Jólatíðindi - 01.12.1939, Page 2
2
Jólatíðindi
Það var aðfangadagskvöld. Úti
var fannbylur, með stormi, svo að
snjórinn fauk kringum húsin. En
fæstir höfðu af því að segja, því að
flestir voru inni hjá sér í hl);um
herbergjum og búnir að hafa fata
skipti, komnir úr hversdagsfötunum
í hátíðafötin.
Á mörgum heimilum iágu stórar
hrúgur af jólagjöfum í kringum fót-
inn á jólatrénu. Það mátti sjá á
forvitnislegu augnaráði barnanna,
hvað þeím bjó í brjósti. »Hvað
skyldi nú vera í bögglinum þarna?«
»Gaman þætti mér að vita, hvort
ég ætti að fá þennan stóra böggul í«
Þetta og þvf um líkt voru þau að
hugsa. Þetta mátti lesa út úr aug-
um þeirra.
Nú gengu allir til kvöldverðar,
og gleðin ljómaði í andlitum allra.
Fyrst var lesið guðspjall dagsins og
margur öfundaði hirðana fj'rir það,
að þeir fengu aö heyra hinn dásam-
lega englasöng: >Dýrð sé Guði í
upphæðum, friður á jörðu og þókn-
un Guðs á mönnunum*.
Og ekki var laust við, að Betle
hemsbúum væri ámælt fyrir það, að
þeir tóku svo illa á móti frelsarao-
um. Einhver sagði, að ef barnið hefði
komið til þeirra, þá skildi það hafa
fengið ólíkt betri viðtökur, þá skjfldi
það ekki hafa þurft að sofa í jötu
innan um fénaðinn.
og þjóðir komist á vonarvöl. Eins
er ástandið inn á við: Valdafíkn,
fjárgræðgi og sjálfselska lýsa sér
alstaðar, hjá háum og lágum, en
Jesús andi, sem er óeigingjarn kær-
leiki til Guðs og náungans, fær
sjaldan að koma til mála. Árangur-
inn verður ákafur stéttabardagi, inn-
byrðis öfund og hatur milli stéttanna,
Og á heimilunum og í hjörtunum er
eins ástatt. Menn vilja ekki láta
Jesú verða leiðtoga, eða boðorð hans
mælikvarða lífs síns og framiomu,
og þar af leiðandi getur hann ekki
byggt þar ríki sitt 1 réttlátum friði
og fögnuði; árangurinn verður ófrið-
ur, sundrung, tómlæti og ósamrými.
Guð gefi, að Jesús megi ná rétti
sínum á jörðinni, að hinn heimilislausi
konungur megi fá að stfga í hásætið,
sem með iéttu er hans, og að ríki
þessa heims megi bráðlega verða
Drottins og hans hins smurða. Úá
myndi jólakveðja englanna uppfyll-
ast: »Dýrð sé Guði í upphæðum,.
friður á jörðu og velþóknun meðal
mannannac.
Þá yrði jörðin aftur Paradís
Ó, að minnsta kosti mörg hjörtu
vildu hlíða áminningu Drottins á
á þessum Jólum: »Opnið yður þér
eiJífu hlið, svo að konungur dýrðar-
innar megi ganga inn*.
Já, megi friðarhöfðinginn fá að
halda innreið sína í margar dýrmæt
ar mannssálir!
Komi þitt ríki, ástkæri Frelsari!
Pá var drepið á dyr. Hver skyldi
nú eiga erindi þaugað á sjálfa jóla-
nóttina?
Mamma gekk til dyra og opnaði
hurðina varlega, til þess að hleypa
ekki inn kuldanum, Pá gengur inn
stálpaður piltur illa til fara. Hann
var svartur á hár og ógreiddur, svo
að heldur stakk í stúf við heimilis-
fólkiö, allt kembt, klipt og þvegið,
Pilturinn bar stóra körfu á hand-
leggnum fulla af gipsmyndum. Hann
tój^upp eina myndina og sagði um
leið; >Kaupið Jesú, góðu hjón og
börn, kaupið Jesú, kaupið Maríu,
kaupið Jósef!«
Það var grafkyrt í stofunni. Nú
var öllum forvitni á að vita, hvað
pabbi legði til málanna, og hann
lét ekki á sér standa og kallar upp
í einu vetfangi: »Út með þig flökku-
kindin þfn, út með þig! Ertu svo
djarfur að trufla jólaguðræknina hjá
okkur með þessu gipsmynda rugli
þínu! Hypjaðu þig, ellegar ég skal
þrffa í kragann á þér og — — —
Flökkudrengurinn hrökk nndan
og fór, en pabbi hélt áfram að lesa
jólaguðspjallið® Síðan var jólagjöf-
unum skipt og gengið í kring um
jólatréð. En öllum fannst svo eríitt
að komast í gott jólaskap. f*að var
eins og litli flökkudrengurinn hefði
alveg spillt fyrir þeim jólafriönum.
