Jólablaðið - 24.12.1928, Page 3

Jólablaðið - 24.12.1928, Page 3
JÓLABLAÐIÐ 3 GLÐILEG JÓL! óskar HERTER VIGS-BAKARÍ. GLEÐILEG JÓL! HEILLARÍKT KOMANDI ÁR! PÖKK FYRIR VIÐSKIFTIN! VERSL, SV. HJARTARSONAR V. J. HJARTARSON. Gleöileg jól 'iU i ar með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu- Hreggviður Porsteinsson. árin undan átökum hans. Og það versta var, að það var engin varaár í byttunni. „Almáttugur!“ hrópaði Puríður. — Gunnar lagði heilu árina upp og leit í brotið á hinni. — Svo settist hann þögull og þungbrýnn á þóftuna. Byttuna rak beint til hafs, og nú, þegar hún lá flöt við golunni, hríð-gaf á hana. En byttan var besta far. Pura leit til Gunnars tárvotum augum. — „Er ekkert hægt að gera?“ sagði hún, „Nei“, sagði Gunnar, og það var eins og rödd- in kæmi neðan úr maga. Glettin bára hoppaði innyfir borðstokkinn og rennbleytti Puru. Byttan var orðin hálf af sjó. „O, Gunnar! Heldurðu að við förumst?“ sagði hún grátklökk. „Jeg er alveg viss um það“, svaraði Gunnar, „og mjer finst við ættum að búa okkur undir það, og fyrirgefa hvort öðru það sem við kunnum að hafa gert hínu á móti. — Satt að segja þá þykir mjer nú gott að deyja með þjer Pura, því þá er jeg viss um að enginn tekur þig frá mjer“. Pura fór að gráta. „Ó, Gunnar! Að hugsa sjer að við eigum að deyja núna, — svona ung og á sjálfum jólunum. Afbrýðin blossaði í Gunnari. — „Jú þú hefir auðvitað ætlað þjer og verið farin að hlakka til að verða Jóa samferða heim“, hreyttí hann út úr sjer. „Elsku besti Gunnar, íyrirgefðu mjer“, sagði Pura. „Jeg meinti ekkert með því sem jeg sagði áðan ; fjörunni, Ó, Gunnar! að þú skuilr geta fengið af þjer að trúa svona slæmu um mig núna þegar við erum að deyja“. Og Pura færði sig til hans og hallaði sjer upp að honum. Gunnar tók þjett, eins og karlmanni sæmdi ut- anum hana. „Heyrðu Pura, ef við kæmumst nú lifandi til lands, heldurðu að — að þú dansir þá við Jóa núna á annarsdagsballinu?“ Pura hjúfraði sig undir vanga hans. „Elsku Gunnar! að þú skulir spyrja svona. Mjer hefir aldrei þótt vænt um Jóa; — aldrei þótt vænt um neinn nema þig, — þig, og jeg vil heldur deyja með þjer en dansa með Jóa“, og hún vafði handleggjunum nm háls Gunnari. Gunnar kysti Puríði beint á munninn og hún hann aftur á móti, og þannig gekk það á víxl nokkrum sinnum. „Jeg vil heldur lifa með þjer en deyja með þjer“, sagði Gunnar að lokum. Gunnar losaði sig blíðlega úr armlögum Purlðíar. Byttan var orðin hálffull af sjó, Hann greip austur- trogið og tæmdi hana á svipstundu. Svo tók hann treyjuna sína, batt hana við árarbrotið og festi það sem segl. Ljet svo Puru styðja við það, en stvrði sjálfur með heilu árinni. Stormkastið var nú farið að lægja. Alt gekk vel og eftir litla stund lentu þau í Mjóanesvörinni. Pau leiddust heim tií bæjar. Jón bóndi mætti þeim í bæjardyrunum. Hann var á leið í fjósið. Jón rak upp stór augu. Hann hafði alls ekki búist við þeim svona snemma. — „O, það brotnaði hjá okkur önnur árin svo við urðum að snúa aftur“, sagði Gunnar. „Vesalingarnir! Pað var naumast þið fenguð jólaskemtunina. — Fá enga messuna og verða renn- vot“, sagði Jón. „Pað er nú saraa, skemtilegrí jól en þessi hefi jeg ekki lifað“, sagði Gunnar og gleðin sem ljómaði af andliti hans vitnaði um að hann sagði þetta satt. „Jeg segi sama“, sagði Pura, og sendi Gunnari tindrandi augnaráð, fult af ást og aðdáun. J. J.

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1373

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.