Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 4
FARARTÆKIÐ
Lesendur ViðskiptaMoggans eru
eflaust margir í þeim sporum að
eiga erfitt með að gera upp við sig
hvaða Bugatti á að kaupa. Chiron,
sem var kynntur árið 2016, er ekk-
ert slor, með nærri 1.480 hestafla
vél, en það er sportútgáfan Divo
ekki heldur. Svo kom La Voiture
Noire í ljós fyrr á árinu, í aðeins
einu eintaki.
Nú flækist valið enn frekar, með
komu Centodieci, sem smíðaður er
í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti-
merkisins. Aðeins tíu eintök verða í
boði, með 1.600 hestafla vél og 20
kg léttari en hefðbundinn Chiron.
Nær hann því 100 km hraða á 2,4
sekúndum, og 200 km/klst á 13,1
sekúndu. Tölvan í honum leyfir
ekki meiri hraða en 236 km/klst, en
á svo miklu spani tæki klukkustund
og 36 mínútur að fara frá Reykja-
vík til Akureyrar.
Þeir sem þekkja bílasöguna sjá
strax að útlitið sækir innblástur í
EB110, fyrsta ofursportbíl Bugatti,
sem kom á markað á 10. áratugn-
um, s.s. með fimm hringlaga loft-
opum aftan við hurðirnar. Uppsett
verð er 10 milljónir dala, og ólík-
legt að þau í Molsheim séu mót-
tækileg fyrir prútti. ai@mbl.is
Að vanda sparar
Bugatti ekki
hestöflin.
Ágætis af-
mælisgjöf
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019FRÉTTIR
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Í nógu er að snúast hjá Jónasi Þór enda
fyrirhugað að skrá Kaldalón hf. á First
North-markaðinn innan skamms.
Íbúðaþróunarfélagið á nokkrar vel
staðsettar lóðir á höfuðborgarsvæðinu
og reiknað með að þar rísi um 900 í
búðir á næstu fimm til sjö árum.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Helstu áskoranirnar í rekstri Kalda-
lóns á næstu árum eru að bjóða vand-
aðar og vel hannaðar íbúðir sem henta
fyrir mismunandi kaupendahópa á
hagkvæmu verði. Þetta er verðugt
verkefni á markaði þar sem kröfur
byggingaryfirvalda og kaupenda fara
sífellt vaxandi og kostnaðarhækkanir
bætast við úr öllum áttum.
Hver var síðasta ráðstefnan sem þú
sóttir?
Sótti í mars á þessu ári í ExCel í
London hina árlegu Futurebuild-
byggingarsýningu sem er ein stærsta
byggingartæknisýning heims, hvar
hinir ýmsu framleiðendur kynna nýj-
asta nýtt í mannvirkjagerð.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
hvernig þú starfar?
Undir tindum, sjálfsævisaga langafa
míns, Böðvars Magnússonar á Laugar-
vatni, stendur mér mjög nærri. Hann
fæddist á síðari hluta 19. aldar og lifði
fram á sjöunda áratug síðustu aldar, og
spannar ævi hans því ótrúlegt breyt-
ingatímabil í sögu íslensku þjóðar-
innar.
Hvernig heldurðu þekkingu þinni
við?
Held þekkingu minni við með því að
leita sem víðast fanga og skilja hið upp-
byggilega frá því neikvæða. Samstarf
með ólíku og framúrskarandi fólki á
ýmsum sviðum er oft lykillinn að þessu.
Hugsarðu vel um líkamann?
Stefnan er að komast flesta daga
vikunnar í ræktina. Til þess að nenna
því er ég sífellt með í mótun hið full-
komna æfingakerfi framtíðarinnar sem
ég tel samanstanda af óræðum kokk-
teil af spinning, stígvél, tröppuvél og
lyftingum.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir að
bæta við þig nýrri gráðu?
Færi hugsanlega í nám í arkitektúr
ef aðstæður sköpuðust til þess. Hef á
tilfinningunni að þá væri ákveðnum
hring lokað.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú
værir einráður í einn dag?
Myndi væntanlega læsa klónum
fyrst í byggingarreglugerðina og taka
hana til gagngerrar endurskoðunar, ef
ég yrði einráður í einn dag, og kæmist
trúlega ekki yfir fleira þann daginn.
SVIPMYND Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Kaldalóns
Myndi vilja taka byggingarreglu-
gerð til gagngerrar endurskoðunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jónas Þór gæti hugsað sér að læra arkitektúr, fengi hann tækifæri til að setjast aftur á skólabekk.
NÁM: Kandídatsgráða í vélaverkfræði frá Háskóla Ís-
lands, 1991; BFA-gráða í kvikmyndagerð frá California
College of Arts & Crafts, 1995.
STÖRF: Framkvæmdastjóri Atlas ejendomme a/s, fast-
eignafélags, 2005-2007; framkvæmdastjóri Fasteigna-
félagsins Stoða hf. (Reitir hf.), 2000-2007; framkvæmda-
stjóri Landfesta hf. (Eik hf.), fasteignafélags, 2008-2014;
framkvæmdastjóri Festis hf., fasteignaþróunarfélags,
2015-2018; framkvæmdastjóri Kaldalóns frá 2019.
ÁHUGAMÁL: Byggingarlist, myndlist, tónlist, kvikmyndir,
fótbolti, ferðalög, skógrækt og stangveiði.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Önnu Dagrúnu Pálmars-
dóttur leikskólakennara. Börn þeirra eru Þór Jarl, Ægir
Jarl og Saga Rún.
HIN HLIÐIN
GRÆJAN
Það hlaut að koma að því að raf-
tækjaframleiðendur huguðu að þörf-
um sundfólks. Skokkarar og hjól-
reiðafólk hafa um árabil getað notað
fullkomnar græjur til að vísa sér
leið, telja skrefin og mæla staðsetn-
inguna, og svo er til ógrynni af for-
ritum til að ná meiri árangri í öllum
hugsanlegum íþróttum.
Ástæðan fyrir því að sundið hefur
setið á hakanum er væntanlega að
vatn og raftæki fara ekki vel saman,
en núna er búið að leysa þann vanda.
Form-sundgleraugun hafa að
geyma litla tölvu sem varpar upplýs-
ingum á aðra linsuna, svo sundkapp-
inn sér skýrt og vel hvernig sund-
spretturinn gengur. Sundgleraugun
geta m.a. talið sundtökin og mælt
tíðni þeirra, fylgst með hve langt
hefur verið synt og hve fljótur not-
andinn er að synda hverja umferð.
Gögnunum sem sundgleraugun
safna má svo beina yfir í snjallsím-
ann og greina í bak og fyrir.
Verðið er 200 dalir hjá
www.formswim.com
ai@mbl.is
Snjalltæki
fyrir sund-
kappa
Form varpar upplýsingum
jafnóðum innan á aðra linsuna.