Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.05.1990, Qupperneq 22
20
Sveitarsjóðareikningar 1982-1984
13. yfirlit. Vísbendingar um fjármál sveitarfélaga 1982-1984
Höfuð- Önnur sveitarfélög Sveitarfélög Sveitarfélög Sveitarfélög
borgar- með fleiri með 1000- með 400- með færri
Landið svæðið en 3000 íbúa 3000 fbúa 999 íbúa en 400 íbúa
Árið 1982:
Tekjujöfnuður pr. íbúa í kr -1.109 -618 -2.340 -2.150 -1.509 277
Tekjur sem % af
eignum 22,6 15,6 58,4 56,0 51,5 64,4
skuldum 275,1 429,7 187,1 182,6 155,2 216,7
eigin fé 24,6 16,2 84,9 80,9 77,1 91,7
Árið 1983:
Tekjujöfnuður pr. íbúa í kr -1.424 -273 -2.395 -3.398 -5.715 -870
Tekjur sem % af
eignum 22,9 16,2 59,8 47,2 52,7 66,3
skuldum 244,3 359,3 185,9 154,8 129,7 208,9
eigin fé 25,3 17,0 88,1 67,9 88,8 97,1
Árið 1984:
Tekjujöfnuður pr. fbúa í kr 2.011 4.047 401 -1.025 -2.894 530
Tekjur sem % af
eignum 22,8 16,4 61,4 45,9 49,8 63.1
skuldum 299,0 587,1 211,9 149,7 129,4 209,0
eigin fé 24,7 16,8 86,4 66,1 81,0 90,3
2. Úrvinnsla gagna og skýringar við töflur
Processing of data and explanatory notes to the tables
Bókhaldslykill sambands íslenskra
sveitarfélaga. Eins og fyrr sagði var frá 1979 tekið í
notkun nýtt og mikið breytt ársreikningsform
sveitarfélaga sem sniðið var eftir nýjum bókhaldslykli
fyrir sveitarfélög. Var hann saminn af sérstakri
bókhaldsnefnd á vegum Sambands íslenskra
sveitarfélaga í þeim tilgangi að koma á samræmi í
bókhaldi og reikningsskilagerð.
Grundvallarlykill hins samræmda bókhalds hefur
8 sæti. Fyrstu tvö sæti lykilsins sýna málaflokka og
bókhaldseiningar sveitarsjóðs. Þau eru bundin fy rir öl I
sveitarfélög. Næstu tvö sæti eru notuð til sundurliðunar
í deildir og starfsemisþætti. Næstu þrjú sæti lykilsins
(5.-7.) eru til sundurliðunar á tegundir útgjalda og
tekna. Síðasta sæti bókhaldslykilsins, 8. sætið, ernotað
ti 1 flokkunar á tekjum og gjöldum á rekstur, gjaldfærða
fjárfestingu og eignfærða fjárfestingu.
Ársreikningsform Hagstofu fy lgir
bókhaldslyklinum en er ekki jafn sundurliðað. Það
sýnir fyllstu sundurliðun á fyrstu tvö sæti lykilsins og
hið síðasta. Hins vegar er þar ekki beitt fyllstu
sundurliðun á 3. og 4. sæti og formið gerir ekki ráð fyrir
tegundasundurliðun skv. 5.-7. sæti lykilsins. Eftirtöldum
meginreglum um færslu bókhalds og reikningsskil
sveitarfélaga er beitt í uppgjöri Hagstofunnar:
Allar tekjur og gjöld, sem tilheyra hverju
uppgjörstímabili, þ.e. almanaksárinu, eru bókfærð á
því tímabili án tillits til hvenær greiðsla fer fram.
Þannig eru óinnheimtar tekjur færðar til tekna á rekstrar-
reikningi og til eignar í efnahagsreikningi. Ogreidd
gjöld eru á sama hátt færð til gjalda í rekstrarreikningi
og til skuldar í efnahagsreikningi.
Gerður er greinarmunur á rekstri sveitarfélaga,
gjaldfœrðri fjárfestingu og eignfœrðri fjárfestingu í
einu heildaryfirliti, sem nefnist rekstrar- og
framkvœmdayfirlit. Á rekstur eru færðar allar tekjur
og gjöld sem varða rekstur sveitarsjóðs. Á gjaldfœrða
fjárfestingu færast úgjöld vegna allra framkvæmda og
eignabreytinga, sem ekki eru eignfærð í
efnahagsreikningi. Þannig teljast liðir eins og götur,
holræsi, leikvellir, skrúðgarðar, innanstokksmunir,
vélar, áhöld og tæki til gjaldfærðrar fjárfestingar. I
tekjuhlið er færð bein þátttaka annarra aðila í
viðkomandi gjaldfærðri fjárfestingu, svo sem
gatnagerðargjöld og framlög annarra. Til eignfœrðrar
fjárfestingar teljast útgjöld til kaupa á fasteignum,