Fréttablaðið - 24.09.2019, Page 16
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Mest lesna bílablað landsins kemur næst út
þriðjudaginn 1. október næstkomandi.
Ritstjóri blaðsins er Finnur Thorlacius sem er
bílaáhugamaður af lífi og sál.
Umsjón auglýsinga:
Atli Bergmann • atli@frettabladid.is • sími 550 5657
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Fólk sem lærir á hljóðfæri á unga aldri myndar nýjar tengingar í heilanum og
örvar þær sem eru þegar til staðar.
Nýleg rannsókn á áhrifum þess
á heilann að læra á hljóðfæri sem
barn, sýndi að það að spila hljóð á
hljóðfæri breytir heilabylgjunum
á þann hátt að hlustun og heyrn
batnar mjög hratt. Vísindamenn-
irnir sem stóðu að rannsókninni
telja að hin breytta heilastarfsemi
sýni að heilinn getur endurstillt
sig og bætt upp fyrir sjúkdóma eða
slys, sem mögulega hindra hæfni
manneskju til að leysa úr verk-
efnum. Auk þess að mynda nýjar
tengingar í heilanum eru ýmsar
rannsóknir sem styðja það að fólk
sem lærði á hljóðfæri sem börn
hafi betra langtímaminni.
Hljóðfæraleikarar hafa
stærri hvelatengsl
Rannsókn á heilum hljóðfæra-
leikara, sem bornir voru saman
við heila fólks sem ekki spilar á
hljóðfæri, sýndi að hvelatengsl
(e. corpus callosum) sem eru
taugaþræðir sem tengja hægra
og vinstra heilahvel saman, eru
stærri í hljóðfæraleikurum.
Svæðin sem tengjast heyrn og
rýmisgreind eru einnig stærri
í atvinnupíanóleikurum. Það
þarf ekki að hafa spilað á hljóð-
færi lengi til að sjá breytingar á
heilanum. Langtímarannsókn
á börnum í tónlistarnámi sýndi
að þau börn sem höfðu fengið
kennslu á hljóðfæri í 14 mánuði
voru þegar komin með breytta
heilastarfsemi til hins betra. Einn-
ig eru til nokkrar rannsóknir sem
styðja að hljóðfæranám geti aukið
minni á orð og bætt lestrarhæfni.
Þótt jákvæð áhrif þess að spila
á hljóðfæri séu meiri hjá fólki
sem byrjar á barnsaldri eru líka
rannsóknir sem sýna ýmsa kosti
þess að læra að spila á hljóðfæri á
fullorðinsárum. Prófessor í tón-
listarkennslu við Háskóla í Flórída
rannsakaði áhrif píanónáms á
nemendur á aldrinum 60-85 ára.
Strax eftir sex mánuði hafði minni
nemendanna aukist, þeir unnu
hraðar úr upplýsingum og áttu
auðveldara með að skipuleggja sig
en samanburðarhópur sem hafði
aldrei lært á hljóðfæri.
Að hlusta á tónlist
er líka bætandi
Fólk sem ekki spilar á hljóðfæri
þarf ekki að örvænta. Það er líka
til hellingur af rannsóknum sem
sýna að það hefur jákvæð áhrif á
heilann að hlusta á tónlist. Fólk
hefur oft tilhneigingu til að hlusta
helst á þá tónlist sem það hlustaði
á á unglingsaldri og á þrítugsaldri.
Það reynir meira á heilann að
hlusta á tónlist sem hann þekkir
ekki og því er gott ráð fyrir full-
orðið fólk að hlusta á sömu tónlist
og börnin eða barnabörnin. Þegar
hlustað er á nýja tónlist sem
heilinn þekkir ekki þarf hann að
hafa meira fyrir því að vinna úr
upplýsingunum sem eru sendar til
hans gegnum eyrun. Það heldur
heilastarfseminni gangandi og
virkar eins og góð líkamsrækt
fyrir heilann.
Að hlusta á tónlist getur hjálpað
til við að kalla fram minningar. Ef
fólk spilar tónlist frá vissu tímabili
í lífi sínu geta gleymdar minningar
dúkkað upp. Jafnvel Alzheimer-
sjúklingar sem hafa misst getuna
til að tjá sig með mæltu máli geta
oft sungið með uppáhaldslög-
unum sínum.
Að hlusta á tónlist getur aukið
einbeitingu og dregið úr streitu.
Rannsóknir hafa meira að segja
sýnt að það að hlusta reglulega á
tónlist getur hækkað greindarvísi-
tölu hjá börnum. Það er því um að
gera að hlusta á tónlist, eða enn
betra, læra á hljóðfæri vilji maður
halda heilanum í góðu formi.
Tónlist er
heilaleikfimi
Að læra á hljóðfæri hefur jákvæð
áhrif á heila barna og fullorðinna.
Rannsóknir hafa sýnt að manneskja
sem lærði á hljóðfæri sem barn er í
minni hættu á að fái aldurstengda
heilahrörnunarsjúkdóma á efri árum.
Að spila og hlusta á tónlist hefur jákvæð áhrif á heilastarfssemi. NORDICPHOTOS/GETTY
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
8
-E
E
9
8
2
3
D
8
-E
D
5
C
2
3
D
8
-E
C
2
0
2
3
D
8
-E
A
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K