Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Systkinin Jóhanna Lea og Bjarni Þór Lúðvíksbörn: Jóhanna 16 ára Bjarni 15 ára Af hverju fóruð þið að æfa golf? Við fórum að æfa golf af því að pabbi tók okkur með sér í golf og okkur fannst svo gaman að við byrjuðum að æfa og fengum í kjölfarið mikinn áhuga á golf- inu. Hvað hafið þið æft lengi? Við höfum æft í rúmlega fimm ár. Við byrjuðum að æfa sumarið 2014. Hvað högg finnst ykkur skemmtileg- ast að æfa ? Jóhanna: Mér finnst skemmtilegast að æfa járnahögg. Bjarni: Það eru 30 metra högg yfir bönker og lítið green til þess að vinna með. Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu? Jóhanna: Ég þarf aðallega að bæta mig í stutta spilinu. Bjarni: Ég þarf að bæta mig í pútt- unum. Hver er uppáhaldskylfan í pokanum? Jóhanna: Uppáhaldskylfan mín er pútter. Bjarni: Mín uppáhaldskylfa er 2- járnið. Hvenær tókst ykkur að fara undir 100 högg á hring? Jóhanna: Það var á áskorendamótaröð Íslandsbanka sumarið 2015 þegar ég spilaði á 99 höggum. Bjarni: Það var í apríl 2015 í æf- ingaferð á Costa Ballena á Spáni. Besta skorið á 18 holu hring hjá ykk- ur? Jóhanna: Besta skorið mitt er -1 á Korpu (71). Bjarni: Lægsta skorið mitt er 68 högg af gulum teigum á Korpunni. Snýst allt um golf hjá ykkur systk- inum? Já, það snýst mikið um golf hjá okkur. Við æfum fimm daga í viku á veturna og svo á vorin þegar vellirnir eru opnaðir og skólinn klárast þá byrja mótin sem eru svo til allar helgar fram á haustið. Það eru æfingar alla virka daga á sumr- in og svo spilum við líka með vinum og fjölskyldu þegar það eru ekki mót. Við höfum líka farið um jól og áramót síð- ustu ár til Flórída til að spila og keppa og í fríum er eiginlega alltaf golf. Er keppni á milli ykkar á golfvell- inum? Já – það er yfirleitt mikil keppni á milli okkar! Hvert er besta golfráðið? Jóhanna: Hugsa bara um eitt högg í einu og gefast ekki upp. Bjarni: Þetta klassíska – eitt högg í einu. Hver er fyrirmyndin í golfinu? Jóhanna: Annika Sörenstam. Bjarni: Tiger Woods. Hvert er draumahollið? Jóhanna: Annika Sörenstam, Tiger Woods, Dagbjartur Sigurbrandsson. Bjarni: Tiger, Rory og John Daily. Hvað ráðleggið þið þeim krökkum sem langar að æfa golf? Jóhanna: Bara hafa gaman og vera þolinmóð og gefast ekki upp. Bjarni: Að drífa sig bara á æfingu. Það þarf ekkert að kunna og það er frá- bær kennsla hjá GR. Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR Morgunblaðið leitaði til Birgis Björnssonar sem vinnur alla daga við að þjónusta kylfinga í Hraunkoti í Hafnarfirði, hjá æfingasvæði Golfklúbbs- ins Keilis, og í gegnum golfkylfur.is. Birgir er kylfusmiður og mælir til dæmis fyrir kylfinga hvernig kylfur og sköft ættu að henta best fyrir við- komandi. Við spurðum Birgi hver kostnaðurinn gæti verið þegar kemur að því að kaupa kylfur fyrir börn eða unglinga sem eru að byrja í íþrótt- inni skemmtilegu. „Mikilvægast er að kylfurnar passi fyrir viðkomandi, sama hvert merk- ið er og burtséð frá verði. Aðalatriðið að þær séu í réttri lengd fyrir krakk- ana. Forðast ber að láta stytta fullorðinskylfur fyrir börnin. Ég myndi segja að það eigi alls ekki að gera vegna þess að þær eru allt of þungar og stífar. Fyrir vikið er líklegt að krakkinn þrói með sér sveiflugalla sem verði erfitt að breyta seinna meir,“ segir Birgir og spurður um verðdæmi segir hann að verðin geti auðvitað verið misjöfn en nefnir nokkur dæmi frá framleiðandanum US Kids til að gefa lesendum einhverja hugmynd. „US Kids er til dæmis með kylfur handa krökkum frá 96-167 cm. Dæmi um verð er rautt sett á 22.900 krónur og inniheldur 3 kylfur og poka. Blátt sett kostar 29.900 kr. og inniheldur 4 kylfur og poka. Appelsínugult sett er á 35.900 kr. og inniheldur 5 kylfur og poka. Grænt sett kostar 39.900 kr. og inniheldur 5 kylfur og poka og gula settið 43.900 kr, er með 5 kylfur og poka. Eins og í öllu öðru getur verið breidd í verði og gæðum. Þegar börn eða unglingar eru komin á það stig að taka golfið alvarlegra, og stunda miklar æfingar, er Ping til dæmis með Prodi G kylfurnar sem fást í þrettán stærðum og eru pantaðar út frá mælingu. Þeim fylgir ein frí uppfærsla eða lenging. Þar er um að ræða dýrari kylfur en jafnframt vandaðri,“ sagði Birgir Björnsson. Er kostnaðarsamt að kaupa kylfur fyrir unga iðkendur? Ljósmynd/Edwin Rögnvaldsson Birgir Björnsson er með yfirgripsmikla menntun í golfkylfusmíði. S norri Páll Ólafsson er yfirþjálfari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann segir algengt að börn og unglingar byrji í golfi vegna tengsla við kylfinga í sinni fjölskyldu