Fréttablaðið - 24.09.2019, Síða 9
Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hall-grímsdóttur um Píratasið-
ferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar
hefðu ákveðið að greiða ekki
atkvæði gegn formannsframboði
Bergþórs Ólasonar í umhverfis-
og samgöngunefnd. Þetta er stór-
furðuleg fullyrðing þar sem ég, sem
áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni,
kannast ekki við að hafa tekið neina
slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því
að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki
greitt atkvæði og í öðru lagi af því
að ég bókaði skýrt nei í fundargerð
um málið.
Ég minni á orð forsætisráðherra í
viðtali við fjölmiðla í kjölfar niður-
stöðu siðanefndar: „Það sem kemur
mér kannski fyrst og fremst á óvart
eru viðbrögð þessara þingmanna
sem um ræðir. Að þeir virðast ekki
enn skilja alvarleika sinna orða sem
um var talað, skilja ekki að orð hafa
afleiðingar og jafnvel reynt að snúa
málinu upp í pólitískan spuna um
að hér sé um aðför að þeim að ræða.“
Og „að það sé fremur haldið áfram
að grafa sig ofan í holuna frekar en
að líta upp úr henni og axla ábyrgð
á eigin orðum og gjörðum. Því það
voru engir aðrir en þessir aðilar sem
sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð
uppi um nafngreindar, einkum,
konur.“
Við atkvæðagreiðsluna hélt ég
stutta ræðu í nefndinni þar sem ég
sagði meðal annars að það sé okkar
hlutverk að fólk standist reiknings-
skil. Hverjar svo sem afleiðingarnar
af því kunni að vera. Við getum
staðið okkur í því hlutverki og end-
urtekið orð okkar í ályktun sem við
samþykktum þann 5. júní á síðasta
ári (einungis um hálfu ári áður en
upp komst að sumir meintu ekkert
með atkvæði sínu) eða við getum
sýnt í verki að við hin meintum
heldur ekki neitt með atkvæðum
okkar er þingmenn sögðust „leggja
sig fram um að skapa í störfum
sínum heilbrigt starfsumhverfi
innan þings sem utan og hvarvetna
þar sem þeir sinna störfum sínum
þar sem hafnað er hvers konar kyn-
ferðislegri eða kynbundinni áreitni,
einelti eða annarri vanvirðandi
framkomu“.
Lykilorðið í því sem var bætt við
siðareglurnar í upphafi sumars í
fyrra er „hafnað“. Að mínu mati
snérist atkvæðagreiðslan um for-
mannssætið í umhverfis- og sam-
göngunefnd um að hafna hvers
konar kynferðislegri eða kynbund-
inni áreitni. Þess vegna bókaði ég
„nei“, af því að ég gat ekki gert það
með atkvæði. Ég ákvað ekki, að
greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri.
Ég ákvað að segja nei.
Nei
Björn Leví
Gunnarsson
þingmaður
Pírata
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD TRANSIT
350 L3H2 AMBIENTE VAN
TILBOÐ!
ford.is
4.346.000
TILBOÐSVERÐ:
VERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI:
6.115.000 KR.
KR. ÁN VSK
Aukabúnaður umfram ríkulegan staðalbúnað:
Rennihurð einnig á vinstri hlið, klæðning í gólfi
og hliðum hleðslurýmis, hraðastillir, LED og
aurhlífar.
5.390.000 KR. MEÐ VSK. KOMDU Í REYNSLUAKSTUR!
-725.000 kr.
TAKMARKAÐ
MAGN!
Transit VAN TILBOÐ 5x15 20190919.indd 1 19/09/2019 15:36
Bakstursofnar,
iQ500
Stórt 71 lítra ofnrými. Níu
hitunaraðgerðir, þar á meðal 3D-heitur
blástur. Hraðhitun. Kjöthitamælir.
Nákvæm hitastýring frá 30 - 275° C.
Matreiðslutillögur með
30 sjálfvirkum kerfum. LCD-skjár.
Brennslusjálfhreinsun.
Orkuflokkur
Fullt verð: 169.900 kr.
Fullt verð: 159.900 kr.
Tækifærisverð (svart stál):
Tækifærisverð (hvítur):
HB 478GCB0S
HB 478GCW0S
123.900 kr.
119.900 kr.
Rakatæki, Anton
Fullt verð: 12.900 kr.
Tækifærisverð: SFA-013
10.300 kr.
Títanlitur. Náttúrulegur rakagjafi.
Vatnstankur tekur 2,5 lítra.
Afköst mest 120 g/klst.
Herbergisstærð: 63 m3/25 m2.
Tæki færi
Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutnings-
verðmætið um 13,7 milljörðum
króna. Það er 75 prósent aukning
frá fyrra ári. Ætla má að útf lutn-
ingsverðmæti fiskeldis á þessu ári
verði yfir 20 milljarðar króna. Það
svipar til árlegs útf lutningsverð-
mætis loðnunnar að jafnaði, sé litið
yfir tíu ára tímabil.
Þetta skiptir máli, ekki síst núna
þegar slegið hefur í bakseglin í
gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins.
Það minnir okkur á mikilvægi
fjölbreytninnar í atvinnulífinu.
Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið
burðarás í heilum landshlutum. En
áhrifanna gætir um allt land.
Fiskeldið þarfnast margs konar
þjónustu og fyrirtæki á því sviði
hafa ef lst og ný sprottið upp víðs
vegar um landið. Auk fiskeldis á
Austfjörðum og Vestfjörðum má
nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norð-
austurlandi, stórtækt seiðaeldi í
sveitarfélaginu Ölfusi, hrognafram-
leiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suður-
nesjum, fjölþætt skóla- og vísinda-
starf og áfram má telja.
Laxeldi vex ekki einasta hér á
landi. Sömu sögu er að segja frá
öðrum löndum. Laxeldi í heim-
inum jókst um 500 þúsund tonn
frá árinu 2012. Áætlað er að fram til
ársins 2022 vaxi það um önnur 500
þúsund tonn. Heimsframleiðslan á
laxi mun því aukast um eina millj-
ón tonna á 10 árum; einum áratug.
Nær öll þessi framleiðsla á sér stað
í sjókvíum. Vísustu menn telja að
framboð og spurn eftir laxaaf-
urðum muni á næstu árum aukast
árlega um 5 til 6 prósent á heims-
vísu. Og það þarf að framleiða gott
prótín með litlu kolefnisspori, fyrir
heim þar sem mannfjöldi eykst um
220 þúsund á degi hverjum!
Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er
þegar orðin atvinnugrein sem um
munar hér á landi. Framundan eru
enn frekari tækifæri sem styrkj-
astoðir efnahagslífsins, auka við
f lóruna í atvinnulífinu, treysta
byggðir og skapa ný og fjölbreytt-
ari störf.
Fiskeldið er orðin kærkomin búbót
Einar K.
Guðfinnsson
starfar að fisk-
eldismálum
hjá SFS
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
2
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
D
8
-E
E
9
8
2
3
D
8
-E
D
5
C
2
3
D
8
-E
C
2
0
2
3
D
8
-E
A
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K