Fréttablaðið - 24.09.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.09.2019, Blaðsíða 30
www.apotekarinn.is - lægra verð Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Strefen-sprey-Apotekarinn-5x10.indd 1 03/10/2018 14:55 Þær Ásrún Magnúsdóttir, Olga Sonja Thorarensen og Gunnur Martins-dóttir Schluter undir-búa nú gerð dansverks sem þær ætla að vinna í nánu samstarfi við ungt fatlað fólk. Ásrún ræddi stuttlega við Fréttablaðið um gerð verksins en þær auglýsa sérstaklega eftir ungu fötluðu fólk i sem langar að taka þátt. Verður smá eins og ferðalag „Við erum að fara á stað með verk, sviðs- verk, sem heitir Fegurð í mannleg r i sambúð. Okkur langar að vinna verkið með ungu fötluðu fólki sem f lytjendum verksins. Núna erum við sem sagt að leita að fólki til að vera með í verkinu.“ Hún segir verkið snúast um Reykjavík en hver og einn þátt- takandi velur sinn uppáhaldsstað í borginni. „Fólk velur þá einhvern stað í bænum sem er þýðingarmikill fyrir það. Svo er áhorfandanum boðið á þessa staði innan verksins, þann- ig að þetta verður smá eins og ferðalag.“ Sambland af leik og dansi Verkið er hugsað sem d a nsverk en er þó mikið sambland af leik og dansi. „Ég er m e s t i d a ns- arinn,“ segir Ásrún hlæjandi. Hún er menntaður dansari en Olga er leik- kona og Gunnur lærði leikstjórn. Allar hafa þær þó reynslu af gerð dansverka. Hugmyndin að verkinu kviknaði í kjölfar þess að stelpurnar voru með námskeið í Hinu húsinu í fyrra. „Þá kom til okkar ungur fatlaður strákur eftir námskeiðið og sagði að það vantaði meiri grósku í sviðs- listir fyrir hann og hans vini. Hann skoraði því eiginlega á okkur gera eitthvað í málun- um. Þannig að við byrj- uðum að vera með námskeið sérsniðin f y r i r Bjóða ungu fötluðu fólki upp í dans ,,Okkur langar að vinna verkið með ungu fötluðu fólki sem flytjendum verksins.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Verkið verður óhefðbundið og í formi göngu þar sem unga fólkið gerist leiðsögumenn um sína borg og núna erum við að leita að leiðsögumönnum. Leiðsögumennirnir munu fylgja áhorfendum á staði sem eru þeim þýðingarmiklir. Þau ætla að deila með okkur sögum, söng, dansi, draumum, örlagaríkum augnablikum eða fant- asíum á þessum stöðum. Ásrún, Olga Sonja og Gunnur vinna nú að gerð dansverks sem þær ætla að vinna í nánu samstarfi við ungt fatlað fólk. Verkið mun fjalla um Reykjavík og munu þátttakendur kynna sína uppá- haldsstaði í borginni. fatlaða einstaklinga. Það var mjög gaman og samstarfið gekk svo ótrú- lega vel.“ Því hafi þær langað að halda áfram og skapa heildstætt verk. Öllum umsóknum vel tekið „Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt má endilega senda mér tölvupóst. Við byrjum með námskeið fyrstu vikuna í október, þannig að við erum ekki að henda neinum beint í djúpu laugina. Fólk fær tækifæri til að prufa fyrst og sjá hvort þetta sé eitthvað sem henti því.“ Aðalæfingartímabilið fyrir sjálft verkið er í byrjun nóvember en það verður svo frumsýnt um miðjan þann mánuð á Reykjavík Dance Festival, sem er stærsta danshátíðin hérlendis. „Við tökum svo líka öllum umsóknum opnum örmum og hlökkum til í að heyra í fólki. Ef fólk telur sig passa inn í þetta þá bara endilega senda á mig línu.“ Verkið þeirra sem taka þátt Þetta er í fyrsta sinn sem þær þrjár vinna saman. Ásrún hefur verið mest í dansverkefnum. „Enda er ég mesti dansarinn!“ endurtekur hún glettin. Stelpurnar taka ekki beinan þátt verkefninu heldur eru fyrst og fremst fyrir utan það. „Verkið á meira að vera þeirra sem taka þátt með okkur.“ Núna er Ásrún að vinna aftur í verki sem hún skapaði og heitir Hlustunarpartí. Henni hefur verið boðið að sýna verkið út um allan heim, og mun Ásrún fylgja því eftir. „Ég mun túra með þeim um heim- inn árið 2020. Það verk gerði ég líka með ungu fólki. Þannig að það er aldrei að vita nema að nýja verkið fari líka á f lakk ef vel gengur. Hlust- unarpartí verður sýnt víðs vegar um Evrópu en líka í Ameríku.“ Hún segir að boltinn byrji oft að rúlla eftir að verk eru sýnd á danshátíðum, sé þeim vel tekið þar. „Þessi heimur er frekar lítill en þegar maður er kominn inn í hann, þá er frekar auðvelt að láta boltann rúlla áfram.“ Verkið Fegurð í mannlegri sam- búð verður frum- sýnt í haust á Reykjavík Dance Festival. Sé fólk áhugasamt um að taka þátt í verkinu er best að senda tölvupóst á netfang Ásrúnar, asrunm@gmail.com. steingerdur@frettabla- did.is 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 8 -F 8 7 8 2 3 D 8 -F 7 3 C 2 3 D 8 -F 6 0 0 2 3 D 8 -F 4 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.