Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SYN -8,88% 29,75 GRND +7,40% 36,3 S&P 500 NASDAQ +2,96% 7.996,346 +2,48% 2.918,09 +0,82% 7.125,0 FTSE 100 NIKKEI 225 21.2.‘19 21.2.‘1920.8.‘19 1.700 80 1.783,08 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 59,84+1,33%20.677,22 67,07 40 2.100 20.8.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.907,5 Hin sívinsæla haustjógúrt frá Örnu er nú farin að streyma inn í mat- vörubúðir landsins. Á síðasta ári voru framleiddar 200 þúsund ein- ingar af vörunni sem er sú vinsæl- asta hjá fyrirtækinu að sögn Hálf- dáns Óskarssonar framkvæmda- stjóra og stofn- anda Örnu sem skilaði 8 milljóna króna hagnaði á árinu 2018. Haustjógúrt er eins og nafnið gefur til kynna árstíðabundin og verður fáanleg fram til loka nóvember að sögn Hálf- dáns. Fyrirtækið bætir í á þessu ári og hyggst framleiða 300 þúsund ein- ingar en að sögn Hálfdáns hefur berjatíðin verið gjöful í sumar. Samvinnuverkefni „Það hefur ekki verið svona góð berjatíð fyrir vestan í mörg ár og við hættum í raun fyrir helgi að taka á móti berjum vegna þess að við erum komin með allt sem við þurfum fyrir þetta árið. Það hefur verið frábær berjatíð hérna,“ segir Hálfdán í sam- tali við Morgunblaðið en samtals fara sjö tonn af aðalbláberjum í framleiðslu á haustjógúrt Örnu í ár. Um nokkurs konar samvinnu- verkefni er að ræða en um 20 manns hafa séð um að tína berin fyrir Örnu í sumar. „Þetta er bara fólk í bænum og hérna í kring. Við auglýstum eftir fólki sem var tilbúið að taka þátt í þessu með okkur. Það hefur skilað góðum árangri. Það hafa hrúgast inn berin til okkar og við erum komin með nóg,“ segir Hálfdán sem segir ferlið í kringum framleiðsluna á jóg- úrtinni vinsælu afar ánægjulegt. Með góða vöru í höndunum „Þetta er hálfgerð vertíð sem skellur á í byrjun ágúst. Það er mikil stemning í kringum þetta. Þetta er skemmtilegt verkefni og gaman að geta nýtt villt aðalbláber úr fjöll- unum og í svona frábæra vöru,“ segir Hálfdán en framleiðslan á fyrstu haustjógúrtinni hófst árið 2015. Þá þegar var Hálfdán og hans fólk bjartsýnt á velgengni vörunnar. „Við vorum búin að vinna vel í vöruþróun og þess háttar og sáum fljótt að þetta var frábær vara sem við vorum með í höndunum. Við vor- um fullviss um að þetta kæmi til með að ganga vel,“ segir Hálfdán. Í ársreikningi Örnu sést að velta fyrirtækisins nam 1.152 milljónum króna í fyrra og jukust tekjurnar um 23% á milli ára en í fyrra nam veltan 858 milljónum króna. „Það var hagnaður á síðasta ári en hann var ekki mikill, eða um 7,5 milljónir króna. Mjólkuriðnaðurinn er svolítið skrýtinn bransi og það er ekki há framlegð í vörunum. En fyrirtækið er tiltölulega ungt og við erum sátt við þetta,“ segir Hálfdán. Fyrirtækið Arna hóf starfsemi ár- ið 2013 en á fyrsta heila rekstrarári Örnu námu rekstrartekjurnar 110 milljónum króna. Eignir Örnu námu 409 milljónum króna í árslok 2018. Skuldir námu 293 milljónum króna. Eigið fé Örnu nam 116 milljónum og eiginfjárhlutfall var 28%. Framleiða 300 þúsund haustjógúrteiningar Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Arna eykur framleiðslu á haustjógúrtinni vinsælu um 50% á milli ára en heil sjö tonn af bláberjum fara í framleiðsluna. Tekjur Örnu jukust um 23% á milli ára og námu 1.152 milljónum króna á árinu 2018. Morgunblaðið/Pétur Hreinsson Haustjógúrt Örnu nýtur afar mikilla vinsælda á meðal landsmanna. Hálfdán Óskarsson VEITINGAMARKAÐUR Veitingastaðirnir Svangi Mangi og brugghúsið Beljandi eru á förum úr mathöll Höfða. Á facebooksíðu mat- hallarinnar var í gær auglýst eftir áhugasömum rekstraraðila á staðinn, en Svangi Mangi og Beljandi voru reknir í sama plássi. Steingerður Þorgilsdóttir, fram- kvæmdastjóri mathallarinnar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að Svangi Mangi hafi eingöngu verið op- inn í hádeginu og Beljandi á kvöldin. Það hafi hins vegar ekki dugað til. Svangi mangi er í eigu Steingerðar og Sólveigar Guðmundsdóttur sem eiga einnig og reka veitingastaðinn Culiac- an á Suðurlandsbraut og í mathöllinni. „Svangi Mangi gekk rosalega vel í hádeginu, en hefði þurft að vera opinn á kvöldin líka eins og hinir staðirnir í mathöllinni. Við viljum því fá þarna inn nýtt blóð, einhvern veitingastað með sál.