Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1994, Side 11
Sveitarsjóðareikningar 1991
9
Árið 1991 vorugjöldsveitarfélaga l,2milljarðakr.umfram
tekjur þeirra og er það mun lakari afkoma en árið á undan
þegar jafnvægi var í fjármálum þeirra. Heildartekjur sveitar-
félaga svöruðu til um 9,4% af landsframleiðslu ársins 1991
og heildargjöld þeirra um 9,8%. Er það töluverð hækkun frá
árinu á undan er hlutfall tekna og gjalda nam 9,0% af
landsframleiðslunni. Áratuginn 1980-1990 mældustumsvif
sveitarfélaga á bilinu 9% til rösklega 10% af landsframleiðslu
hvers árs. Á sama tíma jókst landsframleiðslan verulega eða
um 30% að raungildi.
Tekjur sveitarfélaganna eru af þrennum toga, þ.e. skatt-
tekjur, eigin rekstrartekjur og framlög frá öðrum. Síðasttaldi
tekjustofninn kemur aðallega frá ríkinu og er vegna greiðslu
á hlutdeild þess í sameiginlegum verkefnum með sveitar-
félögum. I þeim yfirlitum, sem hér eru sýnd, er hugtakið
þjónustutekjur notað sem samheiti fyrir eigin rekstrartekjur
sveitarfélaga af veittri þjónustu auk framlaga frá öðrum til
rekstrar, svo sem vegna kostnaðarhlutdeildar annarra í
sameiginlegum rekstri.
Á níunda áratugnum var hlutfall rekstrar- og fjármagns-
kostnaðar af útgjöldum annars vegar og fjárfestingar hins
vegartiltölulega stöðugt hjá sveitarfélögunum. Af útgjöldum
sveitarfélaga rann um fjórðungur til fjárfestingar á þessu
tímabili. Árið 1989 hækkaði hlutfallið í um 29%, 30% árið
1990 og enn frekar á árinu 1991 en þá nam það um 31% af
heildarútgjöldunum.
Afkoma svei tarfélaga er afar mismunandi. Þar sem þau eru
mjög breytileg að stærð, legu og íbúafjölda er erfitt að finna
hentugan mælikvarða til að bera fjármál þeirra saman með
góðu móti. Til að fá vísbendingu um mismunandi afkomu
þeirra eru hér dregnar fram ýmsar upplýsingar um tekjur og
gjöld sveitarfélaga á hvern íbúa þeirra. Þetta kemur fram í 3.
y firl iti en þar eru s veitarfélög með s vipaðan íbúafjölda flokkuð
saman og afkoma þeirra sýnd á hvern fbúa í samanburði við
önnur sveitarfélög.
3. yflrlit. Afkoma sveitarfélaga á hvern íbúa 1990 og 1991
Table 3. Local govemment fmances per inhabitant by size of municipalities 1990 and 1991
I krónum á verðlagi hvers árs Höfuð- Önnur sveitarfélög eftir íbúafjölda ISK at current prices
Allt borgar- Other municipalities by number ofinhab.
Whole Capital 1.000- 400-
country region >3.000 3.000 999 <400
Árið 1990 1990
Fjöldi sveitarfélaga er
skiluðu ársreikningum 200 9 7 19 25 140 Municipalities covered
Fjöldi fbúa þar 1. desember 255.391 145.980 41.673 29.504 15.694 22.540 Number of inhabitants
Hlutfall af heildarfjölda íbúafjölda 99,9 100,0 100,0 100,0 100,0 98,6 Per cent oftotal inhabitants
Heildartekjur 124.554 122.423 127.188 140.571 135.214 105.104 Total revenue
Heildargjöld -124.626 -129.519 -124.436 -125.524 -125.268 -91.664 Total expenditure
Tekjujöfnuður -72 -7.096 2.752 15.047 9.946 13.440 Revenue balance
Árið 1991 1991
Fjöldi sveitarfélaga er
skiluðu ársreikningum 199 9 7 19 28 136 Municipalities covered
Fjöldi íbúa þar 1. desember 259.482 149.482 42.136 29.536 17.617 20.711 Number of inhabitants
Hlutfall af heildarfjölda íbúafjölda 99,96 100,0 100,0 100,0 100,0 99,5 Per cent oftotal inhabitants
Heildartekjur 139.833 138.829 143.137 149.723 146.564 120.525 Total revenue
Heildargjöld -144.343 -151.280 -141.111 -139.189 -141.613 -110.515 Total expenditure
Tekjujöfnuður -4.510 -12.451 2.026 10.534 4.950 10.010 Revenue balance
Hlutfallsleg breyting Percentage change
1989-1990 11 1989-1990 "
Heildartekjur 3,9 -1,3 7,1 9,6 16,5 19,7 Total revenue
Heildargjöld -1,9 -0,6 -3,6 -10,7 3,8 1,6 Total expenditure
Hlutfallsleg breyting Percentage change
1990-1991 11 1990-1991')
Heildartekjur 12,3 13,4 12,5 6,5 8,4 14,7 Total revenue
Heildargjöld 15,8 16,8 13,4 10,9 13,0 20,6 Total expenditure
11 Tilsamanburðarmánefnaaðvísitalaframfærslukostnaðarhækkaðiaðmeðaltalium 14,8%milliáranna 1989 og 1990ogum6,8%milliáranna 1990og 1991.
By comparison the consumer price index rose by 14.8 per cent between 1989 and 1990 and by 6.8 per cent between 1990 and 1991.