Flökkudrengurinn hélt nú áfram
göngu sinni frá einum dyrunum til
annara. Hann þurfti að selja mikið
áður en hann kæmi heim aftur því
annars átti hann vísa von á að fá að
kenna á stafnum hans pabba sfns.
Þegar hann hitti fyrir haröa og
miskunnarlausa menn, þá hugsaði
hann til flökkumanna-hreysisins úti
í skógarjaðrinuns; honum fannst þá
næstum sem hann heyrði blót og
formælingar föður síns og finna ti)
eymslanna undan stafshöggunum.
Sumstaðar tókst honum að selja
dálítið, en fyrir mjög lágt verð, því
að þeir vildu ekki láta flökkudreng
»hafa sig fyrir féþúfu*.
Það var farið að verða framorðið
og litli flökkupilturinn snýr heim-
leiðis til sfns samastaðar og bjóst
ekki við öðru en skömmum og ragni
af því hann hefði ekki selt meira
og leitað yrði á honum hátt og lágt
til að vita, hvort hann hefði ekki ef
til vill stungið neinu inn á sig, Því
næst vonast hann eftir að fá hálf
kroppaða hænu, sem einhver af
heimafólkinu hefir stolið úr hænsna-
garði náungans, eí annars nokkru
yrði leyft, þegar hinir væru búnir
að borða
Lítið hús liggur hægra megin við
götuna. Ljós skín f glugganum og
honum liggur við að drepa á dyr.
Honum finnst húsið þó svo fátæklegt
að hann ásetur sér að fara fram hjá
Þó var hann orðinn lafþreyttur. —
Allt í einu sortnar honum fyrir sjón
um. Hann sér ekkert, en þreifar
sig samt áfram, Þegar minnst varði,
rak hann höfuöið í vegg og við
árekstuiinn vaknaði hann af dvalan-
um, sem á hann var siginn, Hann
sér þá, að hann er kominn að dyr-
unum á lula húsinu, og fyr en hann
gæti vikið sér við, er hurðin opnuð
og kallað meö blfðri kvenmanns-
rödd: »Hver er þarna?« Pá vakn
aði óðara verslunarandinn í piltinum:
»Gott kvöld! Góða frúl ég er að
selja myndir: Kaupið Tesú, kaupið
Maríu, kaupið Jósef!«
»Veslings barn, kondu inn!* sagði
góða konan. »Þú ættir ekki að
vera úti svona síðla dags og í svona
vondu veðri*, sagði hún. Þessi á-
stúðlegu orð urðu veslings þreytta
drengnum ofurefli — hann fór að
gráta og misti körfuna með öllum
myndunum, svo að þær molbrotnuðu,
og hneig svo niður í snjóinn. —
Þegar hann kom aflur til rænu, þá
lá hann í legubekk f hlýju herbergi
og í staðinn fýrir kvistótta stafinn
hans föður síns, struku mjúkar
barnahendut úfnu lokkana hans ógn
blfðlega. Fjögur börn voru í kring
um hann og öll kepptust þau á
um að sýna hor.um kærleika. —
Stundu síöar var hann settur að
boröi með ekkjunni og börnunum
hennar litlu. Hann sat þar sem
húsbóndinn sat á sama kvöldi árið
áður, Ekkjan haföi átt í vök að
verjast, frá því maöurinn ’nennar dó,
veturinn áður; en Guð hafði verið
henni góður og börnunum, svo að
þöu höfðu við og við getað dregið
saman fáeinar krónur handa »fátæk-
um«, og nú gáfu þau piltinum alla
þá peninga og hann réði sér ekki
fyrir fögnuði.
Því næst lásu þau jólaguöspjallið,
og flökkupilturinn hafði aldrei heyrt
það fyrri, Og þegar mamma lét
aftur bókina, stóðu tárin í augum
hans. Hann bað um að lofa sér að
sjá bókina. Og af hverju? Ekki var
hann þó læs. Hann flettir blöð
unurn og leggur bókina opna frá sér
aftur. Pá beygja þau kné og biðja
og síðan heldur hann af stað til
flökkumannabúðanna. Þegar mamma
gekk aftur að borðinu. til þess að
láta biblíuna aftur, þá nemur hún
augnablik staðar og andvarpar og
segir: »Ég þakka þér Jesús, fyrir
heimsóknina!*
En á blaðinu, sem drengurinn
hafðr sfðast flett upp, stóðu þessi orð:
»Það sem þér hafið gert einum af
þessum mínum minnstu bræðrum,
það hafið þér gert mér*.
