Morgunblaðið - 30.08.2019, Page 16

Morgunblaðið - 30.08.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is F ramleiðsla fiskeldisfyrir- tækja hér á landi hefur gengið betur en á því síðasta og mun minna hefur borið á áföllum á borð við þau sem dundu yfir á síðasta ári. Til marks um það eru útflutningstekjur fisk- eldis á öðrum ársfjórðungi þessa árs um 86% meiri en á sama tíma í fyrra. „Síðasta ár olli nokkrum von- brigðum; aukningin frá árinu 2017 var lítil. Árið 2017 kom öll fram- leiðslan frá einu fyrirtæki, Arnarlaxi á Bíldudal, en í fyrra bættust fleiri fyrirtæki í hópinn, sem var mjög já- kvætt,“ segir Einar. „Í ársbyrjun 2018 hóf Fiskeldi Austfjarða á Djúpavogi slátrun, Lax- ar á Reyðarfirði byrjuðu að slátra síðla hausts í fyrra og Arctic fish í Ísafjarðarbæ hóf síðan slátrun í byrj- un þessa árs. Þar með má segja að lagður hafi verið grundvöllurinn að aukinni framleiðslu á þessu ári, eins og í ljós hefur komið.“ Útlit fyrir áframhaldandi vöxt Einar bendir á að eðli máls sam- kvæmt aukist framleiðsla á laxi í nokkrum stökkum, sem endurspegli fyrst og fremst það að eftir að leyfi fást til eldis líði ef til vill tvö til þrjú ár þar til slátrun geti hafist. „Sú aukning sem við sjáum núna endurspeglar þessa staðreynd mjög vel. Framleiðslan núna er eins konar spegilmynd þess að fyrirtækin fengu leyfi fyrir nokkrum árum til að hefja aukna framleiðslu og afraksturinn kemur í ljós núna. Til viðbótar þá hefur vöxtur í kvíunum verið góður núna í ár og laxinn hafst vel við.“ Þess megi vænta að áframhaldandi vöxtur verði á framleiðslunni á þessu ári. Öll fyrirtækin fjögur sem leyfi hafi til laxeldis í sjó muni auka fram- leiðslu sína og slátra fiski á þessu hausti. 40% aukning á næsta ári Spurður hvort um sé að ræða óvenju- hátt stökk á milli ára eða hvort stefni í svipaða aukningu á næsta ári segir Einar að örugglega megi fullyrða að aukningin nú sé óvenjumikil. „Þess er þó að vænta, miðað við áætlanir laxeldisfyrirtækjanna, að við sjáum áframhaldandi aukningu á næsta ári, en hlutfallslega minni en á milli áranna 2018 og 2019. Vonir standa þó til að á næsta ári, sam- kvæmt áætlunum fyrirtækjanna, verði aukningin á milli ára um 40 pró- sent,“ bendir hann á. „Langmestur hluti laxeldisins kemur frá sjókvíaeldi, en framleiðsla á laxi úr landeldi hér á landi hefur verið stöðug eða um eitt þúsund tonn. Hér er um að ræða starfsemi Samherja fiskeldis ehf. en þess má geta að fyrirtækið er einn stærsti landeldisframleiðandi á laxi í heim- inum.“ Samkvæmt áætlunum fyrirtækj- anna megi ætla að laxeldisfram- leiðslan verði um 26 þúsund tonn á þessu ári, en um 38 þúsund tonn á næsta ári. Er í báðum tilvikum miðað við óslægðan fisk. Einar nefnir að stöðugur vöxtur hafi einnig verið á sviði bleikjueldis, en á því sviði hafi Íslendingar mjög sterka stöðu á heimsvísu. „Regnbogasilungseldi var allfyrir- ferðarmikið fyrir nokkrum árum, en fyrirtækin ýmist hættu eða drógu úr framleiðslunni og færðu sig yfir í lax- eldisframleiðslu í ýmsum tilvikum. Nú sjáum við að þessi framleiðsla fer vaxandi á þessu ári.“ Fiskeldi hafi áhrif á samfélögin Spurður hvort mikilvægi uppbygg- ingar fiskeldis sé ef til vill vanmetið í umræðunni, þegar litið sé til þess ríkjandi viðhorfs að efnahag landsins sé betur borgið með fjölbreyttar at- vinnustoðir, bendir hann á að gríðar- legum fjármunum, sem hlaupi á tug- um milljarða króna, hafi verið varið til uppbyggingar fiskeldis á Íslandi. „Mikil þekking hefur orðið til og starfsemin laðað að sér starfsfólk með fjölþættan bakgrunn. Starfsemi á borð við fiskeldi þarfnast mikillar sérþekkingar og þar af leiðandi fólks með margvíslegan og breiðan mennt- unar- og þekkingarbakgrunn. Það þarf ekki annað en