Morgunblaðið - 30.08.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.08.2019, Qupperneq 6
Skúli Halldórsson sh@mbl.is N efnir ráðherrann sem dæmi ákvörðun um smíði á nýju hafrannsóknaskipi. „Það er komið inn í fjárlög og fjár- málaáætlun og smíðanefnd hefur haf- ið störf,“ segir hann. „Við gerðum gagngerar breytingar á álagningu veiðigjaldsins, einfölduð- um það, færðum álagningu þess nær í tíma, einfölduðum stjórnsýsluna og gerðum hana skilvirkari og betri.“ Hann nefnir líka hlutdeildarsetn- ingu makríls, sem gerð var á fisk- veiðiárinu. „Þar með var bundinn endi á ára- langar deilur um þennan veiðistofn. Svo má ekki horfa fram hjá því að gerðar voru breytingar á strandveið- inni, meðal annars til að stuðla að bættu öryggi við veiðarnar. Loks bendir ráðherrann á að lög- gjöf utan um fiskeldið hafi verið end- urskoðuð. „Við styrkjum þar með grundvöll- inn undir atvinnugreinina og sömu- leiðis gjaldtöku. Með þeirri lagasetn- ingu var markmiðið að búa þessari nýju grein betri umgjörð og tryggja það að hún geti unnið betur í sátt við umhverfið.“ Stjórnvöld hafi því bætt úr mörg- um þáttum sem snerta sjávarútveg- inn á fiskveiðiárinu. „Því má svo ekki gleyma að við sömdum við Færeyinga um kol- munnaveiðar til tveggja ára, en áður hefur bara verið samið um tegundina eitt ár fram í tímann í senn. Menn geta því skipulagt sig nú til lengri tíma.“ Ítrekaðar tilraunir Íslendinga Stærsta áskorunin á sviði sjávar- útvegs, sem stjórnvöld standa frammi fyrir núna, snýr að deilum strandríkjanna við Norður-Atlants- haf um makrílveiðar. „Það er ósamið um þennan deili- stofn, eins og norsk-íslensku síldina og kolmunnann. Það er slæmt í mín- um huga, en það er líka óréttmæt ásökun af hálfu þingmanna í Evrópu- sambandinu sem bera það á borð að Íslendingar séu að haga sér með óábyrgum hætti. Íslendingar hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá sæti við það borð þar sem tekin er ákvörð- un um nýtingarstefnu og heildarafla. Færeyingar, Evrópusambandið og Norðmenn hafa hins vegar alltaf haldið Íslendingum og sömuleiðis Grænlendingum utan við það borð.“ Ýmsar skýringar kunni að vera á því. „Ein þeirra er ef til vill sú að ein- hverjir hafi aldrei trúað því að makríllinn væri í rauninni að ganga í þessu magni í okkar lögsögu. Svo hef- ur það gerst að Færeyingar, Norð- menn og Evrópusambandið hafa ver- ið að ákveða heildarmagn langt umfram ráðgjöf vísindamanna, á sama tíma og við höfum lagt áherslu á að fylgja í hvívetna ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins.“ Kristján segir að sér hafi einfald- lega verið nóg boðið þegar hann fékk frásögn samninganefndarmanna Ís- lands af síðasta fundi aðilanna í vor og hvernig móttökur þeir hefðu feng- ið. Halda fund í byrjun september „Ég er ítrekað búinn að ýta á eftir því að þessi ríki taki höndum saman og komist að einhverri skynsamlegri niðurstöðu, því öll gefum við okkur út fyrir það að stunda ábyrgar veiðar. En við erum ekki að gera það í þess- um deilistofni, því miður. Til að þetta náist verða allir aðilar málsins að sýna einhvern sveigjanleika.“ Ráðherrann bauð formanni fisk- veiðinefndar Evrópusambandsins að hitta fulltrúa Íslands þar sem farið yrði yfir röksemdir Íslendinga í mál- inu. Verður sá fundur haldinn í byrj- un september. „Við erum að undirbúa þá kynn- ingu.“ Loðnan mikilvægur hlekkur Hvað varðar ástand helstu fiskistofna við landið segir Kristján að staðan sé heilt yfir góð. „Það er ljóst að við erum nú með stærsta hrygningarstofn þorsks frá upphafi mælinga, sem er mjög ánægjulegt. Á sama tíma erum við þó að sjá aðra stofna, eins og ýsu, drag- ast saman. Ufsinn er að bæta við sig en nýliðunarbrestur er í sumum teg- undum og bregðast þarf við því. Heilt yfir litið er staðan góð með þeim fyrirvara að það eru vandræði með loðnuna. Það er mikið verk að vinna þar til að við getum vitað með vissu hvað veldur. Flestir hallast að því að loðnubresturinn tengist hlýnun sjávar og það kann vel að vera. Hins vegar er klárt mál að loðnan er mjög mikilvægur hlekkur í lífríkinu við strendur Íslands og því nauðsynlegt að hafa betri sýn og þekkingu á því hvaða hlutverk hún leikur nákvæm- lega.