Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1994, Qupperneq 10
Sveitarsjóðareikningar 1991
sveit. Tveir fyrstnefndu hrepparnir flokkuðust áður
meðal fámennustu sveitarfélaganna, en Öngulsstaða-
hreppur meðal sveitarfélaga með 400-999 íbúa. Hið
nýja sveitarfélag flokkast nú meðal sveitarfélaga með
400-999 íbúa.
b) Presthólahreppur sameinaðist Öxarfjarðarhreppi.
Sveitarfélögin tvö flokkuðust bæði meðal fámennustu
sveitarfélaganna á árinu 1990, hið nýja sameinaða
sveitarfélag er eftir sem áður með færri en 400 íbúa.
Þrjú sveitarfélög færðust úr flokki þeirra fámennustu í
flokk sveitarfélaga með 400-999 ibúa eftir að þau náðu 400
íbúa markinu á árinu 1991. Þessi sveitarfélög voru Flateyrar-
hreppur, Þórshafnarhreppurog Fellahreppur. Sveitarfélögum
með 400-999 íbúa fjölgaði að sama skapi um þrjú á árinu
1991 eða úr 25 í 28.
Þá sýnir 1. yfirlit að skil á ársreikningum sveitarfélaga til
Hagstofunnar eru allgóð 1990 og 1991. Öll sveitarfélög með
400 íbúa eða fleiri skiluðu ársreikningum til Hagstofunnar
bæði árin. Sveitarfélög með færri en 400 íbúa eru reyndar
langflest, 144 árið 1990 og 140 árið 1991, en fjögur þeirra
skiluðu ekki gögnum fyrra árið og tvö seinna árið. Þessi
sveitarfélög voru:
Árið 1990 íbúafjöldi
Hálsahreppur 93
Haukadalshreppur 48
Staðarhreppur 117
N autey rarhreppur 59
Samtals 4 hreppar 317
Árið 1991
Haukadalshreppur 46
N autey rarhreppur 49
Samtals 2 hreppar 95
Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að afla reikninga frá öllum
sveitarfélögum nær skýrslugerðin til sveitarfélaga með 99,9%
af íbúafjölda landsins fyrra árið og 99,96% það seinna.
Afkoma sveitarfélaga 1991. Umfang sveitarfélaga eins og
það kemur fram í þessari skýrslu er annað en það sem mælt
eríþjóðhagsreikningum. Munurinn skýristeinkumafþvíað
hér eru fjármál sveitarfélaga sett fram sérstaklega, en í
þjóðhagsreikningum eru þau talin hluti af starfsemi hins
opinbera í heild. Þetta snertir fyrst og fremst innbyrðis
viðskipti ríkissjóðs og sveitarfélaga og þar með hvar útgjöld
af sameiginlegri stru'fsemi þessara aðila eru talin. I þjóð-
hagsreikningum eru tilfærslur frá rfkissjóði til sveitarfélaga
færðar sem útgjöld hjá ríkissjóði og koma til frádráttar
vergum (brúttó) útgjöldum sveitarfélaga. I reikningum
sveitarfélaga - og þar með í þessari skýrslu - eru þessar
tilfærslur taldar til tekna hjá þeim og koma þannig á móti
vergum útgjöldum þeirra. Þá koma tekjur af seldri þjónustu
sveitarfélaga til lækkunar á útgjöldum þeirra í uppgjöri
þjóðhagsreikningaog teljast í flestum tilvikum til einkaneyslu.
Hjá sveitarfélögum eru þessar tekjur færðar í tekjuhlið
rekstrarreiknings og eru hluti af ráðstöfunarfé þeirra. Að
síðustu eru öll fjármál Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga talin hjá
sveitarfélögum í þjóðhagsreikningum. I þessari skýrslu hins
vegar kemur fram hjá sveitarfélögum eingöngu sá hluti af
fjármálum Jöfnunarsjóðs sem varðar viðskipti hans við þau,
en fyrirgreiðsla sjóðsins við aðra aðila er ekki meðtalin.
I umfjöllun um fjármál sveitarfélaga á árinu 1991 er í
y firlitstöflum reynt að sýna þau í samhengi við afkomu þeirra
árið á undan. Með þvf móti fæst gleggri mynd en ella af helstu
breytingum sem urðu á fjárhag sveitarfélaganna á árinu
1991.12. y firliti er gefin nokkur my nd af fj ármálum s veitar-
félaganna þessi tvö ár.
2. yfirlit. Tekjur og gjöld sveitarfélaga 1990 og 1991
Table 2. Local govemment revenue and expenditure 1990 and 1991
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfall af VLF"
Million ISK at current prices Per cent ofGDP
1990 1991 1990 1991
Heildartekjur 31.810 36.284 9,0 9,4 Total revenue
Skatttekjur 22.584 24.626 ' 6,4 6,4 Tax revenue
þ.a. beinir skattar 13.702 15.024 3,9 3,9 Direct taxes
þ.a. óbeinir skattar 8.882 9.602 2,5 2,5 Indirect taxes
Þjónustutekjur 5.350 6.229 1,5 1,6 Service revenue
Vaxtatekjur 1.278 1.144 0,4 0,3 lnterest
Tekjur til fjárfestingar 2.117 3.624 0,6 0,9 Capital transfers received
Ymsar tekjur 481 661 0,1 0,2 Other revenue
Heildargjöld 31.829 37.454 9,0 9,8 Total expenditure
Rekstrargjöld 20.498 23.750 5,8 6,2 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 1.730 2.101 0,5 0,5 Interest
Gjöld til fjárfestingar 9.601 11.603 2,7 3,0 Investment outlays
Tekjujöfnuður -19 -1.170 0,0 -0,3 Revenue balance
0 Verg landsframleiðsla, enhúnvar 354.379 m. kr. 1990 og 384.053 m. kr. 1991. Magnaukning VLF var 0,5% fyrra áriðog 1,0% það seinna. Gross domestic
product was 354,379 m ISK in 1990 and 384,053 m ISK in 1991, an increase ofO.5% the former year and 1.0% the latter.