Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 11SJÁVARÚTVEGUR á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Þegar viðrar vel á Íslendinga á sumrin á fisksalan það til að minnka fyrstu sól- ardagana. „Þá tekur fólk fram grillið og matreiðir hamborgara, steikur og pylsur. En ef veðrið helst áfram gott fer kjötið að verða þreytandi til lengdar og til að fá meiri fjölbreytni byrjar fólk að grilla fisk í staðinn. Að elda fisk á grilli er lítill vandi, svo lengi sem valin er tegund sem er þétt í sér.“ Þannig lýsir Eyjólfur Júlíus Pálsson sumrinu eins og það horfir við Hafinu fisk- verslun. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2006 með æskuvini sínum Halldóri Heiðari Hall- dórssyni og hefur starfsemin gengið vel allt frá upphafi. Í dag eru verslanirnar tvær; önnur í Hlíðasmára og hin í Spöng- inni, og að auki er Hafið með fiskverkun í Hafnarfirði þaðan sem fallegum og vand- lega snyrtum fiski er dreift til stórkaup- enda á borð við hótel, veitingahús og mötu- neyti vinnustaða. Um sextíu manns starfa hjá fyrirtækinu, flestir við fiskverkun og dreifingu. En hvað var Eyjólfur að hugsa þegar hann stofnaði búðina á sínum tíma, í miðju góðæri? „Ég hef unnið við fisk frá unga aldri, verið á sjónum og í frystihúsi, og starfaði um langt skeið í fiskverslun. Mig hafði dreymt um að opna mitt eigið fyrir- tæki, og langaði líka að koma með ferskt blóð inn í stétt fisksala,“ segir hann. Vinur hans Halldór hafði hins vegar lítið sem ekkert komið nálægt fiski, en var engu að síður fús að leggja verkefninu lið, og segist Eyjólfur fjarska heppinn að hafa ekki þurft að hefja reksturinn einn. Urðu ekki varir við kreppuna Undanfarin þrettán ár hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum miklar sveiflur en svo virðist sem kreppur og samdrátt- artímabil hafi sáralitil áhrif á rekstur fisk- búða. Eyjólfur segið Hafið hafa farið var- lega af stað en vinsældirnar aukist jafnt og þétt. „Við fundum aldrei fyrir hruninu enda þarf fólk sinn fisk sama hvernig árar. Þá tók við uppgangur í ferðaþjónustunni og sprenging í sölu á fiski til hótela og veit- ingastaða.“ Eru það því aðallega skammtímasveiflur í framboði á fiski sem halda mögulega vöku fyrir Eyjólfi. „Stundum getur komið bræla svo að erfitt verður að skaffa allan þann fisk sem kaupendur óska eftir, en tekst samt alltaf að leysa. Erfiðasta tímabilið var sjómannaverkfallið, en þar náðum við engu að síður að redda okkur.“ Eyjólfur og samstarfsfólk hans í fiskbúð- inni þurfa síðan að vera stöðugt á tánum og breyta vöruframboðinu í takt við óskir neyt- enda. Hann segir það einkenna fisksöluna í dag að mikill áhugi sé á tilbúnum fisk- réttum sem tekur örstutta stund að elda og þarf bara að stinga inn í ofn. Er fiskurinn þá í ljúffengri maríneringu og niðurskorið grænmeti með. „Bæði unga fólkið og þeir sem eldri eru sækja í þessi þægindi og ekki að sjá mikinn mun á fiskvali viðskiptavina eftir aldri.“ Uppgötva nýjar tegundir á veitingahúsunum Þá hefur smekkur neytenda útvíkkast, svo að gæta þarf að því að hafa breitt úrval fisktegunda í kæliborðinu. „Fólk vill meiri fjölbreytni en bara ýsu og þorsk og þykir gaman að elda allar mögulegar tegundir. Sennilegasta skýringin á þessu er sá upp- gangur sem hefur verið í veitingastaða- geiranum en þar hafa landsmenn leyft sér að smakka tegundir á borð við steinbít, skötusel, löngu og lúðu eldaðar á ýmsa vegu. Þarf ekki meira til að kveikja á per- unni og með smá leiðsögn er auðvelt að matreiða þennan fisk.“ Það hvaða tegundir seljast best getur síð- an verið breytilegt eftir dögum vikunnar. „Viðskiptavinurinn lætur verðið sjaldan stoppa sig ef hann langar í skötusel eða humar, en yfirleitt er fólk á höttunum eftir ódýrari fiski, s.s. ýsu og þorskbitum, fyrri parti vikunnar en fer yfir í dýrari tegund- irnar þegar nær dregur helginni.“ Vilja meira en bara þorsk og ýsu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslenskir neytendur eru orðnir opn- ari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Grindhvalir á Pollinum á Akureyri hafa glatt farþega um borð í hvalaskoðunarskipinu Hólmasól síðustu daga. Að sögn Arnars Sig- urðssonar skipstjóra eru grindhvalir afar fátíðir á þessu svæði. „Þetta er óvenjulegt ástand. Þeir koma ekki oft hingað, ég veit ekki til þess að grindhvalirnir hafi verið áður inni á Polli,“ segir Arnar sem telur dýrin hafa verið allt að 40 talsins. „Þeir voru bara svona svamlandi um og við vorum náttúrulega að reyna að fara gætilega í kringum þá og reyna að halda okkur alltaf landmegin við þá svo það yrði engin hætta á að við myndum fæla þá upp á land,“ segir Arnar og bætir við að grindhvalirnir hafi vakið mikla athygli og kátínu meðal ferðamanna og íbúa Akureyrar. Aðspurður segist Arnar ekki vita hvað laði grindhvalina að Akur- eyri þó mestar líkur séu á því að þeir séu í ætisleit. Morgunblaðið/Þorgeir Hvalaskoðunarskipið Hólmasól sigldi um Pollinn á Akureyri í dag. Grindhvalir sjáanlegir á Pollinum á Akureyri Fiskbúðirnar lifa ennþá góðu lífi og áhugavert er að þessar sérverslanir skuli þrauka á sama tíma og landslag mat- vöruverslana á Íslandi hefur tekið stakka- skiptum. Virðist litlu breyta þó að stór- markaðirnir leggi mikinn metnað í að halda úti stóru og góðu fiskborði, mörg- um þykir ekkert annað koma til greina en að heimsækja fisksalann sinn og kaupa hjá honum góðan bita eða flak. „Ástæðan fyrir þessu er vafalítið að fiskur er við- kvæm vara og því betri sem hann er ferskari,“ útskýrir Eyjólfur. „Ef neytendur eiga þess kost vilja þeir því frekar kíkja í næstu fiskbúð og fá þar fisk sem var jafnvel veiddur daginn áður, í stað þess að setja í innkaupakörfuna tilbúna pakkn- ingu sem kannski hefur staðið í kæli mat- vöruverslunarinnar í nokkra daga. Þá geta stórmarkaðirnir seint keppt við það þjónustustig og þekkingu sem má ganga að vísum hjá reyndum fisksala.“ Vara sem þarf að vera fersk Að sögn Eyjólfs á það við um bæði yngstu og elstu viðskiptavinina að þeir sækja í tilbúna fiskrétti sem þarf aðeins að stinga í ofninn stutta stund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.