“ 2.000 gestir á dag Aðspurð segir Steingerður að rekstur mathallarinnar hafi gengið vonum framar allt frá opnun í mars sl. og á bilinu 1-2.000 gestir komi þar inn daglega. tobj@mbl.is Svangi Mangi og Belj- andi úr mathöll Höfða Morgunblaðið/Ásdís Mikil aðsókn hefur verið að mathöll Höfða frá opnun í mars. FJARSKIPTI Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. sendi í gær frá sér afkomu- viðvörun. Segir þar að spá fyrir- tækisins um rekstrarafkomu á yfir- standandi ári hafi reynst of bjart- sýnar. Þannig standi líkur til þess að EBITDA upp á 6,0-6,5 milljarða króna standist ekki að að gera megi ráð fyrir að EBITDA-hagnaður fyrir árið muni nema 5,6 milljörðum króna. Miðað við neðri mörk fyrri spár nemur minnkunin um 7% en tæpum 14% sé miðað við efri mörkin. Í kjölfar þess að breytingar voru gerðar á framkvæmdastjórn fyrir- tækisins var unnið nýtt spáferli. Sú vinna leiddi í ljós að tekjur í fjöl- miðlum og fjarskiptum hafi verið ofáætlaðar um 400 milljónir króna og að kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaðar um 160 milljónir. Fyrri áætlun fyrirtækisins um frjálst sjóðflæði er óbreytt upp á 1,6- 2,0 milljarða króna. Fyrirtækið segir að þó sé ljóst að niðurstaðan verði við neðri enda spárinnar. Hlutabréfaverð Sýnar lækkaði um tæp 8,3% í Kauphöll í kjölfar af- komutilkynningarinnar. EBITDA Sýnar minnkar um allt að 900 milljónir Morgunblaðið/Hari Eftir lækkun gærdagsins er mark- aðsvirði Sýnar rúmir 8,8 milljarðar. VEXTIR Í gær varð danski bankinn Jyske Bank fyrstur fjármálastofnana þar í landi til þess að bjóða upp á neikvæða innlánsvexti fyrir viðskiptavini sína á einstaklingssviði. Þeir einstaklingar sem eru viðskiptavinir við þennan þriðja stærsta banka Danmerkur og eiga meira en 7,5 milljónir danskra króna í innstæðum, rúmar 138 millj- ónir íslenskra króna, þurfa frá 1. des- ember næstkomandi að borga 0,6% í neikvæða vexti á ársgrundvelli, nema að samið verði um annað, að því er fram kemur í Berlingske. Nú þegar bjóða flestir bankar í Danmörku fyrirtækjum upp á neikvæða vexti. Þá er einnig hægt að fá sögulega ódýr húsnæðislán. Samkvæmt And- ers Dam, bankastjóra Jyske Bank hefur vaxtaumhverfið í Danmörku verið í fimm ár samfleytt neikvætt. „Nú væntum við þess að vextir verði neikvæðir næstu átta árin. Stýrivext- ir í Danmörku eru neikvæðir, og með þeim vaxandi innlánum sem við höf- um frá einstaklingum erum við til- neydd til þess að setja tappann í,“ segir Dam. Að sögn hans var nýtt uppgjör bankans mjög litað af hinu neikvæða vaxtaumhverfi en bankinn skilaði 1,1 milljarðs danskra króna hagnaði á fyrri árshelmingi. Á því tímabili minnkuðu hreinar vaxta- tekjur bankans um 6%, sem sam- svarar um 3,7 milljörðum íslenskra króna. Jyske Bank býður upp á neikvæða vexti FERÐAÞJÓNUSTA Davíð Ólafur Ingi- marsson hefur lát- ið af störfum sem forstjóri ferða- þjónustufyrir- tækisins Guide to Iceland. Þetta staðfesti Davíð í samtali við Við- skiptaMoggann. Davíð tók við starfi forstjóra fyrirtækisins í október í fyrra en áður starfaði hann sem fjár- málastjóri þess. Davíð hefur m.a. einnig starfað sem fjármálastjóri Greenqloud, og yfirmaður lánamála og sjóðastýringar hjá Landsvirkjun og setið í stjórn lífeyrissjóðs. Davíð lætur af störfum Davíð Ólafur Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.