Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019VIÐTAL
sérstaklega góður í að búa til báta. Þeir sem
komu til að þjálfa okkur frá höfuðstöðvum
Subway bentu mér kurteislega á að ég ætti helst
að einbeita mér að einhverju öðru, eins og til
dæmis að ráða fleiri starfsmenn,“ segir Skúli og
hlær.
Skömmu eftir opnun fyrsta Subway-staðarins í
Faxafeni segir Skúli að hafist hafi verið handa við
undirbúning frekari útvíkkunar starfseminnar.
Það var 1. júní 1995 sem annar staðurinn leit
dagsins ljós, en frá þeim tíma fjölgaði stöðunum
jafnt og þétt í nokkur ár. „Frá því að fyrsti stað-
urinn var opnaður var stöðunum að fjölga um tvo
til þrjá á ári, allt þar til þeir voru orðnir um tutt-
ugu talsins,“ segir Skúli, sem telur að staðirnir
verði á bilinu 15-20 þegar horft er nokkur ár fram
í tímann. Undanfarin misseri hefur þrem
Subway-stöðum verið lokað, í Vestmannaeyjum,
Keflavík og á N1 í Fossvogi. Nú starfa um 300
manns hjá fyrirtækinu í ríflega hundrað stöðu-
gildum.
Tekur íslenskt hráefni fram yfir erlent
Undanfarin misseri hefur fjöldi nýrra tegunda
af mataræði skotið upp kollinum og komist í
tísku. Ber þar hæst ketó, veganisma auk ýmiss
annars. „Brauð hefur þótt fremur óvinsælt
undanfarin ár sökum tískubylgja í mataræði
landsmanna. Það sér þó held ég fyrir endann á
því enda gerir fólk sér grein fyrir því að það eru
kaloríurnar sem þú neytir og brennir sem skipta
máli en ekki endilega tegundin. Ég missti sjálfur
rúm 20 kg á síðasta ári og borða iðulega Subway
oftar en einu sinni á dag. Við bjóðum hins vegar
einnig upp á salöt og vefjur sem hafa verið í mik-
illi sókn undanfarin ár, en við höfum verið að fá
talsvert til baka af viðskiptavinum sem voru að
forðast brauðið,“ segir Skúli og kveðst leggja
mikið upp úr því að vera með besta hráefni sem
völ er á. Þar skipti ekki mestu hvort um er að
ræða íslenskt eða erlent hráefni þó að hann kjósi
fremur innlenda vöru.
„Við reynum alltaf ef við getum að nota ís-
lenskt hráefni enda er ég hlynntur því að kaupa
af íslenskum framleiðendum. Það kemur þó ekki í
veg fyrir að ég taki bestu vöruna á besta verðinu
enda er ég í fyrirtækjarekstri. En við höfum þó
sýnt það í gegnum tíðina að við reynum eftir
fremsta megni að sækja íslenskar vörur,“ segir
Skúli.
Allt of háar álögur í Reykjavík
Í liðinni viku bárust fréttir af gjaldþroti Osta-
búðarinnar og Dill Restaurant, en staðirnir hafa
löngum þótt meðal þeirra allra bestu í miðborg
Reykjavíkur. Fram kom í frétt Morgunblaðsins
fyrr í þessum mánuði að síðasta árið hefðu sam-
tals um 40 staðir hætt eða hafið starfsemi. Þá eru
dæmi um að hundruð milljóna króna hafi tapast
vegna gjaldþrota veitingahúsa í miðborginni að
undanförnu. Að sögn Skúla er ástæða til að hafa
áhyggjur af stöðunni. „Maður er virkilega ugg-
andi af því að þetta eru mjög góðir staðir sem far-
ið hafa á hausinn. Þess utan sjáum við fína
rekstraraðila gefast upp og það er mikið áhyggju-
efni. Ef við einblínum á Reykjavík má fljótt sjá að
álögur hafa snarhækkað, sem allt auðvitað endar
á viðskiptavininum. Hann fær á endanum nóg og
segir hingað og ekki lengra, enda neitar hann að
greiða fyrir hækkandi launatengd gjöld, fast-
eignagjöld og aðrar álögur,“ segir Skúli sem telur
að stöðum muni fjölga í úthverfum höfuðborgar-
svæðisins. Þá sé óumflýjanlegt að stöðum fækki í
heildina.
