Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 8

Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 V ið lögðum nokkrar spurn- ingar fyrir Heiðar Davíð Bragason, fyrrverandi Íslandsmeistara og yf- irþjálfara hjá Golfklúbbi Akureyar.Ef foreldrar vilja leyfa barni sínu að prófa golf, hvernig ber það sig að? „Á sumrin er Golfskóli GA starfræktur og er hann góður byrjunarreitur fyrir börn sem hafa áhuga á að mæta á golfæf- ingar. Golfskóli GA er 4-5 daga námskeið þar sem lagt er upp með að kynna íþróttina í formi leikja og var hann haldinn átta sinnum í sumar þar sem rúmlega 180 börn mættu á námskeiðin í heild sinni. Þeg- ar iðkendur hafa lokið tveimur námskeiðum geta þau sótt fastar æfingar hjá okkur og ganga námskeiðsgjöldin upp í æfingagjaldið.“ Hversu mörg börn og unglingar æfa hjá GA? „Hjá GA eru um 90-100 börn á aldrinum 6-18 ára að stunda æf- ingar yfir sumartímann. Það hefur orðið mikil aukning í barna- og unglingastarfinu en í lok sumars 2017 voru um 55 iðkendur á þessu aldursbili. Þjálfarar GA hafa að undanförnu verið duglegir að fara í nærsveitir og kenna krökkum golf, til dæmis á Húsavík og Dal- vík. Það eru tveir þjálfarar við fé- lagið allan ársins hring en á sumr- in bætast einnig við tveir aðstoðarþjálfarar sem bæði hjálpa til með æfingar og Golfskóla GA.“ Hafa val um æfingaálagið Hversu margar æfingar eru í viku og hvernig er þeim háttað? „Á sumrin hafa börnin val um fimm æfingar í viku þar sem æf- ingarnar eru að lágmark ein og hálf klukkustund í senn. Hver iðk- andi velur síðan hversu oft í viku hann vill mæta á æfingar. Eldri iðkendur geta þar að auki sótt aukaæfingar á morgnana og þann- ig fjölgað æfingum í sjö æfingar á viku ef vilji er fyrir því. Þar af eru tvær æfingar í viku spilæfingar þar sem eldri iðkendur spila ýmist 9 eða 18 holur á Jaðarsvelli en einnig eru yngri iðkendur duglegir að spila æfingavöll GA, Dúddisen, sem er sex holu par 3 völlur.“ Hvernig fer mótahald fram á sumrin og hvaða mótum eru börn og unglingar að taka þátt í? „Á hverjum þriðjudegi er Þriðjudagsmótaröð GA þar sem börn og unglingar keppa sín á milli, annaðhvort 9 eða 18 holur. Yngstu börnin og nýliðar spila á par 3 holu vellinum. Við leggjum áherslu á að þau sæki Norður- landsmótaröðina, sem er mótaröð sem klúbbarnir á Norðurlandi standa fyrir. GA sendir kylfinga á Íslandsbankamótaröðina, þar sem allt að 15 iðkendur fara á hvert mót. Einnig taka afreksunglingar hjá GA þátt í einstaka mótum á GSÍ mótaröð fullorðinna. Við bjóð- um okkar bestu unglingum að sækja mót erlendis á hverju ári og förum einnig árlega í æfingaferð til útlanda til þess að brjóta upp vetrarstarfið og undirbúa okkur fyrir sumarið.“ Hvernig er vetrarstarfinu hátt- að? „GA býr yfir góðri inniaðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar á Ak- ureyri. Þar er 18 holu púttvöllur, tveir Trackman-golfhermar og þar að auki er hægt að slá í net á sex mottum. Krakkar í GA æfa þar 3-4 sinnum í viku undir hand- leiðslu þjálfara. Á veturna heim- sækja golfkennarar GA grunn- skóla Akureyrar og kynna golfíþróttina fyrir þeim í íþrótta- tímum og hefur það reynst vel til að fá fleiri börn til að byrja í golfi. Einnig er öllum skólum á Ak- ureyri og nágrenni velkomið að heimsækja okkur á Jaðar á haust- in og vorin með nemendur sína til þess að prófa íþróttina.“ Hvað kostar að æfa golf hjá GA og hvað er innifalið? „Árgjald (æfingagjald) í GA fyr- ir krakka 18 ára og yngri er eft- irfarandi: 15-18 ára – 42.500 kr. 11-14 ára – 32.500 kr. 10 ára og yngri – 27.500 kr. Árgjaldið nær bæði yfir sum- artímann og vetrartímann og inni- falin í því eru æfingagjöld og ótakmarkað magn af boltum í Klöppum, æfingasvæði GA. Iðk- endur fá einnig heimild til að leika Jaðarsvöll ótakmarkað sem og Dúddisen, par 3 holu völlinn.“ Mikil fjölgun iðkenda á Akureyri Löng hefð er fyrir golfiðkun á Akureyri á íslenskan mælikvarða og er Jaðarsvöllur á meðal elstu golfvalla landsins. Ungir iðkendur á æfingasvæðinu við Jaðarsvöll á Akureyri. Heiðar Davíð Bragason G olfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði er fyrirmyndarfélag og uppfyllir gæðakröfur ÍSÍ um barna- og ung- mennastarf. Þjálfarar Keilis eru menntaðir PGA-golfþjálfarar og hafa mikla og góða reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum. Karl Ómar Karlsson er íþróttastjóri Keilis en Björgvin Sigurbergsson, fjórfaldur Íslandsmeistari, þjálfar einnig hjá Keili. Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Karl varðandi barna- og ung- lingastarfið. Hvers vegna sótti félagið um viðurkenn- inguna hjá ÍSÍ? „Þegar ég var ráðinn í starf sem íþrótta- stjóri Keilis var það mitt fyrsta verk að fá við- urkenninguna sem fyr- irmyndarfélag ÍSÍ. Golfklúbburinn Keilir hafði fyrir mörgum árum ráðist í gerð metnaðarfullrar íþróttanámskrár en hafði samt aldrei fengið við- urkenninguna fyrirmynd- arfélag ÍSÍ. Þess vegna tók ég verkið að mér og klár- aði, við fengum viðurkenn- inguna og við sjáum alls ekki eftir því. Enda var krafa frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar að Keilir skyldi ná sér í viðurkenninguna. Mér finnst það skipta máli að þeir sem að vinna og stjórna við íþróttaþjálfun geri öðrum grein fyrir því, foreldrum, stjórnarmönnum, fé- lagsmönnum og öðrum hvernig við vinnum starfið okkar, af meiri fagmennsku og að ákveðið gæðamat sé í gangi. Við leggjum áherslu á það hvað er vel gert og hvað má betur fara í starfinu okkar.“ Hafið þið verið með kynningar á golfíþrótt- inni í bænum? Hvernig hefur til tekist? „Á vorin og á haustin höfum við verið með kynningar á golfi hjá 5.-7. bekk og einnig hafa eldri bekkir grunnskólanna verið að mæta til okkar á kynningar. Við gerðum samkomulag við leikskólann Vesturkot í Hafnarfirði fyrir þremur árum. Þá mæta elstu krakkar leik- skólans í fastan golftíma hjá okkur einu sinni í viku allt árið, þar sem við erum bæði inni og úti að æfa golf og í bland við ýmsa leiki. Þetta gekk svo vel að sum þeirra vildu halda áfram og eru byrjuð að æfa golf í starfinu okkar.“ Hægt að stunda fleiri íþróttir Hvernig hafa opnu æfingarnar tekist og mæta margir á þær? „Það var ákveðið að vera með opnar æfing- ar vegna þess að sumir krakkarnir eru að æfa aðrar íþróttir. Þá geta þau komið á bilinu milli kl. 13.00 og 16.00 á daginn og æft golf. Þetta fyrirkomulag hefur hentar mörgum ansi vel. Þá geta þau mætt á golfæfingu fyrir eða eftir aðrar íþróttaæfingar. Allir eru sáttir við fyr- irkomulagið.“ Hvernig gengur að virkja foreldra barna og unglinga til þátttöku? „Það eru sífellt fleiri og fleiri foreldrar sem eru að tengjast starfinu okkar með aukinni þátttöku barna og unglinga á æfingum og í keppnum. Mér finnst það skipta máli að hvetja foreldra til að taka þátt og gera þeim grein fyrir að öll hjálp er vel þegin.“ Hvernig hefur golfleikjaskóli Keilis gengið á sumrin? „Þegar ég tók við sem íþróttastjóri breytti ég öllu varðandi golfleikjaskólann. Golf- leikjaskólinn er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5-8 ára og 9-12 ára. Markmið skól- ans er að fyrstu kynni af golfi séu jákvæð og það sé gaman að leika golf. Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafs- högga, leiknar eru nokkrar golfholur á golf- velli. Kennsla er gjarnan í formi þrauta og golfleikja en áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir krökkunum. Í sum- ar var þriðja árið mitt sem skólastjóri golf- leikjaskólans og hafa hátt í 350 krakkar kom- ið á hverjum sumri í skólann og hefur það skilað sér í fleiri börnum inn í íþróttastarf okkar. Mér til aðstoðar eru efnilegir kylfingar Keilis í bland við afrekskylfinga sem leiðbein- endur við skólann.“ Eru breytingar í farvatninu? „Í vetur verður lagt nýtt púttteppi í Hraun- kotið í október og verður það mikil lyftistöng frá teppinu sem er búið að vera í 12 ár í Hraunkoti. Einnig verða keyptir tveir nýir golfhermar af GC Hawk og GC Quad frá For- esight af fullkomnustu gerð. Við viljum alltaf gera gott starf hjá okkur betra og halda því við sem golfklúbburinn Keilir er þekktur fyrir en það er frábær árangur, besti golfvöllur á Íslandi og góð aðstaða til golfiðkunar.“ Leikskólabörn í golfi í Hafnarfirði Leikskólabörn og grunn- skólakrakkar fá að kynnast íþróttinni hjá Keili Morgunblaðið/Ernir Kylfingar á 18. flötinni á hinum glæsilega Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili en þar er orðin rík hefð fyrir golfinu. Karl Ómar Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.