Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Page 3
árinu, en 12 000 tonn voru í birgðum um áramót. Fyrstu tvo mánuði ársins voru
flutt út um 800 tonn af skreið. Þá má nefna, að reiknað er með, að afurðir
væntanlegrar loðnubræðslu í haust verði ekki fluttar út fyrr en í ársbyrjun 1984.
Loks er gert ráð fyrir nokkurri aukningu freðfiskbirgða. Niðurstaðan hvað
sjávarútveginn varðar, er spá um lítilsháttar aukningu birgða í dæminu um
óbreytta sjávarafurðaframleiðslu en birgðaminnkun í lakara dæminu. Auk þess
er nú búist við að álbirgðir minnki um 10 000 tonn, samkvæmt upplýsingum ísal.
Standist þessi spá, minnka birgðir útflutningsvöru í heild á þessu ári eftir hina
miklu aukningu í fyrra.
Viðskiptakjörin við útlönd rýrnuðu um l1/2% á árinu 1982, vegna töluverðrar
lækkunar útflutningsverðs, einkum á sjávarafurðum, áli og kísiljárni. Horfur eru
nú á, að viðskiptakjör batni á árinu 1983, einkum vegna lækkunar olíuverðs og
hækkunar á verði áls og kísiljárns.
í þjóðhagsspá 1983 er nú gert ráð fyrir, að meðalverð alls vöruútflutnings
verði 1% hærra í Bandaríkjadollurum en í fyrra. Er þá reiknað með 2% lækkun
á meðalverði sjávarafurða frá því sem var í fyrra. Verð á saltfiski er talið lækka
um 20% en freðfiskverð hækka um 5%. Þá er búist við 20% verðhækkun á áli,
11% á kísiljárni, en að verð á öðrum iðnaðarvörum verði svipað og í fyrra. Hér
er alls staðar miðað við verð í Bandaríkjadollurum. I þessu sambandi er rétt að
benda á, að hækkun á álverði bætir ekki greiðslujöfnuð íslendinga í sama mæli
og hækkun á verði sjávarafurða.
Skráð olíuverð á Rotterdammarkaði lækkaði að mun í lok síðastliðins árs og í
byrjun þessa en hefur hækkað nokkuð á ný á síðustu vikum. í þjóðhagsspá er
miðað við, að skráð verð haldist út árið á svipuðu stigi og að undanförnu ‘, en þó
verður að gera ráð fyrir nokkrum sveiflum vegna árstíðabreytinga í eftirspurn,
eins og þegar sýnist farið að koma fram í bensínverði. Þess ber og að gæta að
nokkur tími líður þar til skráð verð í Rotterdam kemur fram hér. í þjóðhags-
spánni er nú reiknað með, að innflutningsverð á olíu hér á landi verði 12—13%
lægra að meðaltali í ár en í fyrra.
Meðalverð almenns vöruinnflutnings, annars en olíu, var á árinu 1982 ívið
lægra en árið áður, ef miðað er við meðalgengi. Reiknað í dollurum svaraði
þetta til meira en 7% lækkunar á árinu eftir 5% lækkun á árinu 1981.
Reiknað er með, að verð á innflutningi öðrum en olíu verði svipað í dollurum í
ár og í fyrra. Þessi áætlun er gerð með hliðsjón af spám alþjóðastofnana um verð
í utanríkisviðskiptum og þróun innflutningsverðs hér á landi til loka ársins 1982.
Miðað við lækkun olíuverðs um 12—13% lækkar verð alls vöruinnflutnings
samkvæmt spánni um 2% reiknað í dollurum.
Framangreindar spár um breytingar útflutnings- og innflutningsverðs leiða til
þeirrar niðurstöðu, að viðskiptakjörin muni batna um 3% að meðaltali á árinu
1983. Kjör í þjónustuviðskiptum við útlönd fara nú einnig batnandi, og er
reiknað með, að þau batni álíka mikið og vöruviðskiptakjörin, einkum vegna
lækkunar vaxta á alþjóðalánamarkaði og verðlækkunar eldsneytis á flugvélar og
skip í förum milli landa. Reiknað er með, að meðalvextir af erlendum lánum til
lengri tíma en eins árs lækki úr nær 12% á árinu 1982 niður í 10% á árinu 1983,
1 Skráð verð í Rotterdam hinn 8. apríl var sem hér segir í dollurum: Bensín 286, gasolía 250, svartolía 164.
3