„Það er engin spurning held ég. Staðir hafa í
auknum mæli verið að fara í úthverfin sem er að
mínu mati mikið ánægjuefni. Ef við tökum Garða-
bæ sem dæmi er núna hægt að velja milli fínna
veitingastaða þar sem áður var engan stað að
finna. Staðan í miðborginni er hins vegar mjög al-
varleg og ég hef áhyggjur af því þegar verið er að
loka gæðastöðum á borð við Dill og Ostabúðina.
Það er ekki góð þróun.“
Hafa tekið á sig högg vegna hærri gjalda
Ef litið er á ársreikning Stjörnunnar ehf.,
einkaleyfishafa veitingahúsakeðjunnar Subway,
fyrir árið 2017 má fljótt sjá að staðurinn hefur,
líkt og aðrir veitingastaðir, orðið fyrir barðinu á
hækkandi álögum. Á árinu 2017 dróst hagnaður-
inn saman um ríflega 116 milljónir króna frá
árinu áður og nam rétt ríflega 13 milljónum
króna. Afkoman á síðasta ári var ekki góð að
sama skapi. Að sögn Skúla hefur verið ráðist í
miklar hagræðingaraðgerðir á þessu ári sem hafa
skilað sér í bættri rekstrarafkomu. Ráðgert er að
afkoman verði mun betri á yfirstandandi ári.
„Það er ekki hægt að neita því að reksturinn
hefur þyngst undanfarin misseri. Auknar álögur
og harðari samkeppni spila þar stóra rullu, þó ég
kvarti ekkert undan samkeppni enda er hún af
hinu góða. Við höfum ekki látið þessar hækkanir
ganga beint til viðskiptavina okkar heldur tekið á
okkur höggið. Undanfarna mánuði höfum við hins
vegar straumlínulagað reksturinn enn frekar án
þess að það bitni á nokkurn hátt á verði, gæðum
eða þjónustu. Afkoman er betri og okkur hefur
tekist að snúa við rekstrinum á þessu ári með
mikilli vinnu lykilstjórnenda. Það sem hins vegar
bætist við erfitt rekstrarumhverfi er málaferli,
þar sem við höfum þurft að verjast ofsóknum slit-
astjóra í þrotabúi, sem hefur haft veruleg áhrif á
afkomu Stjörnunnar,“ segir Skúli. Vísar hann í
máli sínu til málshöfðunar Sveins Andra Sveins-
sonar, skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. (EK) á
hendur fasteignafélaginu Sjöstjörnunni ehf., sem
jafnframt er dótturfélag Stjörnunnar ehf.
Gæti þurft að greiða nær hálfan milljarð
aftur fyrir sömu fasteignina
Dómur féll í málinu í undirrétti síðla árs 2018
þar sem Skúli var dæmdur til að greiða á fimmta
hundrað milljónir króna til þrotabús EK. Málinu
hefur nú verið áfrýjað til Landsréttar og gera má
ráð fyrir að það verði tekið fyrir síðar á þessu ári.
Að sögn Skúla er málið með hreinum ólíkindum
enda bendi ekkert til þess að hann hafi með
Það var talsverður erill þegar blaðamann bar að
garði við bláu húsin í Faxafeni þar sem veitinga-
staðurinn Subway er til húsa. Í anddyrinu stóð
stofnandi og eigandi keðjunnar hér á landi, Skúli
Gunnar Sigfússon, sem tók á móti blaðamanni
með handabandi. Eftir kveðjur og stutt samtal lá
leið okkar á aðra hæð hússins þar sem Skúli, sem
jafnan er kenndur við Subway, er með skrifstofu-
aðstöðu.
