Morgunblaðið - 30.08.2019, Side 8

Morgunblaðið - 30.08.2019, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í samtali við 200 mílur nefnir Jens sem dæmi að sjávarútvegsfyrir- tæki hjá einni af helstu sam- keppnisþjóðum okkar, Noregi, borgi hvorki kolefnisgjöld, veiðigjöld, hafnargjöld, vörugjöld né aflagjöld. „Stjórnvöld verða að vera með- vituð um þessar staðreyndir sem og um almennt rekstrarumhverfi sjáv- arútvegsfyrirtækja á Íslandi, því hærri rekstrarkostnaður á Íslandi verður ekki sóttur í vasa kaupenda með enn frekari hækkun á verði. Á mörkuðum okkar í Evrópu, þrátt fyrir sterka stöðu Íslendinga, ríkir gríðarlega hörð samkeppni í lang- flestum tilfellum.“ Regluverkið hamli vexti Spurður hvernig hljóðið sé í fyrir- tækjum innan samtakanna bendir hann á að eins og alltaf séu áskoranir í rekstri, hvort sem um sé að ræða fyrirtæki í hefðbundnum sjávarút- vegi eða í eldi. Þær áskoranir verði alltaf til staðar. „En ég tel engu að síður að gang- urinn sé nokkuð bærilegur. Við, eins og aðrar atvinnugreinar, störfum í umhverfi þar sem rekstrargjöld eru há og skattar og önnur gjöld með hærra móti. Það er sameiginlegt verkefni atvinnulífsins að ná fram lækkun gjalda, einkum trygginga- gjalds, og einföldun á regluverki sem er orðið hamlandi fyrir vöxt og fram- gang margra fyrirtækja á Íslandi í dag.“ Gjaldið endurspegli gengið Jens rifjar upp að veiðigjöld síðasta árs hafi verið algjörlega úr öllum takti við gengi greinarinnar og raun- ar höggvið mjög nærri rekstri margra fyrirtækja í fyrra. „Veiðigjaldið fyrir árið 2019 er ákveðin aðlögun að nýrri gjaldtöku sem tekur gildi 1. janúar á komandi ári. Það er von mín að ný nálgun á veiðigjaldið verði til þess að gjaldið endurspegli betur gengi grein- arinnar á hverjum tíma, en það getur tíminn einn leitt í ljós,“ segir hann. „Hins vegar er það alltaf svo, alveg sama hvað skatturinn heitir, að eftir því sem þú kafar dýpra í vasa at- vinnulífsins í skattheimtunni þá verð- ur minna eftir til fjárfestinga, ný- sköpunar, launahækkana og annarra verkefna. Mín skoðun er sú að minni skattheimta leiðir af sér frekari sókn atvinnugreinanna og skattstofn rík- isins stækkar þar af leiðandi.“ Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í botnfiskveiðiflotanum undan- farin ár, sem og í uppsjávarflotanum. Jens segir að slík endurnýjun og fjár- festingar í flotanum hætti aldrei. „Við vorum orðin vön því á tímabili að tuttugu til þrjátíu ára gömul skip væru nánast „ný“ en nú er hugs- unarhátturinn orðinn annar. Enn er- um við með þónokkuð af gömlum skipum, en ef við ætlum að vera í fremstu röð meðal fiskveiðiþjóða verðum við að endurnýja flotann með tíðari hætti en á jafnvel fimmtíu ára fresti.“ Loðnubresturinn þungt högg Loðnubresturinn á liðnu fiskveiðiári var mikið högg fyrir þau fyrirtæki sem reiða sig á uppsjávarfisk. „Sem betur fer búum við svo vel að fyrirtækin eru öflug og geta tekist á við áföll sem þessi, en höggið var mjög þungt engu að síður. Í þessari umræðu má heldur ekki gleyma hversu mikil áhrif loðnu- brestur hefur á samfélögin sem treysta á vertíðir eins og loðnuvertíð- ina. Fyrir starfsfólk, þjónustu fyrir- tæki ýmiss konar og sveitarsjóði var þetta mikill tekjumissir. Vertíðir eru enda uppgrip, það er unnið dag og nótt og tekjurnar eru miklar,“ segir Jens. Hundruð milljóna til Hafró Spurður hvernig honum lítist á næstu loðnuvertíð svarar Jens að erf- itt sé að spá fyrir um hana. „Loðnan er ólíkindatól. Hins vegar hlýtur þetta að kalla á meiri fjárveit- ingar til hafrannsókna heldur en ver- ið hefur,“ segir hann og bætir við: „Það kom mér svolítið spánskt fyr- ir sjónir að sjá, með fréttamanna- fundi og öðru tilheyrandi, að ríkasti maður Bretlands ætlar að gefa fimm- tán