Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 14
Nýjustu fréttir af hagkerfi Þýska- lands minna á einn frægasta smell- inn sem þaðan hefur komið. Söng- konan Nena gerði allt vitlaust árið 1983 með hressilegu lagi við drungalegan texta um 99 blöðrur – Neunundneunzig Luftballons – sem svífa af stað. Stjórnvöld hlaupa til, halda að fljúgandi furðuhlutur sé þar á ferð, og herþoturnar eru sendar á vettvang. Snjallir þotuflugmennirnir, sem upplifa sig eins og Kirk kaptein, finna blöðr- urnar og gera það sem þeir kunna best: hleypa af skotum og skapa læti. Nágrannaþjóðunum líst ekki á blikuna og endar lagið með því að 99 ráðherrar sem efast ekki agnar- ögn um eigin hæfni – hielten sich für schlaue Leute – lýsa yfir stríði sem varir í 99 ár. Söngur Nenu endurómaði ótta almennings á kaldastríðsárunum við það að eitthvert smáræði gæti hleypt öllu í háaloft, enda misviturt fólk við stjórnvölinn. En ef Nena væri hagfræðingur (sem hún er ekki – en hún lærði aftur á móti gullsmíði) hefði hún kannski klætt lagið í nýjan búning í kjölfar fjár- málahrunsins 2008, eða evru- krísunnar 2015, þegar margir bentu á að hvers kyns tilraunir stjórnvalda til að örva hagkerfi Evrópu myndu bara virka í skamm- an tíma – ef þær virkuðu á annað borð. Að fjármagnsinnspýting er eins og að lækna fótbrot með am- fetamíni: sjúklingurinn mun vafalít- ið geta sprett úr spori um stund en hann verður aldeilis lemstraður þegar áhrifin fjara út. Þegar Seðlabanki Evrópu ákvað að tímabært væri að stíga á brems- una, seint á síðasta ári hafði sam- tals 2.600 milljörðum evra verið ýtt með handafli út í hagkerfi álfunnar. Og samt hefur Evrópa ekki náð að komast almennilega á skrið undan- farinn áratug. 2.600 milljarðar blaðra svífa út við sjóndeildarhring. Og hvað gera þá allir sérfræðingarnir og pólitík- usarnir, annað en að blása í fleiri blöðrur? Kenna ytri aðstæðum um Seðlabanki Þýskalands hefur núna gefið það út að samdráttar- skeið sé í uppsiglingu í stærsta hagkerfi Evrópu, og því fjórða stærsta í heiminum á eftir Banda- ríkjunum, Kína og Japan. Dregið hefur úr framleiðslu iðnfyrirtækja og útflutningur minnkað skarplega, svo að horfur eru á að hagvöxtur verði neikvæður á þriðja ársfjórð- ungi. Á öðrum ársfjórðungi skrapp hagkerfið saman um 0,1% og er efnahagslægð formlega hafin þegar hagkerfi dregst saman tvo ársfjórð- unga í röð. Það hjálpaði á öðrum ársfjórð- ungi að einkaneysla og aukin út- gjöld hins opinbera vógu upp á móti kuldakastinu sem gengið hefur yfir þýskan iðnað, en seðlabankinn seg- ir alls óvíst hve lengi það jafnvægi muni haldast. Ástæðan fyrir þessari þróun er, að sögn Financial Times, erf- iðleikar hjá þýskum bílaframleið- endum, óvissa vegna Brexit og smitáhrif frá tolladeilum Banda- ríkjanna og Kína. Hver mælingin á fætur annarri bendir til nið- urskurðar og bölsýni hjá þýskum fyrirtækjum. Bjartsýniskönnun hagrannsóknastofnunarinnar ZEW í Mannheim sýnir að sérfræðingar í þýsku fjármálakerfi og atvinnulífi hafa ekki verið svartsýnni síðan 2011 þegar evrukrísan stóð hvað hæst. Útflutningur hefur dregist saman um 8% undanfarið ár, og samdrátturinn í iðnaði mælist 5,2%. Ekki er samt allt í tómu volli. At- vinnuleysi hefur sjaldan mælst lægra, þjónustugeirinn stækkar ört og kraftur er í fasteignamark- aðinum. En í Þýskalandi veltur langtímaárangur atvinnulífsins á iðnaði, og þess er ekki langt að bíða að sú grein dragi aðrar niður með sér ef ekki verður viðsnúningur í bráð. Strax má merkja kulnun á