Morgunblaðið - 14.08.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019FRÉTTIR
Diklofenak Apofri hlaup, 11,6 mg/g, inniheldur diclofenac tvíetýlamín
sem er bólgueyðandi og dregur úr verk. Diklofenak Apofri er notað til
meðferðar á staðbundnum verk í tengslum við meiðsli í vöðva eða lið.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu
og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
DIKLOFENAK APOFRI HLAUP
- BÓLGUEYÐANDI OG DREGUR ÚR VERK -
Húsgagnaverslunin Epal skipar
sérstakan sess í hjörtum þeirra
Íslendinga sem hafa smekk fyrir
huggulegum mublum. Er merki-
legt að hugsa til þess að búðin
fagnar 45 ára afmæli á næsta ári
og segir Kjartan Páll fram-
kvæmdastjóri að ýmislegt
skemmtilegt sé í bígerð fyrir af-
mælisárið. Undanfarin ár hefur
Epal dafnað vel og rekur núna
fjórar verslanir á höfuðborg-
arsvæðinu auk vefverslunarinnar
Epal.is.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Helstu áskoranirnar eru aug-
ljóslega þær miklu sveiflur sem
við þurfum að laga okkur að.
Gengið hefur gríðarleg áhrif á
fyrirtæki sem standa í innflutn-
ingi og getur reynst þrautin
þyngri að gera langtímaáætlanir
eða reyna yfir höfuð að spá langt
fram í tímann.
Við störfum við að kynna, miðla
og selja fallega hönnun og höfum
lagt mikinn metnað í að styðja við
bakið á íslenskum hönnuðum og
erum stolt af því samstarfi. Hins
vegar teljum við að það skorti
nokkuð á skýra stefnu stjórnvalda
þegar kemur að íslenskri hönnun.
Það mætti fjárfesta betur í bak-
landinu en mikill ávinningur væri
af því – hönnun er blómstrandi
atvinnugrein sem hefur jákvæð
áhrif á efnahagslífið og ímynd
okkar út á við.
Hvaða bók hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Þær eru margar, en mér er
minnisstæð bókin One Minute
Manager eftir Ken Blanchard og
Spencer Johnson, sem hefur
reynst mér ágætlega. Ég rifjaði
hana upp nýverið og þó að hún
hafi verið gefin út árið 1982 hefur
hún aldeilis staðist tímans tönn
og bæði sparað mér tíma og
hjálpað mér að auka skilvirkni.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Fjallgöngur eru auðvitað enda-
laus uppspretta orku og innblást-
urs. Ég myndi segja að ég við-
haldi þekkingu og sæki innblástur
með því að vera beintengdur at-
vinnulífinu og þeim geira sem við
störfum í. Ég ferðast mikið og
heimsæki fyrirtæki, viðskiptavini
og hönnuði og ræði við fólk sem
miðlar af reynslu sinni og segir
frá áhugaverðri þróun.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri
gráðu?
Það væri væntanlega innan-
hússarkitektúr, sem tengist auð-
vitað beint við starf mitt og þá
hugsjón sem Epal stendur fyrir.
Ég hefði gaman af að læra meira
um hönnun á fræðilegu nótunum
og auka aðeins á dýptina.
SVIPMYND Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal
Skýrari stefnu vantar þegar
kemur að íslenskri hönnun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kjartan segir sveiflur í gengi krónunnar gera fyrirtækjum eins og Epal lífið leitt og flækja áætlanagerð.
NÁM: Fellaskóli; Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – viðskiptabraut;
BS í markaðsfræði frá Coastal Carolina University 2002.
STÖRF: Mjólkursamsalan – sölu- og markaðsfulltrúi 1994-1998;
Sól Víking – sölu- og markaðsfulltrúi 1998-2000; Ölgerðin Egill
Skallagrímsson – vöruflokkastjóri 2001-2002; sölustjóri 2002-
2004 og framkvæmdastjóri 2004-2008; Epal hf. – framkvæmda-
stjóri frá 2008.
ÁHUGAMÁL: Útivera, ferðalög og kvikmyndir.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Hildigunni Garðarsdóttur, flug-
freyju hjá Icelandair, og á tvo syni: Andra Fannar og Garðar
Sölva.
HIN HLIÐIN
AUKAHLUTURINN
Það er alltaf gaman þegar uppátæki
hönnuða stóru tískuhúsanna heppn-
ast vel. Nýja kortaveskið frá Giv-
enchy er gott dæmi um skemmti-
legan húmor í hönnun því það sem
við fyrstu sýn virðist ósköp venju-
legt og stílhreint kortaveski úr hvítu
leðri reynist þvert á móti vera sjálf-
lýsandi lítill aukahlutur sem skín
skært í útfjólubláu ljósi.
Hér er komið veski fyrir fólkið
sem vill ekki endilega láta mikið á
sér bera á daginn, en breytist í gleði-
ljón á kvöldin og er hrókur alls fagn-
aðar á skemmtistöðunum.
Eins og vera ber með framleiðslu
Givenchy er veskið allt annað en
ódýrt og kostar 264 evrur hjá net-
verslun MrPorter.com. En það er
ekkert miðað við viðtökurnar hjá
vinahópnum þegar eiturgrænt gló-
andi veskið er dregið fram á næsta
djammi. ai@mbl.is
Liturinn er sterkastur undir út-
fjólubláu ljósi skemmtistaðar.
Veski sem
lýsir í
myrkri
GRÆJAN
Að margra mati eiga Galaxy Note-
símarnir frá Samsung skilið að vera
kallaðir konungar snjallsímanna. Í
þessum símum tjaldar kóreski
tæknirisinn öllu til með leiftur-
snöggum örgjörvum fullkomnum
myndavélum, og svo er snerti-
skjáspenninn vitaskuld á sínum stað.
Í síðustu viku var hul-
unni svipt af Galaxy Note
10 og lofa fyrstu umsagnir
góðu. Meðal breytinga frá
síðustu kynslóð er að nú
má velja á milli tveggja
stærða, þar sem stærri út-
gáfan, Note 10+, er með
6,8 tommu skjá. Stærri út-
gáfan er líka með sjöfalt
meira vinnsluminni og tvö-
falt stærri harðan disk.
Aðalmyndavélin á Note
10+ er með þrjár linsur,
sem þýðir að ljósmynd-
arinn getur brugðið á leik
með aðdrátt og skerpu, og
hugbúnaður í símanum
bætir stöðugleika mynd-
bandsupptaka svo að þær
leiki ekki á reiðiskjálfi við
spilun.
Samsung gleymir heldur ekki
smáatriðunum og er búið að færa
myndavélina sem vísar að notand-
anum nær miðju skjásins til að fram-
kalla náttúrulegra augnsamband í
myndsímtölum. ai@mbl.is
Nýjasti dráttarklárinn
frá Samsung er mættur