milljónir á ári næstu fimm ár í rannsóknir fyrir árnar sínar á Vopnafirði, á meðan íslenskar út- gerðir borguðu 130 milljónir til Haf- rannsóknastofnunar til að hægt væri að leita að loðnu, bara á þessu ári. Ég gæti trúað því að íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki væru búin að borga undanfarin ár mörg hundruð milljónir til Hafró, meðal annars fyr- ir loðnuleit, því svo virðist sem veiði- gjaldinu sé eytt á öðrum stöðum en í þjónustu við greinina. Oft hafa fjár- magnanir sem þessar skilað auknum kvóta sem skilar sér ekki bara í auknum verðmætum fyrir fyrirtækin heldur einnig fyrir þjóðina alla í formi aukinna útflutningstekjum og skatta.“ Verðum að halda forskotinu Harðnandi samkeppni í markaðs- setningu sjávarafurða erlendis hefur verið til umræðu undanfarin misseri. Spurður hvort Ísland sé hreinlega að verða undir segir Jens að íslenskur sjávarútvegur sé í ágætri stöðu á þeim mörkuðum sem hann starfi á. „Hins vegar er það svo að sam- keppnin er hörð og það má aldrei sofna á verðinum. Norðmenn sækja til dæmis fast inn á marga markaði okkar. Rússar eru hraðbyri að stíga inn í tækniöldina þegar kemur að sjávarútvegi og þar af leiðandi geta þeir boðið upp á betri vöru en áður. Íslenskur sjávarútvegur hefur ver- ið í fararbroddi í nýsköpun og tækni- væðingu og því forskoti verðum við að halda áfram. Við búum við mun hærri rekstrarkostnað en flestar, ef ekki allar, samkeppnisþjóðir okkar og því er það mikil áskorun að halda því forskoti.“ Mikil áskorun að halda forskotinu Íslenskur sjávarútvegur er í alþjóðlegri sam- keppni og býr í dag við mun hærri skattlagn- ingu en nokkur annar sjávarútvegur í heim- inum. Það er því mikil áskorun að halda því forskoti sem Íslendingar hafa. Þetta segir Jens Garðar Helgason, for- maður Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi. Morgunblaðið/Hari Aldrei má sofna á verðinum, segir formaður SFS. Spurður út í þær tölur, sem fram komu í umfjöllun á síðu 4, segir Jens það rétt að útflutningur á óunnum fiski hafi verið að aukast. „Við sjáum á tölum um afkomu í vinnslum að kostnaður þar hefur verið að hækka nokkuð skarpt á undanförnum árum. Eðli máls samkvæmt leita menn allra leiða til þess að hagræða, enda sam- keppnin hörð á alþjóðlegum markaði með sjávar- fang. Við höfum séð ný hús rísa, eins og í Grund- arfirði og annað er í byggingu á Dalvík. Þetta eru með fullkomnustu vinnslum í veröldinni og ljóst að þar meta menn það þannig að ein leiðin til að tak- ast á við hækkandi kostnað og samkeppni sé að fjárfesta í nýjustu og bestu tækni sem býðst.“ Allra hagur að auka virði útflutnings eins mikið og hægt er „Það er áskorun á öllum tímum að fást við kostn- aðarhækkanir, hverjar svo sem þær eru. Það er enginn vafi á því að við munum vinna fisk hér á landi, en ekki er útilokað að vinnslan breytist og verði hugsanlega á færri stöðum en nú er. En þá er til þess að líta að fiskeldi, sérstaklega á Austfjörð- um og Vestfjörðum, hefur vaxið fiskur um hrygg og treyst byggðafestu og aukið umsvif í viðkom- andi bæjarfélögum,“ bendir Jens á. „Þá má einnig nefna það að fiskvinnslan á Djúpavogi er að slátra laxi og einnig að vinna hefð- bundinn bolfisk. Þannig næst mun betri nýting á fjárfestingum í vinnslunni. Ég sé einnig fyrir mér að reyna þurfi að auka vinnslu á laxi hér á landi, áður en hann er sendur út. Og ég tel að sú þróun muni eiga sér stað, enda æskilegt að auka virði út- flutnings eins mikið og hægt er. Það er allra hagur.“ Fiskur fluttur óunninn úr landi í auknum mæli Leita allra leiða til að hagræða Ljósmynd/Þröstur Njálsson Jens Garðar segir það áskorun á öllum tímum að fást við kostnaðarhækkanir, hverjar svo sem þær séu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.