Morgunblaðið - 21.08.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019FRÉTTIR
VEITINGAGEIRINN
Hagnaður skyndibitakeðjunnar
Hlöllabáta var rétt ríflega 1,4 millj-
ónir króna í fyrra. Þetta kemur fram
í ársreikningi fyrirtækisins fyrir ár-
ið 2018.
Athygli vekur að ársreikningurinn
hefur ekki hlotið álit endurskoð-
enda. Stjórn Hlöllabáta er því ábyrg
samkvæmt lögum fyrir gerð reikn-
ingsskilanna. Þá var engan ársreikn-
ing að finna fyrir árið 2017.
Samtals námu rekstrartekjur fé-
lagsins ríflega 217 milljónum króna.
Munaði þar mest um vörunotkun og
aðkeypta vinnu.
EBITDA Hlöllabáta á árinu var
nær 56 milljónir króna, en afskriftir
upp á ríflega 53 milljónir drógu all-
verulega úr hagnaði.
Farið var í talsverðar fjárfest-
ingar á árinu. Það var gert með lán-
tökum, en keypt voru áhöld, tæki og
innréttingar fyrir tæplega 295 millj-
ónir króna.
Hlöllabátar á Ingólfstorgi hafa notið talsverðra vinsælda með landsmanna.
Lítill hagnaður af
rekstri Hlöllabáta
Túrvörur, vörur fyrir konur á blæð-
ingum, hafa selst vel hjá íslenska
fyrirtækinu Innundir síðastliðin tvö
ár, en félagið er með umboð fyrir
vörur ástralska fyrirtækisins Modi-
bodi.
Arna Sigrún Haraldsdóttir, stofn-
andi fyrirtækisins, segir í samtali við
Morgunblaðið að fyrirtækið sérhæfi
sig í að vera með „allt fyrir öll sem
fara á túr“.
„Þetta er ástralskt vörumerki, en
Modibodi eru frumkvöðlar í þessari
hugmyndafræði, þ.e. túrnærbuxum.
Vegferð þeirra hófst á því að eigand-
inn upplifði þvagleka í kjölfar barns-
burðar, og vantaði einhverja þægi-
lega lausn á því, og úr varð þetta
konsept,“ segir Arna.
Hún bætir við að nærbuxurnar séu
fyrir allan leka, hvort sem er blæð-
ingar, minni háttar þvagleka eða út-
ferð. „Þetta hefur verið ákveðið tabú
sem konur hafa ekki viljað ræða, en
mikil breyting hefur orðið til batn-
aðar síðastliðin tvö ár. Talað er um að
ein af hverjum fjórum fullorðnum
konum sé með einhvers konar þvag-
leka.“
Stór markaður
Það liggur í augum uppi að mark-
aður er fyrir konur á túr, enda konur
um helmingur alls mannkyns. Undir
það tekur Arna. „Já, markaðurinn er
klárlega fyrir hendi, enda gengur
þetta rosalega vel. Ég byrjaði upp-
haflega með þetta sem hobbí til hliðar
við aðra vinnu sem ég var í, en nú hef
ég sagt upp dagvinnunni og einbeiti
mér að þessu. Þetta er fullt starf fyrir
tvo og ört vaxandi.“
Hingað til hefur Modibodi Ísland
eingöngu selt vörur sínar á Íslandi.
„Við seljum í gegnum netverslunina
modibodi.is en tökum einnig þátt í
allskonar mörkuðum og viðburðum.
Ég hef til dæmis sjálf staðið fyrir um-
hverfisvænum markaði, þar sem ég
hóa saman fólki sem selur umhverf-
isvænar vörur á netinu.“
Arna segir að markaðsstarfið fari
langmest fram á samfélagsmiðlum.
„Svo auglýsi ég einstaka sinnum í
prentmiðlum og útvarpi, til að ná til
þeirra sem eru minna á samfélags-
miðlunum.“
Hún segir að eldri viðskiptavinum
finnist athyglisvert að margnota túr-
vörur séu komnar aftur. „Þær muna
margar eftir því hvað það var mikil
frelsun þegar einnota dömubindin
komu á markað, og finnst athyglis-
vert að sjá þetta afturhvarf til for-
tíðar. Ungar konur velja nú í sífellt
meira mæli taubindi vegna umhverf-
issjónarmiða, auk þess sem þau þykja
betri fyrir líkamann.“
Hægt að nota alltaf
Túrnærbuxurnar, sem eru að-
alsöluvara Innundir, eru þeirrar
gerðar að ekki þarf dömubindi, held-
ur er nóg að vera í nærbuxunum. „Ef
þú ert einstaklingur sem ferð á blæð-
ingar þá geturðu notað svona nær-
buxur alltaf, ekki endilega bara þegar
þú ert á blæðingum. Þá skiptir til
dæmis ekki máli þegar þú byrjar
óvænt á túr.“
Arna segir að slíkt skipti sér-
staklega miklu máli fyrir unglingana.