Við hófum spjall okkar á því að ræða hvernig
ferill Skúla hófst, en 11. september nk. eru liðin
25 ár frá því að fyrsti Subway-staðurinn var sett-
ur á stofn. Frá þeim tíma hefur vöxturinn verið
stöðugur og eru staðirnir nú orðnir 21 talsins,
sem jafnframt gerir Subway að einni útbreidd-
ustu veitingahúsakeðju landsins. Þremur árum
áður en keðjan var sett á laggirnar hafði Skúli út-
skrifast úr háskóla í Phoenix í Arizona-ríki í
Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám í
fjármálum. Í millitíðinni starfaði hann um
skamma hríð hjá Landsbréfum sem fyrirtækja-
ráðgjafi. „Ég starfaði hjá Landsbréfum á árunum
1991-93’ og þá sem fyrirtækjaráðgjafi. Ég sá hins
vegar ekki fyrir mér að starfa sem slíkur til fram-
tíðar enda hafði ég löngun til að stofna mitt eigið
fyrirtæki og vera minn eigin herra,“ segir Skúli
og bætir við að stofnun Subway á Íslandi hafi
blundað í honum allt frá upphafi náms hans í
Bandaríkjunum nokkrum árum áður. Þar hafi
hann verið fastur viðskiptavinur enda maturinn í
senn góður og ódýr, en að sama skapi unninn úr
góðu hráefni. „Ég kynntist þessu sem náms-
maður í Bandaríkjunum og varð svo til strax fast-
ur viðskiptavinur Subway. Eftir að hafa marg-
sinnis snætt þarna fór ég að hugsa hversu gaman
væri að taka þetta til Íslands. Þegar ég kem heim
aftur ákveð ég hins vegar að hefja störf hjá
Landsbréfum, en var þó alltaf með stofnun stað-
arins í bakhöfðinu. Ég fann strax að þessi „jakka-
fatavinna“ frá 9 til 17 átti ekki við mig og var því
ákveðinn í að ég myndi hætta í þessu starfi. Í
framhaldinu hafði ég samband við höfuðstöðvar
Subway í Bandaríkjunum og hóf viðræður um að
fá sérleyfi fyrirtækisins hér á landi,“ segir Skúli.
Fékk loksins já eftir mikla vinnu
Spurður hvort það hafi reynst auðvelt að fá for-
svarsmenn Subway í Bandaríkjunum til að láta
svo til nýútskrifaðan háskólanema fá sérleyfi
keðjunnar hér á landi kveður Skúli nei við.
Þrjóska hans og ákveðni hafi þó á endanum orðið
til þess að samþykki fékkst. „Á þessum tíma var
tölvupóstur varla kominn til sögunnar þannig að
ég sendi bréf og hringdi nokkrum sinnum út til að
ræða við þá. Ég fékk nokkur nei en í stað þess að
gefast upp var ég fastur fyrir og hélt áfram þar til
þeir gáfu mér færi á að skrifa allavega viðskipta-
áætlun. Ég eyddi heilu sumri í að gera hana og
vandaði afar vel til verka enda vildi ég hafa hana
alveg skothelda. Í framhaldinu var þetta sam-
þykkt og fyrsti staðurinn var í kjölfarið opnaður
11. september 1994,“ segir Skúli.
Stöðum fjölgaði hratt eftir opnun
í Faxafeni
Hversu stórt var fyrirtækið í sniðum í upphafi?
„Ég var með um tuttugu manns í vinnu þegar
við fórum af stað með þetta. Það var alveg brjálað
að gera og röð umhverfis húsið fyrstu dagana.“
Varstu sjálfur að smyrja samlokurnar?
„Ég verð alveg að viðurkenna að ég var ekkert
Neitaði að gefast upp á d
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Það eru annasamir mánuðir fram undan hjá fjárfestinum og eiganda
veitingahúsakeðjunnar Subway á Íslandi, Skúla Gunnari Sigfússyni.
Frekari fjárfestinga í veitingageiranum er hugsanlega að vænta á næsta ári
auk þess sem dómur verður kveðinn upp í máli þrotabús EK1923 ehf.
Þá eru jákvæð teikn á lofti varðandi rekstur núverandi fyrirtækja fjáfestisins
stórtæka, en rekstur Subway hefur undanfarin misseri reynst eilítið þyngri
en oft áður. Að sögn Skúla hafa hækkandi álögur og meintar ofsóknir
Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf., haft þar
mikið að segja.
”
Það sem hins vegar bætist við erfitt rekstrarumhverfi er mála-
ferli þar sem við höfum þurft að verjast ofsóknum slitastjóra í
þrotabúi sem hefur haft veruleg áhrif á afkomu Stjörnunnar.