Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Ó lafur Björn Loftsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og eini ís- lenski kylfingurinn sem hefur leikið á PGA-móti, hvetur alla unga og efnilega kylfinga til að fara í háskólanám í Bandaríkjunum eigi þeir þess kost. Sjálfur fór Ólafur í UNC Charlotte-háskólann í Norður-Karolínu, þar sem hann gat æft og keppt í golfi við glæsi- legar aðstæður um leið og hann menntaði sig. „Augljósu kostirnir eru náttúrlega að þú æfir og keppir í golfi við bestu aðstæður sem gerast fyrir áhugamenn í heiminum. Samhliða því ertu að fá menntun sem er náttúrlega gríðarlega mikilvæg. Þetta er einstakt tækifæri fyrir unga kylfinga til að láta drauminn rætast. Þetta er sérstaklega gott fyrir Íslendinga þar sem við höfum ekki tækifæri til að spila golf árið um kring. Við erum með góðar aðstæður inni, en það er ekkert sem jafnast á við að æfa við kjör- aðstæður allt árið,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir misjafnt hvort skólar hafi samband við kylfinga eða öfugt. Verður að vanda valið „Þjálfarar skólaliðanna reyna mikið að hafa samband við sterkustu kylfingana, jafnvel 3-4 árum áður en þeir byrja í námi. Annars er ferlið mjög misjafnt og allur gangur á því hvort frumkvæðið kemur frá þjálfurum eða leikmönnum.“ Ólafur segir að kylfingar verði að vanda valið þegar kemur að skólum í Bandaríkj- unum, enda gríðarlega margir og misjafnir skólar í boði. „Það er mjög mikilvægt að finna hvað hentar hverjum og einum. Bandaríkin eru náttúrlega rosalega stórt land, svipað stórt og öll Evrópa. Það er því mikill munur á menningunni í mismunandi borgum og um 1.000 skólar sem hægt er að velja á milli. Sumir leggja mikla áherslu á námið en aðr- ir leggja aðaláhersluna á golfið. Einhverjir kylfingar hafa gert þau mistök að fara bara eitthvað og það eru helstu gallarnir í þessu; þú getur endað á stað sem hentar þér ekki mjög vel. Ólafur lýsti venjulegum skóladegi hjá sér á meðan hann var í námi. Dagarnir eru mis- munandi í mismunandi skólum, en Ólafur fékk nægan tíma til að einbeita sér að golf- inu. „Á venjulegum skóladegi hjá mér var lík- amsrækt kl. 6:30 á morgnana. Eftir það var skóli til 12:30 og eftir það annaðhvort farið á golfæfingu eða spilað. Það voru und- ankeppnir um að komast í liðið. Stundum eru 10 í liðinu en bara fimm spila á hverju móti. Á kvöldin fór maður svo að læra. Það voru tólf mót hjá okkur á ári og þá fengum við frí í skólanum. Það komu því dagar sem var bara golf, en eftir að tímabilinu lauk var í staðinn meiri áhersla lögð á námið. Í mínu tilviki gerði ég lítið annað en að vera í skól- anum og í golfi,“ sagði Ólafur Björn. Sérstaklega gott fyrir Íslendinga Einstakt tækifæri að leika golf í Bandaríkjunum og afla sér menntunar um leið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ólafur Björn Loftsson á Íslandsmótinu í golfi í Grafarholti í ágúst. Þar varð hann einmitt Íslandsmeistari árið 2009. Kynningardagur fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri Laugardaginn 14. septemberkl. 10.00–14.00 í Básum, Grafarholti. Laugardaginn 14. september næstkomandi heldur Golfklúbbur Reykjavíkur kynningardag ætlaðan börnum og unglingum 18 ára og yngri sem hafa áhuga á að kynnast golfíþróttinni. PGA menntaðir golfkennarar og afrekskylfingar úr GR taka vel á móti gestum, frá kl. 10.00 –14.00, sem geta komið og farið eftir hentugleika á því tímabili. Forráðamenn og aðstandendur velkomnir. Dagskrá: - Kennsla frá PGA golfkennurum í grunnatriðum leiksins - Kynning á barna- og unglingastarfi GR - Skemmtilegar æfingar og þrautir - Spil á Grafarkotsvelli - Fríir boltar í Básum - Trackman Range Golfklúbbur Reykjavíkur útvegar gestum búnað til útláns á meðan kennslu stendur. Sjáumst hress og kát í Básum þann 14. september Hjá GR eru skipulagðar æfingar með PGA-menntuðum þjálfurum í boði allt árið í kring og þar sem börnin geta sótt þrjár til fjórar æfingar í viku auk ýmissa viðburða og fræðslu. Æfingar fara að mestu fram í Grafarholti á sumrin. Í Básum og á æf- ingasvæði í kringum Bása. Þá er boðið upp á innanfélagsmótaröð fyrir börn og unglinga í samstarfi við Icelandair Cargo og hefur þátttaka verið virkilega góð und- anfarin ár. Tíu mót eru á dag- skrá yfir sumarið þar sem skipt er í flokka eftir aldri og getu. Þar fá börn og unglingar eldsk- írn sína í keppnisgolfi á heima- velli sínum í ráshópum með æf- ingafélögum sínum. Það vekur kannski undrun þeirra sem stunda ekki golf að ekki er slegið slöku við yfir vet- urinn og sækir fjöldi barna æf- ingar innanhúss á Korpúlfs- stöðum og í Básum. Foreldrafélag GR heldur svo úti púttmótaröð fyrir börn og for- eldra alla sunnudaga frá áramótum fram að vori þar sem góð stemning myndast og börn og foreldrar setjast niður í mótslok og fá sér hress- ingu saman. GR hefur einnig skipu- lagt og sótt æfingaferðir til útlanda að vori til undanfarin 10-12 ár þar sem iðkendur og foreldrar sameinast og fínslípa golfleikinn á grænu grasi við bestu aðstæður áður en golfvell- irnir eru opnaðir og sum- artímabilið hefst formlega heima á Íslandi. Börnin eru í skipulögðum æfngum og spila með þjálfurum sínum frá morgni til kvölds og foreldrar leika golf eða njóta sól- arinnar samhliða. Hvað er í boði hjá GR fyrir iðkendur yngri en 18 ára? GR býður upp á val þegar kemur að æfingum barna og unglinga eftir því sem hentar hverjum og einum best. Að sögn Snorra Páls Ólafs- sonar, yfirþjálfara, þá er æfingagjöldunum skipt í þrjá flokka: heils- ársæfingar, hálfsársæfingar og sumaræfingar. Eins og fram kemur í blaðinu er ýmislegt innifalið í æfingagjöldum utan skipulagðra æfinga með þjálfurum og því má vel halda fram að golfið sé ódýr kostur þegar horft er til ýmissa annarra íþrótta. Heilsársæfingar: 46.200 krónur. Hálfsársæfingar: 26.775 krónur. Sumaræfingar: 17.010 krónur. Þeir lesendur sem hafa áhuga á því að fræðast frekar um starfið geta haft samband við skrifstofu Golfklúbbs Reykjavíkur í síma 585-0200 eða haft samband við yfirþjálfara GR, Snorra Pál Ólafsson, í gegnum net- fangið snorri@grgolf.is eða í síma: 5850216. Hver er kostnaðurinn við æfingagjöld?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.