjálf tekið,“ segir Halla. Halla er búsett í Flórens á Ítalíu og hefur að auki við langar ferðir sínar til Indlands og Indónesíu ferðast víða um heim til að fjalla um dýr og um- hverfisvernd. Sem dæmi ferðaðist hún á árið 2015 á norðurslóðir með hópi vísindamanna og náttúrulífs- ljósmyndara til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á svæð- inu. Spurð frekar út í Ölbu, ofan- nefndan albínóaórangútan segir Halla: „Hann fannst vegna þess að dýraverndunarsamtök í Indónesíu fengu tilkynningu um að það væri ór- angútan í litlu búri. Þeir fengu að taka hann og endurhæfa hann, og náðu að koma honum aftur út í villta náttúru, á vernduðu svæði. Vegna þess hve sérstök Alba er í útliti varð hún að táknmynd fyrir þær áskoranir sem þeir sem vinna í þessu standa frammi fyrir.“ Albínóinn Málverk Höllu Gunnarsdóttur af órangútanapanum Ölbu sem var bjargað frá illri meðferð og komið aftur út í villta indónesíska náttúru. Dýravernd í fyrirrúmi  Halla Gunnarsdóttir dvaldi í Indónesíu  Sá áhrif plast- mengunar á dýraríkið  Dýraportrett uppistaða sýningar Borgarsögusafn býður í ókeypis göngu í kvöld kl. 20 sem ber yfirskriftina „Suðupotturinn Reykjavík 1890-1920“. Í henni verða fólksflutningar til Íslands fyrr á tímum í brennidepli og verður gengið um Kvosina og sagðar sögur af aðfluttu fólki, bæði úr íslenskum sveitum og utanlands frá, sem mótaði bæjarlífið á tímabilinu 1890- 1920 þegar Reykjavík breyttist úr smábæ í litla höfuð- borg. Leiðsögumaður verður Íris Ellenberger, lektor í sam- félagsgreinum við menntavísindasvið Háskóla Íslands, en hún hefur m.a. rannsakað samblöndun, núning og átök innlendrar og erlendrar menningar á Íslandi á 19. og 20. öld. Lagt verður af stað frá Grófarhúsi í Kvosinni kl. 20. Suðupotturinn Reykjavík Íris Ellenberger Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson hlaut í gær finnsku Ars Fennica-verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Amos Rex-safninu í Helsinki, að því er greint var frá á facebooksíðu íslenska sendi- ráðsins þar í borg. Tveir íslenskir listamenn, Egill Sæbjörnsson og Ragnar, voru í hópi þeirra fimm listamanna sem tilnefndir voru í fyrra til verð- launanna sem afhent eru annað hvert ár. Verðlaunahafi hlýtur 40.000 evrur sem er jafnvirði rúmra 5,6 milljóna króna. „Ars Fennica-sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Henna og Pertti Niemistö árið 1990 og er markmið sjóðsins er að örva list- sköpun, skapa alþjóðleg tengsl í heimi myndlistar og vekja áhuga almennings á listum. Sjóðurinn veitir verðlaunin annað hvert ár til myndlistarmanns sem þykir hafa skarað fram úr og eru verð- launin 40.000 evrur,“ segir í til- kynningu sendiráðsins á Face- book og að í ár hafi Roland Wetzel, safn- vörður Tinguely safnsins í Basel í Sviss, valið vinningshafann fyrir hönd sjóðsins. Auk Ragnars Kjartanssonar og Egils voru þrír norrænir listamenn til- nefndir til verð- launanna, þau Petri Ala-Maunus og Aurora Reinhard frá Finn- landi og Miriam Bäckström frá Svíþjóð. Samsýning á verkum þessara fimm listamanna stendur yfir í Amos Rex-safninu í Hels- inki og hefur vakið mikla athygli, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir að Íslendingar megi vera afar stoltir af því að hafa átt tvær af fimm tilnefningum í ár en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður og var það árið 2000. Ragnar Kjartansson hlaut Ars Fennica-verðlaunin Ragnar Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.