Morgunblaðið - 30.08.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.08.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Á rlegu tímabili strandveiða lauk í gær, 29. ágúst. Síð- degis í gær leit út fyrir að hátt í rúmlega 1.800 tonn, af þeim óslægða botnfiski sem sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra ráðstafaði í vor til veiðanna, yrðu ekki veidd. Af þessu tilefni skoraði smábáta- félagið Hrollaugur fyrr í vikunni á ráðherra að leyfa strandveiðar fram í septembermánuð, eða þar til því heildaraflamarki sem ráðstafað var til strandveiða yrði náð. Lengd tímabilsins sett í lög Axel segir í samtali við 200 mílur að ráðherra geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að lengja tímabilið. Bendir hann á að lengd tímabilsins sé sett í lög og því þurfi að byrja á að breyta þeim. „Við leggjum áherslu á að þetta verði endurskoðað fyrir næsta strandveiðitímabil. En sömuleiðis óskum við eftir því, úr því sem komið er, að þær heimildir sem brenna inni núna bætist við úthlutun aflaheim- ilda til strandveiða næsta vor. Þetta er í annað skiptið sem daga- fjöldinn til strandveiða nægir ekki til að fullnýta heimildirnar en við höfum ekki fengið hljómgrunn hjá þeim sem taka ákvarðanir um að lengja tímabilið.“ Engin rök gegn framlengingu Spurður hvort einhver rök séu til staðar gegn því að framlengja tíma- bilið segir Axel að þau séu engin. „Við viljum lengja tímabilið í báða enda. Einnig má leyfa fleiri daga inn- an mánaðanna. Það eru fá rök lengur fyrir því að leyfa veiðar bara á þess- um fjórum dögum í viku, það er allur hvati fyrir því að menn hagi sínum veiðum þannig að þeir komi aflanum á markað og fái sem hæst verð fyrir. Segja má að ekki séu heldur nein rök fyrir því að skipta landinu upp í svæði eins og gert er nú,“ segir hann. „Við erum fastir í einhverri klemmu með hvernig þessu var upp- haflega komið á fót. Og þeir sem fjalla um strandveiðar á Alþingi eru hræddir, að mér finnst, við breyting- ar. Það er alltof mikið öskrað úr öll- um áttum í stað þess að gefa heildar- myndinni gaum.“ Tæp milljón á mann forgörðum Veður hefur sett mjög mikið strik í reikning veiðanna í sumar, sérstak- lega seinni hlutann. Segir Axel að kerfið þurfi að vera þannig búið að það geti tekið tillit til slíkra þátta. „Þegar það koma tímabil þar sem þú getur ekki sótt sjóinn nema í tvo til þrjá daga, og til staðar eru þessar takmarkanir um leyfða daga í hverri viku, þá segir sig sjálft að það kerfi gengur ekki upp.“ Eins og áður var getið stefndi í gær í að um 1.800 tonna heimildir myndu brenna inni. Verðmæti þess afla er í kringum sex hundruð millj- ónir. „Tæplega milljón krónur í afla- verðmæti á mann, sem þarna fara forgörðum,“ segir hann og vísar til þess að á miðvikudag höfðu 623 bátar landað afla á tímabilinu. „Þegar lög voru sett um strand- veiðar var fullyrt að þetta fyrirkomu- lag yrði skoðað síðar og breytingar gerðar út frá fenginni reynslu af kerfinu. Reynslan er sú að það eru ítrekað að brenna inni heimildir sem okkur eru ætlaðar. Við gerum því ráð fyrir að tekið verði jákvætt í til- lögu okkar um að bæta þessum heimildum við á næsta tímabili og sömuleiðis að tímabilið verði gert sveigjanlegra á þann hátt að þær nýtist betur.“ Verð á þorski á mörkuðunum í ár er 39% hærra en á sama tímabili í fyrra að sögn Axels. „Það munar virkilega um þetta. Menn eru heilt á litið, þrátt fyrir þessi veður, mjög sáttir við afkom- una í ár. Margir þeirra eru líka á grá- sleppu en hún hækkaði meira, eða um tæp 50%, auk þess sem meira var veitt af henni í ár en í fyrra.“ Á síðasta ári lönduðu 547 bátar afla en í ár lönduðu 623 bátar. Þar með snerist við þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár þar sem strandveiðibátum hefur fækkað með hverju árinu. „Ég held að meginástæðan fyrir þessum viðsnúningi sé hærra fisk- verð og það er vonandi að það haldist áfram í því horfi. Einnig má nefna að leiguverð hækkaði mikið frá síðasta ári og erfiðara var að fá þorsk leigðan.“ Endurskoða þarf lengd strandveiðatímabilsins og þær aflaheimildir sem brenna inni við lok nýliðins tímabils ættu að bætast við þær sem gefnar verða út næsta vor, segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Líflegt var um að litast við höfnina á Þórshöfn í vor. Þaðan er nokkur útgerð strandveiðibáta yfir sumartímann. Morgunblaðið/Ófeigur Axel segir að virkilega hafi munað um hærra fiskverð í sumar. Endurskoða þurfi fyrirkomulag strandveiðanna. Fastir í klemmu og hræðsla við breytingar Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.