að litast um í þeim samfélögum þar sem fiskeldi er til að sjá hin miklu efnahagslegu og sam- félagslegu áhrif sem þar hafa orðið,“ bætir hann við. Upplifað hreinan viðsnúning „Það má með sanni segja að við höf- um séð og upplifað hreinan viðsnún- ing. Ungt fólk hefur ekki síst fundið viðspyrnu krafta sinna á þessum svæðum og flutt þangað. Þetta á við um Vestfirði og Austfirði, þar sem sjókvíaeldið fer fram, einnig á Norð- urlandi þar sem er umfangsmikil landeldisframleiðsla, sem og á Suð- urnesjum og í Þorlákshöfn þar sem átt hefur sér stað gríðarleg uppbygg- ing seiðaeldisins.“ Allir geri sér grein fyrir því að styrkleiki samfélagsins verði meiri eftir því sem stoðir efnahagslífsins verði fleiri og margbrotnari. „Í kringum eldið starfar ótölulegur fjöldi fyrirtækja við þjónustu af margvíslegum toga og nýsköpunar- og hátæknifyrirtæki hafa orðið til vegna fiskeldisins. Þá er ótalin sú gróska sem er í kringum rannsóknir og vísindi, sem hefur bókstaflega komið til skjalanna vegna þess að fiskeldið er komið til að vera hér á landi.“ Útflutnings- tekjur fiskeldis taka risastökk Enginn vafi er á því að margir gera sér ekki grein fyrir þeirri efnahagslegu þýðingu sem fiskeldi hefur nú þegar fyrir þjóðarbúið. Atvinnugreinin er orðin veigamikill hluti þeirrar fjölbreyttu flóru sem einkennir íslenskt atvinnulíf. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, sem starfar að fiskeldis- málum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Morgunblaðið/Hari „Við höfum séð og upplifað hreinan viðsnúning,“ segir Einar um áhrif fiskeldis. Útflutningur vöru og þjónustu á fyrri helmingi árs 2013-2019 Milljarðar króna á verðlagi hvers árs 700 600 500 400 300 200 100 0 Sjávarafurðir Eldisafurðir Ál og álafurðir Tekjur af ferðamönnum Annað Skip og flugvélar 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: Hagstofa Íslands 129 117 108 130 129 129 94 114 150 153 134 140 137 190 94 119 121 217 99 93 139 222 111 116 148 212 111 128 487 2,5 476 2,6 583 3,7 548 4,7 541 7,9 595 7,2 638 12,1 26 Spurður hvort hægt sé að bera saman áætlaðar út- flutningstekjur af fiskeldi þetta árið við eitthvað kunn- uglegra, svo sem tekjur af ákveðinni tegund sem sótt er í hafið, segir Einar að nærtækt sé að benda á loðnuna. „Veiði og vinnsla á loðnu hefur lengi verið veigamikil stoð í íslenskum sjávarútvegi, í byggðunum og fyrir efnahagslífið í heild. Það var ekkert minna en áfall þeg- ar það gerðist núna á þessu ári að ekki var talið óhætt að stunda loðnuveiðar. Svo mikið áfall var það að þess gætti í þjóðhagsspám og sjálfri ríkisfjármálaáætl- uninni.“ Eðli málsins samkvæmt sé loðnuveiðin sveiflukennd, en sé litið yfir einn áratug láti nærri að útflutningsverð- hmæti loðnunnar hafi verið um tuttugu milljarðar á ári að jafnaði. „Raunhæft er að áætla að útflutningsverðmæti fisk- eldis verði rúmlega tuttugu milljarðar á þessu ári. Við hefðum að sjálfsögðu öll kosið að aukið fiskeldi hefði komið til viðbótar og þjóðarbúinu hefði sannarlega ekki veitt neitt af því. Því miður var því ekki að heilsa eins og við vitum, en það má örugglega fullyrða að fiskeldisframleiðslan hafi dempað áföllin sem við fengum yfir okkur, sem þjóð, af loðnubrestinum, þótt tekjumissirinn fyrir loðnufyrir- tækin, sjómennina, starfsfólkið í vinnslunni og sveitar- félögin hafi orðið sá sami,“ segir Einar. „En engu að síður er þessi reynsla yfirstandandi árs gott dæmi um þýðingu þess að fjölga útflutningsstoð- unum og að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu.“ Raunhæft er að áætla að útflutningsverðmæti fiskeldis verði rúmlega tuttugu milljarðar á árinu, segir Einar. Tekjurnar á við venjulegt ár í loðnu Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.