en er þó ekki algilt. „Við erum þrír þjálfararnir sem komum mest að þjálfun barna, unglinga og afrekskylf- inga GR og er hlutverk mitt utan þjálfunar að vera í forsvari fyrir starfið og halda utan um daglegt skipulag í góðri samvinnu við þá David Barnwell og Derrick Moore. Er ég afskaplega heppinn að hafa þá mér við hlið dags daglega og hefur samstarf okkar gengið frábærlega. Við eigum það sameiginlegt að hafa gríðarlega gaman af starfinu og lítum á það sem forrétt- indi að fá að starfa við ástríðu okkar. David og Derrick hafa starfað í tugi ára við þjálfun barna og unglinga og búa yfir ómetanlegri reynslu. Hafa þeir náð aðdáunarverðum árangri á sín- um ferli. Er því uppbyggjandi og hvetjandi fyr- ir mig að fá að starfa með þeim í teymi og sjá hvernig þeir viðhalda metnaði sínum í þjálf- uninni. Við höfum allir gaman af því að fá að vinna með kylfingum í öllum aldurshópum á hverjum degi og höfum mikinn metnað til þess að við- halda því sem er við höfum gert vel og bæta það sem við getum bætt til þess að gera vinnu- umhverfið enn betra og skemmtilegra fyrir iðkendur og félagsmenn GR.“ Geta fengið búnað að láni Hvernig er best fyrir krakka að stíga fyrstu skrefin í golfíþróttinni? Fyrstu kynnin þurfa jú að vera jákvæð og skemmtileg „Fyrstu kynni barna af golfíþróttinni í gegn- um tíðina eru gjarnan fyrir tilstuðlan eldri fjöl- skyldumeðlima, ömmu eða afa, foreldra, eða eldri systkina sem stunda íþróttina og draga yngri skyldmenni með sér. Eru fyrstu kynnin af golfinu ýmist þannig börnin vilja ólm komast aftur í golf eða þykir þetta vera erfið og tíma- frek afþreying. Við leggjum mikið upp úr því að fyrstu kynni þeirra barna sem við tökum á móti á skipulögð- um æfingatímum, eða námskeiðum, séu jákvæð og skemmtileg. Leggjum við mikinn metnað í að krakkarnir fái góða grunnkennslu í tækniat- riðum og sjái framfarir frá byrjun. Við lánum búnað eins og golfkylfur á æfingatímum og get- ur hver sem er mætt til æfinga án þess að eiga kylfur eða annan útbúnað fyrst um sinn.“ Tveggja vikna prufuferli Hvernig eru æfingar fyrir byrjendur upp- byggðar? „Æfingar fyrir þau yngstu eru yfirleitt upp- byggðar í formi skemmtilegra leikja og þrauta þar sem hver og einn keppir við sjálfan sig eða í liði með vini eða vinkonu sem skapar góða stemningu innan æfingahópanna og vilja til þess að læra meira og bæta sig á milli æfinga. Við tökum vel á móti öllum börnum og ung- lingum sem hafa áhuga á því að byrja að æfa golf og allir nýliðar 18 ára og yngri fá tveggja vikna prufuferli til þess að kynnast íþróttinni, æfingafélögum og þjálfurum áður og sjá þar með hvort áhugi sé fyrir hendi til þess að byrja að æfa af fullum krafti. Markmiðið er ekki einungis að byggja upp framtíðar-afrekskylfinga Golfklúbbs Reykja- víkur. Þeir sem koma að þjálfuninni leggja mikið upp úr því að hver og einn iðkandi geti leikið golf í nútíð og framtíð á sínum forsendum og hafi ánægju af. Það er misjafnt hvernig börn og unglingar sem við tökum á móti horfa á hlut- ina. Sumir finna fljótt að þeir hafa vilja og metnað til þess að stefna hátt og leggja mikið á sig til þess að ná árangri í keppnisgolfi á meðan aðrir hafa einfaldlega ánægju af því að mæta á æfingar, hitta æfingafélaga sína og bæta sig nógu mikið til þess að vinna mömmu eða pabba.“ Kynin æfa saman Metnaður hvers og eins þróast því af sjálfu sér. „Það er okkar þjálfaranna að sníða okkur að markmiðum og forsendum hvers og eins. Við eigum fyrst og fremst að skila ánægðum kylf- ingum frá okkur. Æfingahóparnir eru aldurs- skiptir og æfa stelpu- og strákahópar á sama tíma með tveimur þjálfurum en í gamla daga voru kynin aðskilin á æfingum en það hefur reynst vel að blanda hópunum og fá stelpur og stráka til þess að vinna saman. Þegar krakk- arnir ná unglingsaldri getuskiptum við æf- ingahópunum meira þannig að allir fái sem mest út úr sínum tíma á hverri æfingu. Við hvetjum alla krakka til þess að vera í öðrum íþróttum með golfinu og komum til móts við foreldra ef æfingatímar skarast á og skipu- lagið við skutl á æfingar flækist,“ sagði Snorri ennfremur. „Eigum að skila ánægðum kylfingum frá okkur“ Morgunblaðið/Hari Snorri Páll Ólafsson á vinnustað sínum í Grafarholti í Reykjavík. » Yfirþjálfari hjá GR. Barna- og unglinga-starfið heyrir undir hann en einnig af- reksstarfið. »Menntaður PGA-kennari og hefur komiðað þjálfun og öðrum störfum innan GR undanfarin 10 ár. »Meðlimur í GR síðan árið 1995 og fórsjálfur í gegnum barna-, unglinga- og af- reksstarf GR sem ungur kylfingur. Snorri Páll Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.