Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 6

Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Kristján Jónsson kris@mbl.is D avid Barnwell er fyrir löngu orðið þekkt nafn í golfhreyfingunni á Ís- landi enda hefur hann kennt nokkrum kynslóðum að sveifla golfkylfum. Hingað kom David frá Englandi árið 1986 og er orðinn harðsoðinn Íslendingur. Morgunblaðið settist niður á svölunum í golfskálanum í Grafarholti með þessum litríka golfkennara sem valinn var golfkennari ársins í fyrra af Samtökum golf- kennara á Íslandi. Eins og gefur að skilja hefur margt breyst hér á eyjunni síðan David flaug til landsins í febrúar 1986 í þeim erindagjörðum að ræða við forráðamenn Golfklúbbs Akureyrar. „Sem dæmi má nefna að gamla flugstöðin var ennþá í notkun þegar ég kom fyrst. Leifsstöð var ekki til þá og kom ekki fyrr en árið eftir. Ég man þetta vel vegna þess að mér fannst flugvöllurinn svo einkennilegur og með tréveggjum. Ég hélt ég væri kominn til Rússlands,“ segir David og hlær að minn- ingunni. Óhætt er að segja að fyrsta heim- sókn hans til Íslands hafi gengið brösuglega. „Ég fór á Hótel Loftleiðir þegar ég kom á föstudagskvöldi og átti flug til Akureyrar daginn eftir. Ég komst ekki norður fyrr en á sunnudagskvöldi vegna ófærðar. Þegar ég reyndi að horfa út um gluggann á hótelher- bergi mínu á þriðju hæð var þykkt lag af snjó fast á glugganum,“ lýsir David en hann ræddi við Akureyringa og samdi á miðviku- deginum um að gerast golfkennari hjá GA. Þá var hann hins vegar veðurtepptur á Akureyri í tvo daga til viðbótar og fríið sem hann tók sér frá starfi sínu í Leeds varð átta dagar vegna þessara skakkafalla. „Ég er frá Harrogate í Yorkshire. Er það í nágrenni Leeds. Ég veit að Leeds United á marga stuðningsmenn á Íslandi og ég er einn sá harðasti sem fyrirfinnst í þeim efnum. Ég er handviss um að nú fer liðið upp í úrvals- deildina í vor en ég ætla ekki að jinxa það. Ég jinxaði það nefnilega í fyrra,“ segir David sposkur en á heimaslóðum kynntist hann golfíþróttinni. Í hans heimaklúbbi starfaði Howard Clark um tíma en þeir sem lengi hafa fylgst með golfi ættu að muna eftir honum. Clark var til að mynda í Ryderliði Evrópu árið 1987 þegar Evrópa vann Bandaríkin í fyrsta skipti á bandarískri grundu. David hafði áhuga á því að reyna fyrir sér sem atvinnukylfingur en gaf drauminn um frægð og frama upp á bát- inn eftir tvítugt. „Ég held að ég hafi verið 24 ára þegar ég ákvað að leggja frekar fyrir mig kennslu og þjálfun. Ég fann að ég var ekki nógu góður til að komast alla leið sem atvinnukylfingur,“ útskýrir David en hann segist hafa fengið góðan stuðning hjá for- eldrum sínum þegar hann sinnti golfinu. Fyr- ir fyrsta starfið hjá golfklúbbnum fékk hann einungis 12 pund á viku í laun. Þreif kylfur og gerði eitt og annað sem hann kallaði hálf- gerða þrælavinnu. John Drummond áhrifavaldur Hvernig kom það til að David endaði á Ís- landi? Hafa ber í huga að árið 1986 var golfið ekki ofarlega á baugi hjá eyjarskeggjum. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þá. „John Drummond var golfkennari hjá GR og hann var vinur minn. Það eina sem ég vissi um Ísland var að John hafði staðið sig vel hér sem golfkennari en hann var hér frá 1984-1991. Þannig kom þetta til og ég fékk tækifæri til að fara til Akureyrar. Fólkið heima hélt að ég væri ruglaður. Ég man ég fór í viðtal við staðarblað heima og þar var talað um eskimóa. Þeir vissu ekki neitt um Ísland. Ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun,“ rifjar David upp en veðurguðirnir tóku betur á móti honum þegar hann fluttist til landsins. „Ég flutti til Akureyrar í apríl 1986. Þá var einnig snjór en þegar snjórinn var farinn þá var geggjað veður allt sumarið. Það kom bara ekki rigning og það voru sunnanáttir allt sumarið. Jaðarsvöllur var í frábæru standi og allt í kringum þetta var góð reynsla fyrir mig. Ég kynntist miðnæturgolfi í fyrsta skipti og upplifði Arctic Open. Það tók reyndar tíma að venjast birtunni á nótt- unni því ég svaf nánast ekki neitt fyrsta sumarið. Ég var svo undrandi á því hversu heitt var á Akureyri fyrsta sumarið. Miklu betra veður en í Leeds. Þetta var stór ákvörðun fyrir mig enda í fyrsta skipti sem ég flutti að heiman. Eftir þá reynslu sem ég fékk fyrsta sumarið gerði ég þriggja ára samning við GA. Akureyri er ofboðslega fal- leg. Auðvitað er víða fallegt á Íslandi en Ak- ureyri er sérstaklega falleg og ég elska bæ- inn og fólkið. Í framhaldinu keyrði ég einnig um og kenndi af og til fyrir norðan og aust- an; á Dalvík, Húsavík, Króknum, Eskifirði og Egilsstöðum.“ Endurnýjaði ekki vegabréfið Sé dvöl Davids á Íslandi dregin saman þá segist hann nánast hafa eytt helmingi tímans hjá GA og helmingi hjá GR. Hann var hjá GA 1986-2001 fyrir utan eins árs dvöl í Nor- egi 1998 sem við getum kallað hliðarspor. Hann var hjá GR 2002-2007 en fór þá aftur norður. Þá fór allt til helvítis eins og David orðar það og á þar við bankahrunið. Fór hann til Noregs árið 2009 og var í sextán mánuði. Hann kom til Íslands 2011 og hefur verið hjá GR allar götur síðan. „Í dag er ég meiri Íslendingur en Eng- lendingur. Ég er löngu kominn með íslensk- an ríkisborgararétt. Mig minnir að það hafi verið 1996. Gunnar Sólnes og Gísli Bragi Hjartarson aðstoðuðu mig við það. Síðan þá hef ég ekki endurnýjað breska vegabréfið. Ég gæti gert það en hef ekki gert það. Þeg- ar ég fer til Bretlands þá er það meira eins og „deja vu“ en mér finnst ég vera heima þegar ég er í Reykjavík eða á Akureyri. Ég elska land og þjóð enda er erfitt að finna betra land til að búa í heiminum. Ég mun deyja á Íslandi.“ Gamlir nemendur eru víða David Barnwell hefur haft mikil áhrif á golf- íþróttina á Íslandi. Hann er heiðursfélagi í GA og einn þeirra sem stofnuðu PGA- golfkennarasamtökin á Íslandi. Kylfingar sem hann hefur einhvern tíma þjálfað eru víða í hreyfingunni, hvort sem horft er til þeirra sem nú eru á fullu eins og Ólafíu Þór- unnar Kristinsdóttur og Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, nýbakaðs Íslandsmeistara, eða til þeirra sem eldri eru og starfa í hreyf- ingunni. Þar má nefna Andreu Ásgríms- dóttur, sem er framkvæmdastjóri hjá Golf- klúbbi Suðurnesja, og Sigurpál Geir Sveinsson, golfkennara og þrefaldan Íslands- meistara. „Ég elska að sjá þegar núverandi eða fyrr- verandi nemendur standa sig vel. Fyrir mig skiptir ekki máli á hvaða getustigi krakk- arnir eru sem ég er að þjálfa. Að sjá þau taka framförum og bregðast vel við leiðsögn er það sem heldur manni gangandi. Ef við- komandi verður Íslandsmeistari er það mjög ánægjulegt en það er alveg jafn skemmtilegt þegar krakkarnir ná einhverjum öðrum markmiðum,“ segir David og hann fylgist býsna vel með fólki sem hann hefur þjálfað. Þar hjálpar Facebook til en þar sem David hefur verið golfkennari í nær fjóra áratugi leynast gamlir nemendur víða og á löngu ald- ursbili. Morgunblaðið/Hari „Ég mun deyja á Íslandi“ Golfkennarinn geðþekki David Barnwell kom fyrst til Íslands árið 1986 og varð veðurtepptur bæði í Reykjavík og á Akureyri. Tók engu að síður fljótt ástfóstri við land og þjóð og sér ekki lengur ástæðu til að endurnýja breska vegabréfið sitt Þjálfararnir Snorri Páll Ólafs- son, Derrick Moore og David Barnwell vinna vel saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.