Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Kristján Jónsson Blaðamenn Kristján Jónsson kris@mbl.is, Jóhann Ingi Hafþórs- son johanningi@mbl.is Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Hari H ugmyndin að baki því að halda mót eins og Reykjavík Junior Open, byggist á því að hægt verði að þróa hér á landi á næstu árum alþjóðlegt ung- mennamót í golfi, mót sem myndi draga til landsins erlenda keppendur og foreldra þeirra. Það er mikill metnaður til staðar hjá GR að skapa yngri iðk- endum golfsins hér á landi vettvang til að keppa við erlenda jafn- aldra sína á móti á ís- lenskum völlum. Mót sem stæðist samanburð við þau mót sem okkar fremstu krakkar hafa verið sækja á erlendri grundu undanfarin ár. Til þess að hugmyndin um alþjóðlegt mót hér á landi verði að veruleika, þarf mótið sjálft og völlurinn undir það að standa undir því. Völlurinn þarf að vera þannig úr garði gerður að það muni reyna sem mest á getu krakkana í golfinu, þannig að þau þurfi að hafa sem flestar tegundir högga í pokanum ef þau ætla að geta náð árangri í slíku móti,“ segir Lúðvík Bergvinsson, formaður foreldraráðs hjá GR. Ef ekki er reynt tekst ekkert Lúðvík segir að mótshaldið nú sé eins kon- ar tilraun þótt metnaður sé fyrir því innan GR að mótið verði árlegur viðburður. „Mótið í ár verður það fyrsta undir þessu nafni, þ.e. Reykjavík Junior Open. Að því loknu verður reynslan af því metin og farið nánar yfir það hvort og þá hvernig eigi að hefja kynningu á mótinu erlendis í vetur með það að leiðarljósi að halda það aftur næsta sumar, þá líklega um mitt sumar, og reyna að fá til landsins erlenda þátttak- endur. Það er almenn skoðun meðal þeirra sem hafa komið að og starfað í unglingastarfinu hjá GR, þjálfara og fleiri, að það sé mik- ilvægt fyrir krakkana að geta keppt á mót- um sem þessum hér á landi og að slík mót geti hjálpað þeim sem stefna hærra í golf- inu að átta sig á því hvað þarf til að ná langt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með þetta mót, en ætlunin er að leggja mat á það eftir mótið hvort sú hug- mynd sem verið er að leggja upp með sé raunhæf og framkvæmanleg. En stað- reyndin er samt sem áður sú að mögulega er betra tækifæri til þess að gera þetta nú en áður þar sem Reykjavík er orðið al- þjóðlega þekkt vörumerki umfram það sem áður var. Það mun svo koma í ljós hvort þessi draumur getur orðið að veruleika eða ekki, en ef ekki er reynt tekst ekkert. Það er enginn vafi á því að það yrði ungmenna- golfinu mikil lyftistöng ef það tækist að koma svona móti á laggirnar. Það má gera ráð fyrir því að það taki nokkur ár, en allar ferðir hefjast á litlu skrefi,“ segir Lúðvík og er ánægður með þau viðbrögð sem mótahaldið hefur fengið hingað til og von- ast til að veðurguðirnir verði hliðhollir. Draumurinn að mótið verði alþjóðlegt Barna- og unglingamótið Reykjavík Junior Open haldið í fyrsta sinn hjá Golfklúbbi Reykjavíkur um næstu helgi Morgunblaðið/Ómar Barnastarfið er í blóma í golfíþróttinni. Lúðvík Bergvinsson Systkinin Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn. Helga 13 ára. Böðvar 16 ára. Af hverju fóruð þið að æfa golf? Arnór bróðir okkar var að æfa golf hjá GR og foreldrar okkar spila golf svo það lá beint við fyrir okkur að prófa. Við höfum æft og spilað golf síðan. Hvað hafið þið æft lengi? Við byrjuðum bæði að æfa golf þegar við vorum um það bil sex ára. Hvaða högg finnst ykkur skemmtilegast að æfa? Helga: Mér finnst skemmtileg- ast að æfa púttin. Böðvar: Mér hefur alltaf fund- ist skemmtilegast að æfa vippin. Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu? Böðvar: Ég vil koma boltanum nær holunni í innáhöggunum og síðan að bæta púttin. Helga: Ég þarf að vinna meira í löngu höggunum, bæði dræ- vernum og brautartrjánum. Hver er uppáhaldskylfan í pokanum? Helga: Ég er góð í inn- áhöggum með P-inu mínu. Böðvar: Dræverinn er í mestu uppáhaldi, sérstaklega þegar ég er að slá vel. Hvenær tókst ykkur fyrst að fara undir 100 högg á hring? Böðvar: Í móti spilaði ég fyrst á undir 100 höggum í æfingaferð GR-unglinga á Spáni þegar ég var 8 ára. Helga: Ég spilaði fyrst undir 100 högg í meistaramóti þegar ég var 10 ára. Besta skorið á 18 holu hring hjá ykkur? Helga: Lægsti hringurinn minn á rauðum teigum er 76 högg um daginn á Korpunni. Böðvar: Lægstu hringirnir mínir í móti eru 67 högg á hvít- um teigum í Grafarholti í sumar, 67 högg á gulum teigum á Korp- unni í sumar og 