Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 15 Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr í flóknum aðstæðum þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum.Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is S umar fjölskyldur sameinast um áhugamál, hvort heldur það heitir fjallamennska, hestaíþróttir, veiði af öllu tagi, eða golfið, en það er einmitt sú íþróttagrein sem á hvað auðveldast með að þétta hópinn innan stórra sem smárra heimila. Í tilviki hjónanna Elínar Sveins- dóttur og Sigmundar Ernis Rúnars- sonar er golfið fjölskyldusportið, en ekki einasta sveifla þau hjónin kylf- unum sumarlangt og drjúgan hluta vetrar, heldur eru börnin þeirra Ernir og Auður heilluð af sportinu og hafa æft það frá unga aldri innan raða GR, en þess utan eru systur Elínar og fjöl- skyldur þeirra á kafi í golfi, svo og gamli maðurinn, pabbi systranna sem áttræður gefur ekkert eftir í því að pútta fyrir fugli eða pari, stundum reyndar skolla, eins og gengur. „Golfið sameinar fjölskylduna og býr til hennar gæðastundir, það er nú ekkert flóknara,“ bendir Elín á og maðurinn hennar bætir við: „Það er magnað að geta spilað einn og sama leikinn með barni sínu og maka, venslafólki, vinum og tengdapabba á jafnréttisgrundvelli. Einmitt þannig er golfið,“ segir Sigmundur Ern- ir.„Forgjafarkerfið gerir það að verk- um að getan skiptir minna máli en samveran.“ Elín tekur undir þetta: „Það er óviðjafnalegt að sjá pabba minn og dóttur mína í sama leik á sín- um forsendum, með einbeitnina í al- gerum forgangi, keppa hvort við ann- að, en líka við sig sjálf – og geta svo verið saman í einu og sama hollinu eins og náin fjölskylda.“ Gæðastundir á golfvellinum Sigmundur Ernir segir golfið hverf- ast um gæðastundir, jafnt heima og erlendis, í hans tilviki þétti það ekki aðeins hjónalífið og fjölskylduböndin heldur færi það honum slíkan fjölda af félögum og vinum að vart eða ekki verði jafnað við aðrar íþróttir: „Það er eitthvað í sportinu sjálfu sem gerir þátttakendurna að vinum, jafnvel þótt þeir séu bara saman eina dagstund í skemmtilegu holli. Kannski er það vegna þess að hver og einn er að keppa hvað mest við sjálfan sig – og fær til þess óskoraðan stuðn- ing frá spilafélögunum. Golfið gengur nefnilega út á það að keppinautunum gangi vel.“ Pabbi Elínar og tengdafaðir Sig- mundar Ernis fékk fyrsta golfsettið sitt í fimmtugsafmælisgjöf og tók áminninguna alvarlega. Hafði verið þessi dæmigerði iðnaðarmaður sem lifði fyrir starfið og vildi helst hanga eins lengi í vinnunni og hugsast gat, en golfið breytti miklu: „Við konan mín prófuðum þetta skrýtna sport fyrir hvatningu dætra okkar – og féllum bara fyrir því. Allt í einu vorum við saman í frístundum og nutum okkar með allri fjölskyldunni, bæði heima og erlendis, en einnig uppi í bústað á Flúðum sem við kom- um á fót sakir nálægðarinnar við golf- völlinn þar. Og svo hef ég á seinni ár- um heillast af því hvað barnabörnin mín eru að verða fær í golfinu. Ég legg mig fram við að fylgjast með þeim á mótum og það er ekkert síðra að ganga með þeim átján holur en að leika þær sjálfur. Svona sameinast fjölskyldan í golfi,“ segir Sveinn, faðir Elínar og Sigmundur Ernir tengda- sonur hans bætir við: „Það er nú ekk- ert verra að sjá þann gamla hreyfa sig á meðan hann fylgist með ætt- kvíslinni slá í gegn.“ Golfið er náttúrlega eitt helsta um- ræðuefnið við matarborðið heima hjá Elínu og Sigmundi Erni og það tak- markar ekki umræðuefnið að verð- andi tengdadætur og tengdasonur þeirra eru líka heilluð af sportinu. „En aðalatriðið er þetta,“ segja hjónin: „Við getum leikið okkur með börnunum okkar og líklega barna- börnunum eins lengi og við viljum, jú og gamla manninum í einu og sama hollinu.“ Elín Sveinsdóttir og Sig- mundur Ernir eru með bakteríuna sem virðist vera bráðsmitandi í þeirra tilviki Sveinn og ásamt barnabarninu Auði í golfi á Spáni árið 2011. Fjölskyldan sameinast í golfi Fjölskyldan við 18. flötina á Korpúlfsstaðavelli að loknum golfhring í sumarblíðunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.