Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 1
HÖNNUN BLÓMSTRANDI GREINHAGUR ARGENTÍNU
dæmi Givenchy um skemmtilegan húmor í hönnun. 4
Argentínski pesinn er í frjálsu falli
og forseti landsins, Mauricio
Macri, á undir högg að sækja. 14
VIÐSKIPTA
4
Gott
Langtímaáætlanir geta reynst þrautin þyngri hér á
landi, að mati framkvæmdastjóra Epals,
sem sækir orku í ferðum upp á fjöll.
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Hræringar á steypumarkaði
Steypuframleiðandinn Steinsteypan
hefur aukið framleiðslu sína um 30%
síðastliðna fjóra mánuði að sögn Pét-
urs Ingasonar, framkvæmdastjóra
félagsins. Fyrirtækið hóf starfsemi í
október á síðasta ári og að sögn Pét-
urs er markaðurinn líklega aðeins að
skreppa saman í ár. Svo virðist sem
fyrirtækið sé að ná að hrista aðeins
upp í samkeppninni á markaðanum
en stærri fyrirtæki á markaðnum,
BM Vallá og Steypustöðin, gera bæði
ráð fyrir samdrætti í framleiðslu í ár
miðað við í fyrra.
„Markaðurinn er örugglega örlítið
minni og er hugsanlega líka aðeins að
færast til. Við erum að vaxa í hverjum
mánuði,“ segir Pétur og bætir við að
fyrirtækið eigi enn þónokkuð inni.
Að sögn Lárusar Dags Pálssonar,
stjórnarformanns BM Vallár, var
viðbúið að það kæmi til samdráttar í
steypuframleiðslu á þessu ári. „Ég
hugsa að það verði 20-25% sam-
dráttur á milli ára, allavega,“ segir
Lárus sem segir reksturinn hafa
gengið ágætlega það sem af er ári
þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu. Sér
í lagi á öðrum ársfjórðungi. Hann
segir steypuframkvæmdir á Reykja-
víkursvæðinu hafa náð toppi í fyrra í
þessari hagsveiflu.
„Árið í fyrra var mjög gott og síð-
ustu þrjú ár hafa verið góð. Þetta
verður líklega eitthvað lakara. En við
bjuggumst við samdrætti. Eins og al-
mennt er talað um virðist vera eitt-
hvert misræmi á milli framboðs og
eftirspurnar á íbúðamarkaðnum. Það
er tiltölulega mikið til af dýrum íbúð-
um en vantar ennþá ódýrari íbúðir
fyrir m.a. fyrstu kaupendur á viðráð-
anlegra verði,“ segir Lárus en tekur
fram að hann búist ekki við kreppu
framundan. Segir hann t.a.m. ýmis
opinber verkefni vera á döfinni.
Að sögn Björns Inga Victorssonar
hjá Steypustöðinni er útlit fyrir að
steypuframleiðsla fyrirtækisins verði
10-20% minni í ár heldur en í fyrra en
árið 2018 var besta árið í sögu
Steypustöðvarinnar „Þessi bransi er í
nánu sambandi við efnahagslífið al-
mennt og við fundum fyrir því strax í
fyrra að það fór að vera erfiðara fyrir
menn að fjármagna ný verkefni. Það
er náttúrlega mjög þungt í öllum
bönkum og það er erfitt fyrir verk-
taka að fá fjármagn,“ segir Björn.
„En við erum með ágæta verk-
efnastöðu og erum ekkert að kvarta.
Við fylgjumst vel með. Þetta er mark-
aður sem er fyrstur að finna fyrir því
þegar það fer að ganga illa,“ segir
Björn.
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Útlit er fyrir töluverðan
samdrátt í steypufram-
leiðslu hjá BM Vallá og
Steypustöðinni á árinu.
Steinsteypan eykur fram-
leiðslu mánuð eftir mánuð.
Morgunblaðið/Eggert
Útlit er fyrir 10-25% samdrátt í steypframleiðslu hjá BM Vallá og Steypu-
stöðinni í ár. Steinsteypan, sem hóf rekstur sl. haust eykur hlutdeild sína.
EUR/ISK
14.2.‘19 13.8.‘19
145
140
135
130
125
134,15
138,75
Úrvalsvísitalan
2.100
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
14.2.‘19 13.8.‘19
1.752,94
2.058,96
Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lyfju, segir að fyrir-
tækið ætli sér að fjölga apótekum í
framtíðinni, en fyrirtækið rekur
keðju apóteka um land allt, alls 33 að
tölu. Hún segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að á 10 ára fresti
myndist tækifæri fyrir 7-10 ný apótek
á landinu, miðað við þjónustustig
dagsins í dag. „Það er í raun stefna
okkar að fjölga apótekum. Staðsetning
skiptir okkur gríðarlega miklu máli,
eins og aðra smásölu. Stefnan er að
vera þar sem er hentugast fyrir við-
skiptavininn að sækja þjónustuna.“
Hún segir að þrekvirki hafi verið
unnið hér á landi í uppbyggingu lyfja-
verslana og þjónustu þeirra síðan sér-
leyfi í lyfjaverslun var afnumið árið
1996, og þar hafi Lyfja leikið lykilhlut-
verk.
Hún segir að gríðarlega margar og
miklar áskoranir séu fram undan í
tengslum við íslenska heilbrigðis-
þjónustu og margt sé hægt að læra af
samanburði við nágrannalöndin. „Við
sjáum að við erum með fleiri apótek á
hvern íbúa en Norðurlandaþjóðirnar,
fleiri lyfjafræðinga starfandi á hvern
íbúa, og allir Íslendingar í þéttbýli
hafa aðgengi að apóteki í innan við tíu
mínútna akstursfjarlægð. Þarna hef-
ur átt sér stað mjög áhugaverð þró-
un, og mikið þrekvirki hefur verið
unnið í uppbyggingu á síðustu árum
og áratugum.“
Sigríður kom til Lyfju frá upplýs-
ingatæknifyrirtækinu Já og sér mikil
tækifæri í hagnýtingu tækninnar.
„Við hjá Lyfju erum til að mynda
komin á fullt með að þróa
nýjar stafrænar lausnir.“
Lyfja ætlar sér að stækka
Morgunblaðið/Eggert
Sigríður Margrét segir staðsetningu
verslana skipta miklu máli.
Framkvæmdastjóri Lyfju
segir að apótek verði þró-
uð áfram með hliðsjón af
því að heilbrigði er lífsstíll.
8