66 á bláum teig- um á Korpunni sumarið 2017, sem er vallarmet. Á rauðum teigum á ég best 67 högg í móti í Grafarholti 2017. Snýst allt um golf hjá ykkur systkinunum? Böðvar: Já, síðustu ár, en til að byrja með æfði ég líka fót- bolta. Helga: Golfið tekur meiri og meiri tíma hjá mér, en ég æfi líka fótbolta allt árið og söng á veturna. Er keppni á milli ykkar á golf- vellinum? Undanfarið höfum við reyndar ekki spilað mikið saman því við keppum í sitthvorum flokknum og eigum bæði góða spilafélaga. En þegar við spilum saman þá erum við auðvitað að keppa. Hvert er besta golfráðið? Ef maður ætlar að ná árangri í golfi þarf maður að æfa eins mikið og maður mögulega getur. Og þegar maður er að spila skiptir einbeiting og þolinmæði mestu máli. Hver er fyrirmyndin í golfinu? Böðvar: Tiger Woods er í miklu uppáhaldi. Helga: Ólafía Þórunn er fyr- irmynd mín og margra stelpna í golfi. Hvert er draumahollið? Böðvar: Draumahollið mitt er Tiger Woods, Phil Mickelson og Andri Þór Björnsson. Helga: Mitt draumaholl er Ti- ger Woods, Ólafía Þórunn og Böðvar bróðir. Hvað ráðleggið þið þeim krökkum sem langar að æfa golf? Þeir ættu bara að drífa sig á æfingu hjá Golfklúbbi Reykjavík- ur. Golfkennararnir okkar Snorri Páll, David og Derrick munu taka vel á móti þeim. Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR Börn og unglingar þurfa ekki að eiga foreldra í golfi til að fá bakt- eríuna snögglega. Það sýndi sig í til- felli Dagbjarts Sigurbrandssonar sem varð stigameistari á mótaröð GSÍ í sumar aðeins 16 ára gamall. Systir hans, Perla Sól, sem er Ís- landsmeistari 14 ára og yngri, fylgdi í kjölfarið en foreldrarnir, Rakel G. Magnúsdóttir og Sigurbrandur Dagbjartsson, hafa enn ekki hafið golfiðkun sjálf þótt þau eyði samt sem áður miklum tíma á golfvell- inum. „Dagbjarti var boðið að fara í golf með bekkjarbróður sem bjó í hverf- inu og var þá 10 ára. Ég spurði hvernig hann ætlaði að fara í golf þegar hann ætti ekki golfsett. Hann fékk bara lánað sett, fór með þeim og hefur nánast átt heima á vellinum síðan,“ segir Rakel, móðir Dag- bjarts og Perlu, þegar Morg- unblaðið ræðir við hana. „Í fjöl- skyldunni var enginn sem spilaði golf en við búum hins vegar rétt hjá Korpúlfsstaðavelli. Það er því hent- ugt og stutt fyrir þau að fara þang- að. Varðandi Perlu þá dró Dag- bjartur hana eiginlega í golfið, en þegar við vorum að skutla honum á æfingar og sækja þá var hún oft með og sá hvað um var að vera.“ Foreldarnir hafa fylgt börnunum vel eftir í íþróttinni. Hvort sem er í öllu skutlinu sem fylgir eða sem kylfuberar í mótum. „Við fylgdumst með en þegar þau komust á það stig að byrja að keppa þá var maður „caddie“ og í því að keyra þau á mót út um allt Ísland nánast. Auðvitað fylgir maður með og kynnist íþrótt- inni um leið. Við höfum mjög gaman af þessu þótt við séum ekki farin að spila sjálf. Ef maður fylgir þeim er ekki mikill tími til að spila sjálfur. Í sumar fóru þau á mót hverja einustu helgi frá 15. maí og þau eru ekki endilega í sömu mótunum. Þá eru ekki margar helgar eftir til að leika sér saman,“ segir Rakel og hlær. Ekki legið í tölvunni Hún bætir því við að foreldrarnir séu farin að leika golf í huganum enda orðin vel kunnug keppnisgolfi. „Við kunnum allar reglur og vitum út á hvað þetta gengur. Þetta verður skemmtilegra eftir því sem þekk- ingin verður meiri. Ég man að í fyrsta skipti sem ég horfði á strák- inn í móti fannst mér mótið taka óratíma. En núna fylgist ég spennt með hverju höggi og finnst tíminn líða hratt þegar þau keppa,“ segir Rakel en virku dagarnir séu svolítið frábrugðnir. Rakel og Sigurbrandur þurfa ekki að hafa áhyggjur af hreyfingarleysi barnanna. „Þegar þau fara á Korpuna þá ganga þau bara en við höfum þurft að skutla þeim í Bása og Grafar- holtið. Þess má geta að á veturna fer einnig mikill tími í þetta því þá eru stífar æfingar. Það er margt jákvætt við þetta. Þau hanga ekki í tölvunni á sumrin heldur vakna snemma á morgnana og eru mætt á völlinn eins og þau séu í vinnu. Þá koma þau ekki heim fyrr en um kvöldmat. Í þessu felst mikil hreyfing og útivera. Strákurinn er til dæmis 16 ára og hann er ekki í neinu rugli enda held- ur íþróttin fólki við efnið,“ segir Rakel og tekur fram að sá dagur muni koma þegar þau hjónin byrja að leika golf. kris@mbl.is Á bólakafi í golfi en hafa aldrei spilað Systkinin takast í hendur að loknum golfhring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.