„Ég hef fengið símtöl frá foreldrum
sem eru í vandræðum með unglings-
stelpur sem lenda í því að það lekur í
gegnum buxurnar, og jafnvel í stólinn
í skólanum. Þá hætta þær að mæta í
skólann á meðan þær eru á blæð-
ingum. Þetta getur verið mikið
vandamál.“
Aðrar vörur sem Arna selur á
modibodi.is eru sænskir tíðabikarar,
og fjölnota vatnsheldir pokar til að
setja notuðu vöruna í þar til maður
kemst heim að þvo. Aðspurð segir
hún að ýmislegt fleira spennandi sé í
pípunum. „Við erum byrjuð að þróa
nýjar vörur líka.“
Sókn til Svíþjóðar hafin
Sókn félagsins inn á aðra markaði
hófst á mánudaginn. „Upphaflega
fékk ég dreifingarrétt á Íslandi, Fær-
eyjum og á Grænlandi. Það hefur
gengið svo vel að við fengum að bæta
við okkur Svíþjóð sem markaðssvæði.
Við opnuðum á mánudaginn sænskt
afrit af netversluninni, modibodi.se,
og höfum ráðið sænskumælandi
starfsmann sem mun sjá um þjónustu
við þarlenda viðskiptavini.“
Spurð um hvernig hún sjái fyrir-
tækið fyrir sér eftir fimm ár segist
hún hafa væntingar um að nýja varan
úr þróunarverkefninu verði þá komin
á markað. Félagið glími hinsvegar við
ákveðið lúxusvandamál. „Við erum að
vaxa hraðar en við ráðum við fjár-
hagslega. Við náum ekki að kaupa
nógu hratt inn.“
En hvernig ætlið þið að takast á við
það?
„Við þurfum að halda okkur á
mottunni og vaxa hægar. Það er auð-
vitað svekkjandi, en líka skynsam-
legt.“
Spurð nánar um söluna segir Arna
að frá því fyrirtækið var stofnað hafi
það selt tæplega tvö þúsund pantanir,
en í hverri pöntun geti verið 1-10
stykki. Hún segir að Y og Z kynslóðin
sé tilbúin að borga meira fyrir um-
hverfisvænar vörur, og því megi ætla
að markaðurinn muni stækka í fram-
tíðinni.
Fræðsluefni er enn annað sem
Modibodi Ísland er byrjað að fram-
leiða til hliðar við vörusöluna. „Við
notum það bæði til að styðja við sölu á
vörunum okkar, en líka út af sam-
félagslegri skyldu. Það vantar svo
mikið upp á blæðingafræðslu fyrir
unglinga. Í allt of mörgum skólum er
hún ekki hluti af námsefni, og for-
eldrar eiga líka oft erfitt með þetta.
Við gerðum sérstaka könnun í sam-
starfi við Siggu Dögg kynfræðing um
blæðingar, og þar kom meðal annars í
ljós að helmingur svarenda var
hræddur þegar blæðingar byrjuðu.
Það er ótrúlega leiðinlegt að heyra að
þau viti ekki hvað þau eigi að gera
þegar blæðingar hefjast og hvernig
þau nota dömubindi og túrtappa. Það
er óþarfi að þetta sé svona. Við notum
niðurstöður könnunarinnar til að búa
til fræðsluefni til að fara með í skóla
eða á frístundamiðstöðvar.“
Arna vill að lokum nefna að blæð-
ingar eru ekki einkamál kvenna, og
fræða megi stráka um blæðingar rétt
eins og stelpur.
Túrvörur í sókn
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Innundir sérhæfir sig í
vörum fyrir konur á blæð-
ingum, og hefur nú opnað
sænska útgáfu af verslun
sinni modibodi.is.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Arna Sigrún Haraldsdóttir hjá Innundir hætti í dagvinnunni til að snúa sér alfarið að túrvörunum.
Svíar eiga nú kost á því að panta
vörur á modibodi.se