Morgunblaðið - 30.08.2019, Side 11

Morgunblaðið - 30.08.2019, Side 11
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 11 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skúli Halldórsson sh@mbl.is R áðgjöf Hafrannsóknastofn- unar um aflaheimildir ár hvert virðist nú orðin nær óumdeild. Að minnsta kosti á meðal þeirra ráða- manna sem taka ákvörðun um hvort fylgja eigi ráðgjöfinni eða ekki. „Ráðherra fer að ráðgjöf stofnun- arinnar eins og þeir hafa gert í mörg ár. Menn virðast því taka vel við þessum boðskap, sem er gott því þetta er besta fyrirkomulag sem völ er á til að við- halda sjálfbærum veiðum við land- ið,“ segir Sigurð- ur Guðjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofn- unar. Spurður hvort einhver varúðar- merki séu til staðar í helstu veiði- stofnum við Íslandsstrendur bendir forstjórinn á að við kynningu ráð- gjafarinnar í vor hafi verið blikur á lofti í þónokkrum tegundum. „Það eru ákveðnar tegundir þar sem við höfum ekki séð almennilega nýliðun í dálítið langan tíma, og það veit aldrei á gott. Þetta eru djúp- karfi, langlúra, skötuselur, blálanga, stórkjafta, gullkarfi og hlýri. Þorsk- urinn er í ágætu standi en ýsan minnkar eitthvað – þó hún sveiflist vissulega alltaf eitthvað á milli ára.“ Hann segir það enn fremur ljóst að humarinn sé í miklum vandræð- um, þar sem ekki hefur sést góð ný- liðun lengi. „Humarinn er langlíf tegund en nú verðum við að draga verulega mikið úr veiðum vegna þessa.“ Loðnan er eitt stórt spurning- armerki, segir Sigurður, en ekki voru gefnar út aflaheimildir í loðnu á liðnu fiskveiðiári því árgangurinn sem kom til Íslands að hrygna var lítill. Loðnan er ólík þorskinum að því leyti að sá fiskur sem ekki er veidd- ur á tilteknu ári bætist ekki við veiði næsta árs, þar sem hún deyr eftir hrygningu. „Þú verður að grípa loðnuna þeg- ar hún kemur, því hún er svo skammlíf. Góðu fréttirnar eru að samkvæmt mælingum hefur þokka- leg hrygning náðst í vor. Ungloðna svokölluð – sem á eftir eitt ár til hrygningar – hún mældist tiltölu- lega léleg og við erum því ekki alltof vongóð um komandi vertíð. En okk- ur hefur nú gengið illa að mæla þetta síðustu tíu árin eða svo.“ Farinn verður leiðangur með haf- rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni í lok september til að kanna ástand loðnustofnsins. Er þá haldið í norð- vestur í átt að Grænlandi. „Þá verða einhverjar fréttir.“ Þorskurinn er eins og áður sagði í ágætu standi og hefur sjaldan verið betri. Endurskoðun á aflareglu í þorski er að hefjast og mun ráðu- neytið stýra þeirri vinnu að sögn Sigurðar. „Þá eru líka teknar inn efnahagsforsendur og annað – ekki bara hvað er fiskifræðilega gott að gera, heldur líka hvað er efnahags- lega mikilvægt.“ Sú regla sem út úr því kemur mun fara í rýni hjá Alþjóðahafrann- sóknaráðinu. „Það mun taka ein- hvern tíma,“ segir hann og bætir við að ómögulegt sé að spá fyrir um hvernig sú aflaregla verði. Sjórinn í kringum Ísland er óvenju hlýr og hefur verið það und- anfarinn áratug. „Þetta er hlýrri sjór en mælst hef- ur við landið nokkurn tíma. Og það er auðvitað farið að hafa áhrif. Þess- ar breytingar skýra kannski af hverju við fengum makríl inn í lög- söguna, af hverju loðnan er í vand- ræðum, af hverju ýsa er komin hringinn í kringum landið í miklu magni, af hverju skötuselur dreifir úr sér og hugsanlega af hverju hum- arinn er í vandræðum. Allt er þetta breytingum undir- orpið og þessar tegundir hljóta að vera að svara breytingum í umhverf- inu. Umhverfið hefur heilmikið að segja.“ Nýtt rannsóknaskip í bígerð Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í júlí í fyrra var samþykkt að ríkið léti 3,5 milljarða króna renna til hönnunar og smíði nýs hafrannsóknaskips. Nýja skipið kemur í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE-30, sem smíðað var árið 1970 og er komið mjög til ára sinna. Hafrannsóknastofnun mun halda áfram að nota Árna Friðriksson, sem er mun yngra skip, smíðað árið 2000. Gæti komið til landsins 2022 „Nú er verið að vinna að því á fullu að hanna skipið og við stefnum að því að það fari í útboð fyrri hluta næsta árs. Smíðatíminn gæti þá verið um það bil tvö ár. Skipið gæti því verið komið til landsins í byrjun ársins 2022,“ segir Sigurður. „Það er því fullt tilefni til að hlakka til.“ Fram undan er líka flutningur Hafrannsóknastofnunar í glænýtt húsnæði við höfnina í Hafnarfirði. „Það verða mikil tímamót, sem sennilega verða í nóvember. Húsið er hannað utan um okkar starfsemi þannig að því mun fylgja nokkur bylting fyrir okkur.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Umhverfið hefur heilmikið að segja Hjá Hafrannsóknastofn- un hefur fólk ekki ýkja góðar vonir um komandi loðnuvertíð. Erfiðlega hefur tekist að mæla ástand stofnsins en haldið verður í leiðangur í lok september. Þokka- leg hrygning náðist í vor. Bjarni Sæmundsson við bryggju. Nýtt skip á að koma í stað þess gamla og von er á því árið 2022. Sigurður Guðjónsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjórinn í kringum landið er óvenju hlýr og hefur verið það undanfarinn áratug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.