“ Löggjöfin stórt skref fram á við Kristján segir að þegar litið sé til sjávarútvegs sem atvinnugreinar megi ekki gleyma fiskeldinu, sem heyri þar undir. „Fiskeldið hefur alla burði til að vera öflug atvinnugrein. Það er þó langt í að við verðum framleiðendur á einhverju gríðarlegu magni, en áætl- anir fyrirtækjanna gera þó ráð fyrir ágætis vexti á næstu árum. Lagaum- gjörðin sem Alþingi samþykkti í sum- ar kallar á að sú uppbygging eigi sér stað í sem mestri sátt við náttúruna og byggi á vísindalegum grunni og rannsóknum. Það er að mínu mati stórt skref fram á við fyrir alla þá sem koma að þessari uppbyggingu. Það hafa verið skiptar skoðanir um fiskeldi í sjó en við höfum byggt inn í löggjöfina ákveðnar varúðarreglur, meðal annars með því að lögbinda áhættumat erfðablöndunar sem hef- ur það meginhlutverk að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytja- stofnum. Við höfum kappkostað að gera þetta með skynsamlegum hætti þannig að það verði vandað til verka í þeirri uppbyggingu sem fram undan er.“ Hyggst ekki lengja tímabilið Skorað var á ráðherra undir lok ágúst að lengja strandveiðitímabilið. Hann segir þá áskorun byggða á hæpnum forsendum. „Alþingi setti þessum veiðum þann lagaramma í vor að veiðarnar fari fram á tíma- bilinu frá maí til ágúst. Ég sem ráð- herra hef enga heimild eða svigrúm til að framlengja það tímabil og verða þannig við þessari áskorun.“ Spurður hvort til standi að skoða lengingu strandveiðitímabilsins á þingi í vetur segist hann ekki hafa áform uppi um það. Ekki heldur komi til greina, í því fyrirkomulagi sem nú er við lýði, að bæta ónýttum heimildum strand- veiðitímabils við úthlutun aflaheim- ilda á því næsta. „Við höfum bætt í þær veiðiheim- ildir sem strandveiðiflotinn hefur úr að spila á síðustu tveimur árum. Sömuleiðis höfum við reynt að lag- færa ákveðna agnúa sem voru á kerf- inu. Ég held að við ættum að sjá hvernig þetta kemur til með að reyn- ast. Það er alveg ljóst að gæftir hafa verið mismunandi í sumar, erfiðar fyrir norðan og að hluta til á Vest- fjörðum og Austfjörðum. Þetta veld- ur því meðal annars að menn eiga í erfiðleikum með að ná skammtinum sínum.“ Makríldeilan stærsta áskorunin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Spurður út í þær tölur, sem fram komu í umfjöllun á síðu 4, og hvort Íslendingar væru að fara á mis við verðmætasköpun þegar hlutfall óunnins fisks í útflutningi eykst segir Kristján tölurnar bæði já- kvæðar og neikvæðar. „Það fer í raun eftir því hvar í virðiskeðjunni þú ert staddur. Stundum hefur þetta gefið Íslend- ingum vel – í því verkefni að reyna að hámarka þau verðmæti sem við sækjum í sjóinn – að selja fiskinn þar sem hæsta verðið fæst fyrir hann. Hins vegar er ljóst að hluta af þeim fiski sem þarna um ræðir er með einhverjum hætti ódýrara að vinna erlendis en hér á landi. Það endurspeglast í þessum aukna útflutningi.“ Gera kröfu um hæsta verðið Þá vakni spurningar um hvort tak- marka eigi með einhverjum hætti útflutning á fiski. „Það er ekki einfalt að gera það; að setja einhverjar hömlur á við- skipti á mörkuðum með sjávar- afurðir. Sjómenn vilja eðlilega og gera kröfu um það að aflinn sem þeir veiða verði seldur á sem hæstu verði. Þá skiptir ekki máli hver endastöðin er heldur eru þeir að hugsa um hlut sinn,“ segir ráð- herrann. Sem mest sé unnið hér heima „En við þurfum að skoða þetta. Í því samhengi þarf meðal annars að huga að hagsmunum fisk- vinnslufólks en ég hef verið tals- maður þess að við eigum að reyna að vinna sem mest af fisknum hér heima. Það er umhugsunarinnar virði af hverju ýmislegt sem við er- um að flytja úr landi er ekki full- unnið hér. Má í því sambandi benda á loðnuhrogn, sem við flytj- um í miklu magni út á góðu verði, en svo fara þau í vinnslu og eru seld meðal annars til skrauts á veitingastöðum, á hærra verði. Í þessu felst hin eilífa spurning um frumkvæði manna og getu og vilja til verðmætasköpunar. En við þurfum á því að halda, Íslendingar, að hafa sem mest frelsi í við- skiptum við aðrar þjóðir. Þannig tryggjum við hagsmuni þjóð- arinnar allrar til lengri tíma.“ Fiskur fluttur út óunn- inn í auknum mæli Ekki einfalt að setja hömlur á útflutning Það fiskveiðiár sem nú er á enda var að mörgu leyti gott fyrir íslenskan sjávarútveg. Stjórnvöld hafa gert margt til að styrkja samkeppnis- hæfni greinarinnar bæði innanlands og utan. Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Kristján Þór segir fiskeldi hafa alla burði til að verða öflug atvinnugrein. Nauðsynlegt er að hafa betri sýn og þekkingu á hlutverki loðnunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.