Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
NÝTT – Veggklæðning
Rauvisio Crystal
• Mikið úrval lita og áferða
• Auðvelt í uppsetningu og umgegni
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Varar ráðið þá við því að verið sé
að stunda ósjálfbærar veiðar á
stofninum og mælir með því að
landaður afli verði skorinn niður
um heil 63%, til viðbótar við þau
47% sem tekin voru af afla-
heimildum á síðasta ári.
Þorskstofninn hefur áður þurft
að þola áföll og var raunar hættu-
lega nálægt því að hrynja með öllu
frá því snemma á áttunda áratug
síðustu aldar og fram til ársins
2006.
Takmörkuðu fjölda veiðidaga
Tekið var til varna með því að
takmarka fjölda veiðidaga, taka
báta úr umferð, banna veiðar á
uppvaxtarsvæðum og útbúa net
með stærri möskva.
Stofninn var enda orðinn fjór-
faldur árið 2017 miðað við árið
2006. Og það var þá sem al-
þjóðlega stofnunin Marine
Stewardship Council (MSC) gaf
þremur útgerðum vottorð um
sjálfbærar veiðar.
En nú hafa óháðir endurskoð-
endur lagst yfir skýrslu hafrann-
sóknaráðsins. Þeir munu í lok
september tilkynna hvort útgerð-
irnar geti haldið vottorðum sínum.
Verði úrskurður þeirra neikvæður
gæti norðursjávarþorskur brátt
horfið af matseðlinum, segir í um-
fjöllun blaðsins.
Bretar leggja sér til munns um
115 þúsund tonn af þorski á ári
hverju. Aðeins um 15 þúsund tonn
koma úr Norðursjó en hin hundr-
uð þúsundin koma að mestu úr
Barentshafi eða af fengsælu fiski-
miðunum undan ströndum Íslands
og Noregs.
En tegundin þykir þó enn hafa
verulegt táknrænt mikilvægi fyrir
breskan sjávarútveg, sem heldur
úti störfum fyrir um 24 þúsund
manns – hverra meirihluti starfar
í Skotlandi.
Ströng varúðarorð
um ástandið
Alþjóðahafrannsóknaráðið, sem
hefur á að skipa vísindamönnum
frá ríkjunum við strendur Norður-
Atlantshafsins, ráðleggur rík-
isstjórnum og fyrirtækjum í sjáv-
arútvegi um ástand stofna og þær
aflaheimildir sem hægt er að gefa
út án þess að setja sjálfbærni
þeirra í hættu.
Ráðið gaf eins og áður sagði út
viðvörun á síðasta ári, þegar það
mælti með að þorskafli yrði skor-
inn niður um 47%. Ráðlagningunni
í ár, þar sem lögð er til skerðing
upp á næstum tvo þriðju hluta
aflaheimilda, fylgja ströng var-
úðarorð um slæmt ástand stofns-
ins.
„Það er óljóst hvað veldur
þessu,“ segir í skýrslunni. „Frek-
ari vinnu er þörf til að rannsaka
líffræðilega þáttinn og áhrif lofts-
lagsbreytinga og veiða.“
Tæki gildi undir lok október
Umhverfisverndarsamtök hafa
bent á að veitt hafi verið úr stofn-
inum umfram það hámark sem
hann hefur verið talinn geta þolað
á undanförnum árum. Þorskurinn
sé sem sagt veiddur úr hafi hraðar
en hann nær að fjölga sér.
Í grein Guardian segir að teg-
undin sé ekki að fjölga sér eins
hratt og hún gerði áður, of margir
ungfiskar séu veiddir og að brott-
kast afla sé enn við lýði þrátt fyrir
að hafa verið bannað.
Ef endurskoðendurnir ákveða í
næsta mánuði að svipta útgerð-
irnar vottorðum sínum mun svipt-
ingin taka gildi síðla októbermán-
aðar.
Mestu áhrifanna mun gæta í
stórmörkuðum, hjá fisksölum og á
veitingastöðum þar sem sjálfbærni
er mikilvægur þáttur í huga með-
vitaðra neytenda. Tækifæri gætu
þannig jafnvel skapast fyrir þau
íslensku fyrirtæki sem flytja
MSC-vottaðan þorsk til Bretlands.
„Það verður minna af þorski
sem er veiddur af Bretum,“ segir
Aoife Martin hjá Seafish, sam-
tökum sem styðja breskan sjávar-
útveg. „En meira að segja fyrir
þessa ráðgjöf ráðsins þá höfum við
alltaf flutt inn mest af því sjáv-
arfangi sem við borðum.“
Þorskstofninn
í Norðursjó
stendur illa
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Hvert fór allur þorsk-
urinn?“ Svo hljóðar fyrir-
sögn greinar í breska dag-
blaðinu Guardian sem
birtist á sunnudag, þar
sem fjallað er um slæma
stöðu þorskstofnsins í
Norðursjó og vísað til ný-
útgefinnar skýrslu Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins.
Ljósmynd/Þröstur Njálsson
Bretar leggja sér til munns um 115 þúsund tonn af þorski á ári hverju. 15 þúsund tonn af því magni veiða þeir sjálfir.
Guðmundur Þórðarson, sviðs-
stjóri botnsjávarsviðs hjá Haf-
rannsóknastofnun, segir að-
spurður að ákaflega ólíklegt sé að
þorskstofninn í kringum Ísland og
í Barentshafi fylgi niður á eftir
þorskinum í Norðursjó.
„Ástæða þess að dregið er
svona úr ráðgjöf ICES er að stofn-
matið núna er mun lægra en
stofnmatið í fyrra,“ segir Guð-
mundur.
„Þannig að miðað við stofnmat-
ið núna var stofninn ofmetinn á
síðasta ári. Stofninn er núna met-
inn undir varúðarmörkum og ráð-
gjöfin miðast við að ná því að
hann verði við varúðarmörk árið
2021. Ástæðurnar fyrir þessu eru
ekki að fullu þekktar en einnig
kemur til fremur léleg nýliðun á
undanförnum árum.“
Hann segir stjórn á veiðum hér
við land góða og að stjórnvöld
hafi sett sér nýtingarstefnu í formi
aflareglu sem fylgt hafi verið á
síðustu árum.
„Verði það gert áfram er mjög
ólíklegt að það ástand sem uppi
er í Norðursjó komi upp á Íslandi
nema þá vegna nýliðunarbrests í
langan tíma eða aukinna affalla af
öðrum sökum, eins og við höfum
séð með nýliðunarbrest humars
og sýkingu síldarinnar hér við
land.“
Ólíklegt að okkar þorskur fylgi
á eftir frænda sínum syðra
Morgunblaðið/Ófeigur
Guðmundur Þórðarson segir veiðistjórn góða og að aflareglu sé fylgt.