Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 16

Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Milljarðsgreiðsla til Skúla til skoðunar 150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“ Þrettán sagt upp hjá Sýn Jón Björnsson tekjuhæsti forstjórinn Verðlistanum lokað í dag Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Íslenska fyrirtækið Smart Socks, sem selur skrautlega sokka í áskrift, stefnir á næstu vikum á útrás á er- lenda markaði. Eigandi fyrirtækis- ins, Guðmundur Már Ketilsson, seg- ir að stefnan sé nú sett á Bretland, Danmörku og Noreg, en að Spánn, Frakkland og Ítalía séu einnig í sigt- inu í gegnum sérleyfissamning. Smart Socks, sem hefur á annað þúsund áskrifenda hér á landi, stefn- ir á að vera með um 10 þúsund áskrifendur innan sex mánaða. „Þetta eru ákveðin tímamót hjá okkur. Smart Socks er orðið tveggja ára og okkur þykir gaman að geta fagnað þeim tímamótum með því að hefja starfsemi á erlendum mörk- uðum. Þetta er stórt skref í sögu fyrirtækisins. Við fórum af stað með þessa hugmynd í nóvember í fyrra þannig að þetta hefur verið í undir- búningi í nokkurn tíma,“ segir Guð- mundur. Smart Socks ræðst í útrásina ásamt tveimur fyrirtækjum, auglýs- ingastofunni Kiwi og greiðslumiðl- unarfyrirtækinu Redo. „Kiwi sér um að búa til efnið fyrir samfélagsmiðl- ana og sér einnig um utanumhald á greiningu á niðurstöðum frá þeim herferðum sem við ráðumst í ásamt því að greina tækifæri á öðrum mörkuðum.“ Velta Smart Socks nam um 19 milljónum króna á árinu 2018 en verður tvöfalt meiri á árinu 2019 að sögn Guðmundar en til greina kem- ur að selja íslenska hluta rekstrarins ef réttur aðili finnst. „Aðalverkefnið er núna að einblína á þessa erlendu markaði og þess vegna erum við spennt fyrir því að selja íslenska hlutann af fyrirtækinu.“ Sokkarnir frá Smart Socks eru allir afar skrautlegir. Nú stefna eigendur fyrir- tækisins að því að selja sokkana m.a. í Bretlandi, Danmörku og í Noregi. Fóta sig á er- lendri grundu Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Fyrirtækið Smart Socks stefnir á erlenda markaði með vöru sína. Markmiðið er að ná 10 þúsund áskrif- endum innan sex mánaða. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nú þegar skiptaráðendur WOWair hafa lagt fyrstu gögn fyrir kröfuhafa hins fallna félags kemur margt í ljós með skýrum hætti sem hingað til hefur aðeins verið mögu- legt að fá mynd af með brota- kenndum hætti. Fyrstu tíðindin fólust auðvitað í tölum yfir lýstar kröfur og námu þær vel á annað hundrað milljörðum króna. Nú hef- ur einnig verið upplýst um skýrslu sem Deloitte hefur unnið um fjár- hagsstöðu félagsins. Þar má sjá að WOW air var orðiðógjaldfært í síðasta lagi um mitt síðasta ár. Ársreikningur fyrir árið 2017 vitnar svo einnig um að lausafjárstaðan var í meira lagi bág- borin strax haustið 2017. En ef mat Deloitte reynist rétt – sem allar lík- ur standa til – þá hefði stjórn fé- lagsins borið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta þá þegar. Einnig hefði Samgöngustofa átt að bregð- ast við miklu fyrr. Um það vitna reglugerðir sem um flugrekstur gilda. Alvarlegast í þessu öllu er sústaðreynd að stjórn og for- svarsmenn WOW air réðust í mikið skuldabréfaútboð þar sem keyrt var á fögrum fyrirheitum um „Dúbaí norðursins“ og að fyrirtækið yrði skráð á markað innan 18-24 mánaða ef tækist að safna 6-12 milljörðum í útboðinu. Öll þau plön voru reist á sandiog ýmsir þeir sem þátt tóku í því hugsa nú sitt í hljóði – að minnsta kosti um sinn. Vafasöm viðskipti Kristján konungur sjöundi gaf úthátíðlega tilskipun á því herrans árið 1776 þess efnis að póstferðum skyldi komið á hér á landi. Rétt þótti að hlýða karli konungi og innan fárra missera hófust skipulegar póstsigl- ingar milli Danmerkur og Íslands. Umsvifin voru reyndar ekki mikil í fyrstu, eitt skip á ári en það þótti nægilegur flutningshraði á „gagna- magni“ í þá daga. Ár og aldir liðu og jafnt og þéttfjölgaði leiðum til þess að koma boðum milli fjórðunga og landa og ár- ið 1935 urðu þau tímamót að fyrir- tækið Póstur og sími varð að veru- leika. Óx því félagi ásmegin á komandi áratugum eða allt til ársins 1998 þegar fyrirtækjunum tveimur var skipt upp. Nokkrum árum síðar seldi ríkið síma- hlutann til einkaaðila og síðan þá hef- ur hörð samkeppni geisað á þeim markaði, neytendum til hagsbóta. En ríkið hélt í póstdreifinguna,svona eins og virtist af virðingu við Kristján heitinn konung í Kaup- mannahöfn. Og engin hefur orðið breytingin þar á til dagsins í dag og ekkert lát er heldur á taprekstrinum sem af því fyrirtæki hefur hlotist. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir einkaaðila til að hasla sér völl á mark- aðnum með póst- og böggladreifingu hefur forsvarsmönnum Póstsins leyfst að dæla hundruðum milljóna og jafn- vel milljörðum í ýmis ævintýri sem flest hafa mistekist með hörmulegum afleiðingum fyrir skattgreiðendur og þá sem rétt eiga á því að markaður- inn tryggi sem besta þjónustu á hverjum tíma. Í gær bárust þau tíðindi að enn hefðifækkað í starfsliði Póstsins. Það eru váleg tíðindi fyrir þá sem fyrir uppsögnunum urðu og treysta verður því að nýr forstjóri fyrirtækisins tryggi að viðskilnaðurinn verði sem bestur fyrir starfsfólk. Aðgerðin mun leiða til 500 milljóna króna sparnaðar á árs grundvelli. Það er óhugnanleg staðreynd að þótt þarna hafi erfiðar ákvarðanir verið teknar er ekki víst að nægilega hart sé gripið í bremsuna til þess að snúa megi rekstrinum við. Dæmið af Póstinum er kennslu-bókardæmi um hvernig ríkis- rekstur getur farið úr böndunum án þess að nokkur axli á því raunveru- lega ábyrgð. Þegar forsvarsmenn einkafyrirtækja taka rangar ákvarð- anir kemur það niður á eigendunum sem missa spón úr aski sínum. Þegar ríkisfyrirtækin fara halloka leggst tjónið á skattgreiðendur sem aldrei fá raunverulega innsýn í það sem gerð- ist. Hefði ekki verið nær, þegar litið er um öxl, að einkavæða póst Krist- jáns sjöunda eins og símann? Hefði það mögulega getað komið eitthvað verr út fyrir alla aðila máls? Tvær leiðir, önnur til glötunar Ásgeir Jónsson, nýr seðlabankastjóri, segir að stýrivaxta- lækkanir gætu hæg- lega haldið áfram. Vaxtalækkanir væntanlegar 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.