Jólatréð
Forðum þegar í fyrsta skipti átti
að halda jól hér í Norðurálfu heims-
ins, sagði Guð Faðir þremur engl-
um sínum, að þeir skyldu fara og
leita að jólatré,
Það voru þeir þrír englar, sem
honum þótti vænst um — engill
trúarinnar, vonarinnar og kærleik-
ans. Þeir fóru yfir engi og akra
og allt til hins fjarsta skógar, það
var afskaplega bitur kuldi. Þessir
þrír englar töluðu hver við ann-
an, —
Er'gill trúarinnar — það var lag-
ur hvítur engill með skær og blá
augu, sem ávalt horfðu til himins,
— Hann mælti fyrstur: »Þegar ég
á að velja jólatré, skal það vera í
í líkingu krossins, en standa þó
beint*.
Engill vonarinnar sagði: »Það
tré, sem ég ætla að velja, skal ekki
visna, það á að vera grænt vetur
sem sumar og vera eins kröftugt
og líflð, sem sigrar dauðann*.
Engill kærleikans — hinn fegursti
þeirra, sá, er þykir svo vænt um
öll lítil börn, og ætíð ber lítil dreng
á hægri handlegg sínum og litla
stúlku á hinum vinstri, — mælti á
þessa leið: »Það tré, sem ég vil
helzt velja, verður að vera hlýlegt
tré, sern breiðir greiuar sínar út
til kærleiksríkrar varnar öllum smá-
fuglnm, fyrir næðingum og stormi*.
Hvaða tré fundu þeir svo? Hið
blessaða grenitré, sem ber líkingu
krossins í öllum greinum sínum, og
sem er grænt á vetrum, þótt sujór
og klaki hylji jörðina.
Þegar þeir höðu fundið það, vildu
þeir einnig hver fyrir sig gefa þvf
einhverja gjöf. Engill trúarinnar
gaf því hin fögru jólaljós, til
þess að það gæti skinið með
himneskum ljóma sem hina fyrstu
jólanótt.
Engill vonarinnur setti hina stóru
og fögru stjörnu í topp trésins.
Engill kærleikans fylti það með
gjöfum frá fæti til topps.
Og Guð Faðir gladdist yfir engl-
um slnum.
Verzl. „Eyjafjörður“
óskar viðskiptavinum sinum
GLEÐILEGRA JOLA.
N Ý K O M I Ð :
Pottar, pönnur, emal. föt, mat-
pottar, balar, könnur o. fl. —
Kjólatau, flónel hvftur tvinni,
Smávörur, jólakerti o. fl.
Kristján Sigurðsson.
Saumavélaolíu
(Hvíta vaselinolíu) sel ég á glös.
Sama lága verðið og áður.
Steingr. Guðmundssoii
Góð eldavél
til sölu.
Hjálpræðish erinn.
Sængur-
veraléreft
hvítt tvíbreitt fæst í
Kaupíél. Verkanianaa.
Vefnaðarvörudeildin
í Drammen í Noregi lá trúuð
kona á sjúkrabeði sínu í mörg ár,
Það var á aðfangadag jóla. Lítill
drengur stóð við rúmið hennar og
sagði henni, hvað mjög hann hlakk-
aði til kvöldsins og jólatrésins.
»Vesalings frænka, þú færð alls
ekkert jólatré*, kallaði hann.
Og vesalings frænka varð svo
hnuggin yfir sínu þunga hlutskiptj
Tárin runnu niður kinnar hennar.
En svo sá hún sig um hönd og
fyrirvarð sig fyrir ístöðuleysi sitt.
»Ég hefi frelsara minn, hvers þarf
ég frekar aö óska!*
Um kvöldið hékk á jólatré litla
drengsins bréf, og utan á það var
skrifað: »Frá frænku*. Innan í
bréfinu stóð:
»Já, frænka hefir Kka jólatré,
kom, og þú skalt í anda sjá!
Fótur þess er Kristur liggjandí í
íötur.ni. Toppurinn er Kristur í
dýrð himins. Stofninn er krossinn
með Kristi. Vökvi trésins er blóð
ið, sem hreinsar oss af a!lri synd.
Greinarnar eru allir menn, ungir
og gamlir, smáir og stórir, sem eru
í trúnni á Krist!
Þegar ég geng með hryggð að
stofninum, svalar vökvinn mér, svo
ég fæ nýjan kraft; þegar ég angur-
vær hvíli við fót trésins, beygir
toppurinn sig brosandi niður til
mfn. —