vinnumarkaði og urðu aðeins til um 1.000 ný störf í júní, en undanfarin fimm ár hafa að jafnaði bæst við 44.000 ný störf í þessum mánuði. Þarf svo ekki að spyrja að því að ef Þýskaland siglir inn í samdráttarskeið er hætt við að það taki stóran hluta álfunnar með sér í fallinu. Boða nýjustu tölur ekki gott því starfsemi iðnfyrirtækja á evru- svæðinu dróst saman um 1,6% í júlí. Opni ríkisbudduna Ekki er öll von úti enn, til skemmri tíma litið, því þýsk stjórn- völd hafa svigrúm til að grípa til að- gerða. Seðlabanki Evrópu virðist vera að gera sig líklegan fyrir nýja innspýtingu fyrir evrusvæðið allt og mikið aðhald hefur verið í rík- isfjármálum Þýskalands undanfar- inn áratug, í samræmi við stefnu sem fengið hefur heitið svart núll – Schwarze Null – svo að afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs síð- an 2014 og ríkið ekki tekið nein ný lán. Er núna þrýst af miklum krafti á stjórnvöld að gera hlé á þessum mikla fjárhagslega aga. Aldrei hafi verið ódýrara fyrir hið opinbera að safna skuldum, og kjörið að ríkið láti til sín taka með einhvers konar örvunarpillu – s.s. uppbyggingu innviða eða lækkun skatta – svo að tveir slæmir ársfjórðungar verði ekki að nokkrum slæmum árum. Fjármálaráðherrann Olaf Scholz segir stjórnvöld hafa svigrúm fyrir allt að 50 milljarða evra viðbót- arútgjöld. Heildarskuldir hins opin- bera ættu að fara niður í sem jafn- gildir 58% af landsframleiðslu á þessu ári – rétt undir 60% þak Evr- ópusambandsins, að því er Reuters greinir frá, svo að lítilsháttar skuldasöfnun myndi ekki líta svo illa út á þessum tímapunkti. Á fundi með blaðamönnum sagði Scholz að fjármálakreppan 2008 og 2009 hefði einmitt kostað Þýskaland í kringum 50 milljarða evra. Ástandið verður samt áfram það sama í grunninn, þrátt fyrir 50 milljarða innspýtingu, og ekkert sem Merkel getur gert til að höggva á hnútinn í deilu Kína og Bandaríkjanna eða galdra fram far- sælan endi á Brexit-sögunni. Og svo er hitt að frá fjármála- hruni hefur hagkerfi Þýskalands, og raunar allrar Evrópu, ekki bein- línis verið á fleygiferð þó að tekist hafi að halda sjó. Grundvallarvand- inn ristir miklu dýpra, bæði fyrir Þýskaland og fyrir álfuna. Þannig er réttilega bent á það í ritstjórn- arpistli WSJ að það þurfi að grisja íþyngjandi regluverk Þýskalands og vinda ofan af meingallaðri orku- skiptaáætlun sem hefur snarhækk- að orkureikning fyrirtækja. Þarf að laga undirstöðurnar – setja spelku á brotið – frekar en að seilast eftir amfetamínsprautunni. En nokkrir tugir þúsunda millj- arða eru einfaldari lausn fyrir pólit- íkusa. Og þeir upplifa sig örugglega eins og Kirk kaptein á meðan. Samdráttarskeið að bresta á Ásgeir Ingvarsson Skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Seðlabanki Þýskalands á von á slæmum þriðja ársfjórðungi og jafnt stórir sem smáir vilja að stjórnvöld dragi úr aðhaldi í ríkisfjármálum til að hressa hagkerfið tímabundið við. Þrýst er á Scholz og Merkel að gera hlé á þeim mikla aga sem einkennt hef- ur fjármál ríkisins undanfarinn áratug, og smyrja þannig hjól atvinnulífsins. Frá árinu 2000 til 2017, í þúsundum milljarða dala Landsframleiðsla Þýskalands, Japans, Bretlands, Frakklands og Ítalíu 7 6 5 4 3 2 1 0 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 4,87 3,68 2,62 2,58 1,93 Heimild: Google og Alþjóðabankinn Japan Þýskaland Bretland Frakkland Ítalía 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019FRÉTTIR Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.