Fjelagsrit - 01.02.1928, Blaðsíða 1

Fjelagsrit - 01.02.1928, Blaðsíða 1
1. tbl. Gagnfræðadeild fiel. Fjölnir i Mentaskóla peykjavíkur Febrúar 1928 1. árg. | I FORMÁLS-ORÐ . Um langaii tima mun ekki hafa verið eins mikið fjör í fjelagsskap Gagnfræðadei1dar- nemenda og nú síðustu árin. Nemendur hennar eru að sumu leyti fremri í Þvi efni en skóla- bræður Þeirra i efri bekkjunum, og má Þakka Það ýmsum góðum fyrirliðum Þeirra. En Þó er Það ýmsum erfiðleikum bundið að skapa fje- lagstilfinningu með nemendum Gagnfræðadeild- arinnar sakir misjafns aldurs og Þroska., sum- ir bekkir hafa lika sin bekkjarfjelög, sem taka alla starfskrafta Þeirra.- Til Þess að sameina nem. i einum fjelagsanda hefir "Fjölnir" nú ráðist i að gefa út Þetta blað, til Þess að Það yrði Það band, sem tengdi Þá saman. í Þessu blaði geta fjelagsmenn Fjöln- is rætt áhugamál sin og æft sig i skýrri hugsun og skipulegri framsetningu, og getur Það Þvi orðið nem. til mikils Þroskaauka og mentunar. Roskið fólk talar nú á timuim oft um, að æskulýðurinn bæði i skólum og annarsstaðar hafi ekki vit eða áhuga á öðrú en skemtunum og allskonar óreglu. Ef eitthvað er hæft i Þessu, er Þar enguim öðrum um að kenna en fullorðna fólkinu, foreldrum og kennurum,Þvi að "svo mæla bömin sem fyrir Þeim er haftl' En Þá er gleðilegt að sjá að til eru æsku- menn, og Það sjerstaklega í Þessum skóla,sem hafa löngun til annars, hafa háar hugsjónir og áhuga fyrir Þeim málum sem mannkynið varð- a . - "Öll vandamál mannkynsins eru vandamál einstáklinga", hefir vitur maður sagt. Yæri vel, ef Þetta blað gæti brýnt Þann ssnnleika fyrir útgefendum Þess og lesendum, svo að Þeir huguðu snemma að Þvi með alvöru,hvemig Þeir ætla sjer,. hver og einn, að leysa Þau vandamál eftir bestu skynsemi og samvizku. Æskan á að frelsa heiminn, Þvi að samvizka hennar er næmust fyrir rjettlætinu og óháð- ust öllu Þvi, sem fullorðinsárin verða að taka tillit til af áhyggjum fyrir daglegu brauði. Megi Þetta blað Þvi styrkja hugsjónir og vit æskunnar i skólanum og eiga sjer langa lifdaga. Einar Magnusson. NOHÐURLJÖS. Kveldið foldu möttli sveipar svörtum svalan blæ um vanga mjer jeg finn. Norðurljósin geislabogum björtian bregða yfir næt-urhimininn. Einn jeg stend og horfi' á ljósahafið hugfanginn af Þeirri undrasýn. Himinhvolfið er sem geislum grafið, guðJ.eg dýrð frá hverri stjörnu skín. Hvild jeg finn á fögru vetrarkveldi friður slikur heillar sjerhvem mann. Himininn er vafinn undraeldi aldri fyrri logi slíkur brann. Ótal sýnii- hugann böndum binda bjartir heimar opnast mannsins sál. Geislar fagrir bjartar brautir mynda boða stjömur loftsins rósamál. Hvilik sjón.' Jeg sá ei aðra fegri. Sjá, hve logar kveldsins "Disarhöll" Stjömur, Ijósum öllum yndislegri, •undra ljóma vefja sæ og f jöll. Stjömusalir, glæstu huliðsheimar, hrifnir inn i norðurljósaskraut. Norðurlanda fögru guðageimar, - gylta rós - á kaldri vetrarbraut. Hvað mun frekar huga mannsins hrifa? Hvað mun betur lyfta Þreyttri sál, en að sjá slik logaleiftur svifa lofts um brautir inn i himinbál. Hvild og ró jeg finn i faðmi nætur, falla i gleymsku dægurÞras og kif. Mjer i eyrum sifelt hljómur sætur syngur dátt um æðra - betra lif. 6 Þú bjarti logalýsti geimur.' iifið sýnir Þú i fullri mynd. p>ú ert okkar jörðu æðri heimur, yfir hafinn mannsins böl og synd. Þegar einhver hindrun vill mjer vama vegar Þess, er sýnir markið hátt, pá jeg bið Þig bjarta, prúða stjarna: Bend Þú mjer í hina rjettu átt. Guðlaugur Lárusson.

x

Fjelagsrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjelagsrit
https://timarit.is/publication/1379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.