Fjelagsrit - 01.02.1928, Page 2

Fjelagsrit - 01.02.1928, Page 2
-2- A ÞINGVÖLLUM. ÍTr ferðasögu. ..... Jeg ráfaði í rökkurslitrunum eftir grsnni grasigróinni gjánni, gagntekinn af fegurð og mikilfengleika umhverfisins. Dimm- ir og forynjulegir hamraveggirnir risu háir og Þögulir yfir höfði mjer, en uppi yfir Þeim gnæfði himininn, hlágrár og tilbreyting- alaus. Skamt frá fjell fossinn, hár og tign- arlegur, niður kalt hamrabergið, umvafinn fagurri gagnsærri úðahulu, og í drynjandi fossarniðnum ómuðu Þúsundir radda, dimmar og drungalegar, Þrugnar tign og fegurð umhverf- isins. Tröllslegir ómar löngu liðinna alda bergmáluðu í eyrum mjer, hvetjandi og örv- andi. Hjer hafa athafna og atorkumiklir öðl- ingar rætt heill og hag íslensku Þjóðarinnar og varið og verndað frið og farsæld. Hjeðan vörðust og börðust íburðarmiklir öldungar gegn kúgun og undirokun og skinhelgum útlend- um örmum og áhrifum, og á hraðfleygum hljóð- bylgjum "fossbúsnns gráa" barst frægð og heill Pjallkonunnar um lönd og höf. Hjer dæmdu skarpskygnir og stjómvitrir spekingar menn og máiefni ótæk og útlæg og hjer börðust Þeir gegn ofstopa og. yfirgangi oflátunga og gáleysingja. Hjer var samkomustaður hraustra og afskiftasamra æskumanna, er skemtu sjer við leika og hvers kyns gleði, og hjeðan höfðu menn með sjer faghar og sólbjartar end- urminningar inn í skammdegismyrkrið og vetr- arhörkuna. Af glitrandi hjálmum og blikandi sverðum hugdjarfra hlaðbúinna Þrekmanna, sló ljósum Ijóma yfir helgi Þingstaðarins, og sá ljómi lifir enn og mun lifa um aldur og æfi - í fomsögunuim. Öll önmrr ummerki atorku og frægðar forfeðra vorra eru nú óðum að hverfa inn i óglæsilegt aldamyrkur,- alt nema Þú "fossbúinn grár", en Þig fluttu fommenn úr farvegi í annan, til Þess að Þú g^etir glumið og drunað yfir afturhaldi og óförum og stapp- að stáli og eldmóð í framfarir og framkvæmd- ir eftirkomendanna. rú átt að vekja Þá til meðvitundar um framtiðina, eins og Þú minnir á fortíð og forfeður og Þú átt að hvetja Þá til Þess að varpa ánauð og fjötrum erlendra yfirrá.ða af höndum sjer og benda augum Þeirra fram. Húmið færðist óðum yfir. Jeg gekk áfram, fram hjá fossinum upp á gjárbarminn. ííyrkrið hafði máð hið stórkostlega dagsbirtu útsýni svo að Það hvarf inn í samfelda svarta auðn. Eins hverfa óðum ummerki fornrar frægðar. . . Pjetur ólafsson. BÆJARBRAGUR. Það var haust. Ðagurinn styttist, nóttin lengdist. Pyrirboðar vetrarins voru famir að gera vart við sig. Fjöllin voru snævi hulin niður i miðjar hliðar. Bændtumir voru húnir að hirða hey sin, og gjörðist nú dauft i sveitunum. Fólkið, sem verið hafði í kaupa- vinnu um sumarið, flýði nú sem ákafast undan hamförum islenskrar vetrarnáttúru. Það flýði til kaupstaðanna. Þar var Þó altaf skjól á knæpunum, knattborðsstofunum og kvikmyndahús- unum. par voru dansleikir og Þar gat maður fengið sjer "neðan í Þvi”, Þegar ekki var al- gjört tómahljóð i sparibauknum. Flestir fóru til höfuðborgarinnar, Reykjavikur. Ryskingar, áflog og gjálifnaður fór sivaxandi með degi hverjum, og altaf fjölgaði Þeim, sem á kvöld- in ráfuðu eins og viltir sauðir um götur Þær, er Reykjavikurbúar hafa gefið Þetta fagra Þjóðlega nafn "rundtinn" (.' ). Mjer varð eitt sinn reikað á Þessar stöðv- ar, sem hverjum öðrum Þxæl tiðarandans. Var Þár gnótt prúðbúinna kyennaf Ijettfættir svannar og gangstirðar kerlingar. Andlit sumra Þeirra huldi Þykt lag af andlitsfarða. Gerir Það Þær útgengilegri, en jeg vil taka undir með merkum manni, er hann sagði að slikt væri nokkurs konar svikin vara á hjóna- bandsmarkaðnum. Má nú af Þessu ráða, að ekki hafi karl- Þjóðin setið heima og vitað af slíkum krásum á glámhekk. Hjer voru svolitlir"prakkarar", sem höfðu sjer Það til gamans að elta strálea og stelpur, sem smátt og smátt "pöruðu sig saman" og fengu skyndilega löngun til að njóta kvöldfriðarins i kyrð og ró, fjarri mannaferðum. - Hjer voru einnig sisnjjaðrandi stimamjúkir kvennasnápar með öllum einkennum tiskunnar. Þeir, sem áræðnastir voru, huðu "dömunum" fylgd heim, en hinir, sem ekki voru eins "treneraðir" í kvennamálum, urðu að láta sjer nægja að athuga og bera saman kálfa ungmeyjanna. Þetta er ofurlítil mynd af vik Þeirri,sem svo mjög er rjettnefnd Reykjavik. Skipulags- leysið einkennir Þar alt. Húsin spretta Þar upp eins og gorkúlur á mykjuhaug. og eins og mývargur sjúga mennirnir blóð úr hverjum öðr- um með hverskyns kjaftæði og bakmælgi. P. Ó. J. ÁBYRGÐARMAÐUR: Einar Magnússon. RITSTJÓRAR: Pjétur Ó. Johnson, Sigurður Sigmundsson. Fjölritunarstofa Pjeturs G. Guðmundssonar.

x

Fjelagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjelagsrit
https://timarit.is/publication/1379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.