Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 1

Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 1
SPENNANDITÍMAR FRAMUNDANFLYTJA ÚT FISKAFURÐIR orm-sundgleraugun mæla getu sundkappa á nýstárlegan hátt 4 Ungir frumkvöðlar vilja stuðla að aukn- um útflutningi íslenskra fiskafurða. Stutt er í opnun Captain’s Box. VIÐSKIPTA 4 F Jónas Þór segist spenntur fyrir skráningu Kaldalóns hf. á First North-markaðinn á næstunni. Að hans sögn eru spennandi verkefni í bígerð.11 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Var í raun gjaldþrota á aðfangadag Skuldabréfaeigendur sem þátt tóku í að bjarga WOW air frá gjaldþroti í september í fyrra höfðu heimild til að gjaldfella skulda- bréfin á aðfangadag í fyrra. Sú heimild virkj- aðist þegar í ljós kom að WOW hafði ekki haldið til haga, á þeim tiltekna degi, 7,5 millj- ónum evra, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Þeirri fjárhæð átti fyrirtækið að ráðstafa inn á sérstakan vaxtareikning samkvæmt skil- málum skuldabréfaútboðsins. Svaraði sú fjár- hæð til 12,5% þeirrar fjárhæðar sem tókst að safna í útboðinu. Upplýsingar um vanefndir WOW air á þessum þætti útgáfunnar eru tí- undaðar í skýrslu Deloitte til skiptastjóra WOW air sem kynntar hafa verið. Hefðu skuldabréfaeigendurnir nýtt sér heimildina til þess að gjaldfella skuldabréfin er víst að fyrirtækið hefði rekið hratt í strand. Ekki hafa komið fram skýringar á því af hverju ekki var gripið til þeirra úrræða en lík- legt má telja að yfirstandandi viðræður milli WOW air og Indigo Partners um mögulega aðkomu síðarnefnda félagsins að flugfélaginu, hafi skipt þar sköpum. Vanefndir WOW air á fyrrnefndum skilyrðum skuldabréfaútboðsins vitna um hversu bágborin fjárhagsstaða fé- lagsins var orðin á þessum tíma. Allt frá haustmánuðum 2018 hafði öllu lausu fé verið beint í að greiða laun, skatta og lífeyrisiðgjöld ásamt því sem félagið lagði áherslu á að greiða inn á risaskuld sína við Isavia líkt og samið var um í byrjun októbermánuði. Lausa- fjárstaða WOW air var enda mun bágbornari í kjölfar skuldabréfaútboðsins en niðurstaða þess gaf til kynna. Það skýrðist af því að stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist var nýttur til að gera upp við lánardrottna félags- ins. Þeir voru nær allir beggja vegna borðs- ins, þ.e. bæði gagnvart uppgjörinu og sem þátttakendur í útboðinu. Þannig hefur skýrsla Deloitte sýnt fram á að hið minnsta 20,3 millj- ónir dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, hafi farið í slíkt uppgjör. Þar á meðal var greiddur upp yfirdráttur við Arion banka upp á 5 millj- ónir dollara, ríflega 10 milljóna gjaldfallin skuld við Air Lease Corporation og tæplega 5 milljónir evra til flugvélaleigufyrirtækisins Avolon. Skiptastjórar kanna nú flöt á því að þessum greiðslum út úr WOW air verði rift. Gæti það orðið til þess að fyrrgreindir aðilar verði dæmdir til þess að endurgreiða þá fjárhæð sem fleytt var til þeirra í kjölfar útboðsins. Í einhverjum tilvikum kynni slík niðurstaða að tvöfalda tjón viðkomandi fyrirtækja af völd- um falls WOW air. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrstu brot WOW air á skilmálum skuldabréfaútboðs sem það lauk við undir lok septembermánaðar 2018 urðu að veruleika á að- fangadag í fyrra. Morgunblaðið/Hari Í komandi viku verða fimm mánuðir liðnir frá því að WOW air sigldi í þrot eftir sjö ára starfsemi. EUR/ISK 21.2.‘19 20.8.‘19 145 140 135 130 125 135,55 138,0 Úrvalsvísitalan 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 21.2.‘19 20.8.‘19 1.776,01 2.002,02 Í september verða liðin 25 ár frá því að Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi, sótti sérleyfi fyrir rekstur veitinga- húsakeðjunnar hér á landi. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og er Skúli nú orðinn stórtækur fjárfestir í hinum ýmsu geirum. Subway-staðirnir eru orðnir 21 tals- ins, en auk þess er hann með tals- verðar fjárhæðir bundnar í fast- eignum og ferðaþjónustufyrir- tækjum hér á landi. Að sögn Skúla hefur veitinga- rekstur í miðborginni þyngst til muna undanfarin misseri. Það megi að miklu leyti rekja til hinna ýmsu gjalda, sem jafnframt veldur því að fjöldi öflugra rekstraraðila leggur upp laupana. Nú síðast var greint frá gjaldþroti Ostabúðarinnar og Dill Restaurant sem báðir eru stað- settir í miðborginni. „Maður er virkilega uggandi yfir þessu því að þetta eru mjög góðir staðir sem eru að fara á hausinn. Ef einblínt er á Reykjavík má fljótt sjá að álögur hafa snarhækkað, sem allt endar auðvitað á viðskiptavininum,“ segir Skúli og bætir við að rekstraraðilar leiti í auknum mæli til úthverfa höf- uðborgarsvæðisins. Þess utan telur hann að fækkun veitingastaða í heild sé óumflýjanleg. „Það er engin spurning held ég. Staðir hafa í auknum mæli verið að fara í úthverfin sem er að mínu mati mikið ánægjuefni. Staðan í miðborg- inni er hins vegar mjög alvarleg og ég hef áhyggjur af því þegar gæða- stöðum á borð við Dill og Ostabúðina er lokað. Það er ekki góð þróun.“ Veitingastöðum muni fjölga í úthverfum Morgunblaðið/Eggert Skúli telur fólk leita í auknum mæli í úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Skúli í Subway kveðst ugg- andi yfir stöðu veitinga- staða í miðborginni. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.