Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.05.1990, Qupperneq 10
8
Sveitarsjóðareikningar 1982-1984
Umsvif sveitarfélaga, mæld sem hlutfall gjalda og
tekna af vergri landsframleiðslu, hafa verið tiltölulega
stöðug á árunum 1982-1984 eða á bilinu 9-10%. Er það
lítils háttar hærra hlutfall en næstu þrjú ár á undan. Það
jafngildir ríflega fjórðungi af umfangi hins opinbera á
þessum árum. A þessu tímabili voru fjármál sveitarfél-
aganna sem næst í jöfnuði. Utgjöld sveitarfélaganna
renna að stærstum hluta til rekstrar- og fjármagns-
kostnaðar eða tæp 75% og um 25% ganga til fjár-
festingar. Samanborið við næstu þrjú ár á undan hefur
hlutdeild rekstrar- og fjármagnskostnaðar hækkað
nokkuð eða úr um 70% af heildarútgjöldum í um 75%.
Tekjur sveitarfélaganna eru af þrennum toga, þ.e.
skatttekjur, eigin rekstrartekjur og framlög frá öðrum,
einkum ríkinu, bæði til að standa straum af
framkvæmda- og rekstrarkostnaði. í þeim yfirlitum,
sem hér eru sýnd, er hugtakið þjónustutekjur notað sem
samheiti fyrir eigin rekstrartekjur sveitarfélaga af
veittri þjónustu auk framlaga frá öðmm til rekstrar, svo
sem vegna kostnaðarhlutdeildar annarra í sameigin-
legum rekstri.
Afkoma sveitarfélaga er afar mismunandi. Þar
sem þau eru mjög breytileg að stærð, legu og íbúa-
fjölda er oft erfitt að bera fjármál þeirra saman með
góðu móti. Til að fá vísbendingu um mismunandi
afkomu þeirra em hér dregnar fram ýmsar upplýsingar
um tekjur og gjöld sveitarfélaga á hvern íbúa þeirra.
Þetta kemur fram í 2. yfirliti en það sýnir þessa flokkun
sveitarfélaganna og afkomu þeirra á hvern íbúa á árin
1982-1984.
2. yfirlit. Afkoma sveitarfélaga á hvern íbúa 1982-1984
I krónum á verðlagi hvers árs
Höfuð- Önnur sveitarfélög Sveitarfélög Sveitarfélög Sveitarfélög
borgar- með fleiri með 1000- með 400- með færri
Landið svæðið en 3000 íbúa 3000 fbúa 999 íbúa en 400 íbúa
Arið 1982:
Fjöldi sveitarfélaga 224 9 7 18 28 162
Fjöldi íbúa 1. desember 235.453 126.275 39.639 27.523 15.800 26.216
% af íbúafjölda landsins 100,0 53,6 16,8 11,7 6,7 11,2
Heildartekjur 15.280 16.431 14.682 16.850 13.813 9.873
Heildargjöld 16.389 17.049 17.022 19.000 15.322 10.150
Tekjujöfnuður -1.109 -618 -2.340 -2.150 -1.509 -277
Árið 1983:
Fjöldi sveitarfélaga 224 9 7 18 28 162
Fjöldi fbúa 1. desember 238.175 128.434 39.933 27.803 15.976 26.029
% af íbúafjölda landsins 100,0 53,9 16,8 11,7 6,7 10,9
Heildartekjur 25.161 27.311 23.712 26.944 22.649 16.412
Heildargjöld 26.585 27.584 26.107 30.342 28.364 17.282
Tekjujöfnuður -1.424 -273 -2.395 -3.398 -5.715 -870
Árið 1984:
Fjöldi sveitarfélaga 223 9 7 19 27 161
Fjöldi íbúa 1. desember 240.443 130.722 40.074 27.880 16.073 25.694
% af íbúafjölda landsins 100,0 54,3 16,7 11,6 6,7 10,7
Heildartekjur 34.789 38.082 32.686 36.048 31.247 22.169
Heildargjöld 32.778 34.035 32.285 37.073 34.141 21.639
I'ekjujöfnuður 2.011 4.047 401 -1.025 -2.894 530
Breyting 1981-1982,%:
Heildartekjur 61,9 60,1 58,7 65,4 65,3 69,5
Heildargjöld 70,4 67,7 74,8 72,3 66,2 77,1
Breyting 1982-1983, %:
Heildartekjur 64,7 66,2 61,5 59,9 64,0 66,2
Heildargjöld 62,2 61,8 53,4 59,7 85,1 70,3
Breyting 1983-1984, %:
Heildartekjur 38,3 39,4 37,8 33,8 38,0 35,1
Heildargjöld 23,3 23,4 23,7 22,2 20,4 25,2